Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 1
ÓLÖF Pétursdóttir dómstjóri hvatti á aðal- fundi Dómarafélags Íslands á föstudag til að frumkvæði fjárveitinga til dómstóla flyttist frá framkvæmdavaldi til löggjafarvalds. „Ég tel rétt að dómstólar sæki fjárveit- ingar sínar beint til löggjafarvaldsins í stað þess að þurfa að sækja þær í gegnum fram- kvæmdavaldið til Alþingis. Þetta yrði í raun með sama hætti og hjá umboðsmanni Al- þingis,“ segir Ólöf, en Dómarafélagið fól henni að skoða breytingar sem lagt er til að gerðar verði á stjórnsýslu, fjármálum og verkaskiptingu tengdum héraðsdómstólum í frumvarpi um breytingu á dómstólalögum og lögum um meðferð einkamála. Á fundinum vísaði Ólöf í mikilvægi þess að viðhalda þrígreiningu ríkisvaldsins. „Ég tel að markmið okkar sé og eigi að vera, að dómstólar verði sjálfstæðir í sér- hverju tilliti, þannig að þeir falli hvorki undir ákvörðunarvald framkvæmdavalds né lög- gjafarvalds í fjárhagslegu eða stjórnunar- legu tilliti. Ég tel tvímælalaust betra fyrir sjálfstæði dómstólanna, að þurfa einungis að sækja fjárveitingar til eins valdhafa ríkis- valdsins, það er að segja Alþingis, heldur en að eiga það undir báðum valdhöfunum, með því að sækja það til Alþingis í gegnum stjórnsýsluna, þ.e.a.s. dómsmálaráðuneyti,“ sagði Ólöf í erindi sínu. Alþingi hafi frumkvæði að fjárveitingu til dómstóla STOFNAÐ 1913 305. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Styr um Bretaprins Karl prins hyggst höfða mál vegna sögusagna Erlent 12 Felix í besta formi Umsögn um leikritið Ævintýrið um Augastein Listir 16 Gefandi bókaútgáfa Samhent hjón hafa staðið að Hörpuútgáfunni Vesturland 11 ATSKÁKAREINVÍGI þeirra Friðriks Ólafssonar og Bents Larsen, KB-einvígið, hefst á Hótel Loftleiðum kl. 18 á morgun, þriðjudag, en það er haldið til að minnast frægs einvígis sem þeir háðu rúmlega tví- tugir að aldri um Norðurlandameistaratitil í skák í Sjómannaskól- anum árið 1956. Friðrik og Bent tefla alls átta atskákir eða jafn- margar skákir og í einvíginu fræga. Tefldar verða tvær skákir á hverju kvöldi og verða síðustu skákirnar tefldar á föstudagskvöldið. Segja má að enn sé allt algerlega í járnum milli Friðriks og Bents því þeir munu hafa teflt 33 skákir frá árinu 1951 og hafa einungis þrjár þeirra endað með jafntefli en fimmtán sinnum hefur hvor um sig sigrað. Friðrik og Bent settust niður við skákborðið í Sjómannaskólanum í gær og rifjuðu upp gamla daga. Bent gat ekki látið hjá líða að minna Friðrik á gamla afleiki úr fyrri viðureignum þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Hnífjafnir eftir 33 skákir NÝVERIÐ opnaði enn ein heimasíðan til- einkuð íslensku hljómsveitinni Sigur Rós. Á síðunni, sem er á slóðinni www.poppla- gid.com, eru taldar upp um 200 ólöglegar hljóðritanir – flestar af tónleikum sveit- arinnar. Síðan er sennilega sú ítarlegasta af þeim sem tileinkaðar eru sveitinni. Ólöglegt efni með Sigur Rós RÍKI arabaheimsins fordæmdu í gær mannskæða hryðjuverkaárás sem gerð var í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, seint á laugardags- kvöld að íslenskum tíma. Vitað er að að minnsta kosti 17 manns, þar af fimm börn, fórust og á annað hundrað manns slasaðist. Lang- flest fórnarlömbin voru annaðhvort Sádar eða fólk frá öðrum múslíma- löndum. Hinn helgi mánuður múslíma, ramadan, stendur nú yfir. Áhrifa- miklir múslímaklerkar í Egypta- landi sögðu í gær að verja mætti sjálfsmorðsárásir í mánuðinum ef þær væru þáttur í heilögu stríði en aðgerðir af þessu tagi væri ekki hægt að réttlæta. Arababandalag- ið, sem 22 ríki eiga aðild að, for- dæmdi árásina og sagði í yfirlýs- ingu þess að hún hefði verið verk „hugleysingja og hermdarverka- manna“. Amr Moussa, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, sagði að markmið árásarmanna hefði verið að grafa undan stöðugleika, hræða og drepa saklaust fólk. Stjórnvöld í Íran fordæmdu einnig tilræðið. „Það er andstætt íslömskum gildum og mannlegu siðgæði að drepa varnarlausar kon- ur og börn í hinum helga mánuði ramadan,“ sagði utanríkisráðherra landsins, Kamal Kharazi. Um var að ræða sjálfsmorðsárás og var tveim bílum með sprengiefni ekið inn í hverfi við borgina. Líkur eru taldar á því að um liðsmenn al- Qaeda-samtakanna hafi verið að ræða og segja sérfræðingar að allt bendi nú til þess að hryðjuverka- samtök séu að reyna að skapa ring- ulreið í landinu. Þeir voni að þá fái þeir færi á að taka völdin og stofna arabískt ríki í anda talibana sem áður réðu yfir Afganistan. Fordæma árás í Sádi-Arabíu Reuters Kona situr á sjúkrahúsi í Riyadh eftir að gert hefur verið að sárum hennar eftir sprenginguna í höfuðborg Sádi-Arabíu í gær. Myndramm- inn er úr frétt sjónvarpsstöðvarinnar al-Arabiya. Riyadh. AFP, AP. 17 látnir og mik- ill fjöldi særður  Minnst/12 STJÓRNARFLOKKUR Junichiro Koizumis, forsætisráðherra Jap- ans, Frjálslyndi demókrataflokk- urinn (LDP) og samstarfsflokk- ar hans héldu meirihlutanum í neðri deild jap- anska þingsins en þingkosning- ar fóru fram í gær. Meirihluti Koizumis minnkaði samt nokkuð, stjórn- arflokkarnir fengu samtals 275 þingsæti af 480 en töpuðu 12 þing- sætum. LDP fékk 237 þingsæti en hafði 247 fyrir kosningarnar. Demó- krataflokkurinn (DJP), stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, jók verulega fylgi sitt og fékk 177 þing- sæti, bætti við sig 40 þingmönnum. LDP hefur verið við völd nær óslitið í 48 ár. „Þar sem LDP hefur verið svo lengi við stýrið geri ég ráð fyrir að fólk vilji breytingar og aukinn styrkur DJP endurspegli þær óskir. Margir eru orðnir óþol- inmóðir og vilja sjá árangur af um- bótunum,“ sagði Koizumi í gær. Hann hefur beitt sér fyrir umbót- um í efnahagsmálum þrátt fyrir andstöðu íhaldsafla í eigin flokki. Koizumi hélt þing- meirihluta Tókýó. AFP, AP. Junichiro Koizumi  Aðdáendasíður/35 Morgunblaðið/Golli LAGIÐ Slow, sem Em- ilíana Torrini samdi fyrir Kylie Minogue, fór beint á topp breska smáskífulistans fyrir vikuna sem leið. Þetta er sjöunda lagið sem Kylie Minogue kemur á toppinn og hefur hún þannig rutt úr sessi sjálfri Madonnu en hún hefur á ferlinum náð sex lögum á topp breska listans. Minogue lýsti í sam- tali við Morgunblaðið um helgina ánægju með samstarfið við Emilíönu og sagði um söng sinn í laginu Slow að rödd hennar hafi aldrei hljómað svona áður á plötu. Emilíana Torrini samdi tvö lög á nýj- ustu plötu Minogue, Body Language, en plötunni er spáð miklum vinsældum. Lag Emilíönu beint á toppinn ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.