Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ANDSFUNDUR Samfylkingar- innar er haldinn var að Ásvöllum í Hafnarfirði um síðustu helgi var að mörgu leyti biðleikur fram að næsta landsfundi. Þótt breyting hafi orðið á flokksforystunni með kjöri Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur sem varaformanns er ljóst að beðið er með spennu eftir næsta landsfundi þar sem allt stefnir í harðan formannsslag. Samfylkingin hefur tekið stakkaskiptum frá því að hún bauð fyrst fram sem kosningabanda- lag í þingkosningunum árið 1999. Samfylkingin hefur þroskast, stofnanir flokksins þróast og sjálfstraust flokksins aukist til muna eftir góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum víða um land á síðasta ári og ekki síst eftir þingkosning- arnar í maí þar sem flokkurinn náði því sál- fræðilega marki að rjúfa 30%-múrinn og festa sig í sessi sem næststærsti flokkur landsins. Frá upphafi var það yfirlýst markmið með stofnun Samfylkingarinnar að hún yrði stór flokkur í anda norrænu jafnaðarmannaflokk- anna er stæði jafnfætis Sjálfstæðisflokknum hvað fylgi varðar. Segja má að Samfylkingin hafi færst nær því markmiði í síðustu kosning- um en næstu ár munu ráða úrslitum um hvernig flokkurinn þróast. Vilja vera „leiðandi afl“ Í augum flokksmanna var landsfundurinn um síðustu helgi ekki síst mikilvægur í því ljósi þar sem þar gafst tækifæri til að halda áfram á þeirri braut að móta ímynd Samfylkingarinnar sem „stórs“ flokks. Það kom greinilega fram í setningarræðu Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingarinnar, að hann taldi Sam- fylkinguna standa á tímamótum. Hann sagði m.a.: „Verkefnið var að halda þeirri sterku stöðu sem við náðum í sveitarstjórnarkosningunum þegar við fengum 32% og yfir 80 sveitarstjórn- armenn.Verkefnið var að ná þeirri stöðu að verða stærst í nokkrum kjördæmanna.Verkefn- ið var að leiða ungt fólk til áhrifa. Þetta tókst allt saman. Þetta tókst fyrir tilstilli ykkar, grasrót- arinnar, sem alstaðar stakk niður frjóöngum fyrir jafnaðarstefnuna. Í þingkosningunum náð- um við þeim sögulega áfanga að fara yfir 30%. Í þessum kosningum festi Samfylkingin sig með afgerandi hætti í sessi sem næststærsti flokkur landsins. Aldrei fyrr í Íslandssögunni hafa jafnaðarmenn verið jafnsterkir á Íslandi og í dag. Við höfum skapað Samfylkingunni einstaka stöðu sem leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Aldrei fyrr hafa íslenskir jafnaðarmenn verið næststærstir á Norðurlöndunum. Ég get sagt ykkur, félagar góðir, þar er tekið eftir okkur. Við ætluðum að búa til stórflokk og breyta flokkakerfinu. Í dag er Stórflokkurinn til en fjórflokkurinn er dauður.“ Í máli formannsins kom greinilega í ljós að hann taldi mikilvægt að Samfylkingin væri ekki einungis orðin stór flokkur heldur jafnframt flokkur er hefði burði og þroska til að axla ábyrgð á stjórn landsins. Þegar hann vék að því mikla hagvaxtarskeiði sem framundan er lagði hann áherslu á að Samfylkingin hygðist sýna ábyrgð: „Fyrst og fremst verður það í hendi stjórnvalda að vinna úr þessum aðstæðum, en þar skiptir aðhald og eftirlit sterkrar stjórnar- andstöðu ákaflega miklu. Samfylkingin hefur því ábyrgðarfullu hlutverki að gegna við þróun efnahagslífsins. Það þýðir ekki að við þurfum að slá af hug- sjónum okkar og sterkum umbótavilja. Það þýð- ir ekki að við munum ekki setja fram kröfur um að ávinningum velsældarskeiðsins verði deilt með réttlátum hætti til þeirra, sem minnst mega sín og mest þurfa á liðsinni að halda. Það þýðir hins vegar að við munum haga okk- ur einsog ábyrgt landsstjórnarafl, einsog flokk- ur sem ætlar, og mun, setjast í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri. Allar umbætur okkar og umbótahugmyndir þarf að tímasetja með tilliti til þess hvernig hægt er að beita hagstjórninni til að ná sem mestu út úr þeim einstöku tækifærum sem nú eru framundan í efnahagslífinu.“ Valdabarátta undir yfirborðinu Undir yfirborðinu er hins vegar ljóst að innan Samfylkingarinar á sér stað mikil og hörð valda- barátta. Má segja að hún hafi verið í gangi allt frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ákvað að gefa kost á sér í framboð í kringum síðustu ára- mót þótt hún yrði þá jafnframt að láta af emb- ætti sem borgarstjóri. Raunar má segja að þessi valdabarátta hafi staðið lengur því margir stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar hafa um langt skeið litið á Ingi- björgu sem sterkasta stjórnmálaleiðtoga flokks- ins og talið brýnt að hún gæfi ekki einungis kost á sér í landsmálin heldur tæki einnig við forystu flokksins. Kom þessi valdabarátta upp á yfir- borðið með eftirminnilegum hætti sumarið 2002 er niðurstöður skoðanakönnunar á vegum kreml.is voru birtar en samkvæmt þeim var Ingibjörg Sólrún sá forystumaður Samfylking- arinnar sem líklegastur var til að leiða Samfylk- inguna til sigurs. Össur Skarphéðinsson, sem gegnt hefur emb- ætti formanns frá formlegri stofnun flokksins í maí 2000 hefur hins vegar einnig sterka stöðu innan flokksins og fullan hug á að gegna emb- ættinu áfram. Hann nýtur einnig góðs af því að vera leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins á Alþingi á meðan Ingibjörg Sólrún náði ekki kjöri til Alþingis þótt hún muni sem fyrsti vara- þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður vafalítið taka sæti á Alþingi með reglu- legu millibili. Ergelsi út af yfirlýsingum Að loknum kosningunum í maí lýsti Össur því yfir í viðtölum að hann ætti mikinn þátt í hinum góða árangri flokksins. Rifjaði hann upp að flokkurinn hefði mælst mjög lítill um það leyti sem hann tók við forystu. Þessar yfirlýsingar mæltust mjög illa fyrir meðal stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar sem telja að hann hafi með þessu verið að gera lítið úr þætti hennar. Það hafi í raun ekki síst verið aðkomu hennar að þakka að flokkurinn náði jafngóðu fylgi í kosningunum og raun bar vitni og að Össur náði kjöri sem fyrsti þingmað- ur Reykjavíkur norður. Skipaði Ingibjörg Sól- rún fimmta sætið á framboðslistanum í kjör- dæminu að eigin ósk en var jafnframt „forsætisráðherraefni“ flokksins. Stuðnings- menn hennar rifja einnig upp að árangur Öss- urar í prófkjöri Samfylkingarinnar síðastliðið haust, þar sem hann sóttist einn eftir fyrsta sæt- inu, sé ekki til marks um að hann sé jafnsterkur og óumdeildur og hann vill vera láta. Spennan blossaði aftur upp á nýjan leik í kjöl- far þess að stuðningsmenn Ingibjargar Sólrún- ar létu framkvæma skoðanakönnun í júní og júlí síðastliðnum og voru niðurstöður hennar gerðar opinberar í ágúst. Í skoðanakönnuninni kemur fram að 87,3% stuðningsmanna Samfylkingar- innar sögðust vilja Ingibjörgu Sólrúnu sem for- mann flokksins, en 12,7% vildu Össur sem for- mann flokksins. Í annarri könnun er framkvæmd var í ágúst kom fram að að 62,5% þeirra sem styðja Sam- fylkinguna töldu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætti að bjóða sig fram sem formaður Samfylk- ingarinnar. 24,5% þeirra svöruðu spurningunni neitandi, en rúm 13% sögðust ekki viss. Össur lýsti því hins vegar yfir að hann hygðist áfram gefa kost á sér til formanns. „Flokks- menn fólu mér forystu þegar Samfylkingin var í ólgusjó og mældist með fylgi í kringum 11% til 14%. Fylgi Samfylkingarinnar var hins vegar orðið um 32% um síðustu áramót undir minni forystu og sama hlutfall fengum við í sveitar- stjórnarkosningunum í þeim 17 sveitarfélögum þar sem Samfylkingin bauð fram undir eigin fána,“ sagði Össur í samtali við Morgunblaðið 25. ágúst. Hann benti á að verkaskipting flokks- forystunnar hefði verið ákveðin fyrr á árinu og þá með þeim hætti að hann yrði áfram formaður en Ingibjörg Sólrún myndi leiða stefnumótunar- starf flokksins með því að gegna formennsku í framtíðarnefnd flokksins. Yfirlýsing Ingibjargar Í lok ágúst sendi Ingibjörg Sólrún frá sér yf- irlýsingu þar sem hún lýsti því yfir að hún hygð- ist gefa kost á sér sem varaformaður á lands- fundinum en jafnframt að hún myndi bjóða sig fram til formennsku í flokknum á næsta lands- fundi er haldinn verður árið 2005. Á þeim fundi verður niðurstaða framtíðar- nefndar flokksins einnig kynnt. „Ég hef upplifað það á undanförnum dögum að Samfylkingarfólki líður mjög illa yfir því að ég hafi ekki einhverja formlega stöðu innan flokksins. Ég var ekki tilbúin til að fara í for- mannskosningu; taldi það ekki vera til farsæld- ar fyrir flokkinn og því var þetta mín niðurstaða, þ.e. að bjóða mig fram til varaformanns á næsta landsfundi og stefna að því, með öllum þeim fyr- irvörum sem á því eru, að bjóða mig fram til for- manns árið 2005 og þá á grundvelli þeirrar vinnu sem ég ætla að taka að mér fyrir flokk- inn,“ sagði Ingibjörg Sólrún í viðtali við Morg- unblaðið 27. ágúst. Þessi ákvörðun Ingibjargar að lýsa yfir fram- boði með rúmlega tveggja ára fyrirvara og stefna ekki á að bjóða sig fram á fyrsta mögu- lega landsfundi heldur næsta þar á eftir hefur ákveðna sérstöðu í stjórnmálasögunni og hefur mælst misjafnlega vel fyrir. Í hópi stuðningsmanna Össurar telja menn að hún hafi gert mistök með þessu. Staða hennar hafi verið mjög sterk um sumarið og líklega hefði hún sigrað ef kosningarnar hefðu farið fram þá þegar. Nú verði hún hins vegar að bíða í tvö ár sem sé langur tími í pólitík. Þetta veiti Össuri jafnframt aukið svigrúm þar sem hann geti nú „hagað sér eins og honum sýnist“ án þess að nokkuð athugavert sé við það. Það hafi verið hún sem hafi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram gegn honum en ekki öfugt. Þá gagn- rýna stuðningsmenn Össurar stuðningsmenn Ingibjargar harðlega fyrir gerð skoðanakönn- unarinnar í sumar. „Þetta var glappaskot. Svona gera menn ekki sem hafa góða ráðgjafa. Staða Ingibjargar var firnasterk meðal kjós- enda en nú er hætta á að hún lendi í lægð…Hún á þó líklega eftir að sýna meira seinna en þá þarf hún líka að öðlast meiri auðmýkt. Það bíða ekki alltaf eftir manni tómir stólar,“ sagði þingmaður Samfylkingarinnar. Ekki stætt á öðru Í innsta kjarna stuðningsmanna Ingibjargar Sólrúnar færa menn hins vegar rök fyrir því að henni hafi ekki verið stætt á öðru en að gefa út þessa yfirlýsingu. Krafan hafi verið það sterk að hún hafi í raun ekki átt annarra kosta völ en að lýsa því yfir að hún stefndi á formannsframboð. Þrýstingurinn hafi verið óbærilegur. „Þetta var ekki síst nauðsynlegt út af fólki sem var í bið- stöðu og vildi sjá breytingar í starfinu og á skipulaginu og hvernig málefnavinnan fer fram. Það var mikilvægt að þetta fólk skilaði sér inn nú þegar í stað þess að bíða átekta með sárt enn- ið,“ var mat eins sem rætt var við. Þá var bent á að Ingibjörg Sólrún hefði mikinn hug á að vinna að breytingum og „hugmyndalegri endurnýj- un“. Ekki væri hægt að ætlast til að Ingibjörg „setti sjálfa sig á ís“ í tvö ár. Margrét íhugar framboð… Eftir að þessi niðurstaða lá fyrir áttu flestir von á rólegum landsfundi. Nokkrum dögum fyr- ir landsfund lýsti Margrét Frímannsdóttir því hins vegar yfir að hún hefði hug á að bjóða sig Vopnaður frið Össur Skarphéðinsson var endurkjörinn formaður og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kjörin varaformaður á landsfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi. Steingrímur Sigurgeirs- son segir þetta hafa verið biðleik og beðið sé með spennu eft- ir næsta landsfundi þar sem allt stefnir í kosningu milli þeirra Össurar og Ingibjargar Sólrúnar. Össur og Ingibjörg eftir að hafa verið kjörin formaður og varaformaður. Bæði stefna þau á formennsku að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.