Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐILDARRÍKI Evr- ópusambandsins, ESB, ættu að læra af velgengni Breta í efna- hagsmálum, draga úr hömlum í viðskiptalíf- inu, auka samkeppni og leggja af hugmyndir um að samræma skatt- lagningu í ríkjunum, að sögn Gordons Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Hann ritaði nýlega grein í The Daily Telegraph þar sem hann gagnrýndi drög að stjórnarskrá sambandsins fyrir að þar væri óljóst hvort aðildarríkin myndu áfram hafa fullt sjálfstæði í skattamálum. Ummælin þykja sýna ásamt öðru að ágreiningur vaxi nú milli Browns og Tony Blairs forsætisráðherra. Nýlega kom Blair í veg fyrir að Brown væri kjörinn í framkvæmda- stjórn Verkamannaflokksins. Dagblaðið The Guardian sagði frá því á vefsíðu sinni í gær að John Prescott aðstoðarforsætisráðherra hefði miðlað málum og fengið mennina tvo til að hittast á fimmtudag yfir miðdegisverði enda hefðu deilurnar verið orðnar svo alvarlegar að þær ógnuðu ríkis- stjórninni, að mati Prescotts. Hann hvatti þá eindregið til að slíðra sverðin. Heimild- armenn segja að Blair sé ekki reiðubúinn að hvika neitt í deilum um umbætur á skipulagi velferðarþjónustu sem er eitt af deiluefnum hans og Browns. Sagt er að Blair hafi sagt hranalega við Brown sem lengi hefur verið sagður stefna að því að taka við af Blair: „Ég er forsætisráð- herrann.“ Brown segir í grein sinni að reynslan hafi sýnt að vegna vaxandi hnattvæðingar sé brýnt að Evrópu- ríkin geri umbætur á rígbundnu at- vinnu- og efnahagslífi sínu til að standast samkeppni frá öðrum heimshlutum. Og hafna beri úreltum hugmyndum um að sameiginlegi markaðurinn leiði „með ófrávíkjan- legum hætti til samræmingar skatta, sameiginlegra fjárlaga og síðan sam- bandsríkis“. Ekki sam- hljóða Blair Blair styður stjórnarskrárhug- myndirnar og segja fréttaskýrendur að ummæli fjármálaráðherrans geti jafnvel orðið vopn í höndum íhalds- manna sem berjast fyrir því að Blair efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá ESB en hann hefur vís- að þeirri tillögu á bug. Brown segir í grein sinni að lítill hagvöxtur í Evrópu og minni fram- leiðni en í Bandaríkjunum sýni að ESB haltri á eftir og sé of upptekið af eigin málum. Álfuna megi ekki daga uppi sem lokaður klúbbur sem standi sig ekki í alþjóðlegri sam- keppni. Menn verði að hugsa hnatt- rænt. Ekki gangi til lengdar að halda fast í staðnaða samfélagsgerð í Evr- ópu þar sem um 40% atvinnulausra hafi verið lengi án vinnu en samsvar- andi hlutfall sé aðeins um 5% í Bandaríkjunum. „Ég er forsætis- ráðherrann“ Merki um aukinn ágreining Browns og Blairs Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands. TALIÐ er að minnst 17 manns, þar af fimm börn, hafi látið lífið og rúm- lega 120 eru særðir eftir sjálfs- morðsárás í íbúðahverfi við Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, á laugar- dagskvöld. Meðal hinna látnu eru auk Sáda Egyptar, Líbanar og Súd- anar. Sjö Kanadamenn og nokkrir Bandaríkjamenn eru meðal hinna særðu en einnig eru í þeim hópi fólk frá Bangladesh og mörgum öðrum múslímalöndum í Asíu og Afríku. Yfirvöld í Sádí-Arabíu telja að al- Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, hafi staðið að tilræðinu en engin samtök höfðu síðdegis í gær lýst verkinu á hendur sér. Hermd- arverkamennirnir komu á tveimur bílum, hlöðnum sprengiefni, inn í Muhaya-íbúðahverfið í borginni en þar býr margt útlendinga. Voru mennirnir klæddir einkennisbúning- um öryggisvarða og bílarnir merktir sádískum öryggissveitum. Bandaríkjamenn vöruðu við fyrir helgi Bandarískir embættismenn vör- uðu þegar fyrir helgina við því að lík- ur væru á tilræði í Sádi-Arabíu og lokuðu í bili skrifstofum sínum í landinu. Fengu sendiráðsmenn fyr- irmæli um að halda sig inni á lóðum húsanna sem eru vandlega víggirtar. Breskir sendifulltrúar fengu einnig boð um að vera mjög á varðbergi. Í maí í sumar létu 35 manns lífið í þremur sprengjutilræðum í Riyadh. Sérfræðingar í málefnum hryðju- verkasamtaka segja ljóst að hafið sé stríð gegn stjórnvöldum í Sádi-Arab- íu og miklar líkur á að samtök bin Ladens, sem sjálfur er Sádi, skipu- leggi árásirnar. „Þetta er orðið stríð gegn stjórn- inni, hernaður sem á að breyta land- inu í nýtt Afganistan þar sem komið verður á stjórn í anda talibana,“ sagði Dawood al-Shirian sem er Sádi. Ráðamenn í landinu hafa á und- anförnum vikum staðið fyrir var- færnislegum lagalegum og pólitísk- um umbótum og rætt er um að efna til kosninga til ráðgefandi þings. Benda fréttaskýrendur á að öfga- menn í trúmálum óttist að ef umbæt- urnar verði að veruleika muni þeir einangrast og missa fylgi en sam- kvæmt skoðanakönnunum hafa margir Sádar mikið álit á bin Laden. Markmiðið með sprengjutilræðum, þar sem fórnarlömbin eru aðallega arabar, sé að skapa ringulreið og rugla fólk í ríminu. Harðlínuklerkar múslíma for- dæmdu árásina í gær ekki síður en veraldlegir ráðamenn í arabaheim- inum enda þykir það lýsa óvenju mikilli hörku að gera slíka árás í helgum mánuði múslíma, ramadan. Konungsætt Sádi-Arabíu styðst við einstrengingslega grein af íslam, stefnu wahabíta og samfélagið minn- ir að mörgu leyti fremur á miðaldir en nútímann, þrátt fyrir mikil auðæfi vegna olíulindanna. Síðustu áratugi hafa sádískir valdhafar forðast að ráðast til atlögu gegn öfgafullum múslímum og eru oft sakaðir um að hafa keypt sér frið, stutt skólahald öfgamanna með fé víða um heim í trausti þess að þá yrði ekki ráðist á Sádi-Arabíu. En síðustu mánuði hafa öryggissveitir upprætt nokkra hryðjuverkahópa og oft komið til harðra bardaga. Í liðinni viku sprengdu tveir liðsmenn hermdar- verkahóps sig í hinni helgu borg Mekka fremur en að láta handtaka sig. Minnst sautján fórust í Riyadh-tilræðinu Reuters Maður gengur fram hjá rústum í Riyadh í gær. Sjálfsmorðingjarnir notuðu tvo bíla sem hlaðnir voru sprengiefni. Hryðjuverka- menn taldir vilja fella konungsætt Sádi-Arabíu Riyadh, Kaíró. AP, AFP. KARL Bretaprins hefur falið lög- fræðifyrirtæki að undirbúa mál- sókn á hendur George Smith, fyrr- verandi þjóni prinsins, en Smith hefur gefið til kynna að hann hafi orðið vitni að siðferðisbroti Karls. Dómstólar í Bretlandi hafa bannað fjölmiðlum á Englandi og í Wales að skýra frá eðli þessa meinta brots en fjölmiðlar í öðrum löndum eru ekki bundnir af banninu og heldur ekki skoskir fjölmiðlar. Skoska blaðið Sunday Herald hefur fjallað um málið og fullyrðir að Karl sé sagður hafa átt í kynferðislegu sambandi við karlmann. Talsmenn prinsins hafa gefið í skyn að sögusagnirnar megi rekja til starfsmanns sem hafi átt við áfengisvanda og geðsjúkdóm að stríða eftir að hafa barist í Falk- landseyjastríðinu 1982. Smith var hermaður í umræddu stríði og mun nú vera áfengissjúklingur. Blaðið Sunday Telegraph hefur eftir hátt- settum aðstoðarmönnum prinsins að verið sé að undirbúa málshöfðun á hendur Smith fyrir trúnaðarbrot. Skrifstofa Karl prins í Clarence House í London sendi frá sér yf- irlýsingu í síðustu viku þar sem fréttunum var vísað á bug þótt þá hefði ekki komið fram í hverju brotið ætti að vera fólgið. Michael Fawcett, fyrrverandi aðstoð- armaður prinsins, fór fram á lög- bannið á fréttaflutning en sögu- sagnir eru um að Fawcett sé umræddur ástmaður prinsins. Þess var einnig krafist að fjölmiðlar nefndu ekki nafn Fawcetts en fallið var frá þeirri kröfu. Fjölmiðlar fullyrtu í fyrra að áðurnefndur Smith, sem segist vera gagnkyn- hneigður, hafi kvartað undan því að Fawcett hafi margsinnis áreitt sig kynferðislega og eitt sinn nauðgað sér. Blaðið News of the World skýrði frá því í gær, að sir Michael Peat, einkaritari prinsins, hefði spurt Mark Bolland, sem áður var að- stoðarmaður Karls, hvort prinsinn kynni að vera samkynhneigður eða hneigðist að báðum kynjum. Svarið var nei, að sögn blaðsins. Um var að ræða rannsókn, sem Peat hafði með höndum í kjölfar þess að rétt- arhöld gegn hirðþjóninum Paul Burrell fóru út um þúfur í fyrra. Samkynhneigður eða tvíkynhneigður? „Heldurðu að Karl sé tvíkyn- hneigður?“ spurði sir Michael Peat er hann ræddi við Bolland sem seg- ist hafa orðið furðu lostinn yfir spurningunni. Hann hafi svarað að ekki benti nokkur skapaður hlutur til þess að prinsinn væri annað en gagnkynhneigður. Karl prins var væntanlegur heim í gær úr opinberri heimsókn til nokkurra Asíulanda. Sérfræðingar í málefnum konungsfjölskyldunnar segja að hvort sem eitthvað sé hæft í orðróminum eða hann ósannur hafi Karl og ráðgjafar hans brugð- ist rangt við. Áður hafi í mesta lagi nokkur hundruð manns vitað hvað fólst í umræddum orðrómi en nú viti milljónir manna um hvað málið snúist. Virðuleg þögn hefði verið skynsamlegri en opinberar yfirlýs- ingar sem hafi aðeins orðið til að æsa forvitni almennings. Karl prins mun höfða mál vegna sögusagna Breski ríkisarfinn sagður hafa átt í ástarsambandi við karlmann London. AFP. Karl Bretaprins Michael Fawcett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.