Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann KjartanBjörgvinsson fæddist í Eskifjarð- arseli í Reyðarfirði 14. sept. 1918. Hann lést í Hulduhlíð á Eskifirði 16. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Björgvin Kjartans- son bóndi í Eskifjarð- arseli og síðar í Grænuhlíð í Reyðar- firði og kona hans, Guðlaug E. Jóhanns- dóttir frá Áreyjum. Systur hans þær Kristín og María eru báðar látnar. Jóhann kvæntist 1. júní 1955 Flórídu Nikulásdóttur, f. 1. júní 1913, d. 18. apríl 1959. Seinni konu sinni, Sigurborgu Sigurð- ardóttur frá Hæla- vík á Hornströnd- um, f. 29. ágúst 1919, kvæntist Jó- hann 22. júlí 1961 en hún lifir mann sinn. Fóstursonur Sigurborgar og Jó- hanns er Arnór Baldvinsson (bróð- ursonur Sigurborg- ar), kona Arnórs er Susan Pichotta, en dóttir þeirra Laila Sigurborg. Jóhann var bóndi alla sína starfsævi. Jóhann var jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju 31. október. Þeim fækkar óðum sveitungun- um sem mest voru samskiptin við á árum áður, elfur tímans hrifsar einn af öðrum með sér og eftir bíð- um við á bakkanum og minning- arnar einar eftir um hina horfnu samferðamenn. Munakærar birtast þær ein af annarri og ylja huganum óneit- anlega. Jóhann bóndi í Grænuhlíð var einn af góðkunningjunum í æsku minni sem á fullorðinsárum, fór fram með hægð og fyrirgangi eng- um en átti ágætan æviveg. Í bernsku fékk ég oft að heyra það hjá föður mínum að í Kálk- inum inn af Eskifirði byggi mikið afbragðsfólk, þar hafði hann knýtt trúföst vinabönd við fólkið, þegar hann var þar farkennari á árum áður og því vissi ég að hinir nýju sveitungar á Innsveit sem komu úr Kálkinum og settust að í Grænu- hlíð væru gott fólk. Öll kynni mín við þau foreldra Jóhanns sem hann sjálfan stað- festu þessa barnsskoðun mína og bar aldrei skugga á. Í Grænuhlíð munu þau hafa komið 1947 og fimm árum síðar tók Jóhann alfarið við búsforráð- um og bjó þar góðbúi allt fram til loka síðasta áratugar liðinnar ald- ar með konu sinni Sigurborgu. Jóhann var maður vel verki far- inn, vel að manni og beinn í baki allt fram til hins síðasta, hann átti eðli íslenzka bóndans að farsælum förunaut, bjó að sínu og farnaðist vel. Var lengst af með kindur sem aðaluppistöðu bús síns, en síðar með meira blandað bú og þá ekki síðri áherzla á kýrnar. Jóhann var fjárglöggur vel og átti ætíð afurðagott fé, enda gott undir bú í Grænuhlíð, vetrarbeit oft góð og sumarhagar með ágæt- um. Þegar allt fé var fellt heima vegna riðu þá var það þungbært mjög fyrir Jóhann, sem alla tíð hafði af sauðfé sínu jafnt afkomu sem og ekki síður unun. Jóhann var félagslyndur maður og naut sín vel með öðrum, smág- lettinn var hann og komst skemmtilega að orði, dansmaður var hann ágætur og hafði af dans- inum yndi. Hann las mikið og hafði af lestri góðra bóka unun góða. Jóhann var ákveðinn vel í skoð- unum öllum, mikill samvinnumað- ur og framsóknarmaður um leið, fylgdi þeirri stefnu af mikilli tryggð en var óáleitinn maður og virti annarra skoðanir. Háttvís í framgöngu allri og bauð af sér hlýjan þokka. Hann missti fyrri konu sína, hina mætustu konu, á bezta aldri af þeim sjúkdómi sem fáum þyrmir, það var honum áfall mikið, en gæfa hans sú að eignast hana Sigurborgu, öndvegiskonu mikla, fróðleiks- og greindarkonu heilsteyptra og róttækra skoðana. Þau hjón var gott heim að sækja og notalegt andrúmsloft þar innan dyra. Þeim varð ekki barna auðið en lífsgæfa þeirra fólst framar öðru í fóstursyninum Arnóri. Nú er lífsganga þessa góðvinar míns að fullu gengin og þakklátur er ég fyrir margar góðar stundir með Jóhanni, þessum ljúfa dreng sem svo gjöfult var að eiga að samferðamanni. Við Hanna sendum henni Sig- urborgu, syninum Arnóri og hans fólki hlýjustu samúðarkveðjur. Jóhann var drengur góður sem eingöngu skilur eftir sig minningar mætar í hugum samferðafólksins. Blessuð sé sú bjarta minning. Helgi Seljan. Nú er hann allur síðasti bóndinn í Grænuhlíð við Reyðarfjörð. Hann var giftur móðursystur minni, Sig- urborgu, sem var alltaf kölluð Bogga. Eldri systkini mín voru alltaf í sveit hjá þeim á unglings- árum og var alltaf einhver „sjarmi“ yfir sumardvöl þeirra ár eftir ár. Sjálf var ég hjá þeim vet- urinn 1972-1973 og þar var alveg yndislegt að vera. Jóhann var einn af þeim mönn- um sem sjaldan sagði orð að fyrra bragði, en hann var bóndi af Guðs náð. Þau ólu upp bróðurson Boggu, Arnór, og ólst hann upp við góðan aðbúnað og fylgir nú fósturföður sínum hans til hinstu hvílu. Síðast þegar ég hitti Jó- hann fyrir 2-3 árum hafði hann verið sendur lærbrotinn á Fjórð- ungssjúkrahúsið og skrapp ég þá til að finna hann. Hann átti við mikið heilsuleysi að stríða und- anfarin ár, en þá dvöldu þau hjón- in á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Hann var mjög ánægður með veru sína þar og kvaddi ég hann þar. Fyrir rúmri viku var Bogga sjálf á FSA og reyndi ég að fara til hennar á hverjum degi og gekk það vel. Það var gott að sitja hjá henni og halda í hendurnar á henni. Marg- ar ferðirnar var ég búin að fara til þeirra í Grænuhlíð. Svo lagðist búskapurinn af og ég held að Jó- hann hafi séð eftir því. Arnór hefur búið í Bandaríkj- unum undanfarin ár og á þar konu og litla dóttur. Hann hafði dvalið fyrir austan u.þ.b. 6 vikur og var rétt kominn vestur um haf er hann heyrði af láti fósturföður síns og kom aftur til Íslands til að kveðja. Ég get því miður ekki komist til að fylgja honum síðasta spölinn en það eru hlutir sem enginn ræður við. Ég vil þakka Jóhanni sam- fylgdina í gegnum árin og sendi eftirlifandi eiginkonu hans og fóst- ursyni dýpstu samúðarkveðjur og vona að framtíðin verði þeim góð. Kæri Jóhann. Takk fyrir allt og allt. Gunnhildur Hjartardóttir, Akureyri. JÓHANN K. BJÖRGVINSSON ✝ Lovísa Jónsdótt-ir fæddist í Flat- ey á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu 1. ágúst 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Jón Jónsson, ábú- endur í Flatey. Systkini Lovísu voru Guðný, Stein- unn, Sigurður og Guðjón, sem öll eru látin. Eftir lifir fósturbróðir hennar, Garðar Sigjónsson. Hinn 12. júlí 1930 giftist Lovísa Stefáni Einarssyni frá Brunnhól á Mýrum, f. 14. júní 1905, d. 19. desember 1998. Þau eignuðust tvö börn, þau eru Svanhildur, f. 15. júlí 1935, maki Guðmundur Rúnar Magnússon og eiga þau fimm börn og 12 barna- börn; og Rafn, f. 11. júlí 1937, maki Guð- laug Guðbergsdótt- ir. Lovísa og Stefán byrjuðu búskap á Brunnhól, en flytj- ast að Höfn 1945, þar sem þau búa og starfa til ársins 1965. Þá flytjast þau í Kópavog og búa þar, þang- að til þau fara á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1992. Útför Lovísu verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, búin að kveðja og komin aftur til afa. Ég veit að þú þráðir hvíldina, þú varst orðin þreytt, enda búin að ná háum aldri. Ég er þakklát fyrir þann langa tíma sem þú fékkst að vera hjá okkur, þakk- lát fyrir að börnin mín fengu að kynnast langömmu sinni og fyrir að við fengum að eyða ógleyman- legum stundum með þér. Það er alltaf erfitt að kveðja, en minningarnar sem ég á um þig, minningar um yndislega ömmu, ylja mér um hjartarætur og hjálpa mér að sætta mig við að þú sért ekki lengur hjá okkur. Ég á marg- ar góðar minningar um þig, amma mín, minningar um góða ömmu, sem var alltaf gaman að heim- sækja. Sumar mínar fyrstu æsku- minningar eru frá því er ég heim- sótti þig, afa og Rafn í Vogatungu. Það var alltaf gaman að koma til ykkar. Gaman að spjalla við þig, fylgjast með þér við að sauma, spila á spil, leika í garðinum þínum eða að labba í búðir með þér. Þú áttir alltaf eitthvert góðgæti handa mér og ósjaldan bauðstu mér Malta eða ís. Einnig eru mér minnisstæðar strætóferðirnar með þér niður í bæ. Þú varst alltaf mjög sjálfstæð og dugleg og fannst alveg sjálfsagt að fara ferða þinna gangandi eða með strætó. Það var gaman hvað þið afi bjugguð nálægt okkur og það var virkilega spenn- andi að geta farið ein í strætó eða hjólað yfir í Kópavoginn til ykkar. Það var mjög greinilegt hvað þú hafðir gaman af heimsóknum mín- um og systkina minna og hvað þú hafðir gaman af að hafa okkur systkinin í kringum þig. Alltaf hafðir þú gaman af að tala um liðna tímann og um sveitina þína fyrir austan. Þú hafðir alltaf mjög sterkar taugar til Hornafjarðar og naust þess virkilega þegar þú hafð- ir tækifæri til að heimsækja æsku- slóðirnar. Oft ferðuðust þið afi með okkur um landið og mér er sér- staklega minnisstæð ferðin þegar brýrnar á Skeiðarársandi voru vígðar. Þegar ég hugsa um þig, amma mín, koma yndislegar minningarn- ar upp í hugann. Þær minningar sem ég mun varðveita í huga mín- um eru minningar um yndislega ömmu, ömmu sem var alltaf já- kvæð, dugleg og mjög ákveðin. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem ég, Ásgeir og börnin okkar hafa átt með þér. Einnig var það mér mjög mikils virði að fá að vera með þér þessa síðustu vikur ævi þinnar og að fá að kveðja þig. Ég bið góðan Guð að styrkja for- eldra mína, Rafn og Gullu, og systkini mín á þessum erfiðu tíma- mótum. Hrönn. Kæra amma. Þá er komið að kveðjustundinni. Þú ert örugglega hvíldinni fegin. Mig langar með nokkrum orðum að minnast ömmu minnar, Lovísu Jónsdóttur. Amma og afi bjuggu í Kópavogi. Við barnabörnin bjuggum í Garða- bæ. Það var vinsælt hjá okkur að fara yfir Arnarneshæðina til að heimsækja ömmu í Vogatunguna. Afi var oftast í vinnunni. Við fórum í strætó eða hjólandi en þá var ekki eins mikil umferð á Hafn- arfjarðarveginum og er í dag. Amma tók alltaf vel á móti okkur. Hún var alltaf glöð að sjá okkur og bauð uppá góðar veitingar. Ein- hvern tímann sagði hún mér að afi hefði sagt að það þyrfti alltaf að vera til appelsín í ísskápnum og ís í frystikistunni, því okkur krökk- unum þætti það gott. Það var ekki alltaf hægt að ganga að ömmu vísri heima. Hún hafði það fyrir reglu að fara út og ganga klukkutíma á hverjum degi. Hún var dugnaðarforkur til göngu og gekk hratt. Það voru ekki allir sem höfðu við henni. Eftir að þrek- ið fór að minnka hélt hún áfram að fara út klukkutíma á dag en þá fór hún oft einn rúnt með strætó niður í bæ og til baka. Hún fór allt sem hún þurfti fótgangandi eða með strætó. Amma og afi tóku virkan þátt í félagsstarfi aldraðra í Kópavogi. Þau tóku þátt í ýmsum skemmt- unum á þeirra vegum og fóru einn- ig í ferðalög með þeim. Á hverju sumri fóru þau í nokkurra daga ferðalag um Ísland með öldruðum og einnig fóru þau til Færeyja og Skotlands með þeim. Amma tók einnig þátt í leikfimi og saman fóru þau á dansnámskeið sem boðið var upp á hjá félagsstarfi aldraðra. Það var mikilvægt fyrir ömmu að fara austur til Hornafjarðar á æskuslóðirnar á hverju sumri. Við fjölskyldan fórum með henni í fyrsta skipti þegar hringvegurinn var opnaður 1974 þegar Skeiðar- árbrú var vígð. Það var minnis- stætt ferðalag. Bæði að sjá sveit- ina sem amma hafði svo oft sagt okkur frá og hitta ættingjana sem bjuggu fyrir austan. Amma saumaði alla tíð mikið. Hún tók að sér fatasaum og fata- breytingar fyrir ættingja og vini. Eftir að hún hætti að sauma prjón- aði hún sokka í mörg ár og flest langömmubörnin hafa gengið í ull- arsokkum frá henni. Helsta dægradvöl ömmu var að leggja kapal. Hún gat setið tím- unum saman við eldhúsborðið og lagt kapal. Spilin hennar voru oft orðin það máð og rúnuð á könt- unum að erfitt var að sjá á þau. Oft spilaði hún við okkur krakkana og var þá spilað ólsen ólsen eða rommý. Ég á margar góðar minningar um ömmu. Hún var ákveðin og hélt eins lengi og hún gat í sjálf- stæði sitt. Kæra amma, blessuð sé minning þín. Kristbjörg Guðmundsdóttir. Kæra Lúlla frænka, nokkur kveðjuorð til þín. Í uppvexti þínum var Flatey í al- faraleið og því mjög gestkvæmt. Það var siður að greiða götur allra án gjaldtöku. Þennan sið gerðir þú að þínu lífsviðhorfi, það býst ég við að allir hafi fundið sem kynntust þér enda alltaf gott að heimsækja þig. Hún er ljúf minningin þegar ég sem barn fékk að dvelja hjá þér á Brunnhól. Seinna hugsa ég um hvernig þú komst öllu í verk sem þú gerðir. Hugsaðir um þitt stóra heimili þar sem bæði var símstöð og kirkjustaður auk búskapar. Samt gastu með þínum flinku höndum saumað föt á unga og gamla og sinnt okkur börnunum með þinni glöðu létta lund. Þegar þið fluttuð á Höfn keypt- uð þið Stuðlafoss sem var æsku- heimili mitt. Þegar ég kom þang- að í heimsókn fannst mér ég alltaf kominn heim. Kannski tókstu líka að þér móðurhlutverkið eftir minn móðurmissi. Ekki spillti að ég og þín börn vorum hvert á sínu árinu og urðum því góðir leikfélagar. Það var ekki af skyldurækni að ég skrapp oft til þín í Kópavoginn. Það var svo gefandi að spjalla við þig og fræðast um liðna tíma og þá má ekki gleyma hlut eigin- mannsins, Stefáns, sem var svo framúrskarandi hógvær en lagði oft til hnyttnar og skynsamlegar athugasemdir. Það var leitun að eins samhentum hjónum og ykk- ar. Ekki gleymdir þú að heimsækja mig þegar ég lá á sjúkrahúsi og gafst þér góðan tíma til að stytta mér stundir þar. Er víst að þú hef- ur sinnt fleirum á sama hátt. Nú eru þið systkinin frá Flatey öll horfin yfir móðuna miklu en minningin lifir áfram með okkur og það er orðinn stór ættleggur sem heldur uppi merki ykkar. Guð geymi þig, Lúlla mín, og blessi afkomendur þína. Guðmundur Sigurðsson. LOVÍSA JÓNSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.