Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 9. nóvember 1993: „Frá því núverandi ríkisstjórn hóf markvissa viðleitni til þess að draga úr ríkisútgjöldum hef- ur athyglin beinzt mjög að heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu eins og vonlegt er, þar sem stór hluti heildar- útgjalda ríkisins gengur til heilbrigðismála og trygg- ingamála. Nánast allar til- lögur, sem fram hafa komið um breytingar í heilbrigð- iskerfinu hafa valdið miklum deilum. Sighvatur Björg- vinsson, sem gegndi embætti heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra í rúm tvö ár, stóð í eldlínu stöðugra átaka þann tíma, sem hann hafði yf- irstjórn þessara mála með höndum. Guðmundur Árni stefánsson, sem tók við þessu ráðherraembætti fyrir nokkrum mánuðum, hefur nánast frá upphafi ráðherra- ferils síns staðið í ströngu af sömu ástæðum. Að sumu leyti má segja, að embætti heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra sé að verða eitt erfiðasta ráðherraembætti í ríkisstjórn Íslands.“ . . . . . . . . . . 10. nóvember 1983: „Skráðir atvinnuleysisdagar í október- mánuði sl. voru 14.600 tals- ins, sem svarar til þess að 676 manns eða 0,6% af Íslend- ingum á vinnualdri hafi verið atvinnulausir allan mán- uðinn. Tíu fyrirtæki í sjávar- útvegi, veiðum og vinnslu, sögðu upp um 200 starfs- mönnum í þessum mánuði. Vitað er að fjöldi fyrirtækja í þessari undirstöðugrein þjóð- arbúsins hangir á rekstr- arlegri horrim, bæði vegna aflasamdráttar og óhóflegs lánsfjárkostnaðar. Fyrir aðeins tveimur árum gaf þorskurinn, okkar helzti nytjafiskur, 470.000 tonn í þjóðarbúið. Fiskifræðingar leggja nú til að ekki verði gengið nær stofninum en með 200.000 tonna afla 1984, ef halda eigi í horfi, eða vinna nokkuð á, um stærð hrygn- ingarstofnsins. Þessi fiski- fræðilega staðreynd þrengir enn kjör og möguleika þjóð- arinnar verulega.“ . . . . . . . . . . 9. nóvember 1973: „Ráð- herrar Alþýðubandalagsins voru ljúfir eins og lömb á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun, er þeir sam- þykktu að kyngja fyrri full- yrðingum og standa að þeim samningum, sem gerðir hafa verið við Breta um lausn landhelgisdeilunnar. Í fyrra- kvöld hafði miðstjórn Al- þýðubandalagsins lagt bless- un sína yfir þessa afstöðu á þeirri forsendu, að „landhelg- ismálinu sjálfu og öðrum stórmálum, sem ríkisstjórnin vinnur að, er stefnt í bráða hættu, ef stjórnarsamvinnan klofnar“. Þessi niðurstaða Al- þýðubandalagsins er einhver mesta kollsteypa, sem um getur í íslenzkri stjórn- málasögu og sýnir, að komm- únistar eru reiðubúnir að verzla með svokallaða sann- færingu sína.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S amband Evrópu og Bandaríkj- anna hefur oft verið skrykkjótt og það hafa skipst á skin og skúrir á síðustu áratugum. Oft hafa komið upp alvarleg ágreiningsefni og deilurnar verið harðar. Súez-deilan olli kreppu á sínum tíma, Víetnam- stríðið var umdeilt og sömuleiðis sú ákvörðun að koma upp meðaldrægum eldflaugum í Evrópu á níunda áratugnum. Að lokum reyndist sam- bandið hins vegar ávallt nógu traust og sameig- inlegir hagsmunir það ríkir að ekkert haggaði grundvallarstoðum samstarfsins. Stafar ógn af Banda- ríkjunum? Þessa stundina má segja að sambandið sé að ganga í gegnum enn eitt erfiðleika- tímabil og efasemdir eru uppi jafnt í Evr- ópu sem Bandaríkjunum um ágæti þess að halda sambandinu áfram. Það var sláandi í nýlegri skoðanakönnun Eurobarometer, sem fram- kvæmd er á vegum framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, að rúmlega helmingur íbúa ESB taldi Bandaríkin vera einhverja mestu ógn við heimsfriðinn sem nú er að finna. Nefndu jafn- margir Bandaríkin sem Íran og Norður-Kóreu. Hvernig stendur á þessu? Hvernig getur það ver- ið að innan ESB sé þetta hátt hlutfall íbúanna þeirrar skoðunar að nánasti bandamaður Evr- ópu, ríki sem hefur tryggt öryggi Evrópu í meira en hálfa öld, sé einhver mesta ógnin við heims- friðinn? Skýringuna er líklega að finna í þeirri stefnubreytingu er orðið hefur í kjölfar ellefta september af hálfu Bandaríkjanna. Menn óttast þá hörku er Bandaríkin hafa sýnt í baráttunni gegn hryðjuverkum og uppi eru efasemdir um ágæti þess að Bandaríkin gegni áfram jafn afger- andi forystuhlutverki í heiminum og verið hefur. Andstæðir pólar Í Bandaríkjunum er þessu hins vegar öfugt farið. Þar telja margir að Evrópa treysti sér ekki til að bera ábyrgð á heimsmálum og hagi sér oft með óábyrgum hætti er beinlínis ógni hagsmunum Bandaríkjanna. Sú mikla reiði er blossaði upp í garð Frakklands vegna andstöðu franskra stjórnvalda við Íraks- stríðið er ágætt dæmi. Reiðina var ekki einungis að finna meðal bandarískra ráðamanna heldur ekki síður almennings. Fjölmargir byrjuðu að sniðganga franskar vörur og hætta við fyrirhug- að sumarfrí í Frakklandi. Það er ekki nema von að margir sérfræðingar og fræðimenn velti því fyrir sér þessa dagana hversu alvarleg kreppan í sambandinu sé og hvort því verði yfir höfuð bjargað úr þessu. Getur verið að sambandið sé raunverulega í hættu? Að ekki sé einungis um að ræða hefðbundnar erjur er ávallt koma upp í langvinnu sambandi heldur djúpstæðari vanda sem vart verður hægt að leysa? Það liggur að minnsta kosti ljóst fyrir að Evr- ópa og Bandaríkin virðast í auknum mæli líta á sig sem andstæða póla. Breska tímaritið The Economist fjallar um þessa þróun í nýjasta hefti sínu og spyr á forsíðu hvort Bandaríkin séu mesta ógnin eða bjartasta vonin. Blaðið segir í forystugrein að sú umræða sem nú eigi sér stað sé fyrst og fremst vegna Íraks. Hins vegar megi nefna ýmis önnur mál þar sem menn hafa verið á öndverðum meiði sitt hvorum megin Atlantshafsins s.s. Kyoto-samn- inginn um gróðurhúsaloftegundir, ABM-samn- inginn um bann við gagneldflaugakerfum, fanga- búðir Bandaríkjanna í Guantanamo-flóa á Kúbu og Alþjóðaglæpadómstólinn. Geta og getuleysi Economist segir að Írak setji þessa um- ræðu í nýtt ljós og menn verði að spyrja sig ákveðinna spurninga. Væri það heiminum í hag ef Bandaríkjunum mistækist ætlunarverk sitt í Írak? Er það geta eða getuleysi Bandaríkj- anna sem Evrópa óttast í raun? Minnir tímaritið á að Bandaríkin hafi á sínum tíma verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga sveitir sínar frá Sómalíu árið 1994, að grípa ekki strax inn í deiluna á Balk- anskaga, að koma ekki í veg fyrir að talibanar næðu völdum í Afganistan og fyrir að vilja ekki senda hersveitir til Líberíu. Hvers vegna eru menn jafn andsnúnir aðgerðunum í Írak og raun ber vitni ef málið er skoðað í þessu ljósi? Econ- omist segir að svarið við því sé að hluta að ósam- kvæmni sé munaður hinna getulausu. „Þeir sem geta ekki, eða vilja ekki, taka ábyrgð á sjálfum sér telja sig geta leyft sér að ráðast á þá sem gera það. Að auki eru það eðlileg viðbrögð að bera ugg í brjósti þegar gripið er til umfangsmikilla og af- gerandi aðgerða þar sem afleiðingar slíkra að- gerða geta jafnframt verið afgerandi.“ Ekki síður sé það hins vegar sérstaða Banda- ríkjanna á mörgum sviðum sem geri að verkum að íbúar annarra ríkja eigi erfitt með að átta sig á Bandaríkjunum og jafnvel óttast þau. Þessi sér- staða sé þó síður en svo ný af nálinni. Á hana hafi fyrst verið bent á fyrri hluta nítjándu aldar í riti Alexanders de Tocqueville um lýðræði í Banda- ríkjunum. Endalok Vesturlanda En það er ekki ein- ungis í Evrópu sem menn hafa áhyggjur af þróuninni. Thomas L. Friedman, einn áhrifamesti dálkahöfundur Bandaríkjanna, fjallaði á dögunum um þessi mál í dálki sínum í The New York Times og sagðist hafa vaxandi áhyggjur af afstöðu Evrópu. Evr- ópubúar héldu því fram að þeir hefðu sömu mark- mið og Bandaríkin í Írak en vildu hins vegar fara aðrar leiðir. Þegar betur væri að gáð kæmi hins vegar skýrar og skýrar í ljós að heimssýn Banda- ríkjanna og Evrópu væri í grundvallaratriðum ólík. Margir í Evrópu tryðu því í raun að Banda- ríkin væru ógn við stöðugleika í heiminum. Friedman sagðist velta því fyrir sér í auknum mæli hvort þær deilur sem nú væru uppi snerust um eitthvað annað og meira en Írak. Hvort að við værum að horfa upp á það sem kalla mætti „endalok Vesturlanda“ ef Vesturlönd eru skil- greind sem bandalag bandamanna undir forystu Bandaríkjanna sem telja sig deila sömu grund- vallarhugmyndum og standa frammi fyrir sömu ógnum. Friedman segist ekki vera sá eini er sjái hlut- ina með þessum hætti og vísar til samtals er hann átti við Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, á dögunum. Bildt hafi bent á að heil kynslóð Evrópubúa og Bandaríkjamanna hafi deilt sameiginlegri dagsetningu, árinu 1945 er heimsstyrjöldinni síðari lauk. Þau tímamót hafi mótað viðhorf kynslóða í Evrópu og Bandaríkj- unum um áratuga skeið. Bandaríkin hafi litið svo á að styrkur Evrópu styrkti þau sjálf og það sama hafi átt við varðandi viðhorf í Evrópu. Þetta leiddi til þess, sagði Bildt, að það var nauðsynlegt og jafnframt mögulegt að leysa öll önnur mál er komu upp. Nú eru það hins vegar aðrar dagsetningar í sögunni sem ráða hegðun ríkjanna. Evrópa stjórnast af árinu 1989 og Bandaríkin af árinu 2001, að mati Bildts. Hver einasti forsætisráð- herra Evrópu velti því fyrir sér er hann vaknar á morgnana hvernig Evrópa eigi að nýta sér hrun kommúnismans til að sameina Evrópu stjórn- málalega, hernaðarlega og efnahagslega í eina stóra fjölskyldu. Forseti Bandaríkjanna velti því hins vegar fyrir sér hvar næsta hryðjuverk muni eiga sér stað og hvernig Bandaríkin eigi að bregðast við, að öllum líkindum upp á eigin spýt- ur. „Á meðan við ræðum um frið ræða þeir um ör- yggi. Við tölum um að deila fullveldi, þeir tala um að beita valdi fullvalda ríkis. Á meðan við ræðum um ákveðið svæði ræða þeir um heiminn. Þar sem sameiginleg ógn sameinar okkur ekki lengur höfum við ekki heldur þróað sameiginlega sýn varðandi það hvernig bregðast eigi við þeim verk- efnum er blasa við á alþjóðavettvangi,“ hefur Friedman eftir Bildt. Samstarf í hættu „Endalok Atlants- hafssamstarfsins“ er einmitt yfirskrift rit- gerðar eftir Ivo H. Daalder, sem er sérfræðingur í alþjóðamálum við Brookings-stofnunina í Washington, er birtist í tímaritinu Survival fyrr á þessu ári. Þar rekur hann þróunina og þær blikur sem eru á lofti í samstarfi Bandaríkjanna og Evrópu. Daalder veltir upp þeirri spurningu hvort núverandi kreppa sé í eðli sínu frábrugðin fyrri erfiðleikum í sambandinu. Hann bendir á að sumir fræðimenn líti svo á að breytt valdahlutföll geri að verkum að eðli sambandsins sé að breytast. Bandaríkin séu fúsari til að beita valdi þar sem þau hafi afl til þess. Evrópa hafi hins vegar ekki möguleika á valdbeitingu og leggi því áherslu á aðrar leiðir. Slíkum sjónarmiðum hefur meðal annars verið haldið á lofti af Robert Kagan í bók er vakti mikla athygli á síðasta ári. Þeir sem horfa þannig á mál- in telja að núverandi ástand sé varanlegt. Banda- ríkin og Evrópa séu að fjarlægast hvort annað. Aðrir eru hins vegar bjartsýnni og telja að sam- eiginlegir hagsmunir Evrópu og Bandaríkjanna séu enn til staðar. Ástæður núverandi deilna megi rekja til stefnubreytingar af hálfu Banda- ríkjastjórnar undir forystu George W. Bush. „Þessar tvær kenningar eru ekki gagnstæðar heldur hitta þær báðar beint í mark. Það hefur átt sér stað eðlisbreyting á samskiptum Evrópu ÁRLEG LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Eins og fram kom í fréttum í vik-unni hefur ríkisstjórnin sam-þykkt að Listahátíð í Reykjavík verði árlegur viðburður og mun framlag ríkisins verða 30 milljónir á ári. Borg- arráð hefur jafnframt ákveðið að veita 30 milljóna króna framlag til hátíðar- innar 2005 og samþykkt að fela stjórn Listahátíðar að móta tillögur að fram- tíðarformi og skipulagi hátíðarinnar. Listahátíð í Reykjavík, sem á sér langa og farsæla sögu er rekja má allt aftur til ársins 1970, verður haldin með hefðbundnum hætti á næsta ári, en þær breytingar er árleg hátíð felur í sér taka gildi ári síðar, árið 2005. Eins og Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra sagði í Morgunblaðinu sl. mið- vikudag, er „margt sem bendir til þess að það sé góður jarðvegur fyrir árlega listahátíð. Með þessum breytingum verður hægt að skipuleggja hátíðina betur fram í tímann og eflaust hægt að nýta betur samstarf við erlendar listahátíðir“. Auk þess má gera ráð fyrir að það fé sem varið hefur verið til hátíðarinnar nýtist mun betur en áður, þar sem óhjá- kvæmilega hefur fylgt því kostnaður að reka skrifstofu og starfsemi þau ár sem hátíðin er ekki, þrátt fyrir að hún skili þá engu til baka. Ráðherra bendir enn- fremur á að mun auðveldara verður fyr- ir alla þá aðila er njóta góðs af starf- semi Listahátíðar í Reykjavík, svo sem ferðaþjónustuna, að kynna árlegan við- burð. „Það má einnig gera því skóna að árleg Listahátíð gæti styrkt menning- artengda ferðaþjónustu,“ segir hann, auk þess sem „gert [er] ráð fyrir að þessi breyting geti auðveldað samninga við styrktaraðila, svo sem í tengslum við samninga sem gerðir eru til nokk- urra ára“. Ákveðið hefur verið að á hátíðinni 2005 verði sérstök áhersla lögð á sam- tímamyndlist og má í raun segja að þar með bregðist stjórn Listahátíðar með afar jákvæðum hætti við þeirri umræðu sem verið hefur í íslensku samfélagi um einangrun og erfiðleika íslenskra myndlistarmanna. Innan Listahátíðar hefur skapast mjög mikilvæg þekking varðandi skipulag viðamikilla menning- arviðburða og mikilvægt er að hún sé nýtt við að ýta stórum myndlistarvið- burði úr vör. Íslenskir myndlistarmenn hafa þurft að sýna mikið langlundargeð yfir þeim málefnum sem lúta að tengslum þeirra við hinn alþjóðlega myndlistarheim, enda hefur t.d. ekki verið starfandi samtímalistastofnun hér á landi er sinnt gæti kynningu á ís- lenskri myndlist með sama hætti og gert er í nágrannalöndunum. Það er því mikilsvert framtak hjá Listahátíð í Reykjavík að leita leiða til að brúa það bil sem verið hefur á milli innlendrar myndlistar og erlendrar, og skapa vettvang fyrir skörun og orða- stað við umheiminn með veglegu alþjóð- legu sýningarverkefni. Í Lesbók Morgunblaðsins í gær var viðtal við Jessicu Morgan, sem sterk- lega hefur verið orðuð við starf sýning- arstjóra þessa verkefnis, og sagði hún þar m.a. að henni finnist „mjög mik- ilvægt að afneita ekki mikilvægi stað- setningar í listheiminum“, og er þá að vísa til sérstöðu Íslands. Hún tekur þó fram að þetta verkefni Listahátíðar eigi að „vera alþjóðlegur viðburður og þess vegna verður það einnig að höfða til umheimsins. Mín von er sú að slík sýn- ing geti einnig þjónað sem kynning á ís- lenskum myndlistarmönnum sem ekki hafa unnið í alþjóðlegu samhengi og þannig orðið lyftistöng fyrir myndlist- arlífið á Íslandi. Þetta verkefni er til- raun til að færa íslenskum myndlist- armönnum sams konar tækifæri og kollegar þeirra njóta erlendis, beina sams konar áhuga að framlagi þeirra með því að sýna verk þeirra í samhengi við það besta erlendis frá“. Það er því ljóst að árleg Listahátíð mun ekki einungis styrkja íslenskt menningarlíf sem heild, heldur getur sú sérstaka áhersla sem lögð verður á myndlistarþáttinn árið 2005 beinlínis orðið að þeim straumhvörfum er rjúfa einangrun íslenskra listamanna og vekja verðskuldaða athygli umheimsins á verkum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.