Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 20
tónleika. Að auki kom Harrison með Billy Preston með sér, sem hann hafði hitt á Ray Charles-tónleikum, en Bítlarnir höfðu kynnst honum í Hamborg 1962. Það var heillaráð því ekki var bara að Preston væri fram- úrskarandi tónlistarmaður heldur var hann einnig léttur og skemmti- legu samstarfsmaður og hafði einkar góð áhrif á andrúmsloftið. Nýr maður við takkana Tónleikahugmyndin var úr sög- unni en þeir Bítlar héldu fast við þá upphaflegu hugmynd að hafa upp- tökurnar eins hreinar og náttúr- legar og unnt væri, engum hljóð- versbrellum yrði beitt og eftirvinnsla nánast engin. Þetta hljómaði kannski vel á yfirborðinu en átti auðvitað eftir að enda með sömu leiðindunum, því ef það átti að taka plötuna upp nánast beint á band þurfti að æfa lögin óteljandi sinnum, aftur og aftur, til að spila- mennskan væri almennileg. Þó að George Martin hafi reynst hljómsveitinni afskaplega vel sem upptökustjóri fram að þessu töldu Bítlarnir að hann væri ekki rétti maðurinn til að sitja við takkana þegar átti að taka upp hráa plötu og því varð að ráði að Glyn Johns að- stoðarmaður hans myndi leysa hann af hólmi. Lokatónleikar á þaki Í lok janúar voru þeir félagar orðnir dauðleiðir á öllu saman og til að ljúka við myndina og plötuna ákváðu þeir að slútta með lokatón- leikum á þaki Apple-byggingarinn- ar. Til stóð að spila þar í tvo til þrjá tíma, leika þar þau lög sem búið var að æfa hvað mest og nota þær upp- tökur á viðkomandi plötu. Tónleikarnir voru 30. janúar og alls náði hljómsveitin að leika ellefu lög áður en lögregla kom á staðinn og stöðvaði allt saman, enda höfðu menn sem voru við vinnu sína í ná- lægum húsum kvartað. Get Back var leikið þrisvar, Don’t Let Me Down tvisvar, I’ve Got a Feeling, One Aft- er 909, Dig a Pony, God Save the Queen og brot úr Danny Boy. Síð- ustu upptökur voru svo daginn eftir, en þá voru The Long and Winding Road, Let It Be og Two of Us tekin upp. Alls tóku þeir félagar upp á annað hundrað lög eða lagabrot á þessum tíma þar á meðal svo ólíklega hluti eins og All Shook Up, I Shall Be Re- leased, Going Up the Country, It Ain’t Me Babe, All Along the Watchtower, House of the Rising Sun, Ach Du Lieber Augustin, Great Balls of Fire, Hava Negiliah og God Save the Queen. (Til eru margar ólöglegar útgáfur af upptökunum í kjallaranum á Saville Row og sumar einkar glæsilegir pakkar með hverju einasta lagi. Einnig eru til útgáfur þar sem heyra má obbann af því sem þeim Bítlum fór á milli milli laga, þar á meðal þar sem McCartney segir við Ringo og Harrison að best færi á því ef Lennon myndi skjóta Yoko.) 130 klukkutímar af upptökum Glyn Johns var síðan falið að setja saman plötu úr öllu saman, en hann þurfti að rekja sig í gegnum um 130 klukktíma af upptökum, 96 tíma í mono og um þrjátíu tíma fjölrása. Hann setti saman plötu sem engum Bítlanna líkaði, en sú lak út og var gefin út ólöglega löngu áður en lögin voru gefin út á opinberri útgáfu. Til gamans má geta þess að fyrsta út- gáfa Johns var svo: The One After 909, Rocker, Save the Last Dance for Me, Don’t Let Me Down, Dig a Pony, I’ve Got a Feeling, Get Back, For You Blue, Teddy Boy, Two of Us, Maggie Mae, Dig It, Let It Be, The Long and Winding Road og Get Back (reprise). Johns setti saman tvær útgáfur af plötunni, með mismunandi lögum, en hvorug þeirra fékk náð fyrir eyr- um hljómsveitarmanna. Það var þó ekki bara það sem tafði útgáfu plöt- unnar heldur gekk illa að vinna úr öllum þeim klukkutímum sem kvikmyndaðir höfðu verið, úr vöndu að ráða fyrir Lindsay-Hogg að setja saman almennilega mynd úr margra vikna rifrildi og leiðindum. Bítlarnir höfðu líka byrjað á nýrri plötu í ágúst, Abbey Road, og eftir þær upptökur var ljóst að samstarfinu væri endanlega lokið (sumir segja að Maxwell’s Silver Hammer hafi verið vendipunkturinn, þegar Lennon heyrði að það lag ætti að vera á Abb- ey Road varð hann óður og hætti í hljómsveitinni – lái honum hver sem vill), en McCartney bað Lennon um að bíða með að segja frá því um hríð. Á endanum fékk Lennon Phil Spector til að kíkja á upptökurnar, að reyna að gera sæmilega plötu úr öllu saman. Segir sitt um það hve Lennon var orðinn leiður á Bítlunum og umstanginu í kringum þá að hann skuli hafa fengið Spector til að vinna upptökurnar á plötu, enda lagði hann mesta áherslu á að allt yrði hrátt og heiðarlegt eins og hann kallaði það og Spector ekki maður- inn sem menn leituðu til ef hlutirnir áttu að vera hráir. Hann hefur þó væntanlega talið að Spector myndi ná að klára plötuna á skömmum tíma, því þegar myndin var loks tilbúin lá mönnum skyndilega á að ljúka við plötuna. Upphaflega átti platan að heita Get Back og á umslaginu átti að vera mynd af hljómsveitinni áþekk þeirri sem var á fyrstu stóru Bítlaplötunni, Please Please Me, en nú átti að sýna hljómsveitina eins og hún var í dag. Nafn plötunnar var líka sett eins upp og á Please Please Me, heitið Get Back and 11 Other Songs í sama letri. Á endanum var það umslag ekki notað en er aftur á móti á safn- plötunni 1967–1970, en gamla mynd- in er á safnplötunni 1962–1966. (Þetta sat í Lennon og eins og sjá mátti á krytum þeirra McCartney og Lennons á síðum Melody Maker út af laginu How Do You Sleep, en í svarbréfi hans spyr hann hvað hafi orðið af „skopstælingu“ hans á fyrsta plötuumslaginu.) Skammast út í Spector Það hefur verið til siðs að skamm- ast út í Spector fyrir að hafa „eyði- lagt“ upptökurnar, að hafa hlaðið inn strengjum, stúlknakórum og til- heyrandi. Að mínu viti er sú gagn- rýni ekki sanngjörn, Spector var einfaldlega að búa til plötu eins og hann kunni bets. Engar heimildir eru um að hann hafi verið beðinn um að hafa plötuna hráa, og víst er Let it Be, eins og lokagerðin hét svo þegar upp var staðið, um margt prýðis plata. Því má líka ekki gleyma að Spector lauk vinnunni á aðeins átta dögum, enda lítill tími til stefnu. (Á ólöglegum útgáfum sem ég hef heyrt af upptökulotunni löngu eru mörg laganna varla útgáfuhæf .) Að því sögðu er það sannkölluð guðsgjöf að fá loks í hendurnar al- mennilega útgáfu á plötunni sem lík- asta því sem Bítlarnir vildu. Víst var sú hugmynd að taka upp „hráa og heiðarlega“ plötu í raun ófram- kvæmanleg eins og málum var hátt- að hjá hljómsveitinni, en hvað sem því líður er ný útgáfa Let It Be, Let It Be ... Naked, sérdeilis skemmtileg skífa og svei mér þá ef hún er ekki betri en gamla útgáfan. Paul McCartney hefur verið um- deildur undanfarið, meðal annars fyrir þá hugmynd að breyta höf- undaheitum á Bítlalögunum í McCartney - Lennon á þeim lögum sem hann samdi aleinn eða að mestu leyti. Fyrir vikið hafa ýmsir gert því skóna að han sé að „hefna sín“ á Lennon fyrir að leyfa Spector að vinna plötuna með því að gefa hana út aftur án viðbóta Spectors. Rétt skýring á þessu er öllu einfaldari; McCartney hitti Michael Lindsay- Hogg í flugvél og sá síðarnefndi spurði einfaldlega hvort ekki stæði til að gefa Let It Be kvikmyndina út á DVD-diski. Í framhaldi af því kviknaði svo sú hugmynd að gefa lögin út sem líkust því sem þau hljóma í myndinni, sem sagt án strengja og skrauts. Hugmyndin er því ekki ný af nál- inni og þannig var Harrison búinn að samþykkja hana fyrir sitt leyti áður en hann lést, en það varð svo til að koma vinnunni almennilega í gang að hollenska lögreglan hand- tók í byrjun janúar sl. menn sem staðið höfðu að ólöglegri útgáfu á upptökunum en þeir höfðu í fórum sínum upprunalegu segulböndin. Þess má svo geta að lokum að Let It Be ... Naked kemur út eftir viku og fylgir 20 mínútna diskur með upptökum úr hljóðverinu, spjalli, kýtingi og tónlist. 20 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ arnim@mbl.is Eins og fram kemur á Let it Be ... Naked að vera sem líkust því sem Bítlarnir ætluðu í upphafi, þ.e. að upptökurnar yrðu „hráar og heiðarlegar“ eins og Lennon lýsti því. Þrátt fyrir það eru lögin ekki óunnin, enda hefðu nútímaeyru illa sætt sig við hversu upptökurnar eru ófullkomnar tækni- lega. Hljómur í lögunum er almennt nokkuð breyttur enda búið að endurhljóðblanda öll lögin meira og minna. Annars eru lögin svo í þeirri röð sem verður á nýju plötunni, sem er nokkuð frá- brugðin þeirri gömlu, auk þess sem Dig it og Maggie Mae er sleppt en Don’t Let Me Down bætt við: Get Back er upprunaleg upptaka án skvaldurs og endans sem skeytt var við til að láta það líkj- ast tónleikaupptöku. Dig a Pony er lítið breytt. For Your Blue er lítið breytt, nema að hljómur á því er hreinni og betri. The Long And Winding Road er önnur útgáfa en Spector „drekkti“ í strengjum og betur sung- in og spiluð (afleitur bassaleikur í laginu á Let it Be plötunni gömlu skrifast á John Lennon). Upp- taka frá 31. janúar, síðasta upptökudeginum. Þess má geta að textinn í laginu er aðeins öðru- vísi, í stað „you’ll never know“ syngur McCartn- ey „you’ll always know“, og það frávik fékk að halda sér vegna þess að þetta var síðasta upp- taka lagsins og því álitin réttust, en þess má geta að á tónleikum síðan hefur McCartney allt- af sungið „you’ll never know“. Two Of Us er lítið breytt, en þó endurhljóð- blandað. I’ve Got A Feeling er ný blanda af tveimur tón- leikaupptökum af þakinu og talsvert frábrugðin. One After 909 er sama upptaka og á upp- runalegri plötu en nú með mun betri hljóm, að- allega á trommunum. Til gamans má geta að þetta var fyrsta lagið sem þeir sömdu saman Lennon og MacCartney þó það hafi ekki verið tekið upp fyrr. Don’t Let Me Down bætt við, upptaka frá þak- tónleikunum. I Me Mine er ekki til í heilli töku nema bara með trommum og gítar og því var ákveðið að nota viðbætur sem hljómsveitin hafði tekið upp til að ljúka við lagið. Í því eru því aukaupptökur en án þeirra væri lagið hvorki fugl né fiskur, til að mynda væri þá enginn söngur. Across The Universe er ekki eins og upp- runaleg upptaka því hljóðfæraleikur í laginu var svo frumstæður að Glyn Johns breytti honum lít- illega með hljóðbrellum til að ná meiri framvindu. Upptakan af því er aðeins á tveimur rásum, rödd og gítar á annarri og tambúra og smá tom-tom á hinni. Endirinn er all frábrugðinn upprunalegri út- gáfu. Upptakan er reyndar ekki frá Let it Be upp- tökunum, því þó Bítlarnir hafi æft það margoft á þeim tíma var það aldrei tekið almennilega upp og því var stuðst við ársgamla upptöku. Let it Be er frábrugðið útgáfunni á upp- runalegri plötu í því að notaður er upprunalegur gítarkafli Harrisons, ekki sá sem hann hljóðrit- aði síðar og vildi að settur yrði í staðinn. Hljómur er talsvert frábrugðinn og raddirnar sterkari und- ir. Let it Be … Naked Frá þaktónleikunum frægu sem löggan stoppaði. Flest laganna voru beinlínis samin í hljóðverinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.