Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 33 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert örugg/ur og skapandi og óhrædd/ur við að koma þér á framfæri. Þú þarft að hnýta lausa enda áður en þú byrjar á einhverju nýju. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það sem hefur valdið þér áhyggjum lítur skyndilega betur út. Þú sérð fram á bjartari tíma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að ganga frá fjár- og bankamálunum í dag þannig að þú fáir yfirsýn yfir stöðuna. Íhugaðu hvað þú ert tilbúinn að leggja mikið undir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tunglið er í merkinu þínu og það gefur þér svolítið forskot á önnur merki. Reyndu að nota tækifærið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það hefur verið mikið að gera hjá þér upp á síðkastið þannig að nú þarftu á hvíld að halda. Gættu þess að ganga ekki um of á vara- orkuna þína. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Einhver hefur eitthvað áhugavert að segja þér. Þetta gætu verið fréttir af vini þínum eða jafnvel ein- hverjum ókunnugum. Taktu vel eftir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er þér í hag að sýna yf- irboðurum kurteisi í dag. Nú er Júpíter í merki meyjunnar og gæfan þér hliðholl. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að breyta út af vananum. Þú getur lært eitthvað nýtt og spennandi ef þú ert opin/n fyrir nýjum aðferðum og hugmyndum í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Byrjaðu vikuna á því að ganga frá erfða-, trygginga- og fasteignamálum. Reyndu að koma í veg fyrir rugling varðandi sameiginlegar eignir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Til að samband gangi verða báðir aðilar að leggja sitt af mörkum. Mundu að það er ekki nóg að þörfum þínum sé fullnægt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að þiggja þau heimboð sem þér berast. Þátttaka í félagslífinu getur komið þér vel og aukið orð- spor þitt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sólin er á hádegi í merkinu þínu og því nýturðu mik- illar athygli. Þú getur líka haft mikil áhrif á aðra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að skella þér í leikfimi. Mars hefur mikil áhrif á merkið þitt og það gerir það að verkum að þú hefur mikla umframorku. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Í HLÍÐARENDAKOTI Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur, þegar saman safnazt var sumarkvöldin fögur. Eins við brugðum okkur þá oft á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. - - - Þorsteinn Erlingsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 10. nóv- ember, er sjötug Elísabet Kemp Guðmundsdóttir, f.v. bankafulltrúi, Víðilundi 16e, Akureyri. Hún dvelur á afmælinu í Prag ásamt eig- inmanni sínum, Haraldi Sig- urðssyni. BANDARÍSKU sveitirnar mættust í 5. umferð und- ankeppni HM í Monakó í sérstaklega fjörugum leik, þar sem skiptingin var villt og mikið um slemmutæki- færi. A-sveit Nick Nickells vann leikinn með 68 IMPum gegn 41, eða 21-9 í vinnings- stigum. Strax í fyrsta spili dró til tíðinda: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 32 ♥ ÁDG743 ♦ 42 ♣1052 Vestur Austur ♠ D ♠ 10765 ♥ -- ♥ 9862 ♦ KG9873 ♦ ÁD65 ♣D98743 ♣G Suður ♠ ÁKG984 ♥ K105 ♦ 10 ♣ÁK6 Í sveit Nickells spila, ásamt honum: Freeman, Hamman, Soloway, Meckstroth og Rodwell, en B-sveitin er þannig skipuð: Wolff, Morse, Doub, Land- en, Wildavsky og Pratap. Bobby Wolff hóf leikinn á öðru borðinu með því að opna á þremur tíglum á 6-6 skiptinguna: Vestur Norður Austur Suður Wolff Meckstroth Morse Rodwell 3 tíglar Pass 5 tíglar Dobl Pass 5 hjörtu Allir pass Sú hindrun bar alla vega þann ávöxt að NS komust ekki í slemmuna og urðu að sætta sig við 480. Fórnin í sjö tígla er reyndar ódýr, svo varla hefur Úlfurinn bú- ist við að græða á spilinu. En hann átti tæplega von á stórtapi: Vestur Norður Austur Suður Soloway Pratap Hamman Landen Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd 3 tíglar 3 spaðar * 5 tíglar Dobl Pass Pass Pass Soloway sýnir meiri hóg- værð í sögnum og passar í byrjun. Þá opnar Pratap í norður á veikum tveimur í hjarta og Landen kannar styrkinn með tveimur gröndum á móti. Það er at- hyglisvert hvað Soloway fer rólega í sakirnar að melda bara þrjá tígla. Flestir minni spámenn myndu segja þrjú grönd eða stökkva í fjögur grönd til að sýna mikla skiptingu og lág- litina, en sú nálgun hefur þann mikla ókost að segja andstæðingunum allt um spilin. Enda var Landen al- veg lokaður fyrir þessari miklu skiptingu og ákvað að „taka töluna“ í fimm tíglum. Hann átti von á 500-800, en ekki mínus 550, eins og raunin varð. Geim á báðum borðum og 14 IMPar til Nickells. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. g3 Rf6 4. Bg2 O-O 5. e3 c6 6. d4 d5 7. cxd5 cxd5 8. Rge2 Rc6 9. O-O e6 10. b3 Bd7 11. Ba3 He8 12. Hc1 Da5 13. Bc5 Hec8 14. e4 dxe4 15. Rxe4 Rxe4 16. Bxe4 Be8 17. b4 Dd8 18. d5 exd5 19. Bxd5 Dd7 20. Db3 b6 21. Be3 Hab8 22. Bf4 Re5 23. Hcd1 Dh3 24. Bg2 Dh5 25. Rd4 g5 26. Bxe5 Bxe5 27. Rf5 Hd8 28. Bf3 g4 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga, Flugfélagsdeildinni, sem lauk fyrir skömmu í Mennta- skólanum í Hamra- hlíð. Tékkneski stórmeist- arinn Jan Votova (2506) hafði hvítt gegn Ásgeiri Þór Árnasyni (2256). 29. Bxg4! Dg5 svartur hefði tapað drottningunni eftir 29... Dxg4 30. Rh6+. 30. f4 Bxf4 31. Hxf4 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur úr Fossvogsskóla héldu hlutaveltu til styrktar Barnaspítala Hringsins og söfnuðu þær 5.655 kr. Þær eru frá vinstri: Hugrún María Friðriksdóttir (7 ára) og Sóley Rún Sturludóttir (8 ára). MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík H rin gb ro t Sveit Guðjóns sigrar í Gullsmáranum Lokið er 12 sveita bridskeppni Bridsdeildar FEBK í Gullsmára. Tvímenningur verður spilaður mánudaginn 10. nóvember og fram- vegis á mánu- og fimmtudögum kl. 12.45. Árleg sveitakeppni milli bridsdeilda FEBK í Gjábakka og Gullsmára verður spiluð laugardag- inn 29. nóvember. Gullsmárasveitir, sem ekki geta tekið þátt í þeirri keppni, láti formann Gullsmára- deildarinnar vita um forföll. Fimm efstu sveitir í Gullsmárakeppninni eru þessar: Sveit Guðjóns Ottóssonar 210 Sveit Þorgerðar Sigurgeirsdóttur 188 Sveit Ara Þórðarsonar 179 Sveit Einars Markússonar 178 Sveit Kristins Guðmundssonar 177 Íslandsmót yngri spilara í tvímenningi Íslandsmót yngri spilara í tví- menningi verður spilað helgina 15.- 16. nóvember. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. janúar 1979 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Íslandsmót heldri spilara Íslandsmót heldri spilara í tví- menningi verður spilað sömu helgi. Lágmarksaldur er 50 ár og sam- anlagður aldur parsins minnst 110 ár. Bæði mótin eru haldin í Síðu- múla 37 og hefst spilamennska kl. 11:00 báða dagana. Keppnisstjóri eru Sigurbjörn Haraldsson. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða www.bridge.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.