Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.11.2003, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á MÁLÞINGINU komusaman fræðimenn fráÍslandi, Evrópu og Afr-íku og ræddu ýmsarhliðar málverndar og þróunar tungumála í heiminum und- anfarin ár. Meðal framsögumanna voru dr. Ulrich Ammon frá Gerhard- Mercator-háskóla í Duisburg í Þýskalandi, Deborah Cameron frá Menntunarstofnun Lundúnahá- skóla, Lars S. Vikör frá Oslóarhá- skóla, Guðrún Kvaran frá íslenskri málefnd og Kwesi Kwaa Prah frá Miðstöð æðri rannsókna á afrísku samfélagi, auk fleiri fræðimanna. Dr. Ammon sagði í erindi sínu frá tengslum tungumála og sjálfsmynd þjóða og hvernig málhreinsun teng- ist sjálfsmyndarhugtökum. Gerði hann þar greinarmun á félagslegri sjálfsmynd einstaklings og sameig- inlegri sjálfsmynd heildar, t.d. sjálfsmynd þjóðar. Tungumál eða málfarsatriði geta orðið að táknum hópsins í augum fulltrúa hans eða orðið opinber þáttur í sameiginlegri sjálfsmynd heildarinnar. Sem dæmi um slíkan opinberan þátt má nefna þjóðtungur. Málhefð endurspeglar samfélagsgerð landa Ammon fjallaði meðal annars um muninn á franskri og þýskri þjóð- ernisvitund og hvernig sá munur tengist muninum á þróun þjóðtung- unnar. Þannig hefði franskan orðið þjóðartunga Frakka til að liðka um fyrir stjórnkerfinu í landi þar sem fjölmörg tungumál og mállýskur voru talaðar. Aftur á móti varð þýska tungan ofan á í pólítískum átökum og þjóðernismótun keisara- dæmis úr fjölmörgum smærri her- togaríkjum. Hann segir Þjóðverja lengi hafa skilgreint sig sem þjóð út frá „sömu tungu“ en Nasistar hafi breytt þeirri skilgreiningu úr tungu- máli og yfir í kynþátt og hafi því ekki haft áhuga á málhreinsun. Engu að síður hafi málhreinsun orðið að bannorði á eftirstríðsárunum vegna hinna hefðbundnu tengsla mál- hreinsunar og þjóðernisstefnu. Ný- lega voru þó stofnuð málræktar- stamtök sem heita Verein Deutsche Sprache og hefur að markmiði að vernda þýska tungu gegn „innrás“ enskra málfarsáhrifa. Félagið út- nefnir árlega „Málfalsara“ ársins, þ.e.a.s. aðila sem hefur staðið sig einkar illa í verndun þýskrar tungu og birtir nafn hans víða. Hlutverk enskra tökuorða var einnig til umfjöllunar hjá Ulrich Ammon, en hann taldi að með vax- andi enskukunnáttu yrði auðveldara að skilja þau og nýta sér þau án þess að það spillti fyrir þýskunni sem tungumáli. Þó væri mikilvægt að gæta tungunnar vel, þar sem hún væri mikilvægur hluti þýskrar þjóðarsjálfsmyndar. Goðsögnin um frjálslyndi Breta Í erindi sínu fór Deborah Camer- on yfir þá einstöku stöðu sem enska hefur í heiminum og stöðu bresks samfélags með alþjóðavæðingu enskunnar. Hún sagði það algenga skoðun meðal Breta að engin sér- stök opinber málhreinsunarstefna ríkti í Bretlandi, enda væri enskan álitin heimsmál og ekki lengur eign Breta. Bresk afstaða til máls væri talin frjálslynd, umburðarlynd og raunsæ og hún stjórnaðist fremur af heilbrigðri skynsemi en af hug- myndafræði, málið þróaðist nú á eig- in forsendum. Sagði hún Breta gjarnan líta á enskuna sem gjöf sína til heimsins. Þetta sagði hún goð- sögn, bresk stjórnvöld héldu í raun uppi ýmiss konar dulinni málhreins- unarstefnu. Cameron taldi meðal annars upp dæmi um það hvernig hnattvæðing- arferlin geta almennt haft áhrif á málnotkun, málviðhorf og mál- stefnu, þá tók hún sérstaklega fyrir hvernig þessi ferli snerta Bretland. Þá nefndi hún að fram væri komin landsáætlun um læsi sem miðaði að því að efla færni í staðalmálinu, eink- um meðal skólabarna. Hún sagði að alþjóðavæðingin gerði það að verk- um að breskt samfélag væri óðum að breytast úr iðnaðarsamfélagi í við- skipta- og þjónustusamfélag, lykilat- riði væri að sjá til þess að Bretland geti keppt á alþjóðamarkaði og er því talið algerlega nauðsynlegt að sjá til þess að vinnuafl landsins búi yfir meiri færni í staðalmálinu. Það kom einnig fram í máli Cameron að dregið er úr kennslu í erlendum málum í skólum og sagði hún það endurspegla þá skoðun að yfirburðastaða ensku sem heims- máls gerði að verkum að ekki væri lengur eins mikilvægt að verja tíma og fjármunum í að mennta nemend- ur í öðrum tungumálum. Hún sagði það ennfremur vera spá sumra sér- fræðinga að með væntanlegri stækkun Evrópusambandsins yrði enska vinnumál Evrópustofnana. Bandaríkin kaffæra önnur lönd Innflytjendur á Bretlandi voru einnig til umtals hjá Cameron, en flóttamenn sækja mjög til Bret- lands, vegna þess að enskukunnátta er almennari en önnur tungumála- kunnátta og því meiri möguleikar á því að bjarga sér í samfélaginu og komast af. Sem viðbrögð við áhyggj- um Breta af auknum fjölda nýrra innflytjenda eru nú komin fram tungumálapróf fyrir innflytjendur sem sækja um breskan ríkisborg- ararétt. Almenningur lítur gjarnan á þessa innflytjendur sem „sníkjudýr“ sem vilji eingöngu nýta sér efna- hagsleg tækifæri og velferðarþjón- ustu. Stærstu ógnina sem Bretar sjá við enskuna sagði hún þó vera banda- ríska ensku, sem hún sagði ógna til- vist hefðbundinnar ensku. Hún sagði bandaríska menningu flæða yfir heiminn og bandarískt afþrey- ingarefni kaffæra öll önnur menn- ingarsvæði í bandarískum máláhrif- um. Þetta væri raunverulegt áhyggjuefni. Kwesi Kwaa Prah fjallaði í sínu erindi um Afríkumálaverkefnið, sem hefur leitt í ljós að Afríka þarf á tungumálum sínum að halda í grunnmenntun sem og almennt í afrískri samfélagsþróun. Sagði hann Afríkulönd myndu ná þróunarmark- miðum sínum betur á öllum stigum menntunar ef menntakerfið í heild byggðist á þeim tungumálum sem upprunaleg væru í álfunni. Ef Afr- íkulönd eiga að stefna fram á við í menntun og framförum verði að leyfa menningu fjöldans að njóta sín. Menntun og fjölmiðlar verði að ná til milljónanna í borgum og sveitum á þann hátt að það höfði til þeirra menningarlega og þannig að ekki sé vísað á bug sögulegum og menning- arlegum arfi þeirra. Sagði Prah að þrátt fyrir stærðina væri Afríka enginn Babelsturn. Yfir sjötíu og fimm prósent Afríkumanna töluðu tólf megintungur sem fyrsta, annað eða þriðja mál. Því myndi samræming Afríkumála þar sem gagnkvæmur skilningur er stórauka hagkvæmni við þróun námsgagna og fjölmiðla- og menningarefnis, sem yrði stórt skref til þess að styrkja samfélagslegan grundvöll undir menningar- og félagslegar framfarir í Afríku. Auk þess væri það eina leið- in til þess að efla menningarlega hinn breiða fjölda í afrísku samfélagi og brúa menningarbilið milli forrétt- indahópsins og alls almennings. Ennfremur væri þessi samræming lykillinn að því að þurrka burt þá fordóma, sem Afríkumál sitja uppi með eftir nýlendutímann, að þau séu óæðri. Prah sagði samræmingu ritunar- reglna og málkerfa vel á veg komna víða í Mið-Afríku og Vestur-Afríku. Þetta starf væri nú í fullum gangi og niðurstöður þess kæmu fram með tíð og tíma. Tungumálsfærni stuðlar að samkeppnishæfi Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefnan var vel sótt og mikils áhuga gætti meðal fundargesta sem höfðu margs að spyrja. Dr. Ulrich Ammon og Deborah Cameron fluttu fyrirlestra um málvernd. Tungumál er nátengt þjóð- ernistilfinningu og sam- kennd í samfélagi ef marka má fyrirlesara á málþingi um málstöðlun og mál- vernd sem fram fór í Há- skóla Íslands á dögunum á vegum íslenskrar mál- nefndar. Svavar Knútur Kristinsson sat málþingið, þar sem mætir fræðimenn lögðu einnig ríka áherslu á mikilvægi móðurmálsfærni fyrir velferð og hagsæld þjóða í samfélagi nútímans. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.