Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 47
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 47 „ERTU komin til að leika?“ spyr stressaður maður þegar blaðamaður bankar á dyrnar á íbúð á Vitastíg þar sem tökur á Svínasúpunni fara fram. „Nei, ég er nú bara hérna til að taka viðtal,“ svarar blaðamaður vand- ræðalegur og er í framhaldi af því boðið inn að fylgjast með tökum á háalvarlegri eldhússenu þar sem Sigurjón Kjartansson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leika hálfeymd- arleg hjón. Óskar Jónasson leikstjóri liggur uppi í sófa í stofunni þaðan sem hann stjórnar leikurum og töku- mönnum. Senan er fyndin enda skella leikararnir hvað eftir annað upp úr og þarf því að taka hana fjór- um sinnum. Þættirnir verða átta talsins og eru samansettir úr 300 grínbútum sem fimm þekktir grínarar skrifuðu handrit að, þeir Sigurjón Kjartans- son, Pétur Jóhann Sigfússon, Þráinn Jensson og Auðunn Blöndal og Sveppi úr 70 mínútum á Popptíví. Tveir síðastnefndu mennirnir voru þeir einu sem ekki voru upp- teknir við tökur þegar blaðamann bar að garði og gátu því frætt hann um hvað væri á seyði. „Þetta er mjög einfalt grín, stuttir bútar um skrítin atvik sem gerast í daglegu lífi og fólk kannast við, það er skemmtilegasta grínið að okkar mati,“ útskýrir Auð- unn þegar við erum sest inn á nálæg- an bar og búin að panta okkur vatn. „Ég fíla ekki pólitíkusagrín, mér finnst það leiðinlegt,“ heldur hann áfram. „Já, það er skortur á góðu gríni í þjóðfélaginu,“ segir Sveppi spekingslega. Skruppu saman í kuldanum Þeir segja Sigurjón Kjartansson hafa komið að máli við þá og boðið þeim að vera með, í framhaldi af því hafi handritaskrifin hafist og úr því orðið þættir sem Storm framleiðir. Að sögn strákanna var erfitt að taka suma bútana upp og þurftu þeir að þola ýmislegt. „Við erum búnir að vera á typpinu,“ segir Sveppi stoltur. „Við þurftum að vera naktir í Öskju- hlíðinni fyrir framan einhverja túr- ista í skítakulda. Við reyndum að út- skýra fyrir breskri konu sem við vorum að vísa til vegar að það væri eðlilegt að ákveðnir líkamshlutar skryppu dálítið saman í kuldanum.“ Þeir taka fram að það verði samt lítið um dónaskap í þáttunum. „Þetta er bara skemmtilegt, það er kannski einn og einn bútur sem gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum við- kvæmum en við vonum samt að fólk hafi bara húmor fyrir því sem við gerum,“ segir Auðunn. „Það er líka nauðsynlegt að fara fyrir brjóstið á einhverjum,“ bætir Sveppi við. Skemmtilegustu bútarnir eru þó ekki dónalegir segja þeir. „Við erum að fjalla um nískt fólk, uppáþrengj- andi fólk, karaktera sem allir þekkja. Líka vandræðalegar aðstæður sem fólk lendir í.“ Sigurjón mjúkur Leikendur auk Sveppa og Auðuns eru Sigurjón Kjartansson, Pétur Jó- hann Sigfússon, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir og Edda Björg Eyjólfs- dóttir. Þeir segja hópnum hafa kom- ið vel saman. „Ég vissi ekki að Sig- urjón Kjartansson væri svona mjúkur og skemmtilegur, maður hélt að hann væri leiðinlegur og þunglyndur,“ segir Auðunn. „Já, ég hélt líka að hann væri fýlupoki en svo er hann hress og skemmtilegur og oft að sprella á settinu. Maður vissi eiginlega ekki hvernig maður átti að haga sér fyrst, en svo venst maður þessu,“ heldur Sveppi áfram. Svínasúpunafnið var upphaflega vinnuheiti þáttanna sem kom frá Sigurjóni Kjartanssyni, að sögn strákanna. „Það má svo sem segja að þetta séu grínbútar sem er skellt í eina súpu og hrært saman. Annars er þetta bara skemmtilegt orð, það er ekki til neitt sem heitir svínasúpa, ég hef alla vega aldrei borðað neitt svoleiðis, ég hef hins vegar borðað svín og súpu …“ segir Auðunn stolt- ur og Sveppi bætir við: „Já, ég líka, það var magnað þegar það gerð- ist …“ Tökur standa nú yfir á Svínasúpunni, nýj- um grínþáttum sem sýndir verða á Stöð 2 í janúar. Bryndís Sveinsdóttir ræddi við tvo leikaranna, þá Sveppa og Auðun Blöndal, sem kunna ekki að meta pólitíkusagrín. Morgunblaðið/Jim Smart Sveppa þykir vænt um vin sinn, Auðun Blöndal. Sigurjón Kjartansson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir í eldhúsinu. Óskar Jónasson leikstjóri skemmtir sér gríðarvel við tökur. Naktir í Öskjuhlíðinni ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og UppplýsingmiðstöðFerðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/ 4. - 9. nóvember 2003   Grammyverðlaunahafarnir Jazzmessa: Sálmar Lúthers Björn Thoroddsen gítar, Stefán Stefánsson saxar, Jón Rafnsson bassi, Eric Qvick trommur. Dr. Sigurjón A. Eyjólfsson þjónar fyrir altari og segir frá afstöðu Lúthers til tónlistar. Björn Thoroddsen hefur unnið að þessu verkefni um nokkurt skeið ásamt séra Sigurjóni. Kópavogskirkja kl. 11.00 - Aðgangur ókeypis Jensen/Ásgeirsson tríóið Trompetstjarn- an Ingrid Jensen leikur hér með þeim félögum úr orgeltríóinu B3: Ásgeiri J. Ásgeirssyni gítar- leikara, Agnari Má Magnússyni hammond- organista og Eric Qvick trommara. Kaffi og pönnukökur innifaldar í verðinu. Hótel Borg kl. 15-17 - kr. 2.500 NEW YORK VOICES Söngvararnir Darmon Meader, Kim Nazarian, Peter Eldridge og Lauren Kinhan skipa New York Voices sönghópinn. New York Voices hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár. Meaders hefur útsett klassísk jazzlög og söng- dansa fyrir sönghópinn og stórsveit og er ekki að efa að það verður heitt í kolunum á loka- tónleikum Jazzhátíðar. Jazz fyrir alla sem unna heitri sveiflu. Austurbær kl. 20:30 - kr. 2.900 ásamt Stórsveit Reykjavíkur Í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.