Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Miðleiti - Eldri borgarar Glæsileg 82 fm 2ja-3ja herb. íbúð á 6. hæð, efstu, í þessu eftirsótta og vandaða lyftuhúsi við Miðleiti. Sérstæði í bíla- geymslu fylgir. Einungis tvær íbúðir á þessari hæð. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu, þvottaherbergi, rúmgott flísalagt baðherbergi, hol, borðstofu, bjarta stofu með miklu útsýni til suðurs, vesturs og austurs og rúmgott svefnherbergi með góðu skápaplássi. Suðursvalir. Mikil sameign m.a. sameiginlegur matsalur. Húsvörður. Laus strax. Verð 18,9 millj. Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali Vantar þig atvinnuhúsnæði? Akralind..............120 fm .....nýtt iðnaðarhúsnæði Rangársel ..........144 fm .....verslunarhúsnæði Hrútsholt 2 ........Eyjahreppi - bújörð/húsnæði Mikil sala. Vantar atvinnuhúsnæði á skrá. Atvinnuhúsnæði Þorbjörn Pálsson, s. 520 9555, 898 1233, thorbjorn@remax.is Allar nánari upplýsingar veitir Þorbjörn sölufulltrúi RE/MAX Mjódd, símar 520 9555/898 1233. thorbjorn@remax.is Bjargarstígur 16 - OPIÐ HÚS 162 fm einbýlishús á þremur hæðum ásamt sérstæði á besta stað í Þing- holtunum. Parket og flísar á gólfum. 4 rúmgóð svefnherbergi. Vönduð hvít eldhúsinnrétting með góðum tækjum. Gestasnyrting á jarðhæð. Baðher- bergi með baðkari. Suðursvalir. Búið er að endurnýja raf- og vatnslagnir. Nýlegir Danfoss-ofnar. Sérbílastæði fylgir. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 og 17. VILHELMÍNA MUN TAKA VEL Á MÓTI YKKUR. Áhv. 10,2 m. VERÐ 18,9 m. (3774) WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu ca 250 fm á 2. hæð. Um er að ræða fullbúnar skrifstofur. Mjög góð staðsetning, næg bílastæði. Húsnæðið hentar undir alla al- menna skrifstofustarfsemi, svo sem lögmenn, endurskoðendur, lækna- stofur o.fl. Hagstæð leiga. Eignin er eigu Stoða sem er sérhæft fasteignafélag. Hátún 2B Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Höfum til sölu 16 herbergja glæsi- lega innréttað hótel. Herbergin eru öll 2ja til 3ja manna með sér- baði. Veitinga- og eldhúsaðstaða á jarðhæð, kjallari undir húsinu er nýttur sem þjónusturými og geymslur. Eignin er staðsett mið- svæðis í Reykjavík og selst með öllum búnaði. HÓTEL TIL SÖLU SKIPTU VIÐ FAGMENN – ÞAÐ BORGAR SIG JÓN STEINAR Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykja- vík, skrifaði grein á dögunum í til- efni af ritdómi mínum um bók hans „Um fordæmi og valdmörk dómstóla“ og vil ég þakka hon- um ómakið við að svara þeim spurn- ingum sem ég hafði borið upp við hann. Ég sé mig samt knúinn til að gera örfáar at- hugasemdir við svar Jóns Steinars, sem birtist 19. október síðastliðinn, því mér finnst hann ekki hafa að öllu leyti skilið það sem ég sagði. Fer ég reyndar að efast um að ég yrði lengi „lánsamur á skólabekk“ hjá Jóni Steinari, svo vitnað sé í tit- il greinar hans, því ég virðist ekki búa yfir þeim eiginleika að hugsa einungis um eitt í einu sem er þó að mati prófessorsins einkenni hins júridíska þankagangs. Grunar mig meira að segja að ég gæti verið í al- varlegri fallhættu! Jón Steinar segir að það hafi ver- ið skrýtið að lesa að ég telji hann hafna því að „meginreglur laga“ og „eðli máls“ teljist til réttarheim- ilda. Ég skil ekki alveg hvernig Jón Steinar gat lesið þetta út úr rit- dóminum. Auðvitað geri ég mér ljóst að höfundur viðurkennir þess- ar réttarheimildir. Ég held ég viti þó hvaða kafli það í grein minni er sem olli þessum misskilningi hjá Jóni Steinari og því best ég geri aðra tilraun til að útskýra það sem ég vildi sagt hafa. Í bók hans segir að forsenda lög- fræðinnar sé „að réttarheimild- irnar séu alltaf fyrir hendi, þannig að ávallt sé unnt að finna þá heim- ild sem við á“. Og síðar: „Ein heim- ild fyrir réttinum hlýtur ávallt að vera betri en önnur og þess vegna hljótum við að ganga út frá því að aðeins ein niðurstaða sé rétt.“ Mér finnst að þessar fullyrðingar Jóns Steinars þarfnist betri útlist- unar. Um sé að ræða forsendur sem höfundur gefi sér þótt ég telji að þær séu ekki sjálfgefnar. Ég get nefnt nokkur atriði sem þyrfti að taka á til að renna stoðum undir kenninguna. Samkvæmt íslenskri lögfræði eru til tvenns konar rétt- arheimildir, þ.e. skráðar í formi laga og dóma, og óskráðar. Til eru skráðar heimildir sem valda litlum sem engum vafa um túlkun. Það er þó mjög oft sem rétt túlkun blasir ekki við, til dæmis þegar stjórn- arskrárákvæði eiga í hlut. Að halda því samt fram að ein túlkun sé ávallt betri en önnur er alls ekki sjálfgefið og þarfnast rökstuðnings sem ekki er að finna í bók Jóns Steinars. Mál koma til kasta dómstóla sem skráðar réttarheimildir ná ekki yf- ir. Kemur þá til kasta óskráðra heimilda. Dómstólar reyna þá ann- aðhvort að lesa tilteknar meg- inreglur út úr settum lögum, sem hafa víðtækara gildi en þeir textar þar sem þær birtast, eða byggja niðurstöðu á því sem kallað er „eðli máls“. Síðari heimildin vísar til al- mennrar heilbrigðrar skynsemi eða grundvallarsiðferðisreglna í mann- legu samfélagi. Það er augljóslega ennþá meiri ástæða til að rökstyðja hvers vegna þessar heimildir ættu alltaf að stoppa í göt sem skráðar heimildir skilja eftir og það með slíkum hætti að einungis ein niðurstaða sé rétt. Að halda slíku fram jafngildir því í raun að segja að heilbrigð almenn skynsemi og grundvallarsiðferð- isreglur leiði alltaf til einnar réttr- ar niðurstöðu í þeim tilfellum sem til kasta þeirra kemur til að leysa úr lögfræðilegum ágreiningi. Það mætti meira að segja halda því fram án þess að lenda í nokk- urri mótsögn að réttarheimildirnar væru ekki fleiri en þrjár, þ.e. sett lög, fordæmi og venjur. Það sem ís- lenskir lögfræðingar kalla eðli máls og meginreglur laga séu ekki eig- inlegar réttarheimildir heldur nafngiftir á röksemdum sem dóm- stólar grípa til þegar annað þrýtur. Áður en dómur fellur séu þessar heimildir ekki til í neinum venju- legum skilningi. Eins og ég lagði áherslu á í rit- dóminum þá þýðir þessi óvissi grundvöllur lögfræðinnar ekki að við séum að játa okkur undir ægi- vald dómara til að setja lög án lýð- ræðislegs umboðs. Fjölmargir þættir koma í veg fyrir að dómarar fari að beita valdi sínu af geðþótta. Einn af þeim er sá að dómurum ber að rökstyðja niðurstöður sínar. Ég verð reyndar að segja að mér sýnist auðveldara að skrifa undir kenningu Jóns Steinars eins og hún birtist í svari hans þegar hann seg- ir: „Markmið hvers og eins lög- fræðings, sem fengið hefur verið valdið til að skera úr, er eitt og að- eins eitt; hann á að finna þá heimild sem hann telur helst eiga við.“ Hér er heldur ekki lengur verið að tala um að ein niðurstaða sé rétt. Réttlæti = geðþótti? Notkun mín á orðinu „réttlæti“ fellur ekki í kramið hjá Jóni Stein- ari. Hann tengir þetta hugtak við geðþóttaákvarðanir á meðan ég tel að það sé erfitt að leggja grundvöll að lögfræði án þess að nota hugtök eins og sanngirni og réttlæti. Fyrir það fyrsta endurspeglar rétt- arheimildin „eðli máls“, sem Jón Steinar viðurkennir þó, að miklu leyti það sem heitir á venjulegu máli sanngirni eða réttlæti. Í öðru lagi hygg ég að réttlætissjónarmið komi víðar við sögu í lögfræðinni og hafi og eigi að hafa að minnsta kosti einhver áhrif á skýringu settra laga og beitingu réttarheim- ilda. Þegar ég tala um réttlæti er ég alls ekki að tala um heimild til handa einstaklingi sem klæðist dómaraskikkju til að útdeila gæð- um að eigin geðþótta, skárra væri það nú. Réttlæti vísar samkvæmt minni hyggju til grundvall- arleikreglna í samfélagi manna sem eru alls ekki einstaklings- bundnar. Oft fer saman réttlát og lög- fræðilega „rétt“ niðurstaða – sem betur fer. Ég held að dæmið um ör- orkubætur handa stúlkum sem hafa enga tekjureynslu falli í þann flokk. Um ranglætið í því að stúlk- ur skyldu árum saman hafa fengið lægri örorkubætur en drengir þarf ekki að fara mörgum orðum. Það nægir að ímynda sér að maður sé foreldri tvíbura af sitt hvoru kyn- inu sem lenda í bílslysi. Dreng- urinn hefði fyrir dóm Hæstaréttar fengið mun hærri bætur en stúlk- an. Augljóslega mjög ranglátt og í raun yfirlýsing um að stúlkur séu ekki eins verðmætar og piltar, afla- hæfi þeirra sé minna. Þá er spurn- ingin hvort lögfræðin og hinn sanni júridíski þankagangur geri kröfu um aðra niðurstöðu. Þar er ég stór- lega efins. Málið horfir þannig við að jafn- ræðisregla stjórnarskrárinnar bindur alla handhafa ríkisvalds, þar með talið dómstóla. Samkvæmt henni er ekki leyfilegt að mismuna mönnum á grundvelli kynferðis nema fyrir því séu mjög ríkar ástæður. Er það nægilega rík ástæða til að greiða ungri stúlku sem ekki er búin að velja sér lífs- starf lægri bætur en pilti í sömu stöðu að meðaltekjur kvenna séu lægri en meðaltekjur karla? Hæsti- réttur taldi svo ekki vera í H 1997.683 og er ég sammála því. Þar er ekki um neina tilfinningasemi að ræða eða óskhyggju eins og Jón Steinar heldur fram. Hann segir að mál af þessu tagi snúist um sönnun þess hvert tjón stúlkunnar hafi ver- ið. Það er rétt svo langt sem það nær. Málið er auðvitað að það er ókleift að sanna hvað eigi eftir að gerast í framtíðinni. Það er því nærtækt að grípa til meðaltekna. En á meðan Jón Steinar, líkt og tíðkaðist hjá lögmönnum sem unnu að uppgjöri slysamála áður en dómurinn féll, vill nota sérstakt meðaltal fyrir konur þá segi ég, að réttara væri að nota sama meðaltal fyrir karla og konur. Ekki hafi ver- ið sýnt fram á að forspárgildi kyn- bundinna meðaltala sé nægilega öruggt þegar einstaklingur sem er óskrifað blað á í hlut til þess að réttlæta mismunun á grundvelli kynferðis. Það beri því að láta ein- staklinginn njóta vafans um það hvort hann eða hún hefði, ef tjónið hefði ekki komið til, getað náð með- altekjum. Hver maður hlýtur að sjá að það er ekkert náttúrulögmál að konur hafi lægri tekjur en karlar. Því talaði ég um rétt pilta og stúlkna til sömu tækifæra þegar ég skrifaði grein árið 1995 í Morg- unblaðið um þetta sama efni. Til þess að sýna þær villigötur sem hinn þröngi júrídíski þanka- gangur getur leitt menn í benti ég Í fallhættu Eftir Pál Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.