Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 45
CHANDRIKA Kumaratunga, forseti Sri Lanka, lýsti á miðvikudag yfir neyðarástandi í landinu en daginn áður hafði hún leyst þrjá ráðherra frá störfum. Stjórnarkreppa er nú á Sri Lanka og óttast sumir að hún verði til þess að spilla friðarviðræðum milli stjórnvalda og Tamíl-tígra, herskárra uppreisnarmanna sem hafa barist fyrir sjálfstæði Tamíla í norðausturhluta landsins. Kumaratunga skipaði svo fyrir að neyðarástand skyldi gilda í landinu í tíu daga. Felur þetta meðal annars í sér að lögregla fær aukin völd til athafna, til þess að framkvæma líkamsleit á götum úti, skoða persónuskilríki fólks, framkvæma húsleit án sérstakrar heimildar og þá Ólga á Sri Lanka AP Forseti Sri Lanka, Chandrika Kumaratunga (til hægri), og Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra. verður hægt að halda mönnum ótímabundið í varðhaldi. Lakshman Kadirgamar, helsti ráðgjafi Kumaratunga, sagði á fréttamannafundi að forsetinn hefði beðið sig um að taka sérstaklega fram að tilskipun um neyðarástand hefði engin áhrif á það vopnahlé sem í gildi er milli stjórnvalda og tamílskra uppreisnarmanna. „Forsetinn hefur alls engin áform um að hefja aftur hernaðarátök eða stuðla að því að þau brjótist út á ný,“ sagði hann. Líkt við valdarán Aðgerðum Kumaratunga hefur verið líkt við valdarán sem einkum beinist gegn pólitískum andstæðingi hennar, forsætisráðherranum Ranil Wickremesinghe, sem undirritaði samkomulagið um vopnahlé við Tamíl-tígrana í febrúar í fyrra. Kumaratunga og Wickremesinghe koma hvort úr sínum stjórnmálaflokknum og hefur Kumaratunga deilt við stjórn Wickremesinghes um hvernig standa skuli að viðræðum um frið við Tamíla. Telur hún stjórnina hafa gefið of mikið eftir í viðræðum við Tamíla. Norræn sendinefnd, undir forystu Norðmanna, átti milligöngu um samkomulagið. Kumaratunga hefur verið uppsigað við Norðmenn og krafðist þess að yfirmaður norrænu sendinefndarinnar yrði rekinn. Tveir Íslendingar eru á Sri Lanka á vegum Íslensku friðargæslunnar. AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 45 TORFI Lárus Karlsson, sex ára strákur í Borgarnesi, glímir við sjaldgæfa fötlun sem veldur ofvexti í sogæðum og bólgum. Hann hefur farið í margar aðgerðir og er ekki hræddur við að fara í fleiri. Þrátt fyrir að Torfi sé mjög lasinn er hann jákvæður og hress strákur og hvergi banginn við að leika sér. Hann hefur þó misst úr marga skóladaga vegna veikinda sinna og mun örugglega missa fleiri. Hann á samt góða vini og krakkar í Borgarnesi hafa verið duglegir að halda tombólur og safna peningum til styrktar honum. Þessa dagana í gangi landssöfnun Sjónarhóls, ráðgjafar-miðstöðvar fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Þeir sem vilja leggja söfnun Sjónarhóls lið geta lagt inn á reikning 0101-05-266555 í Landsbanka Íslands. Langveikur drengur og landssöfnun Morgunblaðið/Guðrún Vala Torfi Lárus Karlsson hlustar á sögu ásamt vini sínum, Ísak Sigfússyni. Þeir stunda nám í Grunnskóla Borgarness. RÍKHARÐUR Daðason á stóran þátt í að Fredrikstad er eftir 19 ára fjarveru komið í hóp bestu liða Noregs en Ríkharður skoraði tvö mörk í 4:1 sigri á Oslo Öst í lokaumferð norsku 1. deildarinnar. Ríkharður skoraði 5 mörk fyrir félagið í þeim níu leikjum sem hann lék fyrir það en Ríkharður ákvað að segja skilið við Lilleström í lok ágúst og fara til 1. deildarliðsins. Heimavöllur Fredrikstad var smekkfullur en ríflega 9.000 áhorfendur voru á vellinum og var stemmningin ólýsanleg að sögn Ríkharðs. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir heimaliðið því strax á 2. mínútu skoraði Oslo Öst en Fredrikstad jafnaði átta mínútum síðar og eftir það varð ekki aftur snúið. Ríkharður kom sínum mönnum í 2:1 á 15. mínútu og innsiglaði sigurinn þegar hann skoraði fjórða markið á 35. mínútunni og sitt fimmta mark fyrir félagið sem ákvað að fá hann til liðs við sig á lokasprettinum. Ríkharður segir óvíst um framtíðina en gerir þó ráð fyrir að verða áfram hjá félaginu. „Ég er með samning um að við ætlum að vinna saman á næstunni en það hefur ekki verið samið um kaup og kjör. Ég reikna með að setjast niður með forráðamönnum liðsins á næstu dögum og ræða málin. Ég er spenntur fyrir því að vera hér áfram enda klúbburinn frábær og þjálfarinn virkilega hæfur og góður. Ég er búinn að vera fínn í hnénu og frá því ég kom hef ég ekki misst úr æfingu en hins vegar er ég meðvitaður um að meiðslin geta alltaf tekið sig upp aftur.“ Fredrikstad lenti í öðru sæti í deildinni, stigi á eftir Ham-Kam, og bæði leika í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ljósmynd/Geir-Ove Hauge Ríkharður Daðason fagnar öðru markanna. Ríkharður með tvö og Fredrikstad í úrvalsdeildina Sigur Rós nýtur mikillar hylli á erlendri grundu. HLJÓMSVEITIN Sigur Rós vann til verðlauna fyrir myndband á tónlistarhátíð evrópsku MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. Fyrsta lag af plötu sveitarinnar sem kallast ( ) vann titilinn besta myndbandið. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Missy Elliott fyrir lagið „Work It“, Queens of the Stone Age fyrir „Go With The Flow“, Unkle fyrir „An Eye For An Eye“ og The White Stripes fyrir „Seven Nation Army“. Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar og Orri Páll Dýrason trommuleikari tóku við verðlaununum ásamt leikstjóra myndbandsins, Floria Sigismondi frá Ítalíu. Í þakkarræðu tileinkaði hún myndbandið öllum börnum sem lifa þurfa í stöðugum ótta við stríð. Myndband Sigur Rósar verðlaunað Morgunblaðið/Sverrir Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, ætlar að gefa út DV. FRÉTT ehf., sem gefur út Fréttablaðið, hefur keypt DV af Hömlum hf., dótturfélagi Landsbankans, en DV var úrskurðað gjaldþrota á þriðjudag. Frétt hyggst gefa DV út ásamt Fréttablaðinu og verða nokkrar breytingar á starfsmanna-málum vegna þess. Ekki munu allir starfsmenn DV halda starfinu, einhverjir verða ráðnir yfir á Fréttablaðið og einhverjir blaðamenn Fréttablaðsins munu koma yfir á nýja DV. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir að nóg pláss sé fyrir blað eins og DV á Íslandi. Frétt ehf. kaupir DV Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.