Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR Beinteinsdóttir,eða Sigga Beinteins einsog hún er oftast kölluð,hefur mörg járn í eldinumþessa dagana. Hún fellir dóma yfir vongóðum söngvurum í þáttunum Idol-Stjörnuleit á Stöð 2, syngur á skemmtistöðum, sendir frá sér geisladiskinn Fyrir þig, syngur á plötum annarra og fer reglulega til Noregs, þar sem hún og systir hennar reka ToneArt- söngskólann. Hún hefur líka í hyggju að gefa út barnaplötu þar í landi. „Það hefur verið nóg að gera undanfarið, þakka þér fyrir,“ segir hún þegar hún gefur sér tíma í við- tal við Morgunblaðið. Fyrir sex árum sendi hún frá sér geisladiskinn Sigga en síðan hefur hún látið nægja að syngja með Stjórninni og koma fram á skemmtistöðum. „Það var kominn tími á sólóplötu, sex ár eru allt of langur tími,“ segir hún. „Stjórnin gaf síðast út plötu fyrir þremur ár- um og þeir sem ekki stunda skemmtistaðina halda áreiðanlega að ég sé að mestu hætt að syngja, þótt ég hafi sungið einstaka lög inn á plötur annarra. Mér fannst því al- veg tímabært að minna á mig og vildi gjarnan fá að syngja fyrir fólk heima í stofu, en ekki bara á böll- um.“ Lög í rólegri kantinum Sigga segist ekki hafa átt í nein- um vandræðum með að finna lög á plötuna. Eitt laganna, titillagið Fyrir þig, samdi hún reyndar sjálf og þrátt fyrir langan söngferil er það fyrsta lagið eftir hana sem rat- ar á plötu. Andrea Gylfadóttir samdi textann, en hún samdi tvo aðra texta á plötunni. „Á plötunni eru tíu lög og flest í rólegri kant- inum. Fyrir utan lagið mitt er þarna lag eftir Friðrik Karlsson, Þorvaldur Bjarni á eitt lag, Art Garfunkel á eitt, þrjú eru ættuð frá Ítalíu, tvö eru norsk og eitt sænskt. Textana fékk ég svo úr ýmsum átt- um, Ingibjörg Gunnarsdóttir gerði tvo, Friðrik Sturluson þrjá, Andrea þrjá, Karl Ágúst Úlfsson einn og Friðrik Erlingsson einn. Mörg þessara laga hef ég haft í huga ár- um saman og er fegin að koma þeim loks frá mér. Raunar hefði ég getað gert margar plötur, því lögin sem mig langar til að gefa út hafa hrannast upp frá síðustu plötu. Svo fékk ég ágætan stuðning annarra söngvara á plötunni. Jónsi í Svört- um fötum syngur með mér eitt lag, Selma Björns annað og Björgvin Halldórsson þriðja.“ Valinkunnur hópur tónlistar- manna leikur undir á plötunni, en Sigga gaf félögum sínum í Stjórn- inni frí. „Þeir eru mjög flinkir, en ég vildi hafa annan hljóm á þessari plötu en Stjórnarplötunum. Ólafur Hólm spilar á trommur, Þorvaldur Bjarni spilar á hljómborð og gítar, en gítarleikur er að mestu í hönd- um Vignis í Írafári, Pétur Hjalte- sted spilar líka á hljómborð, Kjart- an Valdimarsson á píanó og svo er þarna strengjasveit úr Sinfóníu- hljómsveitinni. Svo komu ýmsir fleiri við sögu.“ Samdómari Siggu í Stjörnuleit- inni, Þorvaldur Bjarni, útsetti lögin á plötunni og stýrði upptökum. Hægri hönd þeirra var Pétur Hjaltested. „Vinnan í hljóðveri gekk mjög vel. Ég sagði Þorvaldi Bjarna að ég vildi hafa píanó, klass- ískan gítar og strengi og hann fór létt með að útsetja lögin svo mér líkaði.“ Sigga gaf sjálf út sólóplötuna fyr- ir sex árum og á sínum tíma gaf hún líka sjálf út jólaplötu sína, Des- ember og barnaplötuna Flikk Flakk, auk þess sem hún sá um út- gáfu á myndböndunum Söngvaborg og Söngvaborg II. „Ég veit af feng- inni reynslu hvað markaðssetning og dreifing kostar mikla vinnu, svo núna leitaði ég til Skífunnar, sem gefur plötuna út. Samstarfið við fólk þar á bæ hefur gengið mjög vel og ég er fegin að losna við margt umstangið sem fylgir plötu- útgáfu.“ Dómarinn gagnrýndur Aðspurð segist hún reikna með að fá meiri gagnrýni á plötu sína en ella, af því að sjálf situr hún í dóm- arasæti og dæmir söng annarra. „Idol-þættirnir gera það örugglega að verkum að fólk hlustar mjög gagnrýnið á plötuna mína. Það er allt í lagi, ég hef ekkert á móti því að hlusta á alla þá gagnrýni sem fólk vill setja fram. Ég veit að ég gerði eins vel og ég gat og þess vegna er ég ánægð. Mér finnst góð- ur heildarsvipur á plötunni og ég vandaði lagavalið eins og ég gat. Oft hlustar fólk á plötur, en stekk- ur alltaf yfir sömu lögin af því að þau trufla heildarmyndina. Ég reyndi að velja lögin vel saman svo það gerðist ekki.“ Hún hefur alltaf verið hrifin af lögum í rólegri kantinum, segir hún, en er ekki frá því að sú hrifn- ing hafi aukist með aldrinum. „Ball- öður eiga vel við mig og mér finnst gaman að syngja þær. Það þýðir samt ekki að ég gæti ekki söðlað um á næstu plötu. Mig langar að syngja blús eða djass og kannski kemur einhvern tímann rokkplata. Það kemur bara í ljós.“ Áhorfendur vanda valið Þeir sem ekki stunda böllin og hafa því lítið séð til Siggu Beinteins undanfarin ár hafa kynnst henni á ný í sjónvarpinu á föstudags- kvöldum, þótt þar láti hún aðra um sönginn. „Mér finnst gaman að taka þátt í Stjörnuleitinni þótt ég hafi velt því mikið fyrir mér hvort það væri rétt að ég settist í dóm- arasætið. Ég ákvað frá upphafi að vera heiðarleg í umsögn minni um söng keppenda og hef reynt að fylgja þeirri reglu. Ég reyni að setja skoðun mína skýrt fram og niðurlægja engan, enda á ég engan rétt á því.“ Sigga segir að sér hafi komið á óvart hversu margir tóku þátt í for- keppni Stjörnuleitar. „Hérna tóku fleiri þátt en í Danmörku og þá er ekki miðað við blessaða höfðatöl- una!“ segir hún. „Mér fannst samt skýrast fljótt hverjir kæmust í 32 manna hópinn, sem núna er verið að skera niður og í mínum huga er nokkuð ljóst hverjir ættu að kom- ast áfram. Því ráða hins vegar áhorfendur. Þeir hafa valið vel hingað til og ánægjulegt að sjá að þar virðist engin atkvæðasöfnun í gangi, hver og einn greiðir atkvæði eftir eigin mati og smekk. Keppnin væri bara skrípaleikur ef atkvæða- greiðslan væri ekki eftir bestu sannfæringu hvers og eins og áhorfendur gera sér grein fyrir því. Þeir eru að velja næstu Birgittu eða næsta Jónsa og taka það alvar- lega.“ Sigga er spurð um eitt umdeild- asta atvik keppninnar, þegar 16 ára stúlku var vísað úr keppninni. „Sá misskilningur er allsráðandi að við höfum dæmt hana úr leik af því að hún var of ung. Það er ekki rétt, enda var 16 ára aldurstakmark. Við töldum hana hins vegar ekki til- búna að sinni, hún þyrfti að öðlast meiri reynslu og ná fram meiri túlkun. Það er hins vegar engin spurning að hún er með fína rödd og ég hlakka til að sjá hana í keppninni á næsta ári, hvort sem ég verð enn í sæti dómara eða ekki.“ Sjálf hefði Sigga Beinteins aldrei tekið þátt í keppni af þessu tagi þegar hún var 16–20 ára. „Nei, Guð hjálpi þér, ég var svo hrikalega feimin og uppburðarlítil að ég hefði aldrei treyst mér í svona keppni. Ef einhver hefði dregið mig fyrir dóm- nefnd hefði ég áreiðanlega verið svo stressuð að mér hefði verið hent út í fyrstu umferð. Það þarf ansi sterk bein til að taka þátt í svona keppni fyrir framan alþjóð.“ Kennir Norðmönnum söng Tónlistarheimur Siggu takmark- ast ekki við Ísland. Hún hélt í vík- ing til Noregs og hefur sett þar á laggirnar söngskólann ToneArt. Forsagan er sú að undanfarin ár hefur Sigga kennt söng í Söng- skóla Maríu og Siggu. „Þar hafa fjölmargir krakkar farið á nám- skeið og ég velti því oft fyrir mér hvort ekki væri hægt að fara með slík námskeið víðar. Halldóra syst- ir mín býr í Noregi og hún hvatti mig til að stofna slíkan skóla þar. Við ákváðum loks að kanna fyrir alvöru hvernig norski markaðurinn liti út og komumst að því að þar voru eingöngu reknir klassískir söngskólar fyrir 18 ára og eldri. Enginn skóli bauð almenningi, frá barnsaldri og upp úr, að koma og læra að syngja uppáhaldslögin sín. Við ákváðum því að stofna slíkan skóla, þar sem fólk á öllum aldri fær þjálfun í popp- og dægurlaga- söng.“ Systurnar Sigga og Dóra tóku á leigu ákjósanlegt húsnæði í Asker, sem er bæjarfélag rétt fyrir utan höfuðborgina Ósló. „Við tókum þann kostinn að leigja húsnæði til að byrja með, því við viljum sjá hvernig þetta gengur áður en við kaupum húsnæði. Það er reyndar ekkert hlaupið að því að stofna fyr- irtæki í Noregi og Dóra þurfti að ganga á milli bankastofnana og veðsetja íbúðina sína til að koma þessu á laggirnar því bankarnir vildu alls konar tryggingar. Allt hafðist þetta og við réðum þrjá kennara til starfa, allt vel menntað og reynslumikið fólk. Sjálf hef ég kennt á námskeiðum í skólanum og ætla að gera meira af því á næsta ári. Núna er ég því að rifja upp norskuna mína, frá því að ég bjó úti í Ósló í eitt ár á níunda áratug síðustu aldar!“ Nemendur ToneArt eru nú yfir 80 talsins, sá yngsti er 4½ árs stelpa og sá elsti 32 ára kona. „Í Noregi er líka Stjörnuleit og nokkrir nemendanna eru að und- irbúa sig fyrir þátttöku í þeirri keppni eða öðrum svipuðum. Svo eru nokkrir leikarar í námi hjá okk- ur, að undirbúa sig fyrir þátttöku í söngleik. Dóra heldur þessum rekstri öllum gangandi. Við erum mjög ánægðar með móttökurnar og miðað við könnun sem við gerðum meðal nemendanna eru þeir líka ánægðir með okkur.“ Sigga segir að í söngskólanum sé lögð mikil áhersla á að styrkja sjálfstraust nemendanna. „Nem- endur syngja fyrir smærri hópa og við gefum góð ráð um framkomu. Það nýtist þeim auðvitað í öllu sem Ný plata og norskir tónar Sigga Beinteins sendir frá sér geisladisk í vikunni, en sex ár eru liðin frá því að hún gaf síðast út sóló- plötu. Hún segir Ragnhildi Sverrisdóttur frá plöt- unni, dómarastarfinu í leitinni að næstu popp- stjörnu landsins og rekstri söngskóla í Noregi. Morgunblaðið/Sverrir ’ Mér fannst tíma-bært að minna á mig og vildi gjarnan fá að syngja fyrir fólk heima í stofu, ekki bara á böllum. ‘ ’ Ef einhver hefðidregið mig fyrir dómnefnd hefði ég áreiðanlega verið svo stressuð að mér hefði verið hent út í fyrstu umferð. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.