Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tannréttingar Tannlæknir, sem starfar sem sérfræðingur í tannréttingum, óskar eftir aðstoð á aðgerðar- stofu. Vinnuhlutfall 80-100%. Vinnutíma lýkur 17.30. Starfið felur í sér aðstoð við gerð og stillingu tannréttingatækja á aðgerðarstofu og jafnframt sótthreinsun í lok hvers dags. Skriflegar umsóknir sendist til augldeildar Mbl. merktar: „TANNRÉTTINGAR“ fyrir 13. nóvem- ber eða í box@mbl.is . Fræðslu- og menningar- svið Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar: Staða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Hlutverk íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er að vera tengiliður á milli framkvæmdastjóra sviðsins og þeirra málaflokka sem undir það heyra. Hann mun og koma að starfi fræðslumiðstöðv- ar og eiga náið samstarf við fræðslu- og menn- ingarfulltrúa. Hann verður verkefnisstjóri í væntanlegri end- urskoðun á starfsemi og skipulagi íþrótta- og æskulýðsmála tengdum félagasamtökum og leik- og grunnskólum bæjarins. Menntunarkröfur: Háskólaprófs er krafist og haldgóðrar reynslu af stjórnun. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og inn- sýn í innra og ytra starf íþrótta- og frístundafé- laga. Umsóknarfrestur er til 12. nóvember. Launakjör í samræmi við kjarasamning Launa- nefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar. Ráðið verður í stöðuna 1. desember 2003 eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræðslu- og menningar- sviðs, í síma 488 2000. Umsóknum skal skila til: Framkvæmdastjóri Fræðslu- og menningarsviðs, Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjar. Störf í grunnskólum Reykjavíkur Hagaskóli, sími 535 6500 Stuðningsfulltrúi. Hlíðaskóli, sími 552 5080 Þroskaþjálfi eða kennari á táknmálssvið Hlíð- askóla frá áramótum. Táknmálskunnátta nauðsynleg. Hólabrekkuskóli, símar 557 4466 og 898 7089 Almenn kennsla á yngsta stigi frá áramótum. Ingunnarskóli, sími 585 0400 Almenn kennsla á miðstigi. Skólaliði. Víkurskóli, sími 545 2700 Kennari í námsver, 50% staða. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskóla- stjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skól- um. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við við- komandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.