Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert mjög líkamleg/ur, æv- intýragjörn/gjarn og ótta- laus. Komandi ár getur orðið besta ár ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér er sérstaklega umhug- að um eigur þínar í dag. Haltu fast í það sem þú vilt ekki láta frá þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er í merkinu þínu og það gerir þig sterka/n og sjálfsörugga/n. Þig langar til að hitta vini þína og jafn- vel að grafa gömul deilu- mál. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að gefa þér tíma til að vera ein/n með sjálfri/ sjálfum þér í dag. Hugur þinn þarf á hvíld að halda engu síður en líkami þinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samband þitt við vini þína setur svip á daginn. Þú munt sennilega rétta ein- hverjum hjálparhönd eða fá hjálp frá einhverjum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fjármálin og vinnan eru í brennidepli hjá þér í dag. Leggðu rækt við útlitið. Þú gætir komist í sviðsljósið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur sterka þörf fyrir að brjóta upp hversdaginn. Þig langar til að gera eða læra eitthvað nýtt. Þú gæt- ir eignast vini frá framandi slóðum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þú haldir fast í eigur þínar. Oft eru minn- ingar og tilfinningar tengd- ar gömlum hlutum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er mikill tilfinningahiti í samskiptum þínum við aðra í dag. Reyndu að halda ákveðinni fjarlægð og yf- irsýn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að huga að heil- brigðis- og hreinlætismál- unum í dag. Ef þú átt gælu- dýr gæti þetta tengst þeim. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú munt sennilega eiga óvenju mikil samskipti við börn og ungmenni í dag. Það kallar einhver á um- hyggju þína. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Fjölskyldan og heimilið setja svip sinn á daginn hjá þér. Sýndu fjölskyldu þinni skilning og hlýju. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur sterka þörf fyrir að koma skoðunum þínum á framfæri í dag. Samræður þínar við systkini þín eru sérstaklega mikilvægar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞÚ KOMST Í HLAÐIÐ Þú komst í hlaðið á hvítum hesti. Þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn. Ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um bezta vininn, og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þær dreymir allar um sól og vor. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 9. nóv- ember, er fimmtug Anna Árnadóttir, Breiðási 9, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Þorvaldur Finn- björnsson. Anna er að heim- an á afmælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Þriðju-daginn 11. nóvember er fimmtugur Kristinn Guð- bjartur Guðmundsson, að- stoðarmaður á skrifstofu Þjóðleikhússins, Hátúni 12. Eiginkona hans er Ingveld- ur Einarsdóttir, sem einnig á afmæli á þriðjudag. Þau taka á móti gestum í Ás- byrgi, Hótel Íslandi, í dag milli kl. 15-18. ÍTALINN Norberto Bocchi mátti teljast heppinn að vestur skyldi ekki finna á hann bestu vörnina – þá hefðu sveitarfélagar Bocchi fengið gott tilefni til að stríða honum í langan tíma. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♠ DG8743 ♥ Á96 ♦ K ♣G105 Vestur Austur ♠ Á2 ♠ K1095 ♥ G73 ♥ D108 ♦ D8 ♦ 9753 ♣KD9874 ♣63 Suður ♠ 6 ♥ K542 ♦ ÁG10642 ♣Á2 Spilið er frá 7. umferð HM í Monakó, úr leik Ítala og heimamanna. Bocchi og Duboin enduðu í þremur gröndum eftir þessar sagn- ir: Vestur Norður Austur Suður Rothier Duboin Tognetti Bocchi -- 1 spaði Pass 2 tíglar 3 lauf Pass Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kom út með lauf- kóng, sem Bocchi drap og ákvað til að byrja með að spila upp á tígulinn 3-3. Hann gleypti kónginn með ásnum og hugðist næst spil- að gosanum, en þegar vest- ur fylgdi með áttunni skipti Bocchi um skoðun og spilaði LITLUM tígli! Drottningin sló þá vindhögg og tígullinn var frír. En slagirnir eru samt að- eins átta. Ef vestur spilar nú hjarta neyðist sagnhafi til að taka með kóngi heima og hirða tígulslagina. Sem er meira en blindur þolir, því hann þvingast í þremur lit- um þegar síðasta tíglinum er spilað! Bocchi slapp þó fyrir horn og vann sitt spil þegar vestur kaus að halda áfram með laufið. Eftir á að hyggja er eina raunverulega vinningsvonin að spila strax upp á Dx í tígli, það er að segja, taka á kónginn, fara heim á hjarta- kóng og leggja niður tígulás. Það hefði gengið. Í dag verður spennandi spilamennska í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, en þá spila landsliðspörin tólf síð- ustu sex loturnar í Yoko- hamamótinu. Spilamennska hefst kl. 10 og lýkur kl. 19.45 og eru áhorfendur að sjálf- sögðu velkomnir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 90 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 9. nóv- ember, er níræður Ólafur J. Ólafsson, löggiltur endur- skoðandi. Hann dvelur á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 Db6 7. Rc3 Dxb2 8. Db1 Dxb1+ 9. Hxb1 c4 10. Hxb7 Rc6 11. Rb5 Hb8 12. Hxb8+ Rxb8 13. Kd2 a6 14. Ra7 Bb4+ 15. c3 Be7 16. Rc8 h6 17. Rb6 Ba3 18. Re1 Rd7 19. Ra8 f6 20. f4 Re7 21. Rc2 Bxc2 22. Kxc2 Kf7 23. Rc7 Hb8 24. Hb1 Hxb1 25. Kxb1 Rb8 26. Bf3 f5 27. Kc2 g6 28. Bf2 Rec6 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Viktor Bologan (2673) hafði hvítt gegn Björgvini Jóns- syni (2407). 29. Rxd5! Með þessu fær hvítur þrjú peð fyrir manninn og vegna ólánlegrar staðsetningar svörtu mannanna fær hann ekkert ráðið við hvítu frí- peðin. 29...exd5 30. Bxd5+ Ke7 31. Bxc4 Ra5 32. Bd3 Kd7 33. g4 fxg4 34. Bxg6 Ke6 35. f5+ Kd5 36. Kd3 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hann? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi Skemmtilegt námskeið fyrir konur á öllum aldri af öllum stærðum og gerðum verður haldið í Brautarholti 4a, laugardaginn 15. nóvember 13-17. Efni námskeiðsins er m.a:  Eigi vil ek hornkerling vera  BE- ástandið  “Þóknast þér“ skeiðið  Seinkunartæknin  Hverjir voru heimsmeistarar í sektarkennd 2002 Skráning í símum 588 2092 og 862 7916 Hverafold 1-3 • Torgið • Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími: Frá kl. 11-18 mánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard.pnunartí i: Frá kl. 11-18 ánud.-föstud. og frá kl. 12-16 laugard. Torginu, Grafarvogi Jólaskreytingar í sveitasælunni Eins dags námskeið sunnudaginn 16. nóvember frá kl. 10-18 Kennt verður: Gerð aðventukransa, skreytinga, hurðakransa og annað eftir óskum. Sérnámskeið fyrir vinnustaði, saumaklúbba og hópa Skráning í síma 555 3932, Sæunn og 897 1876, Uffe Uffe Balslev, Blómaskreytir, Hvassahrauni Afmælisþakkir Allri þeirri miklu góðvinafjöld, yfir 500 manns, sem heiðruðu mig á 80 ára afmæli mínu með návist sinni, heillaskeytum og kveðjum, sem undirbjuggu og stjórnuðu með snilli þessari ógleymanlegu hátíð, svo og tónlistarvinum mín- um sem krýndu hana því fegursta sem þekkist. Þakka ég innilega. Jón Hjörleifur Jónsson. Hinn 1. desember nk. mun ég opna að nýju geðlækningastofu mína eftir rúma ársdvöl í Bandaríkjunum. Tímapantanir í síma 562 1776 frá kl. 15-17 alla virka daga. Sigurður Örn Hektorsson læknir Sérgr.: Geðlækningar og heimilislækningar. sigornhe@centrum.is Suðurgötu 12, Reykjavík. Geðlæknir kominn heim HLUTAVELTA Morgunblaðið/Sigríður Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau 3.303 kr. Þau eru: Ósvald Jarl Traustason, Svanhildur Erla Traustadóttir og Katrín Elva Gunnarsdóttir. FRÉTTIR Í YFIRLÝSINGU sem Páll Skúla- son, rektor Háskóla Íslands, sendi Morgunblaðinu misritaðist eitt orð. Í stað orðsins „óásættanlegur“ kom orðið „viðunandi“. Réttur texti er eftirfarandi. „Á undanförnum árum hafa stjórnvöld heimilað skólum á há- skólastigi sem reknir eru sem sjálfseignastofnanir að innheimta skólagjöld af nemendum sínum til viðbótar við opinber framlög sem þeir fá vegna kennslu. Háskólum í eigu ríkisins er hins vegar bannað með lögum að innheimta slík gjöld. Af þessu leiðir lögvarinn að- stöðumun í öflun fjár til kennslu milli ríkisháskóla og ríkisrekinna einkaskóla sem þekktist líklega hvergi í nágrannalöndum okkar og er óásættanlegur fyrir ríkishá- skólana.“ Yfirlýsing háskólarektors
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.