Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.2003, Blaðsíða 1
Laugardagur 8. nóvember 2003 Prentsmiðja Árvakurs hf. Skoðum umhverfið með listinni Í Myndlistaskólanum í Reykjavík er boðið upp á myndlistarnámskeið fyrir krakka á grunn- skólaaldri. Námskeiðin eru einu sinni í viku í tvo til þrjá tíma í senn og því fá krakkarnir á námskeiðinu tækifæri til að vinna stærri og tímafrekari verkefni en hægt er að vinna í myndmennt í grunnskólunum. Þóra Sigurðardóttir, skólastjóri Myndlista- skólans, segir að námskeiðin séu mjög fjöl- breytt. Krökkunum sé skipt upp í hópa eftir aldri og hóparnir síðan settir í verkefni þar sem bæði sé unnið með mismunandi innihald og mismunandi efni. „Við erum ekki með sérstök námskeið í ákveðnum myndlistargreinum heldur fléttum við allt saman, segir Þóra. „Við stefnum að því að nemendurnir kynnist öllum greinum mynd- listarinnar en annars er það tilviljun á hvaða greinar áherslurnar eru mestar á hverju nám- skeiði. Við tökum til dæmis fyrir verkefni þar sem við erum að fást við liti en mismunandi litir eins og krítarlitir, þekjulitir og vatnslitir hafa mismunandi eiginleika. Það fer svo eftir því hvað maður er að fást við og hvað maður vill fá fram, hvernig liti maður velur.“ Reynum að sjá raunveruleikann Þóra segir að kennararnir í skólanum líti á teikningu sem rannsóknar- og undirbúnings- tæki. „Við erum ekki að teikna til að búa til fal- legar myndir, þó að það verði oft til fallegar myndir, heldur teiknum við til að skoða,“ segir hún. „Það er einmitt það sem myndlistin gengur út á, að opna augun fyrir þeim veruleika sem við hrærumst í. Við erum að reyna að opna augun fyrir því sem er næst okkur og því sem við eigum kannski erfiðast með að koma auga á af því að það er svo nálægt okkur.“ Þóra segir að til þess að tengjast þessum raunveruleika sem best noti nemendurnir í Myndlistaskólanum ýmis óhefðbundin efni í bland við hefðbundin efni eins og t.d. málningu og leir. „Við notum mikið af efni sem oft er hent og tengjum það við alla þessa sóun og eyðslu sem er í gangi. Þannig tengjum við hugsun inn í verkefnin um leið og við erum að vinna með raunverulegt umhverfi,“ segir hún. Leirað eftir teikningum. ÞAÐ hafa margir krakkar gaman af því að teikna og föndra og margir gera það líka alveg listavel eins og sjá má af teikningunum sem við fáum sendar hingar á barnablaðið. Til að teikna fallegar myndir þarf maður fyrst og fremst að vera duglegur að æfa sig en þeir sem hafa mikinn áhuga geta líka farið á myndlistarnámskeið. Í Reykjavík eru margs konar námskeið í boði þar sem krakkar geta lært bæði teikn- ingu og aðra listsköpun eins og til dæmis leir- mótun. Við fórum nýlega í heimsókn í Mynd- listaskólann í Reykjavík þar sem við rákumst á hóp krakka sem voru að móta leir bæði í höndunum og í rennsluvélum. Guðbjörg Káradóttir, kennari á námskeið- inu, segir að krakkarnir hafi byrjað á því að vinna frjálst með steinleir, til að kynnast leirnum. Síðan hafi þau farið að undirbúa sig undir að gera stórt ker úr rauðleir sem sé að- alverkefnið á námskeiðinu. „Við byrjuðum á því að skoða bækur og teikna myndinar sem við ætlum að skreyta kerið okkar með,“ segir hún. „Formið sem við notum er frá fornöld og því skoðuðum við bækur um upphaf leirlistar á Grikklandi og eyjunum í kringum Grikk- land. Við vinnum formið út frá því sem við sjáum í bókunum en tengjum þetta síðan inn í okkar raunveruleika með skreytingunum sem við teiknum fyrst á blað og síðan á kerin.“ Guðbjörg segir að það séu goðsögur og frá- sagnir af hernaði málaðar á gömlu grísku ker- in en að krakkarnir á námskeiðinu teikni sög- ur úr sínum eigin raunveruleika og skreyti kerin sín með þeim. Teiknað með oddhvössu áhaldi Þegar búið er að teikna mynd af kerinu er það mótað úr leirnum í höndunum. Síðan er svartur eða hvítur leirlitur borinn á það og myndir teiknaðar í leirlitinn með oddkvössu áhaldi þannig að rauði litirinn komi aftur í ljós. Kerin eru síðan brennd í sérstökum ofnum þegar búið er að skreyta þau. Þau eru líka glerjuð að innan en krakkarnir ráða því sjálfir hvort þau eru glerjuð að utan en þá þarf að gera það með penslum. Guðbjörg kennari segir að krakkarnir séu allir mjög áhugasamir og að þess vegna gangi þeim vel. Morgunblaðið/Árni Torfason Leir mótaður í höndum og vélum Kerið teiknað Baldur Kolbeinn Halldórsson, sem er tíu ára, er á sínu fyrsta námskeiði í Myndlistaskólanum og finnst það gaman. Á myndinni er hann með myndina sem hann teiknaði af kerinu sínu. Júlía Bjarnadóttir, sem er tíu ára, er á sínu fyrsta leirmótunarnámskeiði en hún hefur verið á teikninámskeiðum í Myndlistarskólanum frá því hún var sjö ára. Júlía var að móta kerið sitt þegar við komum í heimsókn. „Fyrst gerum við botninn með því að búa til litla skál. Svo búum við til litlar pylsur úr leirn- um og límum þær ofan á kerröndina með leirlími sem er búið til úr leir og vatni. Áður en við ger- um það verðum við samt að skrapa ofan af börmunum til að opna leirinn,“ sagði hún. Kerið mótað Tveir draugar giftust og níu mánuðum seinna eignuðust þeir vasaklút.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.