Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ afkastamestu mönn-um í hiphopinu í dag erDaniel Dumile semkallar sig ýmist MF Doom, King Gedorah eða Victor Vaughn. Sem King Gedorah og Vict- or Vaughn hefur hann sent frá sér tvær plötur á árinu, Viktor Vaughn: Vaudville Villain og King Gedorah: Take Me to Your Leader, en báðar eru plöturnar afbragð og með því besta sem ég hef heyrt af hiphopi á árinu. MF Doom sést ekki opinberlega nema með stálgrímu, en maðurinn á bak við grímuna er Daniel Dumile sem vann sér orð á sínum tíma sem einn meðlima K.M.D. undir nafninu Zev Love X. Hann lét fyrst í sér heyra á plasti á smáskífu 3rd Bass en stofnaði svo KMD með DJ Subroc bróður sínum. Á fyrstu breiðskífu K.M.D. var létt yfir mönnum og boð- skapurinn jákvæður, nokkuð í anda Nation of Islam og klofningshópsins Five Percenters. Áður en K.M.D. tókst að setja saman aðra breiðskífu lést Subroc í bílslysi 1983 og þegar hljómsveitin loks skilaði nýrri plötu inn til Elektra- útgáfunnar ári síðar var allt annað uppi á ten- ingnum, boðskapurinn var orðinn harkalegri, pólitíkin beittari og reiðin ólgaði og sauð undir. Elektra- mönnum hnykkti svo við þegar þeir heyrðu skífuna að þeir gátu varla hugsað sér að gefa hana út og hættu alveg við þegar þeir sáu umslagið, en platan átti að heita Bl_ck B_st_rds og á umslaginu var mynd af litla svarta Sambó í gálga. Grimmileg hefnd undirbúin Getur nærri að Zev tók því illa þegar plötunni var hafnað og hætti um tíma í tónlist; lítið sem ekkert heyrðist frá honum næstu árin – hann segist hafa eytt tímanum í að undirbúa það að snúa til baka og hefna sín grimmilega á óvinum sín- um. 1997 kvaddi nýr rappari sé hljóðs á ljóðskálda- og spunakvöld- um í Nuyorican Poets Café og tróð upp með nælonsokk yfir andlitinu. Hann kynnti sig aldrei og fáir vissu hver maðurinn var. Sama ár kom svo út fyrsta smáskífan undir nýju nafni, MF Doom, og skömmu síðar heyrist aftur í MF Doom á smáskífu Megal- on og ljóst að hann er að verða búinn að móta nýjan persónuleika undir nýju nafni en hugmyndafræðin er meðal annars sótt í Godzilla- myndirnar japönsku þar sem Megal- on, King Ghidorah og fleiri fígúrur frá Skrímslaeyju berjast við God- zillu. 1998 kom svo úr fyrsta breiðskífan með MF Doom, Operation: Dooms- day. Nafnið MF Doom tók hann frá óþokkanum Victor Von Doom, teiknimyndafígúru í Marvel- teiknimyndablöðunum, sérlundaður einræðisherra, ofursterkur og ofur- klár sem gengur í líkamsbrynju og sífellt með stálgrímu fyrir andlitinu. (MF stendur fyrir Mad Flows meðal annars.) Doom gefur ekki bara út undir nafninu MF Doom því á þessu ári hefur hann sent frá sér tvær frábær- ar plötur, Take Me to Your Leader undir nafninu King Gedorah, sem dregur nafn sitt af þríhöfða japansku skrímslinu úr Godzilla-myndunum sem getið er um að ofan, og Viktor Vaughn: Vaudville Villain sem Viktor Vaughn, sem vísar einmitt beint í persónuna á bak við Dr. Doom, Dr. Victor von Doom. Ekki hægt að treysta plötufyrirtækjum Doom segist nota aukasjálfin til þess að greina á milli þess sem hann er að gera. MF Doom sé þannig fyrir hefðbundnara hiphop, Victor Vaughn sé aftur á móti gefinn fyrir tilrauna- mennsku og nýjar hugmyndir, en King Gedorrah sé goðumlík vera sem tali til fólks, ekki við það. Eitt af því sem Doom segist hafa lært af umstanginu í kringum Bl_ck B_st_rds sé að ekki sé hægt að treysta plötufyrirtækjum, þau geri alltaf það sem sé þeim fyrir bestu þegar á reynir og enginn gæti hags- muna listamannsins nema hann sjálf- ur þegar upp sé staðið. Þannig hefur hann ekki gert bindandi samning við neitt fyrirtæki, heldur unnið með ýmsum. Hann segist og ekkert hafa á móti því, ef fyrirtæki komi til hans með peninga sé hann alltaf til í að gera plötu, ekki vanti hugmyndirnar. Áður er getið Operation Dooms- day, en sem MF Doom hefur hann líka gefið út taktaplötur undir nafn- inu Special Herbs, Special Herbs, Vol. 1–2 og Vol. 3–4, gerði plötuna The Downfall of Iblys með MF Grimm, og á þessu ári hafa síðan komið út plöturnar með King Gedor- ah og Victor Vaughn, en einnig plata sem Doom gerði með Madlib, Mad- villain. Sem taktasmiður hefur Doom gjarnan beitt því sem mætti kalla ljótum hljóðum, grófum og jafnvel óþægilegum, býr þannig til takt í sumum lögum sem er beinlínis óþægilegt að hlusta á, en hann hefur einmitt látið þau orð falla að það að geta breytt ljótleika í raunveruleika, geri menn sterka, hetjur, og það sé fegurð fólgin í því. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Ljótt er fallegt Listamaðurinn MF Doom er fjölhæfur og afkasta- mikill, hvort sem hann er að gefa út sem MF Doom, Victor Vaughn eða King Gedorah. Fyrir stuttu kom út diskurinn Take Me to Your Leader með King Gedorah sem er mikið meistaraverk. Umslagið umdeilda á plötunni sem Elektra neitaði að gefa út.Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Margverðlaunaður og magnaður magadansari ANNA KENNIR: 1) Egypskan magadans – "Kairo-style" 2) Klassískan magadans 3)Spæsk/Arabískan dans – "Al Andalus" Anna er dans- og tónlistarkennari með sérþekkingu í dans- og tónlist Mið-Austurlanda. Anna Barner kennir magadans í Kramhúsinu 17.nóv-14.des – Nýr gestakennari– Dans - Tónlist og Rythmi Mið-Austurlanda HELGAR WORKSHOP M E Ð Ö N N U 21.–23.nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.