Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 B 5 Optical Studio hagstæð gleraugnakaup Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL, SMÁRALIND - GLERAUGNAVERSLUNIN Í MJÓDD GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR - GLERAUGNAVERSLUN SUÐURLANDS OPTICAL STUDIO RX SMÁRALIND OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 OPTICAL STUDIO LEIFSSTÖÐ (TAX & DUTY FREE) á nokkrum hvítum mönnum við barborðið þegar inn úr skóginum og myrkrinu tiplaði ein konukind og sagði: Bonjour! Ég var frönsku- túlkurinn og því send inn. Ekkert gagn gerði það. Loks birtist bens- íntankur við veginn, en enga hreyfingu að sjá þótt við lægjum á flautunni. Því var ekki um annað að ræða en að blunda í bílnum. Klukkan hálfsjö birtist strákur: Bensínið búið! Olíubíllinn væntan- legur eftir svona tvo daga. Sem betur fer var Dahomey-her með nýliða í herbúðum skammt frá. Eftir að ég hafði útskýrt og brosað til manna allt frá óbreyttum dátum upp í liðsforingja fékkst skriflegt leyfi til að kaupa 10 lítra af birgð- um hersins. Kandi reyndist vera leirkofabær með engum banka. Bara okrara, Yoruba-manni sem skipti Níger- íupeningum í verslun sinni. Okkar Nígeríumynt nægði fyrir bensíni á bílinn, eggjamáltíð og ávaxtasafa á kránni, kexi og sardínum í nesti. Skógarvörður upplýsti að forseti lýðveldisins hefði tekið næstu dýralendur fyrir einkaveiðisvæði. Vestar væri þó Panjori-garðurinn með gnægð af fílum, buffalóum, ljónum, antilópum, vatnahestum, öpum og hvers kyns dýrum, sem mundi vera hægt að sjá á hlaupum við slóðina, þar sem nú væri verið að brenna grasið. Loks vorum við komin á leirgötu í villidýralend- unni. Allt í einu gein við gapandi gjá. Brúin hafði farið í flóðum um regntímann og ekki búið að gera við. Trúboðar, eina hvíta fólkið á svæðinu, fengu nú tækifæri til að bæta á sig góðverki. Amerísk hjúkrunarkona skipti fyrir okkur fimm punda ávísun. Svissneskur maður hennar var farinn til Níger- íu til að sækja börnin í jólafrí. Skammt frá var kaþólsk trúboðs- stöð, þar sem tveir Frakkar höfðu í níu ár rekið drengjaskóla og vís- uðu okkur á skemmstu leið, ómerkta slóð til Natintingou, þar sem gistihús væri að finna. Þetta reyndist vera slóð yfir hásléttu, sundurgrafna eftir regntímann og þykkt sandlag á milli, þar sem þurfti að ýta Ramblernum í 45 stiga hita. Loks sauð á bílnum. Við sáum fram á að þarna gætum við beðið í viku vatnslaus með kex og sardínur til matar áður en nokkur færi hjá. Í hlutverki ljósmóður Elín ólst upp á Lindargötunni í Reykjavík. Faðir hennar starfaði hjá Kveldúlfi en móðir hennar var húsmóðir. Þegar Elín var komin í MR fór að bera meira á MND- lömunarsjúkdómnum er dró móður hennar loks til dauða langt um ald- ur fram. Fjölskyldan hafði stúlkur á heimilinu til aðstoðar. Magnea Pétursdóttir var hjá okkur þegar upp kom að hún var ófrísk og átti ekki annað athvarf. Hún var orðin 36 ára og hafði þjónað og hlynnt að Sverri, ungum pilti úr heimasveit sinni, sem kom mikið í kjallaraherbergið til henn- ar – með þessum afleiðingum. Hann var ráðinn á amerískt flutn- ingaskip og var á förum til Banda- ríkjanna fyrir fullt og allt. Mamma vildi að sjálfsögðu ekki láta hana fara og þegar á leið var fengin önnur stúlka með henni í kjall- araherbergið. Ég var í fimmta bekk þegar kallið kom snemma morguns. En fæðingardeildin var yfirfull, konan yrði bara að fæða heima hvernig sem á stæði. Pabbi og stúlkan báru Magneu upp stig- ana og við vorum látnar rúlla tepp- inu upp í miðstofunni og búa um hana. Ljósmóðir kom, en þá kom í ljós að barnið sneri ekki rétt og þetta yrði sitjandi fæðing, svo kall- að var á lækni. Ég var komin í kápuna að fara í skólann þegar ljósmóðirin spurði hvort ég gæti ekki sótthreinsað fyrir sig, hún treysti mér betur en stúlkunni. Ég lagði frá mér skólatöskuna. Þar sem ég var það síðasta sem Magn- ea sá áður en hún var svæfð æpti hún alltaf á mig: Ella, Ella mín! Fram að því sagði hún milli hríða: Ella mín, gefðu mér sígarettu! Sem ég gerði. Óskaplega vor- kenndi ég henni. Þetta var skelfi- legt! Þegar stelpan kom greip læknirinn hana upp á hælunum og slöngvaði í fangið á mér, slímugri og blóðugri, meðan þau saumuðu, því Magnea hafði rifnað illilega. Ég stóð eins og glópur, of skelkuð til að hreyfa mig, þar til læknirinn kallaði yfir öxlina á sér að ég gæti lagt grátandi hvítvoðunginn frá mér á handklæði á stólnum. Eins og ég man það eftir Elínu Pálma- dóttur kemur út hjá Vöku Helgafelli. Bókin er 431 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. Í fullum herklæðum með friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna í Bosníu- stríðinu 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.