Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 27
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 27 Ég vil minnast föður míns, Guðjóns Ragn- ars Helga Jónssonar. Pabbi var góður og blíður maður, alltaf stutt í brosið og húmorinn, Vestfirðingur í húð og hár, enda mikill veiðimaður, þó aðallega neta- veiðimaður. Hann var alltaf dugleg- ur og ósérhlífinn og varð yfirleitt að hafa eitthvað fyrir stafni. Við pabbi áttum okkur sameiginleg áhuga- mál, íþróttir, þá sér í lagi knatt- spyrnu, einnig var alltaf gaman að tala við hann um stjórnmál. Hann var mikill stuðningsmaður Man- chester United og Skagamanna og fylgdist hann ávallt vel með gangi mála hjá þeim. Pabbi var einnig áhugamaður um stjórnmál og veð- urfar, enda ótrúlega veðurglöggur maður. Hann var mestalla tíð Stein- gríms- og framsóknarmaður, en hin seinni ár ofbauð honum sleikju- gangur þeirra framsóknarmanna í garð íhaldsins. Því miður var trú hans á læknum, eða læknirum eins og hann kallaði þá gjarnan, engin og harka hans varð til þess að mað- ur gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri alvarlega veikur eða yfir höfuð veikur. En nú ert þú farinn pabbi minn, vonandi búinn að hitta Elvar, afa og fleiri og vonandi eig- um við eftir að hittast aftur ein- hvern daginn. Takk fyrir mig, takk fyrir að hafa verið pabbi minn. Guðjón Helgi Guðjónsson. GUÐJÓN RAGNAR HELGI JÓNSSON ✝ Guðjón RagnarHelgi Jónsson fæddist á Eyri í Skötufirði 10. nóv- ember 1936. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut mánu- daginn 13. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 20. október. Elsku afi. Í dag hefðir þú orðið 67 ára gamall. Þú fórst svo snögglega frá okk- ur sem var alls ekki tímabært. Við minn- umst þín öll sem alveg frábærs manns. Þú kenndir okkur svo margt um lífið og til- veruna. Þú sagðir okk- ur oft sögur af þér og systkinum þínum þeg- ar þið voru lítil á Eyri. Þú sagðir okkur sögur af huldufólkinu og ný- ársdísunum sem flugu um á nýársnótt. Sum okkar trúðu því líka lengi að þú hefðir verið al- vöru lögga. Þú kenndir okkur að þykja vænt um sveitina þína en þar leið þér alltaf svo vel og tíminn sem sem við vorum þar á sumrin með ykkur ömmu gleymist aldrei. Það á eftir að vera skrítið að koma þangað aft- ur og enginn þú, enginn afi sem býr til brennur og fer með okkur út á sjó að veiða, að leggja og vitja um net. Enginn afi sem fer í gervi gamla mannsins eða Leppalúða, sem fékk okkur öll til að hlægja. Þú gast alltaf sagt okkur hvernig veðr- ið yrði næsta dag bara með því að horfa upp í skýin. Þú sagðir okkur að vera dugleg að borða fisk því þá yrðum við gáfuð, stór og sterk og þú fylgdist vel með því hvort vöðv- arnir stækkuðu. Eftir að þið amma fluttuð í Hafnarfjörð fórstu oft í göngutúra með okkur yngri krakk- ana niður að Læk að gefa fuglun- um. Þetta eru bara nokkur brot af þeim minningum sem við eigum um þig og sem við munum alltaf minn- ast með bros á vör. Við erum viss um að þú fylgist með okkur í fram- tíðinni. Góða ferð, afi, og farðu vel með þig. Barnabörnin þín. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk kl. 20. Langholtskirkja. Ævintýraklúbbur kl. 16– 17. Starf fyrir 7–9 ára börn í umsjón Þóru Guðbjargar og Ólafs Jóhanns. Fjöl- breytt dagskrá og eru allir krakkar á þessum aldri velkomnir. Laugarneskirkja. Góðar mömmur, kl. 12. María Íris Guðmundsdóttir, BA í sálar- fræði, og Kristjana Þorgeirsdóttir Heið- dal, líkamsræktarþjálfari bjóða fræðslu, íhugun og holla hreyfingu með mæðrum ungbarna, þar sem unnið er með fæðing- arþunglyndi. Gengið inn um aðaldyr safn- aðarheimilis. Opinn 12 sporafundur kl. 18 í safnaðarheimilinu. Allt fólk velkom- ið. Vinir í bata. Tólf spora hópar koma saman kl. 20. Gengið inn um aðaldyr safnaðarheimilisins. Umsjón hafa Gunn- laugur Ólafsson og Hafdís Fjeldsted. Fundur Kvenfélags Laugarneskirkju kl. 20. (Gengið inn um aðaldyr safnaðar- heimilisins). Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.40. Sögur, söngur, leikir og föndur.Uppl. og skrán- ing í síma 511 1560. TTT-starf kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn. Amaz- ing Race-ratleikur. Umsjón Munda og Sigfús. 12 sporin andlegt ferðalag kl. 20. Árbæjarkirkja. Mánudagar: Kl. 15 STN- starf með sjö til níu ára börnum í safn- aðarheimili kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full- orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Þar verður fræðsla, föndur, spilað, spjall- að og kaffiveitingar verða í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í síma 557 3280 fyrir hádegi. Fyrirbænastund í kapellu kirkjunnar kl. 15.30–15.45. Bænaefnum má koma til djákna, presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar. Stelpustarf fyrir stelpur í 6. og 7. bekk kl. 16.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga í 8., 9. og 10. bekk kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Kirkjukrakkar fyrir börn á aldrinum 7–9 ára kl. 17.30–18.30 í Engjaskóla. KFUK fyrir stúlkur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Fyrirlestur kl. 20, Sorg vegna missis á meðgöngu. Guðrún Eggertdóttir, djákni, lauk árs- framhaldsnámi í sálgæslu (Clinical Pastoral Education) við Abbot sjúkrahús- ið í Minneapolis haustið 2001. Starfaði hún þar m.a. á meðgöngu- og fæðing- ardeildum. Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30. Alfa námskeið kl. 19–22. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 16 ára og eldri kl. 20–22. Ástjarnarsókn. Ponzý (unglingastarf ætl- að árg. 1990 og upp úr) á mánudögum kl. 20–22. Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tek- ur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Barnastarf kirkjunnar, Kirkjukrakkar, fyrir 6 og 7 ára börn er í Varmárskóla kl. 13.150–14.40. Umsjón hefur Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16:00 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hóp- ur. Hulda Líney Magnúsdóttir æskulýðs- fulltrúi og sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20:00 Kvenfélag Landakirkju undirbýr ár- legan jólabasar. Kvenfélagskonur hvattar til að mæta. Þorlákskirkja. Biblíufræðsla kl. 20. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30– 16.30. Glerárkirkja. 12 spora starf í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15 heimilasamband fyrir allar konur. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2. og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5. bekk. Biblíulestur í Landakoti. Sr. Halldór Gröndal heldur áfram biblíulestri sínum um Postulasögu mánudaginn 10. nóv- ember kl. 20 í safnaðarheimili kaþólskra á Hávallagötu 16. Að þessu sinni fjallar lesturinn um uppstigninguna samkvæmt Postulasögu og Lúkasarguðspjalli. Allir sem áhuga hafa á því eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja SAMNORRÆNA frímerkja- sýningin NORDIA 03 var opnuð 16. okt. sl. af verndara sýningar- innar, Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Við það tækifæri flutti hann eftirminnilega ræðu, þar sem hann vék m.a. að því, að hann sem barn hefði kynnzt frí- merkjasöfnun hjá afa sínum vest- ur á fjörðum og hann síðan gefið honum safnið. Varð ég var við það síðar á sýningunni, að gestum þótti mikið til þess koma, hvernig forsetinn komst að orði um frí- merkjasöfnun almennt, og þá ekki sízt erlendum söfnurum, sem hlýddu á ræðu hans. Því er fljótsvarað, að NORDIA 03 tókst mjög vel, enda eru Kjar- valsstaðir að mörgu leyti vel fallnir til frímerkjasýninga. Hér mátti sjá margs konar frímerkjaefni og póststimpla úr víðri veröld. Þó var eðli málsins samkvæmt flest af því tengt norrænum löndum með ein- um eða öðrum hætti. Sjálfsagt er að geta fyrst um það íslenzka frímerkjasafn, sem boðið var sæti í heiðursdeild, þ.e. safn Indriða Pálssonar, sem nær yfir tímabilið 1836 til 1902 eða frá þeim tíma, þegar Auguste Mayer, sem var teiknari í leiðangri Gaim- ard hér á landi það ár, sendi bréf heim til Frakklands og stimplað var með frönskum póststimplum, enda komu frímerki ekki til skjal- anna fyrr en fjórum árum síðar. Síðara ártal safns Indriða markar lok svonefndra aurafrímerkja. Þetta er tvímælalaust hið bezta póstsögu- og frímerkjasafn frá þessu tímabil, sem nokkurn tím- ann hefur verið sett saman eða verður komið saman. Ég hef oft áður minnzt á þetta safn, en vil samt enn endurtaka þá frómu ósk mína, að íslenzk póstyfirvöld sjái til þess með einhverjum hætti, að það geti orðið stofn í væntanlegu póstminjasafni Íslands eða því a.m.k. fenginn sess til bráðabirgða við hlið Hans Halssafnsins í Þjóð- skjalasafni Íslands. Tel ég það mikið slys í þessum þætti póstsögu okkar, ef Pósturinn lætur þetta safn ganga sér úr greipum. Þessu safni var þannig fyrir komið á NORDIU 03, að það blasti við öllum sýningargestum, þegar gengið var inn í vestursal Kjar- valsstaða. Voru þeir margir, sem stöldruðu þar við og virtu fyrir sér hið fallega og fágæta sýningarefni. Í svonefndum Meistaraflokki voru fimm söfn, þrjú frá Noregi og tvö frá Finnlandi. Hlutu þau öll gullverðlaun sýningarinnar, enda frábær, hvert á sínu sviði. Ég vona, að safnarar geti verið mér sammála um það, að NORDIA 03 var hin bezta nor- ræna frímerkjasýning, sem hér hefur verið haldin, bæði að efni og fágæti. Það segir og sína sögu, að 18 söfn í Samkeppnisdeild fengu gullverðlaun, 33 stórt, gyllt silfur og 28 gyllt silfur, þ.e. stigafjölda frá 80 til 96, en 100 stig eru gefin hæst. Voru það samtals 79 söfn af 109 söfnum eða rúmlega 72% allra safnanna. Íslenzkir frímerkjasafn- arar geta því verið hreyknir af sýningarhaldi sínu. Þá má ekki gleyma því, að margir félagar í samtökum okkar unnu – eins og ævinlega áður – mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning og uppsetningu sýn- ingarinnar. Það ber vissulega að þakka. Þessi góði árangur NORDIU 03 fékkst auðvitað einnig fyrir þann áhuga og stuðning, sem sýningin naut frá frændum okkar á Norð- urlöndum, ekki sízt frá Norðmönn- um, sem áttu þar mörg góð söfn, svo sem sýningarskrá ber gleggst vitni um. Eins og eðlilegt er í fámenni okkar, fór minna fyrir söfnum heimamanna í samkeppnisdeild en erlendra þátttakenda. Skal nú litið stuttlega á þau söfn, sem við höfð- um fram að færa. Hjalti Jóhannesson hefur um langt skeið verið iðinn við að safna elztu íslenzku póststimplum, svo- nefndum upprunastimplum, bæði á stökum merkjum og ekki sízt á heilum umslögum. Auðvitað er róðurinn oft þungur á þessu tíma- bili, en safn Hjalta hefur mikið breytzt í áranna rás. Hlaut safn hans gyllt silfur eða 84 stig, eða næstum stórt, gyllt silfur. Tveir nýliðar úr hópi okkar voru á NORDIU 03 sem fengu einnig gyllt silfur. – Rúnar Þór Stefáns- son fékk 82 stig fyrir safn, sem nefnist Ísland í heimsstyrjöldinni síðari. Er hér um að ræða póst frá hernámsárum Breta og Banda- ríkjamanna. Er þetta áreiðanlega ekki auðvelt söfnunarsvið, því að þessi póstur hefur dreifzt víða um lönd. – Árni Gústafsson hefur um nokkur ár beint söfnun sinni að flugpóstbréfum, sem tengjast ferðum loftfarsins Graf Zeppelin frá Þýzkalandi á árunum fyrir og eftir 1930 til Suður-Ameríku og eins norður um höf og alla leið til Íslands. Hefur Árni dregið hér saman ótrúlega mikið efni á þessu sviði á skömmum tíma. Hann legg- ur einkum áherzlu á Zeppelin- póst, sem tengist Íslandi. Þetta safn hlaut 80 stig og gyllt silfur. – Þá fékk Frímerkjafélagið Askja á Húsavík 80 stig og gyllt silfur fyrir safn sitt um Póstsögu Þingeyjar- sýslu 1823–2002. Safn þeirra Hús- víkinga er vel þekkt meðal ís- lenzkra safnara frá fyrri sýningum, en mun vera í stöðugri framför. Hygg ég, að Eiður Árna- son eigi þar drjúgan þátt í. – Stórt silfur fékk Sveinn Ingi Sveinsson fyrir númerastimpla sína og eins Þór Þorsteins fyrir ýmsar stimpl- ategundir frá 1894–2003. – Jón Egilsson hlaut silfur fyrir safn sitt, sem tengist Hafnarfirði. – Þá fékk Einar Siggeirsson brons fyrir Heimsreisusafn sitt um Jóhannes Pál páfa 2. Eins fengu Kjartan J. Kárason og Steingrímur Björns- son brons fyrir frímerkjaskrá sína, Islandia, sem nær yfir lýðveldis- tíma okkar. Þá skal minnzt á Íslandssöfn er- lendra safnara. Orla Nielsen frá Danmörku hlaut stórt, gyllt silfur fyrir safn, sem hann kallar Almenn íslenzk frímerki og þjónustufrímerki. Hef- ur hann lengi safnað íslenzkum frí- merkjum frá því fyrir og um alda- mótin 1900. Er safn hans mjög gott, enda hlaut það 88 stig og stórt, gyllt silfur og heiðursverð- laun að auki. – Annar Dani og kunnur Íslandssafnari, Ole Svinth, hefur safnað erlendum stimplum á íslenzkum frímerkjum. Safnið hlaut 82 stig og gyllt silfur. – Henry Regeling frá Hollandi fékk stórt, gyllt silfur, 86 stig, fyrir bók sína um íslenzk frímerki 1872– 1904 og auk þess heiðursverðlaun. Enginn vafa leikur á því, að ís- lenzkir safnarar hafa hlotið margs konar lærdóm af þeim söfnum, sem sýnd voru á NORDIU 03. Allt slíkt kemur þeim að notum við val í söfn sín og ekki síður við upp- setningu þeirra. Mig langar hér að lokum að ræða eitt atriði í þessu sambandi. Þar sem ég var í dómnefnd, veitti ég uppsetningu safna og skýring- um efnis þeirra sérstaka athygli með meðdómendum mínum. Vita- skuld eru skýringar óhjákvæmi- legar, svo að bæði áhugasamir gestir geti áttað sig á því, sem blasir við augum, og dómarar ekki síður við störf sín. Mörg söfn – og jafnvel gullsöfn – voru að mínum dómi samt með fulllanga texta. Slíkt verður þó oft matsatriði, hversu langt á að teygja sig í þeim efnum. Nú orðið eru textar víða tölvusettir. Hafa sýnendur oft not- fært sér þá tækni til þess að koma sem mestum skýringum að með því að smækka letrið. Því miður fer þá á stundum svo, að helzt verður að nota stækkunargler til þess að geta lesið textana. Er slíkt afleitt og raunar alveg fráleitt. Póststjórnir allra Norðurlanda voru með sölubása á sýningunni og eins Þýzkaland. Kaupmenn, bæði innlendir og erlendir, voru einnig með sölubása. Virtist mér töluverð umferð vera slóðum þeirra alla dagana. Er vonandi, að safnarar hafi fundið þar ýmislegt efni í söfn sín. Þar sem aðgangur var ókeypis að sýningunni, er erfitt að gizka á, hversu margir sóttu hana heim. Ég gat ekki betur séð en stöðugur straumur gesta væri þær stundir, sem ég var þar staddur. Bar þeim, sem oftast voru á staðnum og ég spurði sérstaklega um aðsóknina, saman um að ekki væri fjarri að gizka á, að alls hefðu sýningar- gestir orðið um fjögur þúsund. Verður ekki annað sagt en við megum vel una við þá tölu. Ég tók eftir því sjálfur, að á sunnudeg- inum, síðasta sýningardegi, var fjöldi barna þar staddur með for- eldrum sínum eða afa og ömmu. Er gott til þess að vita, þótt mér finnist heldur lítið berast af frí- merktum bréfum inn á heimili landsmanna til þess að gleðja lítil barnsaugu og örva þau um leið til frímerkjasöfnunar. NORDIA 03 Töluverð ös var alla daga hjá frímerkjakaupmönnum. Jón Aðalsteinn Jónsson FRÍMERKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.