Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 29
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 29 LÖGREGLAN Í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri sem varð sl. föstudag klukkan 13:47. Um er að ræða harðan árekstur sem varð milli tveggja bifreiða á Eiðsgranda við Rekagranda. Þar rákust saman grá Toyota-fólksbifreið, sem ekið var austur Eiðsgranda, og græn Opel- fólksbifreið, sem ekið var vestur sömu götu. Þeir sem kynnu að hafa séð aðdraganda árekstursins eru beðnir að hafa samband við lögregl- una í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Minningarathöfn um TF-RÁN Í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær um minningarathöfn sem fór fram um þá sem létust þegar björg- unarþyrlan TF-RÁN fórst í Jökul- fjörðum var ranglega fullyrt að lík þeirra sem létust hefðu aldrei fundist. Þetta er ekki rétt. Lík þriggja úr áhöfninni fundust, en jarðneskar leif- ar Björns Jónssonar flugstjóra hafa aldrei fundist. Morgunblaðið best velvirðingar á þessum mistökum. Sérstaklega eru ættingjar og Landhelgisgæslan beðin afsökunar á mistökunum. LEIÐRÉTT Áhugahópur Gigtarfélags Íslands um vefjagigt og síþreytu heldur að- alfund í dag, mánudag, kl. 19.30 í salnum Hvammi á Grand Hóteli v/ Sigtún í Reykjavík. Að loknum aðalfundarstörfum mun Jón Atli Árnason gigtarsérfræð- ingur halda erindi sem hann nefnir: Er hægt að lækna vefjagigt? Allir eru velkomnir. Í DAG Varnir Íslands í 500 ár. Þorsteinn Helgason sagnfræðingur heldur er- indi í fyrirlestraröð Sagnfræðinga- félags Íslands, Hvað er (um)heimur? Erindið nefnist Varnir Íslands. Rauður þráður í 500 ár. Erindið verður á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember, í Norræna húsinu og hefst kl. 12.05. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Í fyrirlestrinum verður því haldið fram að íslensk varnarstefna hafi verið fyrir hendi í fimm hundruð ár og að í henni sé samfella og fastar stoðir þrátt fyrir ólíkar birting- armyndir. Meðal annars verða borin saman viðbrögð við Tyrkjaráninu á 17. öld og viðbrögð við beiðni um stuðning við innrás í Írak í mars síð- astliðnum. Á MORGUN Hátíðarfundur Surtseyjarfélags- ins verður föstudaginn 14. nóv- ember kl. 16 í Norræna húsinu. Steingrímur Hermannsson setur fundinn. Erindi halda: Sveinn Jak- obsson, Karl Gunnarsson og Borg- þór Magnússon. Tómas I. Olrich menntamálaráðherra opnar vefsíðu félagsins. Einnig verða heiðursskjöl afhent. Öllum er heimill aðgangur og verða kaffiveitingar á fundinum. Námskeið fyrir stofnendur og stjórnendur lítilla fyrirtækja Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins ehf. og Anna Linda Bjarnadóttir hdl. standa fyrir námskeiði um rekstrarform fyrirtækja og er það einkum ætlað þeim, sem hafa áhuga á að hefja rekstur og stjórnendum lítilla fyrirtækja. Námskeiðið skipt- ist í þrjá hluta og verður kennt fimmtudaginn 13. nóvember og föstudaginn 14. nóvember kl. 16–19 og laugardaginn 15. nóvember kl. 9– 12. Á námskeiðinu verður gerð grein fyrir helstu félagsformum, sem að- ilum í rekstri standa til boða og farið yfir ábyrgð stjórnenda í hluta- félögum og einkahlutafélögum. Jafnframt verður farið yfir skatt- lagningu fyrirtækja og ábyrgð á skattgreiðslum o.fl. Námskeiðið verður haldið að Hallveigarstíg 1, 1. hæð (Húsi iðnaðarins), Reykjavík. Verð er kr. 20.000. Skráning fer fram hjá Fræðslumiðstöð málmiðn- aðarins í síma eða með tölvupósti á steinunn@metal.is Sýning og kynningarfundur á styrkmöguleikum í Comeníusi Comeníus tilheyrir Sókrates menntaáætlun ESB og 2. vikan í nóvember er haldin hátíðleg til að koma á framfæri því samstarfi sem evrópskir skólar eiga. Sýning á af- rakstri Comeníusarverkefna verður haldin dagana 10.–14. nóvember nk. í bókasafni Gerðubergs. Kynning- arfundur á styrkmöguleikum í Comeníusi verður haldinn í Gerðu- bergi kl. 14 miðvikudaginn 12. nóv- ember og í Giljaskóla á Akureyri föstudaginn 14. nóvember kl. 15. Sagt verður frá verkefnum og reynslu þátttakenda af þeim. Landsskrifstofa Sókratesar stendur fyrir útgáfu á dagatali sem dreift verður til allra leik-, grunn- og fram- haldsskóla landsins í þessari viku. Fyrirlestur um þróunarverkefni í leikskólanum Sæborg Kristín Hildur Ólafsdóttir, lektor í mynd- mennt við Kennaraháskóla Íslands, og Soffía Þorsteinsdóttir, leik- skólastjóri í leikskólanum Sæborg v/ Starhaga, halda fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ miðviku- dag 12. nóvember kl. 16.15, í salnum Skriðu í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð, og eru allir velkomnir. Á NÆSTUNNI Í CAFÉ Borg í Hamraborg 1 í Kópa- vogi stendur yfir sýning á vegum Héraðsskjalasafns Kópavogs. Á sýn- ingunni eru skjöl og myndir í eigu safnsins, en hún var opnuð í tengslum við norræna skjaladaginn 8. nóvem- ber. Sýningin stendur í þrjár vikur. Bæjarstjórn Kópavogs og Þjóð- skjalasafn Íslands samþykktu árið 2000 stofnun safnsins, en það var opn- að í desember 2001. Safnið, sem er til húsa í Hamraborg 1, er jafnframt fag- legt yfirvald yfir skjalamálum á að- alskrifstofu bæjarins sem og í öllu bæjarkerfinu. Safnið fer með umboð Þjóðskjalasafns á Kópavogssvæði og nær verksvið þess ekki einungis til bæjarkerfisins, heldur einnig félaga, fyrirtækja og einstaklinga í bænum. Héraðsskjalasafn Kópavogs Skjalasýning á Café Borg ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ LIÐ Menntaskólans í Reykjavík og Iðnskólans í Reykjavík sigruðu í forritunarkeppninni 2003 sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík um helgina. 28 lið tóku þátt í keppn- inni, alls 90 nemendur úr fram- haldsskólum landsins. Þetta var í annað sinn sem keppnin er haldin. Keppt var í tveimur flokkum, Alfa-deild og Beta-deild. Liðið „MR01“ frá MR sigraði í Alfa-deild, en á eftir komu liðin „Boli++“ frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík og „Alpha“ frá Verslunarskóla Ís- lands. Í Beta-deild sigraði „Inperfect“ frá Iðnskólanum í Reykjavík. Á eft- ir sigurvegurunum komu liðin „Fiskikaldir Fýsibelgir“ frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ og Menntaskólanum í Reykjavík og „ZERO“ frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Keppnin var fyrir alla framhalds- skólanemendur sem skráðir eru í framhaldsskóla í fullu námi. Kepp- endur mynduðu þriggja manna lið og mátti hvert lið samanstanda af nemendum úr fleiri en einum skóla. Morgunblaðið/Sverrir Sumir keppendur í forritunarkeppninni voru komnir í jólaskap. Forritunarkeppni framhaldsskólanema Lið frá MR og Iðnskól- anum sigruðu GÖTUMYND norðurstrandar Reykjavíkur er nú að taka á sig þann framtíðarsvip sem blasa mun við þegar hið nýja 250 íbúða Skuggahverfi við Skúlagötu verður tilbúið. Þrjár 18 hæða turnbyggingar munu einkenna hverfið og er þegar búið að steypa 10 hæðir fyrsta turnsins. Upplýsingar um 101 Skuggahverfi, undirbúning verkefnisins, hönnun, framkvæmdir og sölumál er að finna á heimasíðu verkefnisins; www.101skuggi.is. Þar er nú hægt að fylgjast með uppbyggingu 101 Skugga „í beinni útsendingu“ því búið er að koma fyrir vef- myndavél á byggingarsvæðinu sem tengist heimasíð- unni. Geta áhugamenn um veður einnig nýtt þennan möguleika til að sjá hvernig viðrar og jafnvel fylgst með snjóalögum í Esjunni. Þá bætast jafnt og þétt inn á vefinn myndir frá framkvæmdum við fyrsta áfanga hverfisins. Heimasíðan er um margt nýjung á íslenskum fast- eignamarkaði og farnar eru nýjar leiðir við markaðs- setningu íbúðarhúsnæðis á Íslandi. Útsýnið af 8. hæð turnsins við Vatnsstíg er glæsilegt.Framkvæmdir í Skuggahverfi eru komnar á skrið. Hægt að fylgjast með framkvæmdum á heimasíðu Framkvæmdum í Skuggahverfinu miðar vel áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.