Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ L EIKDÓMAR hafa lengi verið órjúfanlegur hluti af leikhúslíf- inu. Skiptar skoðanir virðast þó oft vera um gagn og hlutverk gagnrýnenda. Menn virðast til dæmis ekki á eitt sáttir um hvaða menntun eða reynsla sé áskilin til þess að hægt sé að fjalla um leik- hús af alvöru. Í nýlegri bók sinni veltir breski gagnrýnandinn Michael Billington, sem skrif- að hefur leikdóma fyrir hið virta breska dag- blað Guardian í rúma þrjá áratugi, fyrir sér þeirri spurningu hvað gefi einhverjum rétt til að gagnrýna leikhúsvinnu annarra. Svar hans er stutt: Nákvæmlega ekk- ert! Auðvitað er hægt að mennta sig í leik- húsfræðum og jafnvel leikhúsgagnrýni, en ekk- ert próf gefur fólki rétt til að starfa sem gagnrýnendur. Á endanum er það ástríða gagnrýnandans fyrir starfi sínu sem réttlætir vinnu hans og gefur henni gildi. Menn virðast heldur ekki á eitt sáttir um fyrir hverja leikdómar eru skrifaðir. Er gagn- rýnin skrifuð fyrir áhorfendur sem þegar hafa séð sýninguna, fyrir væntanlega áhorf- endur svo þeir geti metið hvort þeir vilji yf- irhöfuð sjá viðkomandi sýningu eður ei, fyrir listafólkið sem kom að sýningunni eða alla framangreinda hópa? Flestir þeir sem tjá sig um hlutverk gagn- rýnenda virðast samt vera á einu máli um að hlutverk gagnrýnenda sé leikhúsinu lífs- nauðsynlegt, en þó aðeins ef þeir taka þetta hlutverk sitt alvarlega. En hvað merkir það? Að mati manna á borð við fyrrnefndan Bill- ington, enska leikstjórann Peter Brook og þýska leikhúsmanninn Daniel Meyer- Dinkgräfe ber gagnrýnandanum sífellt að móta með sér hvers konar leikhús hann vilji sjá og reyna síðan að hafa áhrif á leik- húsheiminn með skrifum sínum. Billington orðar það sem svo að gagnrýnandanum beri alltaf að hafa einhvers konar platónska fyr- irmynd að hinu fullkomna leikhúsi sem hann eigi að berjast fyrir í skrifum sínum. Sam- kvæmt Brook á gagnrýnandinn ávallt að gera sér í hugarlund hvernig leikhúsið ætti að vera í samfélaginu og endurskoða þessa sýn sína í tengslum við hverja leikhúsupplifun. Brook tekur meira að segja svo sterkt til orða að sinni gagnrýnandinn ekki þessu hlutverki sínu af alvöru þá sé leiklistin sett í hættu. Þegar almennir áhorfendur fara í leikhús gera þeir það oft til þess eins að skemmta sér. Þegar gagnrýnandinn fer í leikhús getur hann haldið því fram að hann sé einungis að þjóna hinum almenna áhorfanda, en að mati Brooks er það ekki að öllu leyti rétt. Hlut- verk gagnrýnandans er nefnilega ekki ein- vörðungu að gefa ábendingar, honum ber líka að vera nokkurs konar leiðsögumaður. Sá lífs- nauðsynlegi gagnrýnandi sem Brook sá fyrir sér er einhver sem hefur skilgreint nákvæm- lega fyrir sjálfum sér hvaða möguleikar búa í leikhúsinu og er nógu djarfur til að setja spurningarmerki við þessa forskrift í hvert einasta sinn sem hann tekur þátt í leik- húsviðburði. Billington tekur undir þetta og bendir á að gagnrýnendum beri ekki að skoða leikhúsflóruna einvörðungu með hliðsjón af því sem í boði er heldur líka að hafa í huga hvað mögulega vanti inn í leikhúsflóruna. Þannig beri honum að benda á það ef leik- húsin eru, að hans mati, til dæmis ekki að sinna ákveðnum tegundum leikrita, sem nauðsynlegt væri að setja upp, eða leikritum frá tilteknum tímabilum. Hér er ágætt að staldra við og velta aðeins fyrir sér hvað felist í umsögninni „góð“ og „vond“ gagnrýni. Margir listamenn virðast telja „góða“ gagrýni jafngilda jákvæðri gagn- rýni meðan neikvæð gagnrýni telst sjálfkrafa „vond“ gagnrýni. En er það endilega svo? Auðvitað vill enginn láta benda á vangetu sína eða mistök og það allra síst opinberlega. En eru gagnrýnendur ekki endanlega að þjóna leikhúsinu (og þar með skrifa góða dóma fyrir leikhúslífið í heild) þegar þeir benda á vangetu? Brook telur svo vera. Því varla erum við beinlínis að sækja í miðlungs eða vondar sýningar? Brook gengur jafnvel lengra og heldur því fram að ef gagnrýnand- inn eyði mestum tíma sínum í að kvarta sé það yfirleitt vegna þess að hann hafi rétt fyr- ir sér. En auðvitað skiptir höfuðmáli hverniggagnrýnin er sett fram og rökstudd,því enginn hefur gagn af innantómumfrösum og yfirlýsingum, hvorki áhorf- endur né listafólkið sem um ræðir. Slík skrif geta vissulega vakið kátínu lesenda og tölu- vert umtal, en skilja sáralítið eftir sig þegar upp er staðið og hér komum við að enn einum vandanum. Af hverju virðist svo oft mun auð- veldara að rakka vondar sýningar niður á meðan erfitt getur reynst að orða hrifningu sína? Meyer-Dinkgräfe er einn þeirra sem hafa velt þessu fyrir sér og sett fram áhugaverða kenningu sem ég held að sé mikið til í. Þegar við sjáum sýningu sem okkur líkar ekki virð- ist afar auðvelt að greina sýninguna í frum- eindir sínar og skoða hvern hluta hennar gaumgæfilega, hvort sem um er að ræða leik- ritið sjálft, vinnu leikstjórans, leikmyndina, búningana, ljósahönnunina eða leikinn. Slík skoðun og greining er í eðli sínu, segir Meyer-Dinkgräfe, vitsmunaleg og þess vegna mörgum býsna töm. Við virðumst auk þess búa yfir mun betri orðaforða þegar kemur að því að skammast út í hluti og gagnrýnandi getur nýtt sér þennan neikvæða orðaforða til að vera fyndinn, jafnvel hnyttinn í skrifum sínum. Hins vegar virðist oft mun erfiðara aðhrósa. Ef til vill vegna þess aðorðaforðinn er rýrari. Þannig virð-ist það krefjast meiri vinnu að mynda jákvæðar setningar sem hafa raun- verulegt innihald og segja eitthvað, í stað þess að virka eins og óljósir og innantómir frasar. Hvers vegna? Misheppnaðri leiksýn- ingu er oft lýst með þeim orðum að hana hafi skort einhvers konar heild. Þessi skortur á heild er einmitt ástæða þess að svo auðvelt er að rífa sýninguna í frumeindir sínar og gagn- rýna hvern hluta hennar á vitrænum for- sendum. Að sama skapi er velheppnuðum sýningum oft lýst sem heildstæðum. Og þessi heild höfðar ekki bara til vitsmunanna heldur ekki hvað síst til tilfinninga okkar og innsæis. Þannig getur tilfinningin sagt okkur að það sem fyrir augu bar hafi verið athyglisvert, stórfenglegt, tilkomumikið, eftirtektarvert, áhrifamikið eða töfrandi. En öll þessi lýsing- arorð endurspegla einhvers konar heildstæð hughrif og eiga ekki við um ítarlega greind smáatriði. Og í samhengi við aðrar krítískar greiningar virka svona yfirgripsmikil orð nánast óljós og ljóðræn. Það krefst þannig mun meiri vinnu að túlka slík hughrif yfir á tungutak sem samsvarar nákvæmninni sem einkennir neikvæða gagnrýni. En þegar öllu er á botninn hvolft er kannski mikilvægast að muna að leikdómur er aldrei, eða ætti alla vega ekki að vera, neinn lokadómur eða úrskurður um gæði sýn- ingar. Hann er aðeins skoðun einnar mann- eskju. Sjálfur segist Billington líta á gagnrýni sína einfaldlega sem innlegg í hinar enda- lausu umræður um eðli fyrirmyndarleikhúss- ins, þ.e. umræður um það hvers konar leik- hús við viljum sjá þróast í samfélaginu. Um leiklistargagnrýni AF LISTUM Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENSKUR steinn ættaður af Flúðum mun prýða minnisvarða um látin börn sem senn rís í Hollandi. 36 steinum frá jafnmörgum löndum verður safnað saman og þeir settir upp eftir fyrirmynd fornra lækninga- hringa kelta og fleiri þjóða. Mirjam de Waard kom hingað til lands í sumar að leita steins, og hugðist fyrst leita á Snæfellsnesi. „Steinarnir á Snæfellsnesi reynd- ust ekki heppilegir; þeir voru ekki nógu stórir, og við þurftum stein sem stæði örugglega að minnsta kosti í öld. Blágrýtið á Flúðum varð því fyrir valinu; – það var líka mjög fallegt og dæmigert fyrir Ísland.“ Það var Steinsmiðja S. Helgasonar í Kópavogi sem aðstoðaði Mirjam de Waard við valið á steininum, sem er um tveir metrar á hæð og þungur eftir því, eftir að jarðvísindadeild Háskóla Íslands hjálpaði henni að komast að því hvers konar grjót myndi henta best. Steinsmiðja S. Helgasonar ætlar svo að sjá um að til- reiða steininn og flytja hann. „Ætli hann verði ekki bara fluttur með skipi til Hollands, hann er svo stór. Hinir steinarnir eru á bilinu einn og hálfur til tveir metrar, þannig að íslenski steinninn er með þeim hærri. Hver steinn fær svo ákveðna merkingu, og ís- lenski steinninn verður tákn eldsins. Ísland er jú land eldsins.“ Enn sem komið hafa aðeins fimm steinar verið valdir, en áætlað er að það taki nokkur ár að ljúka verkinu. „Við erum komin með steina frá Svíþjóð, Pól- landi, Frakklandi, Aruba og Íslandi. Steinninn frá Aruba mun tákna jörðina, en ég veit ekki með hina. Í næsta mánuði förum við til Egyptalands að leita að grjóti. Við ætluðum að vera þar núna, en komumst að því að það er erfitt því nú stendur yfir föstumánuð- urinn ramadan, og opinberar stofnanir lítið opnar.“ Mirjam de Waard segir að hver sem taki eitthvað frá náttúrunni, verði að gefa henni eitthvað til baka, og þess vegna hafi hún skilið eftir vænan hárlokk af sjálfri sér þar sem steinninn var numinn burt af Flúðum. „Þetta er auðvitað bara táknrænt, en mér finnst það nauðsynlegt.“ Í miðju steinhringsins í Hollandi verður komið fyrir listaverki, skúlptúr úr steini og gleri sem myndar rós. Þar verður listi yfir nöfn þeirra þjóða sem gefa steina til verksins. Samskonar verk er gefið barnasamtökum í öllum þeim löndum sem gefa steina, og hér á landi voru það Barnaheill sem tóku við slíkri gjöf. „Ég reikna með að steini Barnaheilla verði komið fyrir nálægt Tjörn- inni í Reykjavík. Það er yndislega fallegur staður.“ Íslenskt blágrýti í alþjóðlegum minnisvarða Morgunblaðið/Ásdís Mirjam de Waard, Mirjam van Oort, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir frá menntamálaráðuneytinu, Kristín Jónasdóttir frá Barnaheillum og Sil van Oort.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.