Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ÍFIÐ leggur misjöfn verkefni í hendur fólks og enginn veit fyrirfram hvað honum hlotnast. Enginn getur lagt inn pöntun fyrir því að eignast heilbrigð börn. Við lítum á það sem verkefni sem við ætlum okkur að leysa sem best af hendi að hafa eignast dætur með erfiða fötlun,“ segja hjónin Hjörtur Jónsson og Bryndís Snæ- björnsdóttir sem eiga dæturnar Snæ- dísi Rán níu ára og Áslaugu Ýr sjö ára, sem báðar fæddust heilbrigðar, með fulla sjón og heyrn. En um fimm ára aldurinn fór heyrn þeirra að hraka mjög ört og nú eru þær báðar orðnar nánast heyrnarlausar og fyrir rúmi ári fór sjóninni einnig að hraka hjá Snædísi og sama gerðist nýlega hjá Áslaugu. „Snædís er núna orðin mjög sjónskert og framtíðin leiðir svo í ljós hvernig sjón hennar breytist.“ Eins og gefur að skilja hafa systurnar gengist undir miklar rannsóknir og haldið var að þær væru með sjúkdóm- inn Usher Syndrom, sem er algeng- asta orsök daufblindu. En fjölskyldan er nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem foreldrarnir og dæturnar gengust undir enn frekari rannsóknir og kom þá í ljós að Snædís og Áslaug eru ekki með Usher sjúkdóminn, svo í raun er ekki vitað hvaða sjúkdóm þær eru með. „Þetta er semsagt eitthvað mjög sjaldgæft sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Nú bíðum við eftir frek- ari niðurstöðum úr rannsóknunum og metum framtíðina út frá þeim. Þang- að til verðum við að taka einn dag í einu.“ Vonum það besta Bryndís og Hjörtur segja líf þeirra óhjákvæmilega hafa breyst mikið frá því að stelpurnar veiktust. „Þetta er mikið áfall og álagið er stöðugt því við vitum ekki enn hvernig þetta kemur til með að þróast og þær þurfa mikla umönnun. Það hefur tekið okkur dá- góðan tíma að sætta okkur við að hlutirnir eru ekki eins og við myndum kjósa, en það er ekki óyfirstíganlegt. Við höldum áfram að vona það besta en erum líka undirbúin fyrir annað.“ Veikindi Snædísar og Áslaugar hafa áhrif á öllum sviðum fjölskyldunnar. það ekki hamla sér, ef þær sáu eitt- hvað nýtt þá bjuggu þær sjálfar til sín eigin orð yfir það. Þær eru mjög skap- andi í orðasmíðinni. Kóngulóarvef kalla þær til dæmis kóngulóarklifur- grind og hjá þeim eru sígarettur reykjupinnar og stígur er línuspor.“ Fara á mis við barnamenningu Bryndísi og Hirti þykir mjög miður hversu heyrnarlausir hafa takmark- aðan aðgang að menningunni. „Snæ- dís og Áslaug geta að mjög litlu leyti notið þeirrar barnamenningu sem er í boði, af því það vantar texta eða tákn- málstúlk. Þær fara á mis við Stundina okkar, Morgunsjónvarpið og annað barnaefni sem ekki er textað. Okkur finnst líka ansi hart að það skuli ekki vera táknmálstúlkur á að minnsta kosti einni sýningu af hverju verki í leikhúsunum, þótt ekki væri nema í því leikhúsi sem á að vera fyrir alla þjóðina, samkvæmt nafngiftinni. Og stelpurnar okkar verða enn meira ut- angátta í samfélagi barna þegar þær geta ekki tekið þátt í menningu þeirra nema að takmörkuðu leyti.“ Kuðungsígræðslan skipti sköpum Þar sem systurnar voru altalandi áður en þær misstu heyrnina, geta þær lesið texta og tala einnig ótrúlega skýrt, sérstaklega Snædís en foreldr- arnir þakka það fyrst og fremst því að hún fékk kuðungsígræðslu sem gerir henni kleift að nema hljóð. Kuðungur var græddur í höfuð hennar fyrir tveimur árum í Svíþjóð. Elektrónur voru þræddar í kuðunginn og málm- Hjón, sem eiga tvær dætur sem misstu heyrn við fimm ára aldur og eru einnig byrjaðar að tapa sjón, segja að eng- inn geti fengið ábyrgð- arskírteini með börnum sínum. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti æðrulausa fjölskyldu í Mávahlíðinni. Morgunblaðið/Þorkell Snædís og Áslaug eru kátar og kraftmiklar stelpur og hafa mikinn félagsskap hvor af annarri. Hér sprella þær saman á táknmáli Sérstakar Ingibjörg Hinriksdóttir læknir leitt okkur af mikilli natni í gegnum þann frumskóg sem kerfið er í svona mál- um,“ segir Bryndís og leggur áherslu á að þau standi ekki ein í baráttunni. „Við erum svo gæfusöm að eiga góðar fjölskyldur sem standa þétt við bakið á okkur. Nánasta skyldfólk okkar hef- ur margt flutt hingað í hverfið til okk- ar svo það geti aðstoðað okkur og auk þess eru þau að læra táknmál til að auðvelda samkipti við stelpurnar. Meira að segja tvær vinkonur mínar hafa lært táknmál í sama tilgangi og allur þessi stuðningur og þetta trausta bakland er ómetanlegt, bæði fyrir okkur og stelpurnar.“ Undan- farið hafa Snædís og Áslaug farið einu sinni í mánuði í helgarheimsókn og gist hjá stuðningsfjölskyldu. „Þeim finnst það æðislega gaman og það gerir okkur líka gott að fá frí.“ „Þetta reynir á hjónabandið og sam- skiptin inni á heimilinu. Eins hefur þetta mikil áhrif á afkomu okkar, því mikill kostnaður fylgir því að eiga fötluð börn,“ segir Hjörtur sem er eðlisfræðingur og starfar hjá Ís- lenskri erfðagreiningu en hann hefur unnið fulla vinnu frá því Snædís greindist. Bryndís er kennari og hætti að vinna um tíma, enda nánast fullt starf að skutlast með stelpurnar á milli stofnana í þjálfun og rannsókn- ir. En nú kennir hún hálfan daginn í Grandaskóla, enda segir hún nauð- synlegt að eiga eitthvert líf utan við heimilið og veikindi stelpnanna, það styrki hana til að takast á við erfið- leikana. Traust bakland „Vinnuveitendur okkar hafa verið mjög skilningsríkir og eins hefur Búa sjálfar til orð yfir nýja hluti Snædís og Áslaug eru báðar í Hlíðaskóla sem er blandaður skóli fyrir heyrandi börn og heyrnarskert. Þar fá þær mikinn stuðning og kennslu við sitt hæfi og eru báðar al- talandi á táknmáli. Þær eru mjög ánægðar í skólanum og eiga þar góða vini. Áslaug sækir þar tónlistartíma og danstíma með sínum bekk og gengur vel. Snædís er orðin fluglæs bæði á móðurmálinu og á táknmáli og er mikill lestrarhestur. „Okkur finnst mjög dýrmætt að hún geti sótt sér upplýsingar í bækur og hún er orðin mjög fróð og kemur okkur stöðugt á óvart. Hún talar líka hálfgert bókmál fyrir vikið og hefur fullorðinslegan orðaforða.“ Strax og systurnar fóru að tapa heyrninni áttu þær erfitt með að tileinka sér ný orð. „En þær létu systur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.