Morgunblaðið - 09.11.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.11.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 304. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Bítlarnir berir Let It Be kemur út eins og Bítlarnir ætluðu sér 18 Afmælistónleikar Jóns Ásgeirssonar í Salnum Listir 26 Svikin Svanfríður Fágæt plata Svanfríðar í ólöglegri útgáfu erlendis Fólk 52 Powell hrósaði áætluninni í bréfi sem hann sendi nýverið Yossi Beilin, fyrr- verandi dómsmálaráðherra Ísraels, og Yasser Abed Rabbo, fyrrverandi upplýsingamálaráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, en þeir fóru fyrir samninganefndunum. Í áætluninni er gert ráð fyrir að Palestínumenn stofni eigið ríki á Vesturbakkanum og Gaza, Jerúsalem yrði skipt milli ríkjanna tveggja og flestir landtökumenn gyð- inga á hernumdu svæðunum yrðu að víkja. Jafnframt myndu Palestínu- menn sætta sig við að aðeins örfáir flóttamenn og afkomendur þeirra fái að snúa aftur til Ísraels, hinir fái bæt- ur. Bandaríkjastjórn hefur lengi kennt Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, um að grafa undan friðarvið- leitni með því að beita sér ekki gegn hryðjuverkum. Palestínumenn þurfi því nýja forystu. En með bréfinu er Powell talinn hafa snuprað stjórn Ar- iels Sharons, forsætisráðherra Ísr- aels, sem gagnrýnt hefur Genfar- áætlunina harkalega. „Þeir eru að reyna að senda Sharon skilaboð án þess að segja það beinum orðum,“ sagði Dennis Ross sem var sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í friðarumræðum í Mið-Austurlönd- um. Fleiri hófsamir aðilar hafa reynt að stuðla að friði. Ísraelinn Ami Ayal- on, sem áður var yfirmaður leyniþjón- ustunnar Shin Bet og palestínski pró- fessorinn Sari Nussebeih hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem m.a. var lagt til að Ísraelar létu arabaþjóð- irnar hafa á ný svæði sem þeir her- námu í sex daga stríðinu 1967. Að sögn vikuritsins The Economist hafa tugþúsundir Ísraela og Palestínu- manna undirritað skjalið. Wolfowitz ræðir við friðarsinna Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna og einn hinna svonefndu hauka í stjórn Bush, sagði í vikunni að hann hefði rætt við Nussebeih og Ayalon: „Við Banda- ríkjamenn vitum að stundum geta þeir sem vinna í grasrótinni stuðlað að miklum umskiptum,“ sagði hann. Bandaríkjamenn sagðir ætla að hunsa bæði Sharon og Arafat Washington, Ram. AP, AFP. Paul Wolfowitz Colin Powell Bush sýnir til- lögum friðar- sinna áhuga FULLYRT er að Bandaríkjamenn séu að missa þolinmæðina vegna þess að hvorki gengur né rekur í deilum Ísraela og Palestínumanna. Vilji stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta því koma því til leiðar að friðarsinnar utan innsta valdahrings hjá báðum deiluaðilum brjóti ísinn. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lýst ánægju með umleitanir ísraelskra stjórnarandstæðinga og Palest- ínumanna sem undirrituðu svokallaða Genfar-áætlun, óformlegt frið- arsamkomulag sem náðist á árinu fyrir milligöngu Svisslendinga. Á VEGUM Alþýðusambands Íslands er hafin vinna að heildstæðri stefnu í atvinnu- og efnahagmálum í sam- hengi við félagslegar áherslur sam- bandsins. Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri ASÍ, segir að ASÍ ætli að leita eftir aðstoð og skoð- unum breiðs hóps í samfélaginu við mótun þessarar stefnu, en markmiðið sé að því verði lokið fyrir næsta árs- fund ASÍ í október á næsta ári. Hann segir að meðal þess sem ASÍ ætli að taka fyrir séu aukin völd stórfyrir- tækja og samfélagsleg ábyrgð þeirra. Halldór segir að ASÍ hafi í reynd aldrei mótað heildstæða stefnu í at- vinnumálum. Sambandið hafi t.d. allt- af komið sér undan því að ræða byggðaþróun og þann vanda sem hlytist af fækkun fólks á landsbyggð- inni. Hann kvaðst sannfærður um að þetta yrði merkileg umræða, en tók jafnframt fram að ekki væri hægt að ganga út frá því sem vísu að menn myndu ná saman um heildstæðar til- lögur: „Við viljum í leiðinni reyna að leggja eitthvað inn í umræðuna í sam- félaginu með svipuðum hætti og við gerðum þegar við lögðum fram tillög- ur okkar í velferðarmálum.“ Halldór sagði að öllum væri ljóst að miklar breytingar hefðu orðið á ís- lensku atvinnulífi á síðustu árum. Fyrirtæki væru að stækka og völd stórfyrirtækjanna sífellt að aukast. Aukin völd leiða til nýrra krafna „Við viljum ræða hver er hin sam- félagslega ábyrgð stórfyrirtækja í þessu breytta umhverfi. Þegar þau eru komin með þessi miklu völd í hendurnar hljótum við líka að þurfa að gera einhverjar nýjar kröfur til þeirra um hvernig þau hegða sér. Fyrirtækin hljóta að hafa skyldur út fyrir sína hluthafa. Þetta er umræða sem hefur átt sér stað í Evrópu og hún hlýtur einnig að koma upp hér.“ Halldór sagði að með því að ræða málin með þessum hætti væru verið að nálgast umræðu um mál eins og kvótakerfið með nýjum hætti. „Við beinum þá ekki umræðunni að spurn- ingunni um hvort kvótakerfið eigi að vera til eða ekki, heldur að því hvaða reglur verða settar fyrirtækjum sem ráða yfir atvinnuhagsmunum fólks. Á vettvangi Evrópusambandsins er bú- ið að ákveða að setja tilskipun um ábyrgð stórfyrirtækja,“ sagði Hall- dór og bætti við að ekki væri nóg að vinnumarkaðurinn væri sveigjanleg- ur; þar yrði líka að ríkja visst öryggi. Þetta tvennt þyrfti að vega saman. ASÍ vinnur að heildarstefnumörkun í atvinnu- og efnahagsmálum Vilja ræða samfélagslega ábyrgð stórfyrirtækja LAUN forstjóra norskra stórfyr- irtækja eru hærri ef stjórn- arformaðurinn er karlkyns; laun ráðamanna í slíkum fyrirtækjum eru að jafnaði um 70% hærri en þar sem kona fer fyrir stjórninni, að sögn Aftenposten. Og sé formaður karl má gera ráð fyrir að níu af hverjum tíu stjórnarmönnum séu einnig karlkyns; ef formaðurinn er kona er kynjahlutfall oftast jafnt. Blaðið fékk greiningarfyrirtæki til að kanna ástandið í um 68.600 fyrirtækjum. Mest virtust áhrifin af aðhaldi kvenna í formannsstólnum vera hjá stórfyrirtækjum með árs- veltu yfir tíu milljörðum ísl. króna. Ekkert bruðl hjá konum STARFSMENN sem stunda tölvuleiki í vinnutímanum eru ekki endilega að svíkja vinnu- veitandann heldur getur verið að leikirnir auki afköst og vinnugleði og dragi úr fjar- vistum. Að sögn fréttavefjar BBC hefur prófessor Jeffrey Goldstein við háskólann í Ut- recht í Hollandi rannsakað málið með því að bera saman hegðun 60 starfsmanna trygg- ingafélags. Þátttakendum í rannsókn- inni var skipt í tvo hópa, annar fékk að leika sér í allt að tvær stundir á dag í einn mánuð en hinir voru í leikbanni. Í ljós kom að þegar menn fengu að fara í kapal (Solitaire), Mine- sweeper (afbrigði af herskipa- leik) eða aðra einfalda leiki virtist sem tilbreytingin gerði menn hæfari til að kljást á eft- ir við flókin verkefni vegna þess að heilastarfsemin hafði fengið nauðsynlega hvíld. „Ég líki tölvuleikjunum við kaffi- pásur,“ segir Goldstein. Auka tölvu- leikir afköst? ÓEIRÐALÖGREGLUMENN í Georgíu, með grímur fyrir andlitinu, voru við öllu búnir áður en útifundur andstæðinga Eduards Shevardnadze, forseta Georgíu, hófst í höfuðborginni Tbilisi síðdegis í gær að staðartíma. Enn er ekki búið að birta lokatölur í þingkosningunum um sl. helgi og saka stjórn- arandstæðingar forsetann og menn hans um að falsa úrslitin. Grímuklæddir menn hleyptu af Kalashníkov-rifflum á útifundi stjórnarandstöðuflokks í borginni Zugdidi á föstudag. Munu tveir fundarmenn hafa særst. Reuters Mótmæli í Tbilisi Pörupiltur staðinn að verki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.