Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 13 #23 ALDREI KYRR STUND ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR FORSÆTISRÁÐHERRA Sri Lanka, Ranil Wickremesinghe, sagðist í gær vera reiðubúinn að draga sig út úr friðarvið- ræðum við uppreisnar- hreyfingu tamíla og láta forseta landsins, Chandrika Kumarat- unga, verk- efnið eftir. Kumaratunga, sem lengi hefur keppt við Wickremesinghe um áhrif á Sri Lanka, segir ríkis- stjórn landsins hafa stefnt hagsmunum þjóðarinnar í hættu með undanlátsstefnu gagnvart tamílum en þeir hafa í tvo áratugi haldið uppi mann- skæðum árásum á stjórnarher- inn. Forsetinn rak í liðinni viku þrjá af ráðherrum Wickremes- inghe og frestaði þingfundum í tvær vikur. Einnig voru her- menn látnir gæta fjölmiðla og annarra mikilvægra staða. Wessex eignast barn SOPHIE Wessex, eiginkona Játvarðar, yngsta sonar Elísa- betar Bretadrottningar, eign- aðist í gær dóttur og er hún fyrsta barn þeirra hjóna sem giftust 1999. Játvarður prins ber nú titilinn jarl af Wessex. Dóttirin fæddist fyrir tímann og var tekin með keisaraskurði. Taya sigraði í Máritaníu MAAOUIYA Ould Taya, forseti Máritaníu, hlaut tvo þriðju hluta atkvæða í forsetakosning- unum í landinu í gær. Máritanía öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum árið 1960. Vonir höfðu verið bundnar við að kosningarnar yrðu undanfari fyrstu skrefa þjóðarinnar í átt til lýðræðis en í gær var helsti keppinautur Taya, Mohamed Khouna Ould Haidallah, handtekinn og sak- aður um að undirbúa valdarán. Haidallah var eitt sinn forseti en Taya rændi sjálfur völdum af honum árið 1984 og hefur síðan haldið þeim. Suu Kyi sýnir samstöðu AUNG San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstæðinga í Búrma, öðru nafni Mynamar, neitar að fara úr stofufangelsi, þrátt fyrir að herforingjastjórnin hafi sleppt henni. Hún segist ekki kæra sig um frelsi fyrr en 35 fé- lagar hennar, sem handteknir voru í maí, fái líka frelsi. Suu Kyi var hneppt í stofu- fangelsi eftir átök milli stuðn- ingsmanna hennar og stjórnar- liða hinn 30. maí sl. Þrátt fyrir þrýsting frá fjölmörgum ríkj- um, svo sem Bandaríkjunum, hefur herforingjastjórnin í landinu ekki viljað leysa hana úr haldi fyrr en nú. Aung San Suu Kyi, sem er 58 ára og friðarverðlaunahafi Nób- els, hefur tvisvar áður setið í stofufangelsi, fyrst frá 1989– 1995. Öðru sinni sat hún í stofu- fangelsi í 20 mánuði, en var leyst úr haldi í maí árið 2002. STUTT Forsetinn stýri viðræðum Kumaratunga BANDARÍSKAR sprengjuþotur í Írak gerðu árás á skotmörk í grennd við borgina Fallujah, vestan við Bag- dad, í gær eftir að þrír hermenn særð- ust þar í fyrirsát. Bandaríkjamenn sögðu í gær að ljóst væri að Black- hawk-þyrla, sem hrapaði í Írak sl. föstudag, hefði verið skotin niður en sex hermenn fórust með henni. Tugir stuðningsmanna Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta- sem reynt hafa að endurreisa flokks- deildir Baath-flokks Saddams í sunn- anverðu landinu, þar sem sjía-- múslímar eru í miklum meirihluta, hafa verið myrtir í hefndarárásum, að sögn íraska lögregluforingjans Mo- hammads Kazems Ahmads al-Alis í borginni Basra. Stór litmynd af Sadd- am var hengd upp á brú í miðborg Basra í liðinni viku en æstir vegfar- endur tættu myndina þegar í sundurs. Saddam beitti sjía-múslíma miklu harðræði og lét myrða tugþúsundir manna í suðurhéruðunum á valda- skeiði sínu. Sagði Ali að einkum væri gripið til morða gegn mönnum sem hefðu verið háttsettir í Baath-flokkn- um. Hann sagði að hernámsliðið hefði handtekið suma af þeim sem grunaðir væru um morðin. Íraskir lögreglu- menn á staðnum einbeittu sér hins vegar að því að halda uppi lögum og reglu á götunum. Bandaríski hershöfðinginn David Petreus, sem stýrir hernámsliðinu í Mosul í norðanverðu Írak, segir að í hópunum sem haldi uppi árásum þar séu menn af af ýmsu tagi. Þar séu liðs- menn Baath-flokksins, erlendir ofsa- trúarmenn, ef til vill tengdir al- Qaeda-samtökunum og jafnframt fjöldi glæpamanna sem séu stundum eins konar verktakar stuðnings- manna Saddams. Skömmu fyrir Íraksstríðið sleppti stjórn Saddams minnst 60.000 harðsvíruðum afbrota- mönnum úr fangelsi. Átök við Fallujah Basra, Bagdad. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.