Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 33
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 33 kosti sama hlutfall og í Noregi enda segja eldismenn eldi á Ís- landi byggt upp að norskri fyr- irmynd. Staðhæfingar um minni eða jafnvel engar sleppingar eld- islaxa hér á landi eru óraunhæfar og óábyrgar. Fullyrða má því að minnst 60.000 eldisfiskar muni sleppa árlega hér við land sem er álíka og heildarstofnstærð villta íslenska laxastofnsins. Hugmyndir landbúnaðarráð- herra um flótta eldislaxanna í Neskaupstað til Færeyja af- hjúpar alvarlega vanþekkingu þar sem viðamikil og vel þekkt norsk rannsókn (Do salmon escaping from fish farms in Faroes, Irel- and and Scotland appear in Nor- wegian home water catches and spawning population?, Hansen, 2001) hefur sýnt að eldislax sem sleppur út í náttúruna berst með ríkjandi hafstraumum, hundruð kílómetra ef því er að skipta. Ríkjandi hafstraumur hér við land er hringstraumur réttsælis um landið þannig að eldislax úr eldi á Austfjörðum mun leita upp í ár á Austurlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og að lokum upp í ár á Norðurlandi. Í ljósi þeirra hafstrauma sem ríkjandi eru í Norður-Atlantshafi er Ísland því í einstakri aðstöðu til að vernda villta laxastofninn þrátt fyrir stórfellt eldi við Bret- landseyjar, Færeyjar og Noreg. Eldislax frá þessum svæðum berst frá eldiskvíum með ríkjandi hafstraumum norður með strönd- um Noregs og upp í Barentshaf. Á þessari leið sinni mun hann leita upp í nálægar ár en ekki berast til Íslands. Íslendingar einir geta því útrýmt íslenskum villtum laxi. Dómur komandi kynslóða Af framgreindum rannsóknum er ljóst að með núverandi eld- isáætlunum er verið að leggja drög að útrýmingu íslenska laxa- stofnsins og ber þar höfuðábyrgð landbúnaðarráðherrann Guðni Ágústsson. Stórkostlegt og óaft- urkræft umhverfisslys er í upp- siglingu og munu komandi kyn- slóðir kunna honum litlar þakkir. Lax, annar en eldislax sem slopp- ið hefur úr kvíum, mun svo gott sem hverfa úr íslenskum ám nema þingheimur og samráðherr- ar komi böndum á ráðherrann. Villta stofninum verður útrýmt ef fram fer sem horfir. Við höfum ekki leyfi til að fara þannig með íslenska náttúru. Þessi þróun sem leiðir til út- rýmingar villta laxastofnsins mun aðeins taka fáein ár. Hún er þeg- ar vel á veg komin í Noregi þar sem uppistaðan í veiði er eldislax. Þegar eldi leggst af eða slepp- ingar úr kvíum minnka mun lax- inn síðan endanlega hverfa úr án- um. Við höfum ekkert val. Banna verður innflutning á eldislaxi og hætta eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land. Aðeins þannig mun villti laxastofninn lifa, það sýna niðurstöður fyrirliggjandi rann- sókna. Höfundur er verkfræðingur. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomin sérl. skemmtileg og björt 114 fm efri sérhæð í góðu fjórbýli. Eignin skiptisti í m.a. rúmgóða stofu, stórt hol. Tvö stór herbergi. Stór borðstofa (getur verið herb.) Gott eldhús. Nýtt baðherb. o.fl. Suðursvalir. Parket. 50% eignarhluti í bílskúr fylgir. Mikið endurn. eign. Góð staðsetning. Verð 17,3 millj. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Drápuhlíð - Rvík - sérhæð Einstaklega vel staðsett atvinnuhúsnæði við vesturenda Síðumúla. Húseignin stendur á hornlóð með mjög góðri aðkomu. Húsið skiptist í kjallara, tvær aðalhæðir og síðan rishæð. Húsið sem var byggt 1983 er uþb. 1130 fm. Aðalhæðirnar eru 364 fm hvor, rishæðin 200 fm, og kjallarinn er uþb. 200 fm. Húsið er steinsteypt og klætt að utan með Steniklæðningu. Þessi klæðning ásamt því að húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið veldur því að viðhaldskostnaður er í lágmarki. Jarðhæðin og 2. hæðin eru með bæði stórum sölum og mjög rúmgóðum skrifstofuherbergjum, sem auðveldlega má skipta í minni einingar. Rishæðin er vel innréttuð í tveimur sölum með góðu eldhúsi. Nýtingarmöguleikar eru óþrjótandi og breytingar auðveldar í framkvæmd. Fullkomnar tölvulagnir. Húsið er laust nú þegar og getur nýst undir fjölmarga starfsemi, s.s. stór fyrirtæki og stofnanir. Aðilar sem ekki þurfa á svona stóru húsnæði strax, geta auðveldlega leigt frá sér hluta af húsinu án þess að gera þurfi nokkrar breytingar. Fyrirliggur leigjandi sem vill leigja eina hæð eða stærstan hluta einnrar hæðar. FRÁBÆR STAÐSETNING BJART OG RÚMGOTT GLUGGAR Á 4 HLIÐAR sími 530 1500 heimasíða www.husakaup.is Nánari upplýsingar gefur Brynjar Harðarson í síma 840 4040 HÚSAKAUP H ú s e i g n i n S t a ð s e t n i n g i n FYRIRTÆKI – STOFNANIR SKRIFSTOFUR OG SALIR F j ö l b r e y t t n ý t i n g ÞJÓNUSTA LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.