Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 41 Kynning á húsum á Spáni Þitt annað heimili í sólinni 9.nóv verð haldin kynning á 101 HÓTEL Reykjavík. Sýningin stendur frá kl. 13:00 -17.00 Upplýsingar veitir Jónas í s: 862 4502 LÁTTU SJÁ fiIG Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Lítil verslun með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja sem vill fara í eigin rekstur. Mikil jólavertið framundan.  Rótgróið byggingafyrirtæki á Austurlandi í góðum rekstri. Mikil verkefni. Skipti á fasteignum koma til greina  Þekkt heildverslun með 70 m. kr. ársveltu. Mikil sérstaða.  Veitingahús í miðbænum. 120 sæti. Fullkomið eldhús og góðar innrétt- ingar.  Þekkt smurbrauðsstofa með góðum búnaði. Auðveld kaup.  Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Þekkt barnafataverslun í Kringlunni. Mjög góður rekstur.  Veitinga- og skemmtistaður í miðbænum til sölu eða leigu. Gæti verið hentugt fyrir veisluþjónustur.  Lítið rótgróið iðnfyrirtæki sem framleiðir plastglugga, hurðir og sólstofur. Góð verkefnastaða. Gæti hentað til flutnings út á land.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Tveir tælenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vaxandi.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með myndbönd, grill og ís. Stöðug velta og góð afkoma.  Raftækjaverslunin Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Tveir pizza „take-out“-staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  L.A. Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4—5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Glæsileg tískuvöruverslun í stórri verslunarmiðstöð. Góð viðskiptasam- bönd.  Kaffi Espresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Miklir möguleikar. Auðveld kaup.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Hafið samband - Nánari Upplýsingar veita: Halldóra Magnúsdóttir, 822 8240, doramagg@hotmail.com Magnús D. Ingólfsson, 822 8244, magnusdi@isl.is Sjálfsstæðir dreifingaraðilar Forever Living Products á Íslandi. Heimsins stærsti framleiðandi af Aloe Vera Aloe Vera Gel - heilsunnar vegna Meltingarvandamál • Húðvandamál • Ónæmiskerfið Erum með úrval af gæðavörun unnum úr Aloe Vera 60 daga skilyrðislaus skilafrestur Aloe Vera frá Á HAUSTDÖGUM komu hópar inn- lendra sem erlendra skólakrakka ásamt kennurum í þjóðgarðinn í Skaftafelli til að fræðast um náttúru þjóðgarðs og sér í lagi um hvernig jöklar hafa mótað landið og fólkið hér um slóðir. Þjóðgarðsvörður, Ragnar F. Kristjánsson, og sérfræðingur þjóðgarðs, Kjartan Bollason, tóku á móti hópunum og höfðu umsjón með þeim. Farið var í gönguferð að Skaftafellsjökli og einnig var tekið á móti þeim í gestastofu þjóðgarðs, þar sem bæði var boðið upp á fræðslu- myndband um Skeiðarárhlaup 1996 og almenna fræðslu um þjóðgarðinn sem finna má á sýningu um náttúru og mannlíf í þjóðgarðinum í gesta- stofunni. Í lok september komu hópar frá Menntaskólanum á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólanum á Höfn, einnig komu hingað danskir skólakrakkar ásamt félögum sínum frá Kirkjubæj- arklaustri og svo kom hópur alla leið frá Englandi, sem eins og hinir hóp- arnir dvaldi lunga úr degi í þjóðgarð- inum. Alls komu í lok september 93 skólakrakkar og kennarar. Nú í lok október fjölgaði svo skóla- hópum heldur betur og komu fimm enskir skólahópar, alls 162 nemend- ur. Voru þetta nemendur á síðasta ári í menntaskóla og flestir á námsbraut um jarðfræði eða landfræði. Það er því greinilegt að kennurum finnst kjörið að koma hingað til Íslands þar sem auðvelt er að sjá hvernig jöklar og eldgos hafa mótað landið. Einnig vakti myndbandið um Skeiðarár- hlaup mikla lukku skólahópanna, enda ákaflega fróðlegt og lifandi kennsluefni. Fóru allir hóparnir nema einn í gönguferð með ofan- greindum starfsmönnum þjóðgarðs að Skaftafellsjökli þar sem auðvelt er að sjá hvað gerist þegar jöklar hopa og fyrir margan nemandann og kenn- ara var þetta í fyrsta skipti sem geng- ið var á jökli. Einnig komu íslenskir skólahópar, úr Heppuskóla á Höfn komu 40 8. bekkingar í heimsókn og 25 nemend- ur af ferðamálabraut í Háskóla Ís- lands. Alls komu því 227 nemendur í októbermánuði. Það er því greinilegt að uppbyggingarstarf síðustu ára við móttöku skólahópa í þjóðgarðinum er að sýna árangur. Virðist vera að aukning sé í skólahópum frá Eng- landi og sagði einn íslenski leiðsögu- maðurinn að hans ferðaskrifstofa færi með 3.000 nemendur frá Eng- landi um landið nú á haustmánuðum. Það er ljóst að koma slíkra hópa lengir ferðatímabilið hér í Skaftafells- sýslum og býður einnig upp á mikla möguleika á að koma þjóðgarðinum og Vatnajökli öllum á framfæri við unga kynslóð vísindamanna, sem ef til vill kemur svo aftur til rannsókna eða ferðalaga. Þessir hópar gistu yf- irleitt í annarri hvorri Skaftafellssýsl- unni og greinilegt að þjóðgarðurinn í Skaftafelli og Jökulsárlón drógu hóp- ana hingað austur. Koma slíkra hópa er mikilvægt tækifæri fyrir þjóðgarð- inn að sinna fræðsluhlutverki sínu við innlenda sem erlenda skóla og verður stefnt að því að efla það hlutverk enn betur í náinni framtíð. Einnig er greinilegur ávinningur af komu slíkra hópa fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og því ljóst að starfsemi þjóðgarðs eflir samfélagið í nærsveitum hans. Það er einnig ljóst að gestastofa þjóðgarðs er sannanlega vel nýtt og um leið má segja að það borgi sig að koma upp gestastofum víðar á land- inu. Henni var formlega lokað yfir veturinn 1. okt., en í sept. var gesta- fjöldi með ágætum, allt frá um 150 manns daglega fyrstu tíu dagana nið- ur í nokkra tugi síðustu viku septem- bers. Á þessum tíma árs er gestastof- an nánast það eina sem er opið hér um slóðir og greinilegt að ferðamenn vantar afþreyingu á þessum tíma. Koma hópa í október sýnir ennfrem- ur að fjölgun fastra starfsmanna þjóðgarðsins í tvo var bráðnauðsyn- leg. En í byrjun þessa árs tók Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra þá ákvörðun að fjölga fastráðnum starfs- mönnum í þjóðgörðum landsins. Það hefði verið erfitt að sinna öllum þess- um hópum ásamt daglegum störfum ef þjóðgarðsvörður einn hefði átt að sinna þeim. Þjóðgarðurinn tekur áfram á móti hópum í vetur, sem boða komu sína með góðum fyrirvara. En starfsmenn þjóðgarðs hafa mörgum skylduverk- um að sinna yfir veturinn og má segja að í vetur beri það hæst að hafin er vinna við deiliskipulag og verndar- áætlun þjóðgarðsins. Mun verndar- áætlun verða vel kynnt heimamönn- um, hagsmunaaðilum og hinum almenna borgara í vetur. Það er von okkar að áætlunin verði til þess að efla enn starfsemi þjóðgarðs og tryggja að vel sé staðið að höfuðtil- gangi þjóðgarðs, sem er að vernda náttúruna og taka á móti ferðamönn- um sem vilja njóta þeirrar náttúru. RAGNAR F. KRISTJÁNSSON þjóðgarðsvörður og KJARTAN BOLLASON sérfræðingur í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Mikið um heimsóknir skólahópa í Skaftafell á haustmánuðum Frá Ragnari F. Kristjánssyni þjóð- garðsverði og Kjartani Bollasyni sérfræðingi í þjóðgarðinum í Skaftafelli: Ragnar þjóðgarðsvörður segir dönskum og íslenskum skólakrökkum frá áhrifum jökla á þjóðgarðinn og nágrenni hans. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.