Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 C 11 DAVÍÐ O. ARNAR, læknir og for- maður Endurlífgunarráðs, segir að með nýjum og sjálfvirkum hjart- arafstuðtækjum sem komið hafa á markað síðustu árin, séu gjör- breyttir notkunarmöguleikar á slík- um tækjum. Segir hann tímabært að auka aðgengi að þeim og hafa þau t.d. í lögreglubílum í umdæmum þar sem ekki er sjúkrabíll og sjúkra- húsum þar sem ekki er sólarhrings- vakt læknis. Endurlífgunarráð, sem er land- lækni til ráðgjafar í málum er lúta að endurlífgun, kynnti á þriðjudag á fundi notkunarmöguleika þessarar nýju kynslóðar hjartarafstuðtækja. Gestur Þorgeirsson, hjartalæknir og einn ráðsmanna, sagði þar að við hjartastopp skipti höfuðmáli að sjúklingur fengi sem fyrst aðstoð, grunnendurlífgun með hjartahnoði og rafstuð til að koma hjartslætti í gang. Gestur sagði að frá árinu 1982 hefði neyðarbíll verið útbúinn slíku tæki en bíllinn er ávallt mannaður lækni. Sagði hann árangur vegna endurlífgana utan sjúkrahúsa hafa batnað um 50%. Einfaldari tæki hefðu verið sett í varabíla og hefðu sjúkraflutningamenn verið þjálfaðir í notkun þeirra. Erlend reynsla lofar góðu Davíð O. Arnar sagði að Endur- lífgunarráði þyki rétt að vekja at- hygli á þessari nýju tækni og telji það forgangsverkefni að koma slík- um tækjum fyrir á nokkrum stöð- um, til dæmis fjölmennum vinnu- stöðum utan þéttbýlis, á virkjunarsvæðum, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, flugvélum og hugs- anlega langferðabílum í hópferðum á fjöllum og skipum á fjarlægum miðum. Sagði hann erlenda reynslu af notkun í lögreglubílum, flug- völlum og flugvélum hafa gefið góða raun og yki möguleika á því að bjarga fólki sem yrði fyrir hjarta- stoppi. Hann sagði nýju tækin sem kæmu á markað hérlendis þurfa að vera með íslenskum leiðbeiningum og í sumum tilvikum getur tækið „talað við“ notandann í því skyni. Söluaðilar yrðu að tryggja að um- ráðamenn tækjanna kynnu á þau og gætu notað þau fumlaust enda áríð- andi að gera það hratt og örugglega. Davíð sagði þessa nýju kynslóð tækja þannig búna að þegar búið væri að líma tvö rafskaut á beran brjóstkassa sjúklings gæti það num- ið taktinn eða takttruflanirnar á 5 til 15 sekúndum. Í framhaldi af því gæfi tækið rafstuð sjálfvirkt og því væri hverfandi hætta á að óvanir gætu valdið með því skaða. Ef tækið nemur ekki hjartsláttaróreglu gæfi það einfaldlega ekki straum. Tækið gefur líka til kynna ef rafskautin hafa ekki verið límd rétt á brjóst- kassann. Davíð sagði æskilegt að ákveðinn hópur sem sjá myndi um notkun tækjanna á áðurnefndum stöðum fengi þjálfun í notkun þeirra. Hins vegar teldi Endurlífgunarráð þó ekki rétt að banna þeim sem ekki hafa fengið slíka kennslu að nota tækin í neyð enda þau einföld í notk- un og með þeim leiðbeiningar. Tækin kosta á bilinu 150 til 400 þúsund krónur. Tímabært að auka aðgengi að hjartastuðtækjum Morgunblaðið/Jim Smart Gestur Þorgeirsson hjartasérfræðingur, sem situr í Endurlífgunarráði, var meðal þeirra sem fluttu ávarp. Dæmi um tæki af nýju kynslóðinni sem er einfalt í notkun og fyrirferðarlítið. TÆPLEGA fimmhundruð nem- endur úr sextán framhaldsskólum tóku þátt í stærðfræðikeppni fram- haldsskólanema 2003–2004. Á efra stigi varð efstur Hösk- uldur Pétur Halldórsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, í 2. sæti var Líney Halla Kristinsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 3. sæti Hringur Grétarsson, MR, 4. sæti Ásgeir Alexandersson, Menntaskólanum á Akureyri, 5. sæti Sigþór Bessi Bjarnason, MR, 6.–8. sæti Finn Ulf Dellsén, MA, Salvör Egilsdóttir og Tómas H. Pajdak, MR, 9.–10. sæti Ólafur Guðmundsson og Ólafur Torfi Yngvason, MR, 11.–12. sæti Davíð Halldór Kristjánsson og Jón Emil Guðmundsson, MR, 13.–15. sæti Fannar Traustason, Iðnskólanum í Reykjavík, Katrín Þóra Jóhann- esdóttir og Örn Arnaldsson, MR, 16.–17. sæti Hörður Kristinn Heið- arsson og Kári Sigurðsson, MR, 18. sæti Orri Hafsteinsson, Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ, 19.–21. sæti Inga Steinunn Helgadóttir, MA, Pétur Ólafur Aðalgeirsson, Menntaskólanum við Sund, og Öss- ur Ingi Emilsson, MR. Á neðra stigi varð efstur Örn Stefánsson, MH, í 2. sæti var Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, MH, í 3.–4. sæti María Helga Guð- mundsdóttir, MH, og Daði Rúnar Skúlason, MR, 5. sæti Freyr Sæv- arsson, MR, 6. sæti Wing Kit Yu, MH, 7.–8. sæti Birgir Ásgeirsson, Verzlunarskóla Íslands og Einar Búi Magnússon, MR, 9. sæti Baldur Sigurðsson, Menntaskólanum Hraðbraut, 10.–12. sæti Brynjólfur V. Ólafsson, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, Gunnar Skúlason og Kári Hreinsson, MH, 13.–14. sæti Ágúst Sigurjónsson, MA, og Hildur Björnsdóttir, VÍ, 15. sæti Benedikt Thorarensen, VÍ, 16.–17. sæti Elín Arna Aspelund og Helgi Egilsson, MR, 18. sæti Steinar Guðjónsson, MR, 19.–20. sæti María Ósk- arsdóttir, MR, og Þórður Björn St. Þórbergsson, MA. Ofantöldum nemendum var öll- um boðið að keppa til úrslita 13. mars 2004, en þremur efstu nem- endum af hvoru stigi voru jafn- framt afhent bókaverðlaun. Þá voru nemendurnir Höskuldur Pét- ur Halldórsson, MR, Líney Halla Kristinsdóttir, MH, Hringur Grét- arsson, MR, Ásgeir Alexandersson, MA, og Örn Stefánsson, MH, valdir til að taka þátt í Eystrasaltskeppn- inni í stærðfræði sem fram fór í Riga, Lettlandi, dagana 31. októ- ber til 4. nóvember sl. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema Myndin er tekin þegar Eystrasaltsliðið í stærðfræði var að undirbúa sig. Tæplega fimmhundruð nemendur tóku þátt KJÖRDÆMISÞING Framsóknar- flokksins í Norðvesturkjördæmi fór nýlega fram á Laugum í Sælingsdal. Um 100 flokksmenn sóttu þingið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði þingfulltrúa þar sem hann ræddi um stjórnmálaviðhorfið og helstu mál- efni kjördæmisins. Í stjórnmála- ályktun þingsins er víða komið við og viðhorfum lýst til um 20 málaflokka af ýmsum toga. Meðal þess sem fram kemur í ályktuninni er að þingið fagnar yf- irlýsingu Halldórs Ásgrímssonar þess efnis að það hljóti að vera skylda stjórnmálamanna að líta næst til Norðvesturkjördæmis hvað at- vinnuuppbyggingu varðar. Tekið er undir orð Halldórs um að skipa starfshóp til að vinna að málinu. Hvetur kjördæmisþingið ráðherra og þingmenn flokksins til að standa ákveðið gegn þeirri þróun að opin- berar stofnanir eflist stöðugt á höf- uðborgarsvæðinu, án þess að opin- ber starfsemi sé jafnframt aukin á landsbyggðinni. Standa verði vörð um öll núverandi störf í kjördæminu og leita leiða til að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Þá krefst kjördæmisþingið þess að bannaður verði innflutningur á lax- fiskum til landsins en tryggja þurfi opinberan stuðning við tilraunaeldi á þorskfiski og öðrum sjávardýrum. Í stjórn kjördæmissambandsins voru kjörin Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, formaður, Bjarni Benediktsson, Borgarbyggð, Eydís Líndal Finnbogadóttir, Akranesi, Jóhann Hannibalsson, Bolungarvík, Kristján Jóhannsson, Ísafirði, Sig- rún Ólafsdóttir, Húnaþingi vestra, og Sigurður Árnason, Skagafirði. Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi Auka þarf fjölbreytni í atvinnulífi FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur sent þingmönnum bréf vegna frum- varps um kaup á kynlífsþjónustu, þar sem þeir biðja þingmenn m.a. að íhuga að þeir sem kaupa þjónustuna geti verið jafn mikil fórnarlömb og þeir sem selja hana. Í bréfinu stendur m.a.: „Ástæða er til að taka undir að eðlilegt er að af- létta refsingu við því að selja kynlífs- þjónustu. Rökin fyrir því eru sam- bærileg við rökin fyrir því að refsa ekki fyrir kaup á slíkri þjónustu.“ Þingmenn eru í bréfinu beðnir að hugleiða hvort til geti verið fólk sem vill kaupa eða selja kynlífsþjónustu og geri það með friðsamlegum hætti. „Getur verið að ströng löggjöf eins og sú sem verið er að leggja til brjóti á rétti þeirra, líkt og gjarnan hefur verið brotið á öðrum minnihlutahóp- um víða um heim? Getur meira að segja verið að sumir í þessum hópi geti ekki stund- að kynlíf með öðrum hætti, t.d. af lík- amlegum ástæðum? Fangelsisvist er alvarleg refsing. Eru þingmenn til- búnir að taka áhættu á því að senda gott fólk í fangelsi, sem er saklaust af því að hafa beitt nokkurn mann of- beldi?“ Aflétta öllum refsingum við vændi Frjálshyggjufélagið hvetur þing- menn til að aflétta öllum refsingum við vændi svo þessi „þjónustugrein“ komi frekar upp á yfirborðið. Við þær aðstæður verður auðveldara að koma í veg fyrir hvers kyns ofbeldi, t.d. barsmíðar og mansal. „Refsingar við þrælasölu og ofbeldi eiga að sjálf- sögðu áfram að vera þungar. Einnig verður e.t.v. auðveldara að koma fólki til hjálpar sem tekur þátt í þess- um viðskiptum, ef það á um sárt að binda.“ Brotið á rétt- indum kaup- enda kynlífs- þjónustu? FÉLAG raungreinakennara sam- þykkti á aðalfundi sínum ályktun þar sem lýst er yfir furðu með vinnubrögð Tómasar Inga Olrich menntamála- ráðherra vegna fyrirhugaðrar stytt- ingar náms til stúdentsprófs. Í álykt- uninni er varað við því að ráðherra taki jafn afdrifaríka ákvörðun án þess að fram fari heildstæð endurskoðun á öllum skólastigum. „Niðurskurður á námsframboði á einu skólastigi en ekki öðrum getur leitt nemendur í blindgötur með framhaldsnám sitt. Íslenskum stúd- entum er enginn greiði gerður með stúdentspróf í höndum þar sem und- irbúningur undir nám í raunvísindum og verkfræði er skertur enn frekar frá því sem nú er,“ segir í ályktuninni. Þar er jafnframt vitnað í orð Björns Bjarnasonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, frá árinu 2001 þar sem hann segir að það sé óviðunandi að það komi færri raungreinamenntaðir kandídatar frá íslenskum háskólum en frá nokkurri annarri þjóð á sam- bærilegu menntunarstigi. Að mati fé- lagsins er styttingin alls ekki til þess fallin að snúa þessari þróun við. Bent er á að áfangakerfi fram- haldsskólanna bjóði upp á þann möguleika að nemendur ljúki stúd- entsprófi á þremur árum en að reikni- líkan menntamálaráðuneytisins vegna fjárveitinga til framhaldsskóla geri skólunum ekki kleift að bjóða upp á þennan kost. Rangreinakennarar beina því til ríkisstjórnarinnar að fresta um sinn öllum hugmyndum um styttingu stúdentsprófsnámsins þar til frekari vinna við mat á kostum þess og göll- um að stytta námið hefur farið fram. Undrast vinnubrögð menntamála- ráðherra ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.