Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR stjórnmálaflokkanna eru sammála þeim áhyggjum sem fram komu í máli Stefáns Jóns Haf- stein og Róberts Marshall í þættinum Ísland í dag á föstudaginn, varðandi samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðl- um hér á landi. Þó telur fulltrúi Vinstri grænna einn að tími sé kom- inn til að skipta sér af þessum málum með lagasetningu. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir með Stefáni Jóni og Róberti, hvað varðar mikilvægi fjölbreyttra fjöl- miðla. Hann segir mjög mikilvægt í lýðræðisríki að eiga öfluga fjölmiðla og að þeir séu á mörgum höndum, enda gegni þeir afar mikilvægu hlut- verki „Of mikil samþjöppun getur verið lýðræðinu varasöm,“ segir Guðni, „en ég sé það ekki á þessari stundu að ríkið eigi að skipta sér af svona málum. En ég held að bæði stjórnmálamenn og flokkarnir og all- ir unnendur lýðræðis og frjálsrar um- ræðu hljóti að hugsa um þetta..“ Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segist ekki telja samþjöppun á fjölmiðla- markaði æskilega. „Hins vegar tel ég að á meðan við höfum Ríkisútvarpið sem sjálfstæðan miðil og Morgun- blaðið, þá þurfum við ekki að hafa verulegar áhyggjur af þessu. Mér finnst þó samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla ekki æskileg, betra er að hver fjölmiðill sé sjálfstæður fyrir sig. Við þurfum ekki að hrökkva upp af hjörunum, en það er sjálfsagt að fylgjast með því hvernig þetta þróast. Hins veg- ar getur það orðið þannig að ef fyrir- tækin sem eiga þessa fjölmiðla nota eignarhaldið til þess að stjórna þeim þá gætum við þurft að skipta okkur af því. Það hafa verið tilburðir í þessa átt undanfar- ið.“ Er hægt að reisa Kínamúra? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vara- formaður Samfylkingarinnar, segist ekki enn hafa myndað sér skoðun um hvernig hindra megi óæskileg hags- munatengsl og samþjöppun eigna, en það sé ástæða til að fara yfir þessi mál. „Bein eða óbein tengsl fjölmiðla við stórfyrirtæki eða flokka geta haft áhrif á fréttaflutninginn, þótt það þurfi ekki að gerast. Það þarf ekki mikið til að vekja ákveðna tor- tryggni,“ segir Ingibjörg Sólrún og tekur sem dæmi söguleg tengsl Morgunblaðsins við Sjálfstæðisflokk- inn og þær umræður og vangaveltur sem vakna reglulega í samfélaginu um hvort fréttaflutningur blaðsins litist af því eða ekki. „Það er mjög erf- itt að gera í því hvernig eignarhald- inu er háttað. Það er spurning hvort hægt er að setja einhverja Kínamúra milli eigenda og fréttastofa. Það er gömul saga og ný að þegar menn kaupa fjölmiðla eru þeir mjög oft að reyna að kaupa sér aðgang að áhrifum. Fjöl- miðlun er ekki gróðavænleg starfsemi í sjálfri sér, ég hugsa að menn geti víða fengið meiri arð af sínum fjárfesting- um í einhverju öðru. Það eru til dæm- is viss hagsmunatengsl milli útvarps- stöðva Norðurljósa og Skífunnar sem hljómplötuverslunar, það er veruleik- inn í dag, rétt eins og það var veru- leikinn árið 1918 að kaupmennirnir í borginni keyptu Morgunblaðið. Menn eru að reyna að tryggja hags- muni sína og áhrif. Á bak við þetta geta legið eðlileg viðskiptasjónarmið, en það verður varhugaverðara ef eignarhaldið fer að hafa áhrif á fréttastofurnar, og þá frekar á litlum markaði en hinum stærri, þar sem margir eru um hituna.“ Öll sjónarmið eigi greiðan aðgang til almennings Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, segir vaxandi kröfu í samfélaginu um takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum. „Vel þekkt eru bandarísk ákvæði um að sjónvarpsstöðvar megi ekki eiga blöð og eitthvað í þeim dúr,“ segir Stein- grímur, sem segir þá leið vera við- leitni til þess að verjast óhóflegri samþjöppun á þessu sviði. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé tímabært, og þótt fyrr hefði verið, að huga að þessum málum hér á Íslandi, því það stefnir í enn meiri samþjöppun og fá- keppni. Eins vond og fákeppni á sviði viðskiptalífs getur verið, þá er hin andlega eða huglæga fákeppni enn þá verri. Það er skelfileg þróun í lýðræð- isþjóðfélagi ef ekki er tryggt að blómstri fjölbreytt flóra fjölmiðla og öll sjónarmið eigi greiðan aðgang til almennings. Við viljum lifa í opnu og upplýstu samfélagi og fjölmiðlar eru mikilvægir í því sambandi,“ segir Steingrímur að lokum. Ekki náðist í Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra vegna málsins en Davíð Oddsson forsætisráð- herrasagði efnislega í viðtali við Rík- issjónvarpið að stefna hefði enn ekki verið mörkuð hvað varðar takmörkun á eignarhaldi á fjölmiðlum. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna um eignarhald á íslenskum fjölmiðlum Sammála um alvar- leika samþjöppunar Guðjón A. Kristjánsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steingrímur J. Sigfússon Guðni Ágústsson „KUNNÁTTA grunnskólanemenda í stærðfræði er nú með þeim hætti að ekki verður við unað,“ segir í ályktun ársþings SAMFOKS (Samband foreldra- félaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur) sem haldið var á laugardaginn. „Foreldrar á Ársþingi SAMFOK 2003 krefjast þess að menntamálaráðherra, fræðsluyfirvöld í sveitarfélögum, Námsgagnastofnun, Námsmats- stofnun, kennarar og foreldrar taki höndum saman og vinni að bættri stærðfræðimenntun grunnskóla- nema. Beitt verði aðgerðum til að styrkja stærð- fræðikennara í starfi með auknu námsefni og mark- vissum aðgerðum í viðbótarnámi í stærðfræði. Mikilvægt er að vinna gegn fordómum og hræðslu gagnvart stærðfræði og tryggja henni þann nauð- synlega sess sem hún þarf að skipa í þekkingarsam- félagi nútímans,“ segir í ályktuninni. Gott að foreldrar komi með ábendingar Stefán Jón Hafstein, formaður fræðslunefndar Reykjavíkurborgar, segir það ágætt að foreldrar setji fram gagnrýni af þessu tagi, það sýni einfaldlega að kerfið virki að því leytinu til. „Viðbrögð frá notendum og njótend- um þjónustunnar eiga auðvitað að skila sér beint til skólafólks og þeirra sem fara með stefnumótun. Það er því út af fyrir sig gott að foreldrasamtökin skuli koma með ábendingar af þessu tagi. Auðvitað verð- ur það tekið alvarlega og það er einmitt hlutverk Fræðsluráðs að taka upp ábendingar af þessu tagi og fylgja þeim eftir.“ Stefán segir það vera fróðlegt að fá að vita í hverju veikleikarnir eru fólgnir, að mati samtak- anna. Það sé spurning hvort verið sé að segja að námsefnið sé lélegt eða kennararnir eða hvort þessi staða sé bundin við eitt sveitarfélag en ekki annað o.s.frv. „En erindinu ber að taka alvarlega og skoða alvarlega.“ Sterkir samfélagslegir þættir að verki Birna Hugrún Bjarnadóttir, formaður Flatar, Samtaka stærðfræðikennara, segir ályktun SAM- FOKS óneitanlega vera nokkuð harðorða en um leið dálítið óljósa en samtök stærðfræðikennara vilji þó ekki kannast við að um sé að kenna lélegum kenn- urum í stærðfræði. Það sé þó gott að foreldrar vilja vekja umræðu um málið. „En það þarf að skoða þetta í miklu víðara sam- hengi en bara kennslu og námsefni. Námsgreinin sjálf er nemendum ekki mjög töm. Ef við hugsum um hvað krakkar vinna með stærðfræði utan skól- ans þá er það alveg hverfandi. Ef við skoðum ensk- una, sem þau standa sig best í, þá finna þau heilmik- inn hag í því að nota enskuna. Þar eru þau að glíma við tölvur, tölvuleiki og sjónvarpsefni o.s.frv. þannig að það er áreiti í umhverfinu sem gerir það fýsilegt að vera góður í ensku. Íslenskan er þeim líka töm en danskan kemur illa út, hún er ekki spennandi og er þeim ekki töm. Við foreldrarnir erum auðvitað fyr- irmyndir og hvenær erum við sem foreldrar að fást við stærðfræði? Við erum hætt að baka og sauma eða smíða, við erum aldrei að vega neitt og notum kort í stað peninga. Þannig að það eru mjög sterkir samfélagslegir þættir sem þarna koma inn í mynd- ina. Aftur á móti tölum við íslensku og notum ensk- una þannig að staða og eðli greinarinnar er allt öðruvísi. “ Birna bendir á að foreldrar geti stutt heilmikið við bakið á börnunum, bæði með því að telja með þeim, spila við þau og ræða við þau um stærðfræði. „Ef það gerðist á heimilum væri staða mála betri því talnaskilningur barnanna er lélegur,“ segir Birna. Ekki verður unað við kunn- áttu nemenda í stærðfræði SKIPTASTJÓRI þrotabús Útgáfu- félags DV hefur sent öllum blaðber- um blaðsins bréf, þar sem fram kem- ur að þrotabúið gangi ekki inn í ráðningarsamninga sem Útgáfu- félag DV gerði við starfsfólk sitt. Því er ljóst að blaðberar blaðsins, sem venjulega fá laun sín greidd 15. hvers mánaðar, fá ekki laun sín greidd. „Vandinn er sá að blaðberar, líkt og aðrir launþegar, verða að lýsa kröfum fyrir mér í þrotabúið,“ segir Þorsteinn Einarsson, skiptastjóri þrotabúsins. „Launakröfur eru for- gangskröfur og launakröfur sem stofnað er til á greiðslustöðvunar- tímabili eru búskröfur sem eru enn meiri forgangur. Hins vegar getur tekið einhverja mánuði að afgreiða það í sjálfu sér, þannig að það er mið- ur ef laun blaðbera eru í vanskilum. Annars verða þeir að leita til Ábyrgðarsjóðs launa ef þeir fá ekki upp í kröfurnar og það getur líka tekið nokkra mánuði.“ Þrotabú DV Laun blaðbera fyrir október ekki greidd RÍKISSTOFNANIR hafa fengið bréf frá ráðuneytum þar sem þeim er bent á það verklag að snúa sér beint til ráðuneyta ef þær hafa uppi óskir um viðbótarframlög, fremur en að leita að eigin frumkvæði til fjár- laganefndar. Verklag sem viðgengist hefur Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneyt- inu, er hér ekki um nýtt verklag að ræða. „Þetta er hluti af verklagi sem viðgengist hefur við rammafjárlaga- gerðina þar sem ríkisstjórnin ákveður hvaða fjárhagsramma hvert ráðuneyti hefur til ráðstöfunar og þau eiga síðan að vinna úr þeim fjár- munum sem þau hafa til ráðstöfunar og skipta þeim niður á sínar stofn- anir.“ Hann segir að stundum vilji bera á því að einstakar stofnanir, sem ekki hafa verið sáttar við það sem þeim var úthlutað, hafi snúið sér til fjárlaganefndar. Það sé hins veg- ar ekki í anda þessa verklags við fjárlagagerðina. „Það sem gert var núna og hefur verið í mörg ár er að samþykkt var í ríkisstjórn að ráðu- neyti og stofnanir fari ekki beint og að eigin frumkvæði á fund fjárlaga- nefndar til að tala fyrir sérstökum fjárveitingum sér til handa. Það var verið að árétta þetta vinnulag innan kerfisins. Það er hins vegar ekki ver- ið að segja fjárlaganefnd fyrir verk- um því hún getur ákveðið að fara í hvaða útgjaldaliði sem er og kallað til sín hvaða stofnanir sem er. Eftir að ríkisstjórnarsamþykkt lá fyrir um þetta verklag hnykkti fjár- málaráðuneytið á því með bréfi til ráðuneytanna, þar sem vísað var til þessarar samþykktar ríkisstjórnar- innar og mæltist ráðuneytið til þess að ráðuneytin upplýstu sínar stofn- anir um þessa samþykkt.“ Ekki verið að taka fram fyrir hendur fjárlaganefndar Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar, segir að fjárlaganefnd líti ekki svo á að verið sé að taka fram fyrir hendurnar á nefndinni með þessu verklagi. „Þetta er óviðkomandi okkur. Það geta allir fengið viðtöl við okkur sem þess æskja. Ef beðið er um að einhver rík- isstofnun komi, þá fær hún viðtal við okkur.“ Stofnanir leiti ekki beint til þingsins STARFSMENN sparisjóðanna á Suðurlandi fóru um helgina í ferð á fjórhjólum á Höfðabrekkuheiðar. Ferðin var farin á vegum fyrirtæk- isins Arcanum, en það er við rætur Mýrdalsjökuls. Nafn fyrirtækisins þýðir leyndardómur en það er ein- mitt markmið þess að opinbera fyr- ir ferðamönnum leyndardóma jök- uls og lands. Fyrirtækið býður upp á snjósleðaferðir um Mýrdalsjökul og nú á þessu ári hóf það að bjóða upp á fjórhjólaferðir um Mýrdal- inn. Eigendur fyrirtækisins eru Bene- dikt Bragason og Andrína Erlings- dóttir. Að sögn Benedikts hefur verið töluverð eftirspurn eftir af- þreyingarmöguleikum fyrir hópa enda er völ á miklu af góðum gisti- möguleikum á svæðinu. Hann segir að þau ætli að bjóða upp á æv- intýraferðir um Mýrdalinn meðan færð og veður leyfir. Þau eru með 10 tveggja manna fjórhjól ásamt leiðsögumannshjóli og segir Bene- dikt að alltaf sé að aukast að starfs- mannahópar fari í ævintýraferðir. Þetta sé nýr möguleiki sem sumir velji frekar en sleðaferð. Ævintýraferð á fjórhjólum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.