Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 8
DAGLEGT LÍF 8 B LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ F ramhaldsskólanemar skilja alveg út á hvað leikritið Pabbastrákur gengur, ef marka má umræður sem urðu eftir skólasýningu nýlega. Verkið fjallar um togstreitu í samskiptum hjóna og foreldra og barna. Það að slíta sig frá foreldrunum sem eiga oft erfitt með að klippa á strenginn milli sín og uppkominna barna sinna. Persónurnar í leikritinu Pabba- strákur eftir Hávar Sigurjónsson eru hjón, samkynhneigður sonur þeirra og kærasti hans. Faðirinn hefur bundið miklar vonir við einkasoninn en þegar hann segist vera samkynhneigður verður pabb- inn fyrir áfalli. Við tekur örvænt- ingarfull leit pabbans að sjálfum sér og tilraunir til að nálgast son- inn aftur. Það bætir ekki úr skák að samband foreldranna er ekki upp á marga fiska. Fordómum, ást og fjölbreytilegum samskiptum innan fjölskyldna er lýst á áhrifa- ríkan hátt í leikritinu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Höfundurinn ljóstraði því upp í umræðunum að upphaflega hafi verkið ekki átt að fjalla um sam- kynhneigð og fordóma gagnvart henni, heldur hafi persónurnar fyrst verið gagnkynhneigður son- ur, foreldrar hans og kærastan hans. Það hafi hins vegar reynst óspennandi og hann hafi ákveðið að hafa parið homma. „Þannig var hægt að búa til sterkara leikrit, til- finningahlaðnara og dramatískara, þar sem samt sem áður er fjallað um samskipti foreldra og barna.“ Enda komst boðskapurinn til skila á umræddri skólasýningu og höfundurinn var ánægður með at- hugasemd eins nemanda á þá leið að foreldrar geti átt erfitt með að viðurkenna að uppkomnu börnin þeirra sofi hjá, hvort sem þau eru gagn- eða samkynhneigð. Eins að framhaldsskólanemarnir könnuð- ust við orðræðu foreldranna um samkynhneigð og samtölin voru þeim ekki framandi. Hlógu á allt öðrum stöðum Leikararnir og höfundurinn sátu fyrir svörum eftir sýningu fyrir skömmu og voru sammála um að salurinn hefði verið góður. Návígið er mikið þar sem leikarar og áhorfendur eru í einu rými á Litla sviðinu. Það kom m.a. fram að leik- urunum fannst framhalds- skólanemarnir hlæja á allt öðrum stöðum en eldri áhorfendur höfðu gert. Hávar segir að það sé stað- reynd að unga fólkið nálgist leik- ritið með opnum huga og taki um- fjöllunarefninu sem sjálfsögðum hlut, en hinir eldri hafi oft þrengra sjónarhorn og finn- ist það sem fjallað er um, eins og samkynhneigð, vera feimnismál. Framhaldsskólum hefur verið boðið að sjá leikritið sem hluta af námi og jafnvel að foreldrar komi með. Í einhverjum tilvikum hefur það verið afþakkað, m.a. vegna þess að sum atriði geti verið of opinská. Leikritið er ekki ætlað börnum, m.a. vegna orð- bragðs og opinskárra kynlífsatriða. Leikararnir voru spurðir hvort það væri ekki erfitt að leika í þessum senum og svöruðu því til að traust á milli leikara væri lykilatriði. Í þessum senum eiga t.d. að fara fram munnmök. Það eru e.t.v. þau sem geta farið fyrir brjóstið á áhorfendum, hvort sem það eru kennarar, nemendur eða foreldrar. Framhaldsskólanemarnir áttuðu sig á öllum kringumstæðum í sam- bandi við þessar senur og gátu les- ið í verkið sem er nokkuð flókið, m.a. það að tengdasonurinn er með brenglaða siðferðisvitund, e.t.v. vegna kynferðislegs ofbeldis í æsku. Og faðirinn efast um sjálfan sig og reynir að nálgast son sinn í atriðinu sem hefur „sjokkerað“ áhorfendur hvað mest. Hávar sagðist ekki hafa þurft að grafa djúpt eftir fordómunum í samfélaginu þegar hann samdi leikritið. Persóna pabbans er föst í fordómunum, rekst hvað eftir ann- að á sjálfa sig og þarf að gera upp sína kynímynd. Valdimar Örn Flygenring leikur föðurinn for- dómafulla og sagði í umræðunum að það væri mikil áskorun fyrir leikara að leika slíka persónu, að finna samúðarflöt á slíkum manni. En það tókst honum. Líklega eru viðbrögð framhalds- skólanemanna við leiksýningunni til marks um minnkandi fordóma í samfélaginu, sem þó leynast enn víða. Spurningin er hvort þeir leynast frekar hjá eldri kynslóð- inni. Að auka víðsýni foreldra Bjarni Ólafsson kennir íslensku í Menntaskólanum við Hamrahlíð og var á umræddri skólasýningu. „Mér finnst að það ætti að senda foreldra á þetta leikrit,“ sagði Bjarni í umræðunum. Aðspurður segist hann hafa látið þau ummæli falla þegar hann heyrði af því að einhverjir hefðu verið smeykir við að foreldrar sæju leikritið. „Ég held að það myndi auka víðsýni foreldra að sjá að ýmislegt getur komið upp á og hvernig á ekki að bregðast við.“ Bjarna þótti merkilegt að heyra í umræðunum að framhaldsskóla- nemarnir hefðu hlegið á öðrum stöðum í leikritinu en eldri áhorf- endur. „Ég get vel trúað því að kynslóðirnar lesi í verkið á mis- munandi hátt. Ég er 60 ára og finn að mín kynslóð getur samsamað sig föðurnum. Fólk af þessari kyn- slóð og þaðan af eldra getur verið tortryggið og litið á samkynhneigð sem mikið feimnismál. Það var aldrei rætt um þetta þegar ég var strákur, nema á þann hátt að til væru sódómistar sem væru á hött- unum eftir strákum.“ Samkynhneigð hefur verið miklu meira í umræðunni á síðustu tutt- ugu árum en árin þar á undan og af þeim sökum telur Bjarni að for- dómar gagnvart henni finnist í meira mæli meðal fólks af eldri kynslóðum. „Nútímakynslóðin er betur búin undir svona leikrit en þetta kemur flatt upp á eldri kyn- slóðir. En ég held nú samt að sex- tugt fólk, sem er ennþá fullt af for- dómum og lætur allt koma sér á óvart, hafi ekki fylgst mikið með.“ Að mati Bjarna mætti nota leik- húsið meira í kennslu, en það get- ur verið erfitt m.a. vegna þess að nemendur þurfa að borga fyrir leiksýningar og ekki eru allir sáttir við það. Hann segir að leikhús- ferðir lífgi alltaf upp á kennsluna og tengi skólann við menningar- lífið. Leikhúsferðir nemenda eru nú aðallega bundnar við íslensku- kennslu. En í mörgum leikritum, eins og t.d. Pabbastrák, má þar að auki greina snertifleti við kennslu í lífsleikni eða félagsfræði. Lesið í leikrit Foreldrar geta átt erfitt með að viðurkenna að uppkomnu börnin þeirra sofi hjá, hvort sem þau eru gagn- eða samkynhneigð. steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ívar Örn Sverrisson og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum. Pabbastrákur: Edda Heiðrún Backman, Atli Rafn Sigurðarson og Valdimar Örn Flygenring. Fordómar gagnvart samkynhneigð liggja víða en líklega frekar hjá þeim sem eldri eru. Einhverjir hafa verið smeykir við að foreldrar sjái leikritið Pabbastrák en aðrir telja að það ætti einmitt að senda for- eldra á leikritið til að auka þeim víðsýni. Steingerður Ólafsdóttir sá leikritið og hlustaði á umræður á eftir. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 l í t tu á www.tk. is Gerið góð kaup! Jólavörur - Dúkar - Handklæði - Sængurföt Rúmteppi - Tilboðsstell - Kertastjakar Speglar - Mikið úrval af glösum Hnífapör - Bollar og margt, margt fleira! O P I Ð S U N N U D A G Faxafeni 13 - 16 Kringlunni 13 - 17 Spirulina Töflur og duft lífrænt ræktað FRÁ Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Opið laugardaga kl. 10-16 Yfirhafnir í úrvali Mokka- og ullarkápur Hattar og húfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.