Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG heyrast æ sjaldnar þær fordómafullu raddir þar sem fyr- irlitningin í garð samkynhneigðra birtist í sinni ógeð- felldustu mynd. Þýð- ir það þó ekki að við séum alfarið laus við fordóma og efasemd- ir fólks um til- verurétt samkyn- hneigðra. Í umræðu almennings um sam- kynhneigð er ýmsu velt upp og er af- ar þarft að koma þeirri umræðu á framfæri. Ekki síst til þess að hægt sé að halda áfram að upplýsa fólk um hvað samkynhneigð snýst og hvers vegna samkynhneigðir kjósi að berj- ast fyrir tilverurétti sínum, fyrir virðingu samferðamanna í sinn garð. Markmiðið með umræðunni er varanlegur árangur – til að svo megi verða verður umræðan að eiga sér stað hjá börnum og unglingum á öll- um aldri. Þannig öðlumst við grunn sem hægt er að byggja á – grunn sem byggist á því að samkynhneigðir öðlist jákvæða mynd af sjálfum sér sem manneskjur án nokkurrar skammar eða niðurlægingar. Að lesbíur og hommar fái tækifæri til að lifa í samfélagi án þess að farið sé með það í manngreiningarálit vegna kynhneigðar þess. Öll umræða verður að fara fram á jafnréttisgrundvelli, því hljótum við að fjalla um líf og tilveru samkyn- hneigðra með sama hætti og gagn- kynhneigðra. Þá er eflaust næsta skref að spyrja sig; hvernig fjöllum við um gagnkynhneigð í daglegu tali? Þegar fjallað er um gagnkynhneigð við grunnskólabörn eða unglinga, hvern- ig berum við okkur að? Ástæða þess að ég leyfi mér að velta þessu upp með þessum hætti er til þess að fá fólk til þess að hugsa um umræðuna frá hinni hliðinni þ.e. gagnkyn- hneigðu hliðinni og þannig varpa ljósi á um hvað málið snýst. Vegna þess að við erum ekki að fjalla um neitt annað en fólk sem lifir eftir sinni eigin sannfæringu sem felst í því að hrífast af sama kyni. Ein allra einfaldasta leiðin til þess að taka upp umræðuna um samkyn- hneigð er að fjalla um hana á sama hátt og gagnkynhneigð með þeim hætti að tala um samkynhneigð út frá fjölskyldunni við yngri börn þar sem mismunandi fjölskylduform eru dregin fram og þar á meðal samkyn- hneigðar fjölskyldugerðir. Þegar fjallað er um ástina við unglingana er kjörið tækifæri að fjalla um það hvernig það er að elska einhvern af sama kyni, hvað það þýðir og tengja það gagnkynhneigðu ástinni. Með mjög svo einföldum hætti er hægt að stuðla að því að börn haldi fordóma- leysinu sem þau búa yfir. Ein af ástæðum þess að margir telja viðfangsefnið flókið og erfitt að- komu er vegna þeirra hugmynda sem fólk hefur um samkynhneigð. Oft virðist sem fyrsta tenging fólks við samkynhneigð tengist af- brigðilegu kynlífi og kemur því afar ógeðfelld tilfinning upp hjá fólki sem veldur því að erfitt verður að nálgast viðfangsefnið með eðlilegum hætti. En hvaðan þær hugmyndir eru komnar höfum við ekkert eitt svar við. Það er nú svo að þegar fjallað er um gagnkynhneigt fólk er fyrst og fremst verið að fjalla um fjöl- skyldugerðir, lífsmynstur, vænt- ingar og stöðu þess hóps hverju sinni í víðu samhengi án nokkurrar skil- greiningar á því hvað gagnkyn- hneigð sé í sjálfu sér. Við megum ekki gleyma þeim skilaboðum sem við sendum frá okk- ur, ekki bara í orðum heldur einnig með þeim leiðum sem við veljum að fara í umræðunni. En hvenig snýr þessi spurning að börnum og fullorðnum þegar í stað orðsins gagnkynhneigð er sett orðið samkynhneigð? Oftar en ekki er umræðan með þeim formerkjum að hér sé um að ræða eitthvað óæðra hinu gagnkyn- hneigða og viðfangsefni sem þarft er að fara svo varlega í að nánast sé besta lausnin að þegja. Því einkenni formerkjanna eru að hér sé um að ræða fyrirbæri sem sé í meira lagi varhugavert að vera yfir höfuð að velta fyrir sér að ástæðulausu. En hvers vegna? Þessi stóra spurning getur gefið svo ótal ótal mismunandi flókin og mismunandi réttlætanleg svör. Hvernig á ég sem samkynhneigð manneskja að taka slíkum vangaveltum? Á ég að sitja og hlusta á öll heimsins viðhorf hins gagnkynhneigða heims um að fólk eins og ég eða það sem ég er það er að segja þetta samkynhneigða í mér hafi einhverjar varhugaverðar afleið- ingar, geti skaðað einstaklinga bara með því að um það sé rætt? Ég sé það ekki fyrir mér að hinn gagnkynhneigði heimur myndi taka slíkum vangaveltum um sitt líf með jafnaðargeði endalaust. Aldrei dettur mér í hug að gagn- kynhneigð geti á einhvern hátt trufl- að samkynhneigðina í sjálfri mér. Er það virkilega það sem fólk óttast? Að samkynhneigðin geti með ein- hverjum hætti truflað gagnkyn- hneigðina í sjálfum sér? Allt snýst þetta um að fræða og upplýsa um staðreyndir lífsins. Við vitum vel flest um þá lagalegu þætti sem hafa gert samkynhneigðum, lesbíum og hommum, lífið bærilegra þar sem tilvist þeirra er viðurkennd með lögum. Aftur á móti eru það ekki lögin sem gera samfélagið for- dómalaust. Heldur er það þannig að hver og einn þarf að kljást við for- dómana í sjálfum sér því það getur enginn annar gert. En til þess að breytingin geti átt sér stað verðum við að tala saman af virðingu. Með því að rjúfa þegjandi sam- komulagið um þögnina getum við farið að þoka málum fram á við í átt að fullu jafnrétti óháð kynhneigð ein- staklinga. Í hinum gagnkynhneigða heimi Eftir Söru Dögg Jónsdóttur Höfundur er fræðslufulltrúi Samtakanna ’78. MAÐUR fréttir það úr henni Ameríku, að þar fái menn skaðabætur hjá sígarettufabríköntum hafi maður fengið slæmsku af því að reykja. Jafnvel þó að mamma hafi sagt manni að það væri óhollt að reykja og maður hafi þannig vitað hvað maður var að gera. Enda var þetta svo djöfull gott þegar maður var að byrja, lífið framundan og nógur tími til þess að hætta. Maður horfði á Marlboro kúrekann vildi vera eins frískur og hann og fékk sér smók. Enn blasir ásjóna þessa hraust- mennis við manni úr útlendu blöðunum og maður fær sér því Marlboro þó að maður viti að kábojinn sé dauður úr lungna- krabba fyrir löngu. Þannig er máttur auglýsinganna. Þú rýkur til og kaupir ferskmeti í Nýkaupi þó að það sé dýrara en í Bónus, þú kaupir þér óðara bíl frá Ingvari eða tíðabindi með vængjum þegar þú ert búinn að sjá auglýsing- arnar frá þeim á skjánum. Nema hvað. Hugsandi um bandaríska dóminn, þá velti ég því fyrir mér, hvort ég og aðrir fituhlunkar eigi ekki skaðabótarétt öllum framleiðendum átvöru , fyrir að auglýsa mat sem ég fitna af ? Get ég gert að því að ég stjórna ekki átinu fremur reykingunum ? Eiga þeir þá ekki að borga ef ég fæ sykursýki , blóð- þrýsting eða annað sem má rekja til ofátsins ? Nú er maður búinn að horfa á skemmtiþætti í boði Opinna Kerfa, Sjóvár, Skeljungs og aðra viðburði eins og veðrið í boði einhvers vódafóns. Ber hann þá ábyrgð ef spáin er röng ? Blessaðir öðlingar eru þessi fyrirtæki öllsömul. Þeir koma bara með peninga og borga þetta fyrir okkur. Án þeirra sæjum við ekki neitt nema fúlar fréttirnar. Mikið eru þessi fyrirtæki sniðug að út- vega peninga í þetta allt svo við þurfum ekki að borga neitt. Allir eru að gera eitthvað fyrir okkur með einhverjum öðrum peningum en okkar sjálfra. Þjónustugjöld bankanna borga allan launakostnað þeirra. Hver skyldi borga þau annars? Er annars einhver raunverulega að gera eitthvað fyrir okkur til þess að við komumst betur af ? Stjórnmálamennirnir sem lofa skattalækkunum fyrir kosningar ? Flest er samt pí-sinnum dýrara hérlendis en erlendis. Bónusinn er nefnilega alltaf afstæður. Þeir segja okkur að það sé fjarlægðin, fámennið og flutningsgjöldin sem gera þetta svona dýrt. Það sé svo dýrt að vera Ís- lendingur að við neyðumst til að flytja inn svo marga útlendinga, að áttunda hver kona á landinu er ekki fædd hérlendis. Annað hvort er þetta afleiðing af því að íslenska kvenþjóðin hafi verið svona spör á kostina við kallana, sem nú mega ekki kaupa það lengur, eða að sægreifana vantaði bara ódýrara vinnuafl.. Samruni og hagræðing eru fagnaðarerindi fréttanna sem okkur eru færð- ar . Eftir samrunana græða menn sem aldrei fyrr þó atvinnuleysið vaxi. Bón- us lagði gömlu gráðugu apótekarana af velli og útvegaði okkur lyf á viðráð- anlegu verði með þeim afleiðingum að lyfjakostnaður Tryggingastofnunar hefur tvöfaldast síðan fákeppnin tók við á lyfjamarkaði. Við höfðum ekki ráð á að kaupa okkur hafrannsóknaskip fyrr hagrætt hafði verið svo í sjávar- útvegi svo að kvótahafarnir höfðu ráð á að gefa okkur það. Þó fæstum okkar komi hafið nokkuð við lengur því það er búið að einkavæða það. Og nú vilja þeir fá Símann minn líka af því að hann er gróðafyrirtæki sem við í þjóðinni höfum byggt upp í hundrað ár. Hvort skyldi koma fyrst þjónustan eða hagn- aðurinn eftir þau skipti ? Er ekki hægt að gera það að skilyrði að þeir kaupi þjóðkirkjuna líka til þess að létta á okkur ? Jóhannes biskup á Hólum og Jón Ásgeir í Skálholti. Og því ekki að selja forsetaembættið hæstbjóðanda. Ætli Kardovsky vildi ekki borga vel fyrir það núna ? Ekki veitir af því Halldór ætlar að eyða árlegum milljarði meira frá okkur í Afríku fái hann því ráðið. Allir eru þannig á fullu að vinna fyrir mig, veita mér sífellt betri þjónustu og gera mig ánægðari með það,að eiga minna og minna eftir í buddunni við mánaðarmót. Allir eiga að vera svo glaðir, þjónustulundaðir, hafa svo fram- úrskarandi hæfileika til mannlegra samskipta , að margir treystast ekki ekki lengur til þess að sækja um neina auglýsta stöðu ofar ræstitækni. Það þarf nýja og ferska reynslu á öllum sviðum. Ég vil fá að kaupa mér nýja kennitölu því að mín er brot á jafnréttislögunum. Lifi hið nýja hagkerfi þar sem tölvurnar og verðbréfin tala, innlánsvextir eru eru núll en útlánin kosta 20 prósent. Allt í þjónustu við þig , sem hefur ekki í önnur hús að venda í dagsins önn. Nú ætlar Gunnar Páll að leyfa lífeyrissjóðunum að skerða lífeyrisgreiðsl- urnar af því að þeir umboðsmenn Guðs, sem þeim stjórna, hafa tapað á verð- bréfaspekúleringunum og hrossakaupum í þrjú ár samfleytt. En úr því að ríkið þvingaði þig til að borga í sjóðina á sínum tíma, af hverju ber ríkið þá ekki ábyrgð á lífeyririnum þínum eins og Reynolds á Marlborokúrekanum? Marlboro-kúrekinn Eftir Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. MIKILL styr hefur staðið um þá ákvörðun umhverfisráðherra að banna rjúpnaveiðar næstu þrjú ár. Í lögum nr. 64/1994 um vernd og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum er kveðið á um hvaða stofnanir skuli vera umhverfisráðherra til ráðgjafar í slíkum ákvörðunum, en þar segir í 3. grein (sbr. www.althingi.is/lagasafn): „Umhverfisstofnun og Nátt- úrufræðistofnun Íslands skulu vera umhverfisráðherra til ráðgjafar og gera tillögur varðandi vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum eftir því sem tilefni er til.“ Fróðlegt kann að vera að skoða hvernig ráðherra stóð að verki í þessu umdeilda máli. Var unnið skipulega og faglega að tillögugerð í málinu? Var samvinna milli þeirra aðila, t.d. stofnana, sem málið varð- ar? Voru aðilar málsins sammála um aðgerðir? Ýmsar upplýsingar eru tiltækar um málið á heimasíðum ofangreindra stofnana. Á heimasíðu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands (www.ni.is) er í bréfi stofnunarinnar til ráðuneytisins, dags. 7. júlí 2003, gert grein fyrir tillögum stofnunar- innar. Það bréf inniheldur marg- umræddar tillögur Náttúru- fræðistofnunar um nauðsyn banns við rjúpnaveiðum í fimm ár, sem um- hverfisráðherra breytti í þriggja ára veiðibann. En hvað með tillögur Um- hverfisstofnunar? Í bréfi Umhverfisstofnunar til um- hverfisráðuneytis, dags. 18. júlí 2003, (www.ust.is) kemur m.a. eftirfarandi fram: „Með bréfi dagsettu 7. júlí ósk- aði umhverfisráðuneytið eftir af- stöðu Umhverfisstofnunar til til- lagna Náttúrufræðistofnunar til verndar rjúpnastofninum. Frestur sem Umhverfisstofnun var gefinn til þess að svara bréfinu var til loka vinnudags 9. júlí . Eftir viðræður við ráðuneytið var Umhverfisstofnun gefinn frestur til þess að skila inn til- lögum fyrir lok vinnudags 18. júlí.“ Þessi kafli í bréfi Umhverfisstofn- unar segir býsna margt um „stjórn- sýslu“ umhverfisráðherra. Ljóst er að Umhverfisstofnun er ekki beðin um beinar „tillögur“ heldur aðeins um „afstöðu til tillagna Nátt- úrufræðistofnunar“. Með þessu fer umhverfisráðuneytið gróflega á svig við fyrirmæli í lögum, sbr. ofar, en þar er skýrt kveðið á um að Um- hverfisstofnun skuli „gera tillögur“ í slíkum málum. Af einhverjum ástæð- um virðist ráðuneytið ekki hafa áhuga á tillögum Umhverfisstofn- unar varðandi rjúpnaveiðar eða vernd rjúpnastofnsins yfirleitt, held- ur kýs að fara eingöngu að tillögum Náttúrufræðistofnunar. Til mála- mynda er Umhverfisstofnun þó beð- in um „afstöðu til tillagna Nátt- úrufræðistofnunar“. Greinilegt er þó að ráðuneytinu er ekki mikið í mun að Umhverfisstofnun nái að leggja mikla vinnu í að móta þá „afstöðu“ þar sem stofnuninni er aðeins ætlaðir 2–3 dagar til að skila umbeðinni „af- stöðu“ til ráðuneytisins. Að beiðni Umhverfisstofnunar framlengir ráðuneytið þennan furðulega frest þó náðarsamlegast um níu daga. Í jafn- veigamiklu máli og hér er til umfjöll- unar, og reyndar í hvaða máli sem væri, eru vinnubrögð af þessu tagi með miklum ólíkindum og má ætla að þau flokkist í besta falli sem stjórn- sýsluleg afglöp. Í versta falli gætu slík vinnubrögð jafnvel talist hreint lögbrot, og væri æskilegt að til þess bærir aðilar fjölluðu um málið í því ljósi. Ljóst er af bréfum Nátt- úrufræðistofnunar og Umhverf- isstofnunar að ekki hefur verið um neina samvinnu eða samráð þessara aðila að ræða við að meta ástand rjúpnastofnsins og skoða leiðir til skynsamlegra aðgerða til verndar stofninum. Dagsetningar bréfanna segja sína sögu í þessu efni, þar sem bréf Náttúrufræðistofnunar til um- hverfisráðherra, með tillögum um rjúpnaveiðibann, er dagsett sama dag og bréf umhverfisráðherra til Umhverfisstofnunar, með beiðni um „afstöðu“ til tillagna Náttúru- fræðistofnunar. Efni bréfs Umhverf- isstofnunar til umhverfsráðherra sýnir ennfremur ljóslega að ekkert samband hefur verið milli þessara stofnana, en þar segir m.a.: „Um- hverfisstofnun semer stjórnsýslu- stofnun og ber sem slíkri að fylgja meginreglum stjórnsýslulaga og líta til fleiri sjónarmiða en Nátt- úrufræðistofnun, telur að þau gögn sem lögð hafa verið fram og hún er beðin að segja álit sitt á, sýni ekki fram á nauðsyn þess að alfriða rjúp- una í tiltekinn árafjölda. Með því er Umhverfisstofnun ekki að segja að hún telji ástand rjúpnastofnsins vera viðunandi, heldur að rökstyðja verði betur ástæður þess að gripið sé til þeirra aðgerða sem lagðar eru til og að hvaða markmiði er verið að stefna. Umhverfisstofnun telur ennfremur að rétt sé að kanna á þessu ári hvort vægari úrræði dugi ekki til að ná markmiðum friðunar.“ Ekki fer á milli mála að mikill ágreiningur er milli þessara tveggja stofnana, sem eiga lögum samkvæmt að vera umhverfisráðherra til ráð- gjafar varðandi rjúpnaveiðar. Slíkur ágreiningur er ekki endilega óeðli- legur eða til marks um óvísindaleg vinnubrögð. Á hinn bóginn er bæði óeðlilegt og óvísindalegt að taka ekki á slíkum ágreiningi með markvissum hætti, ræða til hlítar ástæður hans og komast þannig nær kjarna málsins og jafnvel að sameiginlegri nið- urstöðu. Slík vinnubrögð væru mun líklegri til að leiða til skynsamlegra aðgerða varðandi vernd og veiðar á rjúpnastofninum heldur en þau vinnubrögð sem umhverfsráðherra hefur kosið að beita sér fyrir í þessu umdeilda máli. Það hefur verið held- ur nöturlegt að fylgjast með því hvernig umhverfisráðherra hefur leikið Umhverfisstofnun, og starfs- menn hennar, í þessu máli. Ekki er ýkja langt síðan ráðherrann talaði fjálglega um þau tímamót sem tilurð þessarar stofnunar markaði með til- liti til „faglegri“ og „skilvirkari“ vinnubragða í umhverfismálum en hingað til hafi tíðkast. Í þessu máli er stofnunin virt að vettugi og ráð henn- ar lýst að engu hafandi, um leið og skotveiðar á Íslandi eru færðar ár og áratugi aftur í tímann, með ótrúlega skammsýnum og óyfirveguðum vinnubrögum þess er standa ætti vörð um umhverfismál á Íslandi. „Stjórnsýsla“ umhverfisráðherra Eftir Ólaf Karvel Pálsson Höfundur er fyrrv. formaður Skotveiðifélags Íslands. Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval HÚSASKILTI Klapparstíg 44, sími 562 3614 18. nóvember er síðasti pöntunar- dagur fyrir jól 4 Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.