Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Uss, þessi er nú bara hérna úr Öskjuhlíðinni, Össi minn. Ráðstefna um frístundanám Aukin reynsla og þekking Samtök félagsmið-stöðva á Íslandi,SAMFÉS, stendur fyrir ráðstefnu föstudag- inn 14. nóvember í Félags- heimili Seltjarnarness og er yfirskrift ráðstefnunn- ar Frítímastarf-óformleg menntun. Eygló Rúnars- dóttir stýrir nú samstarfs- hópi á vegum SAMFÉS um innleiðingu Þors, ár- angursvottunar í fé- lagsmiðstöðvarstarfi, og svaraði hún nokkrum spurningum sem Morgun- blaðið lagði fyrir hana. – Hvað felst í yfirskrift ráðstefnunnar, Eygló? „Í frítíma sínum eru unglingar og ungmenni þátttakendur í fjölbreyttu frístunda- og félagsstarfi. Með virkri þátttöku öðlast ung- lingar reynslu og þekkingu sem sannarlega er hluti þroska þeirra og hefur því menntunargildi þótt þau sjálf líti ekki endilega á þessa auknu þekkingu sína sem nám. Þátttaka í hópastarfi félagsmið- stöðvar krefst samskipta við jafn- ingjana og leiðbeinendur og þjálf- ar því félagsfærni unglingsins á meðan þátttaka í undirbúningi og skipulagningu á tónleikum eða íþróttamóti þjálfar færni til skipulagningar og áætlanagerðar. Hin óformlega menntun sem fram fer í frítímastarfinu skilar unglingnum því aukinni færni til að takast á við lífið fram undan.“ – Er þetta fyrirbæri, menntun í frítíma, eitthvað sem er að aukast þessa dagana? „Ætli það sé ekki frekar svo að umræða um óformlega menntun og hvers virði hún sé hafi aukist í samfélaginu. Til skamms tíma var hugtakið menntun nátengt námskrárbundnu skólastarfi í huga fólks. En það er breytt og við sem störfum með ungu fólki tökum þessari auknu umræðu fagnandi.“ – Hverjir eru aðallega að mennta sig í frítíma? „Ungir sem gamlir sem fást við uppbyggjandi viðfangsefni í frí- tímanum eru að mennta sig á einn eða annan hátt. Þátttaka í félagsmiðstöðinni, Kiwanis- klúbbnum, íþróttafélaginu, Rauða krossinum, skátunum og íbúa- samtökum er óformleg menntun jafnt sem þátttaka í kórastarfinu. Í kórnum eru ekki einungis þjálf- aðir sönghæfileikar og fé- lagsfærni heldur læra þátttak- endur ýmislegt um tónbókmenntir og tónlist án þess að þar fari fram námskrármiðað tónlistarnám.“ – Segðu okkur eitthvað frá dagskrá ráðstefnunnar, hverjir koma til ykkar og um hvað ætla þeir að tala? „Hápunktar hennar eru að Linda Udengaard, formaður SAMFÉS, opnar ráðstefnuna en SAMFÉS hefur fengið til liðs við sig fólk með ólíkan bakgrunn til að varpa ljósi á við- fangsefni ráðstefnunn- ar. Dr. Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent í uppeldisfræði við Kennaraháskólann, mun ræða um áhugamál unglinga sem vettvang menntunar, en það var viðfangsefni hennar til dokt- orsgráðu. Sigríður Lára Alberts- dóttir, deildarsérfræðingur grunnskóladeildar menntamála- ráðuneytisins, mun fjalla um óformlegt nám og gildi þess í menntakerfinu. Einnig fáum við gest frá Bretlandi, John Huskins, sem er hugmyndasmiður verk- efnisins Youth Achievement Awards en verkefnið miðar að því að votta á staðlaðan hátt árangur og óformlegt nám ungs fólks í fé- lagsmiðstöðvarstarfi. Hann mun kynna hugmyndafræði verkefnis- ins og þróun þess í Bretlandi, einkum með tilliti til samstarfs grunnskóla og fagaðila á vett- vangi frítímans. Verkefnið er fyr- irmynd Þors, sem SAMFÉS vinnur að því að innleiða til að votta árangur og óformlegt nám í félagsmiðstöðvum á Íslandi. Pall- borðsumfræður verða í lok dags þar sem búast má við líflegum umræðum. Að sjálfsögðu fær ungt fólk sinn tíma, en stúlkur frá félagsmiðstöðinni Igló munu deila með ráðstefnugestum hluta af því sem þær hafa fengist við í frítím- anum. Laugardaginn 15. nóvem- ber verður boðið upp á smiðju- vinnu fyrir þá sem vilja í tengslum við ráðstefnuna.“ – Er eitthvað fleira sem vert er að nefna? „Það er eitt og annað og þess vegna hvet ég alla þá sem áhuga hafa á þessum málum til að nálg- ast dagskrána í heild, en hana er að finna á heimasíðu SAMFÉS, www.samfes.is.“ – Hverja reiknarðu með að sjá á ráðstefn- unni? „Á ráðstefnunni von- ast ég til að sjá fulltrúa sem flestra sem koma að starfi með ungu fólki, tóm- stundaráðgjafa, unglingaráð- gjafa, kennara, leiðbeinendur fé- lagasamtaka og að sjálfsögðu alla þá sem hafa áhuga á frítímastarfi og menntamálum. Við sem vinnum með ungu fólki, á hvaða vettvangi sem er, stefnum jú öll að sama markinu, þ.e. að búa okkar unga fólk sem bestan far- veg til þroska.“ Eygló Rúnarsdóttir  Eygló Rúnarsdóttir er fædd á Seltjarnarnesi 1972. Stúdent frá uppeldis- og félagsfræðibraut Kvennaskólans í Reykjavík 1992 og lauk B.Ed-prófi frá Kenn- araháskóla Íslands vorið 1996 með íslensku og líffræði sem að- algreinar. Kenndi við Húsaskóla 1996–97 og starfaði samhliða kennslu og námi í félagsmiðstöð- inni Fellahelli. Frá 1997 hefur hún unnið að æskulýðsmálum, fyrst í barna- og unglingastarfi í félagsmiðstöðvunum Fellahelli og Miðbergi í Breiðholti og sl. 2 ár sem verkefnastjóri á æsku- lýðssviði Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Eygló stýrir nú starfshópi á vegum SAMFÉS við innleiðingu Þors, árangursvottunar í félagsmið- stöðvastarfi. Að sjálfsögðu fær ungt fólk sinn tíma LANDNÁMSHÆNSN þurrk- uðust að öllum líkindum að mestu út í móðuharðindunum miklu á of- anverðri 18. öld og blönd- uðust síðan innfluttum hænum á 20. öld. Þetta er kenning Frið- riks G. Olgeirs- sonar sagn- fræðings sem ritaði bókina Alifuglinn, saga alifuglaræktar á Íslandi frá landnámi til okkar daga, og gefin var út af Félagi eggja- framleiðenda fyrr á þessu ári. Nýlega var í Morgunblaðinu greint frá stofnun félags meðal eigenda landnámshænsna. Var þar m.a. haft eftir Jóhönnu Harðardóttur, talsmanni félags- ins, að landnámshænsn hefðu haldið einkennum sínum í gegn- um tíðina og þær verið hér við lýði allt frá dögum Ingólfs Arn- arsonar landnámsmanns. Friðrik gerir athugasemd við þetta og telur miklu nær að fé- lag hænsnaeiganda kenni sig við „íslensku hænuna“. Land- námshænsn hafi að hans mati nær þurrkast út og blandast „brúnu Ítölunum“ sem hafi komið fyrst til landsins í upp- hafi 20. aldar. Því megi halda fram að íslensku hænurnar í dag séu að þriðjungi til land- námshænsn. Telur Friðrik það ennfremur rangt, sem fram hafi komið í blaðinu, að landnáms- hænsnin svonefndu verpi betur en „þær hvítu“. Ekki sé um varphænur að ræða heldur fyrst og fremst skrautfugla. „Ég hef engar sannanir fyrir því að landnámshænsnin hafi nánast þurrkast út. Þetta er fyrst og fremst tilgáta. Miðað við þær heimildir sem ég komst í tel ég að hænsnin hafi lifað harðindin af á afmörkuðum stöðum og þá fyrst og fremst í Skaftafelli í Öræfum,“ segir Friðrik og vitnar einnig til rannsókna Stefáns Aðalsteins- sonar erfðafræðings. Hann hafi safnað saman vefjasýnum úr ís- lenskum hænum og sent til Dan- merkur til að kanna hvort land- námshænur væru enn til staðar. Niðurstaðan hafi verið neikvæð, þ.e. að landnámshænsn væru nánast útdauð hér á landi. Sýnin hafi hins vegar sýnt ákveðna blöndun við aðra stofna. Telur landnámshænsn hafa nær þurrkast út Friðrik G. Olgeirsson „Í Reykjavík eru skólarnir yf- irleitt sjálfseignarstofnanir eða eru sjálfstæðir en úti á landi er það oft þannig að sveitarfélögin eiga skólana,“ segir Árni og bætir við að það sé meðvituð pólitík hjá sveitarfélögunum að leggja mikla áherslu á skólana til að bæta bú- setuskilyrði. „Menn vilja hafa þetta hluta af grunnþjónustunni. Hlutfallslega eru helmingi fleiri börn sem hafa aðgang að tónlistarnámi á lands- SÁ mikli munur sem er á skóla- gjöldum tónlistarskóla á höfuð- borgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar á sér að einhverju leyti skýringar í mis- munandi rekstrarformi að mati Árna Sigurbjörnssonar, formanns skólamálanefndar Félags tónlistar- kennara. Munurinn á hæstu og lægstu skólagjöldum fyrir fullt nám á hljóðfæri nemur 89.200 krónum á landsvísu. Skólagjöld nemenda í fullu námi á hljóðfæri eru um það bil tvöfalt hærri á höfuðborgarsvæðinu en ut- an þess. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu eru 31% grunnskólanemenda utan höfuð- borgarsvæðisins í tónlistarnámi á móti aðeins 16% barna á höfuð- borgarsvæðinu. byggðinni en í Reykjavík.“ Árni bendir á að þar sem sveit- arfélögin eiga tónlistarskólana sjálf sé starf þeirra í nánari tengslum við stjórnsýslu sveitarfé- laganna. „Þau verða þá að standa ábyrg fyrir ákveðinni pólitík í skólamál- um og það auðveldar sveitarfélög- unum að hafa ákveðna stefnu í þeim málum. Í Reykjavík skortir fyrst og fremst ákveðna og meðvit- aða stefnu.“ Árni segir að á landsbyggðinni nýti tónlistarskólarnir oft húsnæði grunnskólanna og að börn geti oft sótt tónlistarnám á skólatíma. Í Reykjavík er þessu hins vegar ekki þannig varið og húsnæði tónlistar- skólanna því oft nýtt í stuttan tíma á dag. Gjöld í tónlistarskólum eru hæst á höfuðborgarsvæðinu Liggur að hluta í ólíku rekstrarformi Gjöldin eru tvö- falt hærri á höf- uðborgarsvæðinu en úti á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.