Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARIN ár hefur hér á landi í sívaxandi mæli verið vegið að for- vörnum í áfengismálum. Nýjasta at- lagan er frumvarp Jóhönnu Sigurð- ardóttur og 15 annarra þingmanna um lækkun lögaldurs til áfengiskaupa í 18 ár. Næði það fram að ganga myndi neysla áfengis meðal ungs fólks án efa stóraukast og að sama skapi afbrot, slys og önnur ógæfa af völdum áfengis. Um það er reynsla annarra þjóða, t.d. frá Bandaríkjun- um, ótvíræð. Er ótrúlegt að þing- menn telji það eftirsóknarvert að stuðla að slíkri óheillaþróun og hafa það sem eitt af sínum helstu baráttu- málum. Þá eru það vond skilaboð til unga fólksins sem felast í framlagningu nefnds frumvarps. Með því er gefið í skyn að ekkert sé athugvert við að ungmenni geti á sem auðveldastan hátt og það sem fyrst nálgast áfenga drykki þótt vitað sé að því fyrr sem byrjað er á neyslu þessa eiturlyfs og að verða háður því þeim mun meiri hætta er á alvarlegum afleiðingum á lífsleiðinni, bæði heilsufarslega og á annan hátt. Á nýafstöðnum landsfundi Sam- fylkingarinnar fengu heilbrigðismálin sérstaka umfjöllun m.a. vegna síauk- ins kostnaðar þeim samfara. Það skýtur því skökku við að áfengið, sem er hinn mesti heilsuspillir og slysa- valdur og á stóran þátt í útgjöldum vegna heilbrigðisþjónustunnar, skuli skipa svo virðulegan sess hjá mörgum fulltrúum þessa flokks. En það end- urspeglast með flutningi nefnds frumvarps og sérstökum áhuga ungra þingmanna um að leyfa hér sölu áfengra drykkja í matvörubúðum. En tvískinnungurinn er samur við sig í viðhorfum margra til áfengis- drykkju. Þegar t.d. nú er gerð tilraun með fyrrnefndu frumvarpi til að brjóta niður mikilvæga áfengisvörn, mæla flytjendur þess með auknum framlögum úr ríkissjóði til forvarna gegn áfengi og öðrum vímuefnum. Er hægt að kalla þetta annað en hræsni? Nýlega birtist í Fréttablaðinu sam- antekt úr Newsweek þar sem greint er frá mjög dökkum hliðum á þróun áfengismála hjá ýmsum Evrópuþjóð- um vegna vaxandi áfengisdrykkju og þá einkum meðal ungs fólks. Þar kemur m.a. fram að um 40% heim- sókna á bráðadeildir sjúkrahúsa í Bretlandi tengjast áfengisneyslu og kostnaður samfélagsins vaxi í sam- ræmi við aukna drykkju eins og löngu er vitað. Er svo komið að víða eru nú gerðar sérstakar ráðstafanir til að draga úr áfengisneyslu m.a. með hækkun áfengiskaupaaldurs. – En hér á landi er nú stefnt í öfuga átt, sof- ið á verðinum og kynt undir áfeng- iselda. Vonandi tekst ábyrgum þingmönn- um að hrinda nýjustu atlögunni að áfengisvörnum og fella því frumvarp- ið um lækkun aldurs til áfengiskaupa. ÁRNI GUNNLAUGSSON, lögmaður, Hafnarfirði. Um lækkun aldurs til áfengiskaupa Frá Árna Gunnlaugssyni UNDARLEGT verður að teljast hvernig kattamálið á Ísafirði fékk að þróast upp í stjórnlaust ofsóknaræði gegn Höskuldi Guðmundssyni. Í yf- irlýsingum ofsóknaraðila skiptu staðreyndir engu máli, sannleika eða heiðarleika virtust þeir ekki þekkja. Kannski talið sig yfir það hafna að huga að slíku. Yfirlýsing- um virtist fyrst og fremst ætlað að svífa á vængjum æsifregna. Ekki að þjóna sannleikanum. Eitt af því sem Höskuldur var ásakaður fyrir, var ill meðferð á köttum. Varla verður sannleikurinn svívirtur gróflegar en með þessari ásökun. Höskuldur lenti í nokkra daga á spítala, þá átti hann tvo ketti. Á meðan hann var á spítalanum komu kettirnir á hverjum morgni þangað og biðu þar fyrir utan. Ætli kettirnir hefðu beðið fyrir utan spít- alann eftir því að Höskuldur kæmi út ef hann hefði farið svona illa með þá? Allir sem þekkja Höskuld vel vita hvað þessi ásökun er langt frá sannleikanum og allri mennsku. Höskuldur var einnig kærður fyr- ir að valda mengun með villiköttum. Villikettir eru ekki húsdýr og eru þess vegna ekki á ábyrgð einstak- lings, heldur er það samfélags- vandamál sem í þessu tilviki bæj- arstjórn Ísafjarðar ber ábyrgð á. Því var þessi kæra sem stíluð var á Höskuld, kæra á bæjarstjórn Ísa- fjarðar. Í ákafanum að kæra virðast menn hafa gleymt rökréttri hugsun. Höskuldur óskaði oft eftir því við fjölmiðlamenn og embættismenn að hans hlið málsins væri látin koma fram í umfjöllunum, en það virtist vera gert fyrir daufum eyrum. Hann óskaði einnig eftir því að ábyrgir menn kæmu heim til hans og sýndu honum þetta kattastóð sem ætti að vera í kjallaranum hjá honum, en enginn hafði áhuga á því, sem eðli- legt var, þá hefði sannleikurinn komið í ljós. Að lokum komu utan- bæjarmenn með pólitískt tunguhaft og skoðuðu hús og lóð. Þar sem þeir sáu ekkert af því sem þeim var ætl- að að sjá, sáu þeir ekki ástæðu til að fjalla um það í fjölmiðlum. Það hefur verið hljótt um þetta mál síðustu daga. Sennilegt að menn séu farnir að átta sig á því að Ísfirðingar eru orðnir að athlægi í málinu. Það er svo vonandi að þegar menn endanlega ljúka þessu máli, velti ráðamenn því fyrir sér, hvað þeir teldu sig eiga að fá fyrir svona aðför gegn sér og fyrir það að skotið hafi verið í gegnum hurð á húsi þeirra. Mannréttindi ráðamannsins eru þau sömu og réttindi samborg- arans. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 111 Reykjavík. Sannleikurinn svívirtur Frá Guðvarði Jónssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.