Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 15 þeir taka sér fyrir hendur. Þótt þeim sé skipt í hópa leggjum við mikla áherslu á að fylgjast með hverjum og einum. Auðvitað eru áherslurnar misjafnar, enda gildir ekki hið sama um sjö ára nemendur og þá sem eru 14 eða 20 ára, en við sníðum námskeiðin að þörfum og skilningi hvers aldurshóps. Núna bjóðum við upp á 8 vikna námskeið, en ætlum að bjóða bæði styttri og lengri námskeið. Reynslan af söng- kennslunni hérna heima hefur kennt mér að nemendur koma gjarnan aftur og aftur því þeir finna hvað þeir bæta sig með hverju námskeiðinu. Enginn nær tökum á raddböndunum á nokkrum vikum, það kostar mikla og sam- fellda vinnu.“ Norsk barnaplata á næsta ári Á næsta ári hefur Sigga í hyggju að gefa út barnaplötu í Noregi. „Ég ætla að fá þekkta, norska söngvara til liðs við mig, syngja á henni sjálf og leyfa einhverjum nemendum söngskólans að spreyta sig. Ég hef gefið út mikið af barnaefni hér á landi og ætla að nota eitthvað af því, en auðvitað með norskum text- um. Og þeir textar verða látnir fylgja með plötunum, sem þekkist varla í Noregi, jafnundarlegt og það nú er. Þar fylgja kannski texta- blöð með einstaka poppplötu en það er algjör undantekning ef textar fylgja barnaplötum. Við Dóra lent- um í töluverðum vanda vegna þessa þegar við stofnuðum söngskólann. Þá létum við spila inn fjölda norskra barnalaga, til að nota sem grunn við kennsluna, en textana urðum við að skrifa upp sjálfar eða finna í bókum. Og annað kemur mér dálítið sérkennilega fyrir sjón- ir í Noregi og það er sú lenska þeirra að hafa enska texta á barna- plötum. Reyndar eru plötur ætlaðar allra yngstu börnunum á norsku, en um leið og færist nær unglingsár- unum er nánast allt á ensku. Sem dæmi má nefna dúettinn Lollipops, sem tvær 13 ára stelpur skipa. Þær syngja allt á ensku. Þetta finnst mér ekki boðlegt, barnaefni á að vera á móðurmálinu.“ Sigga tekur því ekki fjarri að hún muni jafnvel gefa út myndbönd fyrir börn í Noregi, með leikjum og söngvum, líkt og hún hefur gert hér á landi með Söngvaborg. „Mér finnst hins vegar ólíklegt að ég leiki sjálf aðalhlutverkið þar, norskan mín er nú ekki nógu góð til að ég teljist æskileg fyrirmynd heima- manna!“ Nú þegar rekstur ToneArt er kominn á góðan rekspöl ætlar Sigga að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í Söngskóla Maríu og Siggu, í félagi við Maríu Björk Sverrisdóttur. „Ásóknin í skólann hérna heima er mikil svo við höfum í nógu að snúast. Mér finnst mjög gefandi að kenna söng, bæði börn- um og fullorðnum, og vil halda því áfram. En ég ætla ekki að láta kennsluna taka frá mér allan tíma næstu árin, að minnsta kosti líða ekki önnur sex ár þar til ég sendi næst frá mér plötu.“ rsv@mbl.is Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.800 kr. fyrir aðra. Fyrirlesarar: Hjörleifur Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Össurar hf. Gylfi Magnússon, formaður viðskiptaskorar HÍ og situr í stjórn Samtök fjárfesta. Bernhard Bogason, forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs KPMG. Fundarstjóri: Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Skattaparadís Umfjöllunarefni:  Hvað getum við gert til að auka áhuga erlendra aðila á Íslandi sem vænlegum fjárfestingarkosti?  Hvað getum við gert til að halda fjármagni í landinu?  Eru fyrirtæki að flýja Ísland?  Eru einstaklingar að flýja Ísland? Hádegisverðarfundur Félags viðskipta- og hagfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 13. nóvember nk. í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík, frá kl. 12-13:30. Gylfi Magnússon Guðrún Hálfdánardóttir Hjörleifur Pálsson Bernhard Bogason Fundurinn er öllum opinn! Gosh snyrtivörurnar eru ofnæmisprófaðar og ilmefnalausar, ....og verðið það gerist ekki betra. Haust- og vetrarlitirnir komnir Kynningar í Lyfju Mánudaginn 10. nóv. Lyfja Laugavegi Þriðjudaginn11. nóv. Lyfja Smáratorg Miðvikudaginn 12. nóv. Lyfja Spöng Fimmtudaginn 13. nóv. Lyfja Smáralind Föstudaginn 14. nóv. Lyfja Lágmúla Laugardaginn 15. nóv. Lyfja Lágmúla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.