Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E f til vill eru fréttirnar í úvarpinu ekkert frábrugðnar aðra daga. En einhvern veginn eru þær svartar þennan umrædda dag – eins og tannsteinn. Rifnar tennurnar úr bandaríska setuliðinu í Írak. Tannskemmd í bandarísk- um stjórnmálum. Rótarskemmd í Mið-Austurlöndum. Andremma af íslensku viðskiptalífi. Umferðin gengur aldrei hraðar heldur en á leið til tannlæknis. Bílastæðin mynda tanngarð um stofuna. Bíllinn fyllir tannskarð. Um leið og gengið er upp stigann fyllast vitin af yfirþyrmandi lykt, sem sótthreinsar líkamann af öllum jákvæðum hugsunum. En það er eitthvað óvenjulegt við þessa heimsókn. Hljóðin í born- um heyrast alla leið út á götu. Hávaðinn nístir ofan í tannholdið eins og tugginn sé álpappír. Kreistir sálina eins og tannkremstúbu. – Íííík! Iðnaðarmaður er að bora holur í tannlæknastof- una. Borinn öllu stærri og meiri þeim sem tann- læknar nota. Þótt iðnaðarmaðurinn segist gefa lítið fyrir muninn. – Bor er bara bor, segir hann. Ég treysti mér al- veg til að bora í tennur. Ég myndi byrja á því að setja strekkingarbönd á ennið og hökuna. Og síðan myndi ég bora, segir hann og glottir; tennurnar hvítar og sléttar eins og gifsveggur. Á biðstofunni bíður fólk eins og dauðadæmt. Það þegir. Ef munn- urinn er lokaður sjást engar skemmdir. Það grúfir höfuðið ofan í tímarit og reynir að falla inn líf viðmælenda. Blaðamaður kippir þeim aftur á biðstofuna og borar spurningum inn í líf þeirra. – Hvernig finnst ykkur að fara til tannlæknis? – Ég veit ekkert verra, segir karlmaður hressilega. – Ég kvíði því alltaf, segir kona öllu daufari í bragði. – Af hverju, spyr blaðamaður. – Hræðsla, segir hún. – Lyktin er það sem fer í mig, segir karlmaðurinn. – Mér er alveg sama hvort gera þarf við tennurnar í mér, segir ungur maður rólega. Maður er deyfður við því. En það er engin deyf- ing til við reikningnum. – Pétur? segir bláklædd kona. Hún reynir að vera uppörvandi. Blaðamaður gefur sig fram og fylgir í humátt á eftir inn til tannlækn- isins. Undan næsta skilrúmi gægjast bífur í bláum plastpokum, eins og þær séu að reyna að komast undan, bakvið það suðar borinn lágt. Eflaust gengi þetta greiðar fyrir sig ef hóað væri í iðnaðarmanninn. Blaðamaður kemur sér fyrir í stólnum, sem minnir dálítið á Lazy Boy. Er bara flottari. Hann fær klút um hálsinn. Síðan sest tann- læknirinn hjá honum. Skoðar gamlar myndir. Brosið oft verið fal- legra á blaðamanni. En hún er svo elskuleg að nefna það ekki. Skrap- ar bara tennurnar með töng. – Un ka talar ólk í tannækatólnum? spyr blaðamaður með galopinn munninn. – Allt, heyrist kallað handan skilrúmsins. – Tennurnar, heyrist í tannlækninum undan grímunni. Hún sting- ur sogtæki upp í blaðamann, sem þegir eftir það. Það hvarflar ekki að honum að hugsa um það sem gengur á í kjaftinum á sér. Hann horfir í lampann fyrir ofan sig. Ómögulegt annað. Áttar sig allt í einu á því að þar er ísmeygilegasta auglýsing sem hann hefur séð. Á miðju glerinu er hringlaga járn og augun leita þangað undan ljósinu. Þar er búið að koma fyrir áletruninni Siemens. Fyrirtækinu greinilega mik- ið í mun að tengja ímynd sína við það sem fram fer á tannlæknastof- unni. Það liggur vel á tannlækninum sem byrjar að blístra í miðri skoð- uninni. – Ka et a listra? spyr blaðamaður forvitinn. – Ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið, svarar hún. Og segist komin með lagið á heilann eftir að það var spilað í útvarpinu fyrr um daginn. Skoðunin gengur barasta vel. Í fyrsta skipti sem blaðamaður hálf- partinn vonaðist eftir skemmd til þess að hann gæti fært upplifunina í letur. Þá eru tennurnar í lagi. Hann skolar. Og skáskýtur sér upp úr stólnum. En leikur forvitni á að vita hvað tannlæknar gera ef fólk er virkilega hrætt. – Þá hef ég hverja heimsókn stutta, svarar hún. Ég geri bara lítið í einu og við tölum meira saman. – Þarf fólk aldrei áfallahjálp ef skemmdirnar eru margar? – Nei, segir hún og hlær. Oftast grunar það eitthvað. En ungling- um sem aldrei hafa fengið skemmd getur brugðið. Þeir átta sig þá kannski ekki á því að breytt mataræði sem fylgir stundum unglings- árunum, meira gos og sælgæti, getur haft þetta í för með sér. Blaðamaður er sporléttari úti á bílaplani. Stangar bílinn úr tann- garðinum. Og kveikir á útvarpinu. Ætli það sé búið að hreinsa tann- steininn úr fréttunum? Morgunblaðið/Árni Sæberg Bífur í bláum plastpokum SKISSA Pétur Blöndal settist í tann- læknastólinn FRAMTÍÐARSÝN, hlutverk og samfélagsleg ábyrgð háskólasjúkra- húss var aðalumræðuefni á heilbigð- isþingi. Runólfur Pálsson, læknir og lektor við læknadeild Háskóla Ís- lands, sagði í ræðu á þinginu að mikið vantaði upp á að Landspítali – há- skólasjúkrahús, LSH, stæðist sam- anburð við erlend háskólasjúkrahús. Grunnrannsóknir væru veikburða og kennslu og ráðningar lækna miðuð- ust nær eingöngu við læknisstörf. Hann sagði að forsendur fyrir því að spítalinn stæði undir nafni sem há- skólasjúkrahús væru fyrir hendi. Í erindum sumra ræðumanna var oftast fjallað um Landspítala en í pallborði var bent á að kennsla sumra heilbrigðisstétta færi fram víðar, svo sem á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri, í Tækniháskólan- um. Var því varpað fram í umræðum hvort ekki væri tímabært að stofna heilbrigðisháskóla sem hefði einn alla ábyrgð í þessum efnum. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, setti ráð- stefnuna með ávarpi og kom þar m.a. fram að hann hefur nýlega skipað nefnd sem leggja á fram tillögur um endurskipulag á verksviði LSH og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsað- stæðna. Hann sagði nefndina eiga að end- urskilgreina verksvið spítalanna sem hátæknisjúkrahúsa og kennslustofn- ana, sem miðstöðva faglegrar þróun- ar og verkaskiptingar sjúkrahús- anna og annarra, svo sem einkarekinna læknastofa. Undir- strikaði ráðherra að nefndin ætti að skila tillögum sínum næsta vor. Vitað að sameining var erfið Ráðherra kom inn á sameiningu spítalanna í Reykjavík og sagði hafa verið vitað fyrirfram að sameining sérgreina yrði erfitt verk tæknilega, fyrirfram hefði verið vitað að ekki yrðu allir fullkomlega sáttir og fyr- irfram hefði verið vitað að sameining myndi hafa í för með sér óþægindi fyrir starfsfólk og sjúklinga. „Upp- bygging háskólasjúkrahússins hér snerist ekki um tafarlausan peninga- legan sparnað, eins og haldið hefður verið fram. Bæði forveri minn í emb- ætti og ég sjálfur hafa ávallt lagt áherslu á að með sameiningunni vær- um við í fyrsta lagi að nýta ráðstöf- unarfé okkar betur í bráð og, í öðru lagi, búa í haginn fyrir öflugan há- skóla- og kennsluspítala á Íslandi í lengd,“ sagði ráðherra. Erindi Runólfs Pálssonar fjallaði um háskólasjúkrahús í alþjóðlegu samhengi. Hann sagði augljós tæki- færi hafa skapast við stofnun LSH, svo sem að efla klíníska þjónustu og möguleika á aukinni framþróun í kennslu og vísindum. Hann sagði að engin formleg stefnumótun hefði átt sér stað og taldi væntingar um fjár- hagslegan sparnað hafa verið ráð- andi. Ýmislegt hefði samt áunnist. Til dæmis hefðu sérgreinar í lækn- isfræði verið skilgreindar betur sem starfrænar einingar, samstarfs- samningur við Háskóla Íslands hefði verið festur í sessi, framhaldsmennt- un efld og vísindastefna mótuð. Með- al þess sem hann sagði að vantaði upp á til að LSH gæti staðist sam- anburð við erlend háskólasjúkrahús, auk þess sem að framan er talið, væri að grunnrannsóknir væru of veik- burða og það hamlaði einnig starfinu að því væri skipt milli tveggja staða. Runólfur telur að stefna eigi að því að gera spítalann samanburðarhæf- an við háskólasjúkrahús á Vestur- löndum. Því væri mikilvægt að „auka akademísk áhrif í æðstu stjórn sjúkrahússins og efla faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði sérgreina í læknisfræði.“ Sagði hann og brýnt að sameina reksturinn sem fyrst á ein- um stað og að vísindastarfsemi hefði þar aðsetur í nánum tengslum við lækningastarfsemina. Einnig sagði hann nauðsynlegt að breyta fyrir- komulagi á fjármögnun og að ráð- stafa yrði skilgreindri fjárhæð til akademískrar starfsemi og auka styrki til vísindarannsókna. Samstarf við einkareknar læknastofur Magnús Pétursson, forstjóri LSH, fjallaði um markmið og stjórnun há- skólasjúkrahúss á Íslandi. Hann taldi verkefni næstu ára einkum mundu snúast um aukna sérhæfingu sem leiddi af sér meiri fagleg gæði. Verðlag og greiðslur fyrir þjónustu væru annað aðkallandi viðfangsefni. Skylda stjórnenda væri að hemja kostnað með aðhaldi og samanburð- arrannóknum og beita þyrfti mark- aðsaðferðum þar sem við ætti. Ár- angur á þessu sviði væri að skila sér með kostnaðargreiningu á allri starf- semi spítalans en fara yrði einnig fram á að stjórnvöld kæmu til móts við spítalann „með efnismeiri um- fjöllun um starfsemina og framtíð hennar.“ Margrét Oddsdóttir, yfirlæknir á skurðdeild LSH, sagði hlutverk spít- alans fjölþætt sem miðstöðvar há- tæki og upplýsinga og þróunin kall- aði á nýja tækni, meiri mannauð og gagnasöfnun og ekki síður á forystu í þverfaglegri umræðu sem nauðsyn- leg væri um hagnýtt og vísindalegt gildi nýjunga, siðfræðilegt mat og samfélagsleg áhrif og kostnað. Kristján Erlendsson, sviðsstjóri á LSH, ræddi um kennslu heilbrigð- isstétta og sagði kröfur sífellt aukast um kennsluhlutverk sjúkrahúsa, ekki bara háskólasjúkrahúsa. Hann sagði spítalann hafa dregist aftur úr varðandi kennsluhúsnæði og búnað og yrði samanburður á þessu sviði sérlega óhagstæður eftir því sem fleiri nemar í heilbrigðisgreinum kysu að stunda nám og rannsóknir erlendis. Þegar heim væri komið ylli þessi aðstöðuskortur oft óánægju. Fjallað um hlutverk háskólasjúkrahúss á heilbrigðisþingi Bæta þarf skipulag og efla grunnrannsóknir Morgunblaðið/Ásdís Salurinn í Kópavogi var þéttskipaður þátttakendum í heilbrigðisþingi í gær. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra kveðst ekki útiloka neitt þegar horft væri til nauðsynlegrar uppbyggingar á næstu árum. „Eitt sjúkrahús undir sama þaki kemur til greina og eins mætti hugsa sér að háskólasjúkrahús væri sameiginlegur vettvangur tiltölulega sjálfstæðra eininga sem starfaði undir sameiginlegri stjórn svo dæmi sé tekið,“ sagði ráðherra og vísaði til starfs nefndar sem setja á fram tillögur um verksvið LSH og FSA. „Ég útiloka ekkert í þessum efnum, en ég legg þunga áherslu á að sú vinna sem nú er hafin og standa mun í vetur, að hún snúist ekki bara um fjárveitingar og að hún snúist ekki bara um hagsmuni þeirra fagstétta í víðasta skilningi orðsins, sem vinna verkin, kenna eða kanna.“ Útilokar ekki nýtt sjúkrahús Á heilbrigðisþingi skyggndust ræðumenn inn í framtíð háskóla- sjúkrahúss á Íslandi. Jóhannes Tómasson hlýddi á nokkur erind- anna þar sem komu fram sjónarmið fagaðila, sjúklinga og nema. joto@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.