Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 37 ÞAÐ var sérstætt andrúmsloft á veitingastaðnum NASA sl. fimmtu- dagskvöld, þar sem tvennir tónleikar á Jazzhátíð Reykjavíkur fóru fram. Það er ekki oft sem djasstónleikar eru teknir upp, hvað þá bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þarna voru mættir fulltrúar RÚV og BETA-sjónvarps- stöðvarinnar, sem sendir út djasstón- list allan sólarhringinn til um 18 milljóna manna vítt og breitt um heiminn, en aðallega í Bandaríkjun- um. Fimm tökuvélar eins og á góðum landsleik, reykmettaður salur og ís- lenskir og alþjóðlegir listamenn. Tvennir tónleikar voru á dag- skránni og fyrstir stigu á svið Wijn- en/Winter/Thor Tríó, og fluttu feiki- lega ferska og kraftmikla frumsamda tónlist. Það er Andrés Þór Gunn- laugsson sem fer fyrir tríóinu en með honum eru skólafélagar úr tónlistar- námi í Hollandi; Bob Wijnen á orgel og Rene Winter á trommur. Byrjað var á hröðu nýboppi, Sminki eftir Andrés. Undirritaður hafði einu sinni áður heyrt Andrés spila fyrir nokkr- um árum og vakti hann þá athygli hans. En framfarirnar eru stórstígar síðan þá. Andrés hefur mikið vald á hljóðfærinu. Í fyrstu heyrði maður Montgomery, eða var það kannski Jón Páll, nei alveg örugglega Ben- son; svo skýrðist málið í framvind- unni – þetta var auðvitað Andrés Þór; en það er ljóst að hann hefur hlustað mikið á Benson. Hann er með mjög þroskaðan hljóm sem hann hefur náð að gera að sínum og þarna fóru líka saman góðar lagasmíðar og hófstillt- ur en hugmyndaríkur spuni. Fágun og spilagleði lýsir þessu kannski best. Í fyrri hlutanum var farið yfir víð- an völl og mörg stílbrigði innan djassins könnuð; blús, fönk og meira bopp og ein persónuleg ballaða frá Andrési, Þórdísardans; falleg og við- kvæmnisleg laglína og tregafull. Clemency eftir Wijnen var fyrsta lag eftir hlé – nútímalegur blús þar sem höfundurinn fór á kostum. Wijnen spilar ekki fótstiginn bassa en hann er þeim mun hugmyndaríkari í spun- anum. Friðrik Theódórsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, hitti naglann á höfuðið þegar hann af- kynnti tríóið með þeim orðum að hér færu frábærir listamenn. Seinni tónleikarnir voru helgaðir norrænni þjóðlagatónlist í fremur djössuðum útsetningum. Nordic Heart kallar hópurinn sig; söngkon- urnar Kristjana Stefánsdóttir, Birg- itte Lyregaard, Agnar Már Magnús- son píanó, Jakob Frandsen gítar, Claus Kaarsgaard bassi og Eric Qvick trommur. Hópurinn stundaði saman nám í djassfræðum í Hollandi, að Eric undanskildum. Þetta er kannski ekki sú tónlist sem harð- soðnir djasshausar sækjast eftir – það vantaði svíngið, kraftinn og hinn frjálsa spuna. Ólíkari söngkonur en Kristjönu og Birgitte er vart hægt að hugsa sér. Kristjana er djassskóluð og leikur með röddina eins og hljóð- færi meðan Birgitte er meira í þjóð- lagahefðinni. En undirrituðum leið dálítið eins og í tómarúmi þarna á NASA, þar sem hann fann lítið bita- stætt fyrir sinn smekk, á sama tíma og flytjendurnir voru hylltir innilega af þakklátum áheyrendum sem troð- fylltu salinn. Svona er smekkur manna misjafn. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Kristjana Stefánsdóttir og Birgitte Lyregaard þenja raddböndin á tón- leikum sínum á veitingastaðnum NASA sl. fimmtudagskvöld. Djass og þjóðlög DJASS Wijnen/Winter/Thor Tríó Nordic Heart Andrés Þór Gunnlaugsson gítar, Bob Wijnen orgel og Rene Winter trommur. Nordic Heart: Kristjana Stefánsdóttir og Birgitte Lyregaard söngur, Agnar Már Magnússon píanó, Jakob Frandsen gítar, Claus Kaarsgaard bassi og Eric Qvick trommur. Fimmtudagurinn 6. nóvember. NASA Guðjón Guðmundsson HJÓNABAND Johans og Lottu hangir á bláþræði. Þau eiga tvö börn, lítinn strák og hina 12 ára gömlu Alice (Natalie Björk). Johan er blaðamaður og er farinn að halda við vinnufélaga sinn, ljósmyndar- ann Önnu. Slíkt mælist illa fyrir á báðum heimilunum. Lotta fyllist hatri er hann flytur frá henni til Önnu, sem á einn son og allir eru vængbrotnir um sinn. Hjónaskilnaðir og áhrif þeirra, einkum á saklaus börn, falla í skuggann af heiftinni í Lottu, hún verður miðpunktur framvindunnar og öll þau lúalegu brögð sem hún grípur til. Allir elska Lísu reynir að skýra út vandamálið frá flestum hliðum og á löngum köflum er myndin skynsamleg og tilfinninga- rík. Hin spyrjandi og skemmtilega Lísa er prýðilega leikin og það má reyndar segja um öll hlutverkin. Johan er geðugastur persónanna og á hug manns allan þótt það sé e.t.v. ekki meiningin. Það á að leysa ein- um um of margar og flóknar lífs- gátur en það tekst misjafnlega. Sum vandamálin fá viðunandi úr- lausn en því miður endar þessi snotra sambúðarerfiðleikamynd með hálfgerðri hrossalækningu. Hún er þar að auki óþörf, Allir elska Lísu hefði getað endað fyrr og með mun gáfulegra og trúverð- ugra eftirbragði. Öll él birtir upp um síðir KVIKMYNDIR Regnboginn – Sænsk kvikmyndavika Leikstjóri: Richard Hobert. Aðalleik- endur: Lena Endre, Mikael Perstrandt, Marie Richardson, Natalie Björk. 117 mínútur. Svíþjóð 2002. Allir elska Lísu (Alla älskar Alice) ½ Sæbjörn Valdimarsson Allir elska Lísu er á köflum skynsamleg og tilfinningarík mynd. ÞAU eru einræn og vanaföst, bókasafnsfræðingurinn Desirée (Carlsson), sem býr í litlum bæ í Svíþjóð, og Benny (Nyqvist), kúa- bóndi í nágrenninu. Þau hafa bæði búið ein um nokkurt skeið. Leiðir þeirra liggja saman í kirkjugarðin- um því hún hefur misst mann sinn, foreldrar hans eru dánir og liggja grafirnar saman. Hún gleymir húf- unni, Benny finnst Desirée það spennandi að hann leitar konuna uppi. Býður upp á eina með öllu í hádeginu en rýkur á braut í miðju kafi. Hann hafði gleymt kúnum sín- um, þær mjólka sig ekki sjálfar. Þannig hefst kúnstugt samband einstaklinga sem aðstæðurnar hafa gert vanaföst og fráhverf nýjum samböndum. En Benny bóndi gefst ekki upp, fer með trúaðan bóka- safnsfræðinginn í kirkju og segir henni frá sæðingarvandamálum og öðrum búskaparraunum á meðan presturinn messar. Á þessum nót- um rekur sig áfram hressileg gam- anmynd, auðheyrilega skrifuð af höfundi með gott skopskyn. Ekki síst á smáskrýtin einkenni sem við temjum okkur með aldrinum. Hann gerir góðlátlegt grín að andstæð- unum í þjóðfélaginu; bæjarbúum gegnt sveitamönnum og mennta- fólki gagnvart bændastéttinni. Des- irée á erfitt með að viðurkenna að Benny henti sér – þó hann hafi virkjað kátínu hennar og hamingju því hún skammast sín innst inni fyr- ir hann gagnvart hámenntuðum vinum sínum. En tilfinningarnar ná sem betur fer tökum á persónunum og það má segja að helsti galli Gaursins, sé fyrirsjáanleiki. Hvað með það, hún er bráðfyndin, aðal- leikararnir aðlaðandi og fara á kostum, ekki síst Nyqist. Mynd sem skilur við mann brosandi út í bæði. Milli mjalta og messu KVIKMYNDIR Regnboginn – Sænsk kvikmyndavika Leikstjóri: Kjell Sundvall. Aðalleikendur: Elisabet Carlsson, Michael Nyqvist, Ann- ika Olsson. 90 mínútur. Svíþjóð 2002. Gaurinn í nágrannagröfinni (Grabben i graven bredvid)  Sæbjörn Valdimarsson EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. Beint á toppinn í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar ROGER EBERT Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.  SG DV „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ The Rundown er mikil rússíbanareið og hún nær þeim ævintýrablæ og húmor sem einkennir m.a. Indiana Jones myndirnar.H.K. DV. KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. AKUREYRI Kl. 10. ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 KEFLAVÍK Kl.10. KRINGLAN Kl. 8 og 10.05 ATH!AUKASÝNINGKL. 6.30 og 9. Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! Stundin sem allir hafa beðið eftir er komin! Lokauppgjör Matrix þríleiksins er hafið! i lli i i i ! j i íl i i i ! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.30, 6.30, 8, 9 og 10.30. B.i. 12. AKUREYRI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Tristan og Ísold Miðaverð500 kr. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl. tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. AMERICAN PIE THE WEDDING KRINGLAN Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.30 og 10.30. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6. B.i.10. PIRATES OF THE CARIBBEAN Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.