Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 38
✝ Ingibjörg AnnaHallgrímsdóttir fæddist í Búðardal í Dalasýslu 10. júlí 1946. Hún lést í Árós- um í Danmörku 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar Ingu voru Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum og Anna Ragnheiður Fritsdóttir Berndsen frá Skagaströnd. Systkini Ingu eru Regina Anna, f. 1.6. 1936, Anna Ragn- heiður, f. 3.3. 1938, Ingvi, f. 17.8. 1939, Gylfi, f. 29.1. 1941 og Hrafn- hildur Anna, f. 14.10. 1951. Fyrri maður Ingu var Dennis Leo Wood og eiga þau dóttur, Önnu Höllu Wood, f. í Bandaríkj- unum 6.10. 1968, þau skildu. Anna Halla býr í Danmörku með sambýlismanni sín- um, Peter Öster- gaard, og börnunum Chris, f. 8.7. 1997 og Juliönnu f. 24.7. 2000. Seinni maður Ingu var Hreinn Guðlaugsson og eiga þau soninn Hörð, f. í Árósum 14.2. 1980. Hreinn og Inga skildu. Inga bjó í Bandaríkjunum í nokkur ár, síðan nokkur ár í Reykjavík og í Árós- um frá 1978 til dánardags. Inga var jarðsungin frá Viby- kirkju 10. júlí. Inga systir mín féll frá langt fyrir aldur fram. Hún fór í nám í grafískri myndlist og fleiri myndlistargreinum í Árósum og svo seinna í leikmynda- gerð. Hún vann mikið seinni árin við áhugamannaleikhús í Staftrup í Ár- ósum við leikmyndagerð og allt mögulegt sem tengist leikhússtörf- um og brá líka fyrir sig leiklist í auka- hlutverkum ef því var að skipta. Þar átti hún marga mjög góða og trygga vini sem sýndu það vel í veikindum hennar og heiðruðu minningu hennar með því að hafa erfidrykkju hennar í leikhúsinu og sáu um það að öllu leyti. Hún stofnaði ásamt nokkrum góðum félögum og vinum félagsskap sem heitir Single Rock Café. Þar hittist einhleypt fólk og fær sér kaffi eða bjór og snúning og hefur það „huggulegt“ eins og Danir eru svo góðir við. Þetta félagsform hefur tek- ist svo vel að það eru komnir klúbbar með þessu heiti og sniði í marga aðra bæi í Danmörku, meira segja í Kaup- mannahöfn. Í þessu félagi var hún af- ar vinsæl líka og átti marga vini þar sem reyndust vel í hennar veikind- um. Hún vann talsvert við myndlistina og eru til margar myndir eftir hana, bæði grafík, olíumálverk og vatns- litamyndir. Hún hélt nokkrar sam- sýningar með vinkonum sínum í Dan- mörku. Hún hafði alla tíð mikið samband við fjölskylduna og vinina hér og mjög sterk tengsl við Ísland. Það kom meðal annars fram í mynd- um hennar þar sem lundinn var hennar uppáhald. Við Inga vorum alla tíð mjög nánar og skrifuðumst á alltaf þegar hún bjó erlendis, en seinni árin voru síminn og tölvan tekin við eftir að ódýrara varð að hringja. Það var ótrúlegur tími sem okkur var gefinn hennar síðustu sex vikur þegar ég var hjá henni. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá henni alla daga á sjúkrahús- inu og stundum á nóttunni líka.Við gátum talað endalaust og með ólík- indum hvað hún bar sinn sjúkdóm með mikilli reisn allan tímann. Ég þakka Guði fyrir að fá þennan tíma og ég veit að hún var þakklát mínum vinnuveitanda fyrir að gefa mér ótak- markaðan tíma frá vinnu til að vera hjá henni til enda. Ég get ekki hugsað mér betri syst- ur og vinkonu og mun alla tíð minn- ast hennar með ást og virðingu. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki hringt þegar mér liggur eitthvað á hjarta. Inga mín var svo sátt við lífið og dauðann að ég get ekki annað en dáðst að og vonast til að hafa lært af henni þá auðmýkt sem til þurfti. Það hefur dregist að skrifa þessar línur, en Inga bað fyrir kveðjur til Íslands og allra vinanna og ættingjanna. Hún er nú laus úr viðjum líkamans en verður alltaf í minningu okkar. Takk fyrir að hafa verið mín kæra systir. Hrafnhildur Anna Hallgrímsdóttir. Margt kemur upp í hugann þegar ég sest niður og skirfa minningarorð um mína gömlu vinkonu, Ingu á Póst- húsinu. Við kynntumst þegar skóla- ganga okkar hófst um 9 til 10 ára ald- ur, eins og þá var títt með sveitabörn. Krökkunum úr hreppnum var komið fyrir eins og sagt var, hjá fjölskyld- um í Búðardal, en skólagangan var nú stundum aðeins nokkrar vikur á vetri. Á Pósthúsinu var margmennt, systkinin mörg og þar var gott að koma við. Stelpnahópurinn brallaði margt og sterk vináttubönd tengd- ust. Oft var Inga heima hjá okkur á Lambastöðum og þá voru nú gerðar leikfimisæfingar og farið á hestbak. Við fermdust vorið 1960, eftir það fór Inga í Reykjaskóla og ég í Reykholt, mörg góð bréf fóru þá á milli. Tíminn leið og Inga bjó um tíma í Bandaríkj- unum. Þegar hún kom til baka vorum við nágrannar og samgangur tíður. Góðar stundir áttum við á gömlu dönsunum í Templarahöllinni og var það oft rifjað upp. Sumarið 1978 flutti Inga til Danmerkur og bjó þar í 25 ár. Alltaf höfðum við þó samband. Fast- ur liður í jólaundirbúningnum var að skrifa henni langt og gott bréf við kertaljós. Síðastliðið haust greindist hún með krabbamein. Í fyrstu voru vonir bundnar við meðferðina, en þær urðu að engu. Við töluðum af og til saman í síma og undir lokin var vinkona mín ferðbúin og sagði að sig hlakkaði til ferðarinnar. Ég votta börnum hennar, Önnu Höllu og Herði, innilega samúð, svo og systk- inum og frændliði. Minningin um Ingu mun lifa í hjörtum okkar. Hlíf Kristjánsdóttir. Strjál eru laufin í loftsölum trjánna, blika, hrapa í haustkaldri ró. Virðist þó skammt síðan við mér skein græn angan á opnu brumi. (Snorri Hjartarson.) Við sem útskrifuðumst frá Reykja- skóla í Hrútafirði vorið 1963 höfum nú þurft að sjá á bak þremur bekkj- arfélögum sem allir settu svip sinn á hið nána samfélag sem við bjuggum við á þeim tíma. Nemendur voru víða að af landinu og á þeim tíma tíðkaðist ekki að þeir sem næst byggju færu heim oftar en aðrir með þeirri und- antekningu þó að ein fríhelgi var fyr- ir jól og ein eftir jól. Þetta varð til þess að nemendur kynntust vel inn- byrðis, ekki síst þeir sem voru saman í bekk í allt að þrjá vetur. Stundum er sagt að maður eignist vini fyrir tví- tugt en eftir það kunningja. Þótt það sé umdeilanlegt er það nú einhvern veginn svo að vinátta sem skapast á æskuárunum er býsna sterk. Þegar skörð myndast í hópinn verður þetta umhugsunarefni og hugurinn reikar til baka. Ingibjörg Anna Hallgrímsdóttir, sem lést í júlí sl., setti sterkan svip á skólalífið og erum við öll fátækari að henni genginni. Hún var kát og skemmtileg og fundvís á spaugilegar hliðar mannlífsins. Hún var músík- ölsk og söng vel, grallari hinn mesti og uppátækjasöm. Þó að hún legði sig ekki sérstaklega fram við námið tók hún alltaf góð próf og naut þess hversu skarpgáfuð hún var. Inga hætti námi í bili eftir að verunni á Reykjaskóla lauk líkt og mörg okkar, en lærði seinna myndlist og leik- myndagerð og stundaði hvort tveggja. Inga tók ekki þátt í lífsgæða- kapphlaupinu á sama hátt og aðrir, hún var einhvern veginn yfir það haf- in. Hún bar enga sérstaka virðingu fyrir veraldlegu ríkidæmi og lét pen- ingaleysi ekki smækka sig. Hún bjó í Árósum í Danmörku í tuttugu og fimm ár og festi þar rætur. Síðast þegar hún kom til Íslands, áttum við nokkrar skólasystur og Hlíf vinkona Ingu góða og dýrmæta stund á heim- ili Steinunnar Sig. Sjúkdómsstríð Ingu tók innan við ár og var hart bar- ist en við ofurefli að etja. Hún vissi að hverju dró og tók örlögum sínum af einstöku æðruleysi. Áformin um að koma til Íslands á ættarmót með fjöl- skyldunni og til endurfunda við skólasystkinin frá Reykjaskóla urðu að víkja fyrir veikindunum en hún var með okkur í anda og sendi kveðju sína. Minningin um Ingu Hallgríms lifir í hugum okkar og við vottum fjöl- skyldu hennar dýpstu samúð. Bekkjarfélagar frá Reykjaskóla 1963. INGIBJÖRG ANNA HALLGRÍMSDÓTTIR MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Innilegar þakkir til allra þeirra sem vottuðu okkur samúð og sýndu hlýhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, HELGU BALDVINSDÓTTUR, Hægindi, Reykholtsdal. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir umönnun. Auður Pétursdóttir, Vigfús Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, GUDMUNDS KNUTSEN dýralæknis, Fjólugötu 3, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga- deildar FSA fyrir góða og hlýja umönnun. Jón Gudmund Knutsen, Jóna Birna Óskarsdóttir, Gunnar Sverre Knutsen, Brynja Þóranna Viðarsdóttir og afabörn. Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS AUÐUNSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík, áður Víðimel 44. Sérstakar þakkir til starfsfólks deilda 3G og 2F á Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Guðrún S. Pétursdóttir, Auðunn Ágústsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem umvöfðu okkur hlýju og sýndu okkur umhyggju við andlát og útför elsku drengsins míns, bróður okkar, mágs og frænda, ÓLAFS PÁLS ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka um- önnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Erla Sch. Thorsteinsson, Magnús Ólafsson, Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Leifur Rögnvaldsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Pálmi Guðmundsson, Erla Hlín, Tinna, Sigurbergur, Ólöf Sunna og Kristófer Máni. Höfum opnað að nýju eftir breytingar Einstakir legsteinar Sérhannaðar englastyttur úti og inni Verið velkomin Legsteinar og englastyttur Helluhrauni 10 220 Hfj. Sími : 565-2566 Hjartans þakkir til allra sem sýndu samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS VILMUNDAR ÓSKARSSONAR vélstjóra, Beykilundi 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 14G, gjörgæslu Landspítala Hringbraut og lyflæknisdeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar. Ólöf Sveinsdóttir, Helga Guðný Jónsdóttir, Óskar Karl Guðmundsson, Óskar Sveinn Jónsson, Dóra Gísladóttir, Sveinbjörn Jónsson, barnabörn og langafabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.