Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 39 ÁBERNSKUÁRUMkirkjunnar má segjaað hafi verið um þrjármeginfylkingar aðræða innan vébanda hennar: a) gyðing-kristna menn, b) heiðin-kristna menn, og c) þá sem aðhylltust gnóstíkastefnu, en þar var blandað saman kristinni trú og ýmiss konar hellenskri og aust- rænni dulhyggju. Gyðing-kristni armurinn dó út og hvarf er tímar liðu, og gnóstíkastefnan var á 3. öld lýst villutrú af kirkjulegum yf- irvöldum. Eftir stóðu því heiðin- kristnir menn og upp úr þeim jarð- vegi óx síðan að mestu heims- kirkjan. En sú hefur einnig farið grýttan veg eftir það, og liggja ýmsar ástæður þar á bak við, sem of langt mál yrði hér upp að telja. En árið 325 sögðu aríanskar kirkjur t.a.m. skilið við meginstofninn, og árið 431 hélt nestoríanska kirkjan á braut. Hið sama gerðist árið 451, en þá rufu kirkjurnar í Armeníu, Egyptalandi, Eþíópíu og Persíu tengslin við móðurkirkjuna. Og ár- ið 1054 skáru vesturkirkjan (hin latneska, rómverska eða kaþólska) og austurkirkjan (orþódoxa- eða rétttrúnaðarkirkjan) á öll tengsl sín í millum. Á 16. öld gerist það svo, að vest- urkirkjan klofnar í mótmælendur og rómversk-kaþólska; ástæða þess var deilur um forræði eða vald páfans í Róm. Mótmælendur báru hins vegar ekki gæfu til þess að fara eina leið eftir þetta, heldur leystist fylking þeirra brátt upp í nokkrar kirkjudeildir. Ein þeirra er lútherska kirkjan, sem í upphafi átti sér aðallega fylgjendur á Norðurlöndum og í Þýskalandi, en er nú komin víðar. Og önnur er t.d. sú kalvínska eða öðru nafni re- formerta (endurbætta). Einnig klauf enska biskupakirkjan (angl- íkanar) sig frá þeirri latnesku á 16. öld. Næstu 500 árin hélt þetta áfram í ýmsum myndum, gamlir söfnuðir lognuðust út af og aðrir risu upp. Að því er lesa má í ritverkinu „World Christian Encyclopedia“ eru kristin, sjálfstæð trúfélög í heiminum nú alls um 34.000. Mannkynið allt er um sex millj- arðar einstaklinga. Af þeim eru kristnir menn u.þ.b. þriðjungur. Langtum stærsta kirkjudeildin er sú rómversk-kaþólska; fylgjendur hennar eru taldir vera um einn milljarður. Æðsti yfirmaður þar (og hvergi annars staðar, vel að merkja) er páfinn í Róm. Næstar koma mótmælendakirkjurnar, undir einum hatti, en áhangendur eru sagðir vera um 346 milljónir; þar fer viðkomandi biskup með stjórn eða þá öldungaráð (sbr. re- formertu kirkjuna), en ekki er um nein allsherjaryfirráð eins aðila að ræða. Og þó svo að játninga- fjölskyldur á borð við lútherskar kirkjur vinni saman á heimsvísu, t.d. í formi Lútherska heims- sambandsins, hefur það engan íhlutunarrétt í málefni einstakra kirkna. Ekki heldur Alkirkjuráðið. Þriðja stærsta kirkjudeildin er rétttrúnaðarkirkjan, með rúmlega 216 milljónir játendur; sú hefur tryggast vígi í Austur-Evrópu. Yf- irmaður hennar nefnist patríarki og er hvert land fyrir sig með einn slíkan. Er patríarkinn í Istanbul (Konstantinopel) gjarnan talinn fremstur meðal jafningja. Fjórða stærsta kirkjudeildin er svo enska biskupakirkjan, með ríflega 80 milljónir í sínum röðum. Fram- antaldar upplýsingar eru teknar úr „Encyclopædia Britannica Alma- nac 2003“. Kristin trúfélög á Ís- landi eru um 20 talsins, þjóð- kirkjan (evangelísk-lúthersk) stærst. Á 20. öld hófust fyrir alvöru til- raunir við að sætta andstæður milli kirkjudeilda heimsins og vinna að einingu meðal kristinna manna. Fram eftir öldinni voru það aðeins evangelískar kirkjur sem ræddu þannig mál sín, en fljótlega bætt- ust rétttrúnaðarkirkjur Austur- Evrópu og Austurlanda nær inn í viðræðurnar. Upp úr 1965 fór svo rómversk-kaþólska kirkjan að líta til hinna og gefa færi á sér. Þetta mikla verk er enn í gangi. Á sama tíma er unnið að boðun fagnaðarerindisins víða um jörð. Árið 1900 eru kristniboðar sagðir hafa verið um 62.000, en nú á tím- um um 400.000. Mest er fjölgun nýkristinna í Austur-Asíu, Suður- Ameríku og Afríku. En þetta er ekki hættulaust, því ofsóknir á hendur kristnum eru við lýði í mörgum löndum, t.d. Alsír, Egyptalandi, Íran, Jemen, Kína, Laos, Líbýu, Marokkó, Norður- Kóreu, Sádi-Arabíu, Sómalíu, Súd- an og Víetnam. Þetta er samt ekk- ert nýtt, því 70 milljónir kristinna hafa dáið fyrir trú sína þær 20 ald- ir, sem liðnar eru frá krossfestingu meistarans á Golgata. Af þeim er talið að um 160.000 einstaklingar hafi liðið píslarvættisdauða árið 2000. Það ár heyrðu um 120 millj- ónir Jesú frá Nasaret getið í fyrsta skipti á ævinni. Í viku hverri eru 3.500 ný guðs- hús opnuð og daglega bætast 174 þúsund sálir í kirkju heimsins. Allt þetta og margt fleira er hægt að skoða betur á http://www.houston- perspectives.org/missionstrivia.- html. Mér fannst við hæfi að rifja þetta upp, á sjálfum kristniboðs- deginum. Á vettvangi framandi þjóða er ekki um neinn leik að ræða hjá þeim sem taka orð Krists á uppstigningardag bókstaflega. Nei, þar snúast hlutirnir um að koma ljósi til þeirra sem í myrkri búa. Heimskirkjan Á um 2.000 ára ferli sínum hefur kirkjan, sem átti upptök sín í Palestínu og þar um kring, skipst í margar deildir og enn fleiri trúfélög. Sigurður Ægisson lítur hér yfir þá sögu, í tilefni kristniboðsdagsins, sem er einmitt í dag. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA ✝ Sif Sighvatsdótt-ir fæddist í Reykjavík 17. janúar 1988. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. október síðastliðinn. For- eldrar Sifjar eru Sighvatur Svein- björnsson, f. á Lyng- ási 21. desember 1953 og Bára Guðna- dóttir, f. á Hellu 18. feb. 1951. Systkini Sifjar eru: Kristinn Jón Arnarson, sam- mæðra, f. 15. nóv. 1973, kvæntur Sif Sumarliða- dóttur, f. 24. feb. 1975, Þórunn Sig- hvatsdóttir, f. 13. mars 1979, Guðni Sighvatsson, f. 2. maí 1980 og Hörður Sighvatsson, f. 21. apríl 1981. Sif átti annað heimili á Sambýlinu Álftarima 2 á Sel- fossi og bjó þar til dánardægurs. Útför Sifjar fór fram frá Árbæjar- kirkju í Holta- og Landsveit laugar- daginn 1. nóvember. Elsku hjartans Sif, við munum ávallt sakna þín og minnast þín í hjarta okkar nú þegar þú hefur yf- irgefið okkur og brotist úr þeim fjötrum sem líkami þinn var. Við munum aldrei gleyma því þegar fyrir 15 árum að mamma og pabbi komu með þig heim til spenntra systkina þinna. Okkur fannst þú vera falleg- asta veran á jarðríki, svo lítil og nett með þessi fallegu augu. Ekki grunaði okkur þá að þessi nýfundna ham- ingja með þér yrði svo skammvin sem raun bar vitni. Aðeins 3 mán- uðum síðar skall ógæfan á og þú læstist inni í líkama þínum. Við höf- um fengið að fylgjast með þér berj- ast síðan og þú hefur verið algjör hetja. Þitt sterka hjarta bar þig langa leið og meira að segja lengra en þér var spáð. Þú hefur gefið okk- ur og kennt okkur svo margt þó þú hafir ekki getað tjáð þig við okkur, fyrir það verðum við þér ævinlega þakklát. Elsku systir, við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna og að við munum hittast síðar. Þangað til kveðjum við þig. Þórunn, Guðni og Hörður (Tóta, Guðni og Höddi). Þar fékk Sif litla systir hvíldina sem líkaminn hennar litli og sálin hafa sennilega þráð lengi. Í rúm fimmtán ár stóð hún í stöðugri bar- áttu við veikindi sín og kom það okk- ur í fjölskyldunni alltaf jafn mikið á óvart hversu ótrúlega sterk Sif var, sama hversu vonlaus baráttan virtist oft á tíðum. Söknuðurinn sem ég og sjálfsagt flestir ættingjar og vinir finna til þessa dagana er ljúfsár enda fannst okkur mörgum að nóg væri komið af þjáningum Sifjar litlu. Það var kald- hæðni örlaganna að veikindi hennar hófust á sumardaginn fyrsta fyrir fimmtán árum – degi gleði og eft- irvæntingar. Hún hætti að anda það lengi að öll von um eðlilegt líf þriggja mánaða barns var numin brott í einu vetfangi. Söknuðurinn og sorgin það sumarið voru svo miklu dýpri en við finnum til nú, þegar Sif hefur loks fundið betri stað til að búa á, laus við sársaukann, krampana og kvalirnar. Erfiðast finnst mér núna að vera fastur í útlöndum og geta ekki verið hjá fjölskyldunni minni á Lyngási, sem hefur staðið bjargföst við hlið Sifjar síðustu vikurnar. Þeim öllum og öðrum ættingjum ásamt starfs- mönnum að sambýlinu við Álftarima á Selfossi, sem gerðu Sif litlu lífið eins auðvelt og hægt var í öll þessi ár sendi ég hugheilar kveðjur á þessum erfiðu tímum. Kristinn Jón Arnarson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Með þessum orðum viljum við kveðja okkar kæru Sif. Þó hennar sé sárt saknað er huggun okkar sú að hún er laus frá erfiðleikum lífsins. Guð blessi þig elsku Sif. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Álftarima 2, Selfossi. Hver setur það í sögur, þótt sofni lítið blóm. En elskan ung og fögur þar á sinn helgidóm, um daggrök lyngdrög leiðir hún leggur ein og hljóð, er sumarblærinn breiðir á brá þess næturljóð. Sof, sof þú blómsál blíða, þér blundur svalar vær í ilmblæ Edenshlíða þú endurvakin grær. Í björtu geislagliti hjá guði sæl þú skín, þótt brygði ljósum liti hér ljúfa myndin þín. Að barmi sumarblóma þú brostir okkur við. Í hæðum himinljóma þú hefir sól og frið. Nú huggar guð þig góði hann geymir börnin smá, í bæn og ljúflingsljóði þú lifir okkur hjá. (Guðmundur Guðmundsson.) Með innilegri þökk og virðingu kveðjum við Sif Sighvatsdóttur og vottum foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum dýpstu samúð. Starfsfólk og nemendur Sérdeildar Vallaskóla. SIF SIGHVATSDÓTTIR Elsku Steini. Það er orðið fast í huga okkar að tala um Eiríku og Steina. Það er og verður skrítið að koma í heimsókn í Víði- lundinn til Eiríku og Steina þegar enginn Steini tekur á móti manni og enginn Steini að „vesenast“ í eldhús- inu eða inni í bílskúr. Við vorum nánast fastagestir um helgar á tíma- bili hjá ykkur Eiríku og alltaf var tekið jafnvel á móti okkur. Okkur finnst við vera eitt af börnunum ykkar. Halli er nú reyndar einn af ykkur þar sem hann var mikið hjá ykkur þegar hann var yngri. Stund- um kíktum við til ykkar á sunnudög- um á leið heim úr bústaðnum og þá var nær undantekningarlaust búið STEINÞÓR EYÞÓRSSON ✝ Steinþór Eyþórs-son fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1948. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 27. októ- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Vídalínskirkju 6. nóvember. að leggja á borð fyrir okkur þó að ekki hafi verið búist við okkur í mat, en það var alltaf pláss fyrir fleiri. Það var alltaf svo afslappað andrúmsloftið og gott að vera hjá ykkur að við áttum oft erfitt með að koma okkur af stað heim. Við höfum senni- lega aldrei heimsótt ykkur jafnsjaldan og nú í sumar en við hitt- umst þó af og til. Minn- isstæðust er veiðiferð fjölskyldna okkar í Gljúfurá. Það var mikið fjör og mik- ið gaman enda alltaf glatt á hjalla þegar allir komu saman, þó að ekki hafi bitið branda á önglana hjá nein- um í þetta skiptið. Þú fórst alveg á kostum fyrsta kvöldið, en flestir voru farnir að sofa nema þú, Bryn- dís, Sólveig og við. Þú svoleiðis reyttir af þér brandarana og það var svo gaman hjá okkur. Við erum þakklát fyrir að hafa verið með þér þá. Þú og Eiríka eignuðust þrjú ynd- isleg og myndarleg börn og öll eru þau svo vel innrætt og fallegar per- sónur að við erum stolt af því að þekkja þau og vera svo náin þeim. Ykkur hefur svo sannarlega tekist vel upp í uppeldinu. Tengdabörn ykkar eru ekki síður myndarlegar og ljúfar manneskjur og við vitum að þið eruð stolt af þeim. Þú varst mikill barnakarl, Steini, og það sást best á því hversu góðu sambandi þú náðir við augastein þinn og nafna, hann Steinþór Örn. Það er óhætt að segja að hann hafi misst mikið. Þeg- ar Helena Sif fæddist óraði engan fyrir því hversu mikill gleðigjafi hún ætti eftir að verða fyrir fjölskyld- una. Guð hefur ætlað henni það mikla hlutverk að lýsa upp tilveruna ásamt Steinþóri Erni á þessum sorgartímum. Gunnhildur okkar skilur ekki alveg af hverju þú sért farinn og hafir ekki tekið fötin þín og skóna með þér, en hún veit að þú ert núna uppí himninum hjá Guði, englunum og Gunnhildi frænku. Okkur langar að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð geymi þig, elsku Steini. Elsku Eiríka, Tóti, Rut, Eiríkur, Fjóla, Magga, Moggi, Steinþór Örn, Helena Sif og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við missi ykkar og sorg. Guð geymi ykkur og varðveiti. Ykkar Haraldur, Þóra, Gunnhildur Stella og Arnbjörn Óskar. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.