Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 B 7 kolvetnissvelti og þá borða ég bara prótein yfir daginn, sem felst í pró- teindrykkjum og kjúklingabringum. Þá tekur við þriggja daga kolvetnis- hleðsla fram að móti til að fá fyllingu í vöðvana og þá treð ég í mig nánast eingöngu kartöflum og hrísgrjónum auk ávaxta.“ Solveig tekur auk þess fæðubótarefni að jafnaði allan tím- ann, creatin, glutamin og prótein, en svo þarf hún að fara í creatin-hleðslu fimm dögum fyrir keppni. Súkkulaðirúsínur og rauðvín „Á þessari síðustu viku byrja ég líka í vökvalosun og þá hefst mikið vatnsþamb. Fyrsta daginn drekk ég fjóra lítra af vatni, þann næsta átta lítra, næstu tvo daga þar á eftir þarf ég að drekka tíu lítra og svo minnka ég það aftur í átta og að lokum fer ég niður í fjóra lítra. En á sjálfan keppn- isdaginn má ég ekki drekka neitt vatn, nema rétt til að væta tunguna og kverkarnar,“ segir Solveig og játar að þá sæki þorstinn á en þó finnist henni mun erfiðara að þurfa að þamba tíu lítra af vatni yfir daginn. „Á mótsdaginn borða ég svolítið af súkkulaðirúsínum til að fá einhverja orku því maður verður vissulega máttfarinn af þessu álagi og einnig drekk ég dálítið af rauðvíni, en það er gert til að æðarnar komi betur í ljós.“ Eftirlæti á laugardögum Solveig segir það hafa verið mikið álag fyrir líkamann að taka þátt í tveimur keppnum með svo stuttu millibili og hún ætlar sér ekki aftur í keppni fyrr en eftir tvö ár. „Þetta tek- ur rosalega á og ég var lengi að jafna mig. En nú æfi ég fjórum sinnum í viku og held mér í formi og er með- vituð um mataræðið. Ég borða fjöl- breyttan og hollan mat en ég sleppi öllum sykri og hveiti og nota salt, krydd og olíur í algeru lágmarki. En svo leyfi ég mér að sukka í mataræð- inu á laugardögum og fæ mér allt sem mig langar í,“ segir Solveig að lokum. Þeir sem þjálfa líkama sinn til að taka þátt í hreystikeppni þurfa að sætta sig við óvenjulegt mataræði skömmu fyrir keppni. Kristín Heiða Kristinsdóttir rakti garnir úr vöðvastæltri konu. khk@mbl.is Solveig Thelma Einars-dóttir tók tvisvar þátt íhreystikeppni á þessu áriog segist hafa þurft að takast á við mikið mótlæti í mat- aræði. „Ég keppti í fyrsta sinn á Íslandsmótinu á Akureyri um páskana og lenti í öðru sæti í Form fitness og síðan fór ég til Spánar í september ásamt þremur öðrum íslenskum stelp- um og tók þátt í Heimsmeistara- móti í Santa Susanna sem er rétt fyrir utan Barcelona.“ Þær vinkonurn- ar létu það vera sitt fyrsta verk strax eftir keppni að fara út að borða. „Við fylltum okkur af pitsum, frönskum og öðru jukki sem við höfð- um ekki mátt líta við í langan tíma. Við gátum ekki annað en hlegið þegar við stóð- um upp frá borð- inu, því við vorum svo útþandar að það var engu líkara en við vær- um kasóléttar!“ Kartöflur og hrísgrjón Solveig byrjar 12 vikum fyr- ir keppni að skera niður fitu af líkamanum. „Þá eyk ég prótein- neyslu en minnka við mig í kol- vetnum. Allt salt, sykur, krydd eða olíur fer á bannlista, en fitu borða ég í algeru lág- marki, rétt svona til að ég haldi lífi,“ segir Solveig og hlær. „Síðan herðist róður- inn og tveimur vikum fyrir mót hætti ég að borða allar mjólkurvörur og viku fyrir keppni fer ég í fjögurra daga vatnslosun Niðurskurður og Solveig Thelma á sviðinu á Ís- landsmótinu í hreysti á Ak- ureyri 2003. HR leggur línurnar* HELENA RUBINSTEIN og PANTONE® sérfræðingar í litum sameinast um hönnum ÞRIGGJA NÝRRA LITATÓNA Þessir nýju litir koma í Stellars varalitum og Stellars glossum. Til að fagna þessum tímamótum fylgir góður varalitabursti með öllum varalitum og glossum frá HR meðan birgðir endast**. Helena Rubinstein býður upp á mikið úrval vara- lita: Allt frá varalitaglossum til glossa með bursta og raka- gefandi varalitum til djúpra endingargóðra varalita. * hanna nýjar línur í litum www.helenarubinstein-pantone.com Kaupaukinn þinn** VARALITA- PENSILL með öllum varalitumHollur biti ... líka með súkkulaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.