Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 B 5 1 Þrátt fyrir lakar ytri aðstæður framan af seinustu öld kom fátt í veg fyrir að íþróttakempur sýndu listir sínar eða kepptu sín á milli. Hér er Örn Eriksen að stinga sér í rafstöðv- arlón á sundmóti í Suðursveit árið 1946, við augljósa hrifningu við- staddra. 2 Leikfimihópur ungra stúlkna sýnir liðleika sinn og þokka á bökkum Varmár á fjórða áratug- inum. Myndin er úr myndasafni Klöru Klængsdóttir sem hún hefur afhent Héraðsskjalasafni Mosfells- bæjar til varðveislu. 3 Þegar mikið er í húfi er allt lagt í sölurnar eins og sjá má á látbragði þessa ónefnda íþróttakappa sem reynir hér að stökkva til sigur á íþróttamóti á Sauðárkróki í byrjun tuttugustu ald- ar. 4 Það er í sönnum íþróttaanda sem þessir piltar úr Ungmennafélag- inu Aftureldingu í Mosfellsbæ spenna vöðva og bera brjóstin til að sýna líkamshreysti sína í kjallara arlands, sennilega á fjórða áratugi seinustu r. 5 Fyrst sýn á heiminn: Um tólf ára skeið frækti Jóhanna Hrafnfjörð fæðingarheimili í avogi, einkarekstur á því sviði sem er nú lið- undir lok, og hér virðir starfsstúlka hennar á a áratugi seinustu aldar fyrir sér nýjan við- tavin með velþóknun. 6 Þvoið yður vel um durnar: Þær nefndir og stofnanir sem fóru heilbrigðiseftirlit í bæjum og þorpum lands- seinustu öld þurftu oft á tíðum að minna á nnþætti hreinlætis og það jafnvel með afger- hætti, eins og sjá má á þessu skilti sem dreift höfuðstaðnum og nágrenni hans á fimmta sjötta áratugi seinustu aldar. 5 MINNI skilningur virðisthafa verið á nauðsyníþróttakennslu fyrir stúlk- ur en pilta á fyrri öldum að sögn dr. Ingimars Jónssonar, og var íþrótta- kennsla, þ.e. leikfimi, ekki tekin upp við kvennaskólana, sem stofnaðir voru fyrir aldamótin 1900, nema við Kvennaskólann í Reykjavík, sem var stofnaður 1874. Leikfimi var kennd við skólann 1880–87, síðan 1894–97, en eftir það féll kennslan niður allt til 1914. Fyrstu árin, eða til 1885, kenndi Valgerður Jóns- dóttir leikfimina, og er hún því fyrsta konan sem kennir leikfimi hér á landi. Í vikublaðinu Norðurlandi birtist grein um íþróttaiðkun kvenna vorið 1918 og segir greinarhöfundur, sem kallar sig „Þróttur“, að það sé á allra vitorði að líkamsrækt og íþróttir hafi ætíð haft meira fylgi meðal karla en kvenna. „Uppeldi konunnar frá fyrstu tíð á að mestu sök á þessu skilningsleysi og fálæti fyrir íþróttum. Karlmennina þurfti að herða til þess að þeir gætu staðist þrautir hernaðar og annarra starfa er karlmennsku þurfti til. Meðan drengjunum voru kenndar íþróttir of miku sætindaáti, of mikilli kaffi- drykkju eða einhverju því líku, þá gætir hún strax hófs. Verði hún vör við að erfiður andardráttur og rauðir blettir á nefi og kinnum stafi af of þröngu lífstykki, þá kýs hún strax að að sýnast svolítið gildari og fá rauðu blettina til að hverfa. Sjái hún að hrukkur í andlitinu, sljóleiki í augunum og aukinn hárvöxtur á efri vörinni sé komið af óhóflegum sígarettureykingum, minnkar hún strax þessa nautn til þess að grípa nógu snemma fyrir ræturnar á ill- gresinu. Hafi hún höfuðverk að staðaldri og asperín og önnur með- ul fá engan bata gefið, tekur hún, með tárin í augunum, af sér stígvél- in með háum hælum. Þegar hún hefur gengið nokkurn tíma á lág- hæluðum stígvélum hverfur höfuð- verkurinn og eðlilegur roði kemur aftur í kinnarnar.“ Að lokum kveðst „Þróttur“ telja að glæða þurfi skilning kvenna og áhuga á íþróttum, sem yrði til þess að þær mundu hvetja börn sín til þess að iðka íþróttir. „En nú er sá siður landlægur hér, að mæðurnar halda börnum sínum frá öllu sem heitir íþróttir eða líkamsrækt.“ sátu stúlkurnar heima og lærðu að sauma. Þetta hefur haldist allt fram á vora daga. En nú er þetta smám saman að breytast. Nú er komið svo langt, að stúlkum er kennd leikfimi í flestum skólum. Það er ekki auð- gert að fá konurnar til að taka upp nýja siðu, nema þeir séu bornir fram á örmum tískunar.“ Rauðir blettir á nefi og kinnum „Þróttur“ vitnar síðan í nýlega grein í „einu stórblaði Bandaríkj- anna“, sem bar yfirskriftina Er hé- gómaskapur konunnar nytsam- legur? og segir að ritstjóri þess haldi því fram að öllum konum, óháð aldri, sé mjög annt um ytra út- lit sitt: „Honum finnst að karlmenn- irnir ættu að vera stórhrifnir af þessu. Í stað þess að vinna á móti hé- gómaskapnum ættu þeir að róa að því öllum árum að auka hann. Hvers vegna? Vegna þess að hégómaskap- urinn er besti málsvari heilbrigð- innar hjá konunum. Það er öllum ljóst, að engin kona getur haft fagr- an andlitslit, björt og tindrandi augu, nema hún hafi góða heilsu. Verði konan vör við að hinn fagri andlitslitur hennar er að hverfa af Hégóminn besti málsvari heilbrigðinnar hjá konum FYRIR rétt tæpum tvö hundruðárum, eða árið 1804 hóf land-læknir að kalla eftir skýrslum frá héraðslæknum um hvernig heil- brigðismálum væri háttað í viðkomandi umdæmi. Framan af voru skýrslurnar innihaldslitlar en samfara aukinni festu urðu þær ítarlegri. Læknar fjölluðu þar ekki aðeins um sjúkdóma og lækningar, heldur og heilsufar og aðstæður fólk í víðasta skilningi. Á Þjóðskjalasafni Ís- lands verður m.a. höfð til sýnis skýrsla Sigmundar Sigurðssonar, héraðslæknis á Breiðumýri í Reykdælahéraði, til landlæknis fyrir árið 1909. Þar segir m.a. að í héraðinu sé farið með „sveit- arómaga eins og annað heimilisfólk, börnum og gamalmennum yfirleitt sýnd umönnun eftir föngum. Þá geðveika, sem hér eru, er farið með sem annað heimilisfólk.“ Læknir er ekki uppveðraður yfir ástandi húsnæðismála í umdæminu og segir húsakynni alþýðu vera nokkuð misjöfn. „Salerni eru óvíða. Neysluvatn er á flestum bæjum tekið úr lækjum (bæjarlækjunum). Brunnar eru fáir. Eru þeir opnir, hlaðnir úr hnullungsgrjóti, ómúraðir innan, vatnið undið upp í föt- um, hvergi dælur notaðar. Hvergi eru mér vitanlega mykjuhaugar of nærri neysluvatninu. Fráræsla er víðast hvar engin. Skolp og annar úrgangur er bor- inn í mykjuhaugana eða hellt í hlað- varpann.“ Hann bætir þó við að „þrifn- aður má þó yfirleitt kallast góður, þrifalegt innanhúss og fólk fremur snyrtilegt.“ Konur þvo líkamann fremur en karlar Ekki er þó allt upptalið hjá lækni: „Nærfatnaður karlmanna er mestmegn- is heima unninn. Þó er nokkuð notaður útlendur nærfatnaður, úr ull og bómull til samans. Konur brúka öllu meira út- lendan nærfatnað, þó ekki nærri ein- göngu. Yst fata er mest notað útlent efni nema í pilsum kvenna. Böð eru lítið notuð, einkum á vetrum. Sund kann hér margt ungt fólk, einkum karlar. Fer það því meira í vatn að sumrinu til en ella mundi. Konur þvo fremur líkama sinn á vetrum en karlar.“ Farið með geðveika eins og aðra 2 3 ÖLL umfjöllun um heilsufar er ná- tengd áherslu á útlitið. Þar hefur margt breyst á seinustu hundrað árum. Í Morgunblaðinu 2. janúar 1914 birtist eftirfarandi grein: „Fegurðin er „guðs gjöf“, sem nauðsynlegri er konum en körlum. En þó verður því ekki neitað, að ófríðar konur, sem hafa smekk fyr- ir því hver klæðnaður fer þeim bezt, og eru einnig gáfaðar, eiga betra hlutskifti að fagna en þær, sem eru treggáfaðar þótt fríðar séu.“ Þá segir: „Amerískar konur og franskar skeyta því lítt þótt þær séu ófríðar eða illa vaxnar. Hitt þykir þeim meira vert, að vera djarfar í framkomu allri og láta engan verða þess varan, að þær vilji draga sig í hlé, vegna þess að aðrar konur séu fegurri. Og þessir eiginleikar þeirra eru þess oft valdandi, að jafnvel Parísarbúum, sem manna bezt kunna að meta fríðleikann, glepst sýn og hinar ófríðustu konur fá því gjarnan eins gott gjaforð og þær systur þeirra, sem fríðastar þykja. Engin stúlka ætti að örvænta þess að hún fái mann, enda þótt hún sé ljót með afbrigðum. Og margt má gera til þess að laga „verk skap- arans“, því svo má að orði kveða, að skynsamleg líkamsrækt, fái ger- breytt hverjum manni. Það er margt sem kemur hér til greina. Líkamslýti má laga með margskon- ar æfingum og fagurt göngulag og limaburð má læra, með nokkurri fyrirhöfn. Röddina má temja á margan hátt, og er það ekki jafnlít- ils virði og margur ætlar. Hreimþýð rödd grípur mjúkum tökum á feg- urðartilfinning okkar og varpar ljóma á þann er talar.“ Engin stúlka ætti að örvænta … DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.