Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 B 3 ROSENBORG sigraði Bodö/Glimt, 3:1, í úrslitaleik norsku bik- arkeppninnar í knattspyrnu í gær á Ullevål-leikvanginum í Ósló. Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörð- ur sat á varamannabekk Þránd- heimsliðsins allan tímann. Rosenborg varð þar með tvöfald- ur meistari í Noregi í ár og lék þann leik í fjórða skipti á síðustu tólf árunum, en félagið hefur unnið meistaratitilinn tólf ár í röð. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma en í framlengingu skoraði Jan Gunnar Solli tvívegis fyrir Ros- enborg og tryggði liðinu bikarinn. Solli kom inn á sem varamaður skömmu fyrir lok venjulegs leik- tíma. Rosenborg vann bikar- inn líka HVORKI Real Madríd né Valencia tókst að halda efsta sætinuí spænsku deildinni um helgina. Deportivo trjónir á toppi deildarinnar eftir sigur á Real Sociedad en Real og Valencia töpuðu bæði nokkuð óvænt, Valencia sínum fyrsta heimaleik í vetur þegar liðið fékk Santander í heimsókn. Madrídingar voru hins vegar í Sevilla í gærkvöldi og urðu að sætta sig við að fara án stiga heim því Sevilla sigraði 4:1. Deportivo er því með tveggja stiga forystu á Valencia og Real. Mexíkóski landsliðsmaðurinn Rafael Marques skoraði sitt fyrsta mark í deildinni og tryggði Barcelona þar með 2:1 sigur á Betis. Það byrjaði ekki vel hjá Börsungum því Ronald- inho varð að fara meiddur af velli eftir átján mínútna leik. Hollendingurinn Kluivert kom í hans stað og tóku stuðnings- menn honum vel þrátt fyrir að hann hafi á dögunum hótað því að yfirgefa félagið hættu stuðningsmenn þess ekki að gagn- rýna sig. Mikið var klappað fyrir honum þegar hann kom heimamönnum yfir með sínu fyrsta marki í deildinni í ár. Það var heitt í kolunum í leik Osasuna og Valladolid. Einn leikmaður úr hvoru liði var rekinn af velli í fyrri hálfleik og þjálfari Valladolid fékk einnig að líta rauða spjaldið hjá dóm- ara leiksins. Deportivo á toppinn á Spáni Reuters David Beckham og Javi Navarro berjast um boltann í leiknum í gær. MEDKILA vann óvæntan sigur á Kolbotn, 2:1, í bikarúrslitaleik kvenna í norsku knattspyrnunni á laugardaginn. Kolbotn varð norsk- ur meistari í fyrra og í öðru sæti í ár en Medkila hefur aldrei leikið í úrvalsdeild og verður í henni í fyrsta skipti á næsta ári, eftir að hafa náð öðru sæti 1. deildar. Katrín Jónsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Kolbotn á 67. mín- útu en þrátt fyrir þunga sókn tókst liðinu ekki að jafna. Tímabilið er þó ekki búið hjá Kolbotn sem mætir Ásthildi Helgadóttur og stöllum hennar í Malmö FF í átta liða úrslitum UEFA-bikarsins síðar í þessum mánuði. Kolbotn missti af bikarnum Claudio Ranieri, knattspyrnu-stjóri Chelsea, lýsti yfir sér- stakri ánægju með mark Eiðs Smára, sem var það fimmta í röðinni og kom sex mínútum fyrir leikslok. Hann sendi þá boltann út á vinstri kantinn á Wayne Bridge og var síðan mættur inn við vítapunkt til að taka við fyrirgjöfinni og skoraði með fal- legum skalla. „Mark Eiðs var mikilvægt vegna þess að á þeim tíma varðist New- castle vel og lokaði flestum leiðum. Og það var líka mikilvægt vegna þess að Eiður verðskuldar að spila meira en hann gerir – rétt eins og fleiri í okkar liði,“ sagði Ranieri. Hann stillti upp sama byrjunarliði og í 4:0 sigrinum á Lazio, en það hefur hann aldrei áður gert á þessu keppn- istímabili. Bakvörðurinn ungi, Glen Johnson, skoraði fyrsta markið, Hernan Crespo og Frank Lampard bættu við mörkum fyrir hlé, og Newcastle missti Andy O’Brien af velli með rautt spjald. Damien Duff skoraði fjórða markið áður en röðin kom að Eiði Smára. Ranieri var jafntregur og áður til að ræða möguleika Chelsea á enska meistaratitlinum. „Ég trúi því fyrst að við getum unnið titilinn þegar ég snerti bikarinn. Við erum með unga leikmenn og þurfum að leggja hart að okkur,“ sagði Ranieri. Giggs bjargaði United á Anfield Ryan Giggs tryggði Manchester United sigurinn á Anfield með tveimur mörkum með tíu mínútna millibili í síðari hálfleiknum en Harry Kewell minnkaði muninn fyr- ir Liverpool. Undir lokin sótti Liver- pool af miklum krafti og mark gest- anna slapp hvað eftir annað. Emile Heskey var klaufi að jafna ekki 20 sekúndum áður en flautað var til leiksloka þegar hann hitti ekki bolt- ann í dauðafæri. „Þetta var frábær leikur, hreint ótrúlegur, og hver einasti leikmaður á vellinum á skilið að fá hæstu ein- kunn. Leikmenn Liverpool voru sér- lega einbeittir í fyrri hálfleik og við réðum illa við þá en seinni hálfleik- urinn var betri hjá okkur. Lokakafl- inn var hins vegar taugatrekkjandi og við sluppum fyrir horn,“ sagði Alex Ferguson, stjóri United. Arsenal slapp fyrir horn Arsenal slapp vel með sigur á ná- grönnum sínum í Tottenham á laug- ardaginn, 2:1. Darren Anderton kom Tottenham yfir í byrjun leiks en Ro- bert Pires og Freddie Ljungberg náðu að svara fyrir toppliðið þegar leið á síðari hálfleikinn. „Við höfðum heppnina með okkur í síðara markinu, boltinn breytti um- stefnu á hagstæðan hátt, en við unn- um fyrir þessu með mikilli einbeit- ingu. Leikmenn Tottenham mega vera ósáttir við útkomuna en mínir menn eiga hrós skilið fyrir að vinna sig út úr erfiðri stöðu,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Charlton í Meistaradeildarsæti Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton héldu áfram sigurgöngunni og lögðu Fulham að velli, 3:1. Þar með var Charlton komið upp í 4. sæt- ið, Meistaradeildarsæti, á 46. afmæl- isdegi Alans Curbishleys knatt- spyrnustjóra og hefur fengið 16 stig í síðustu sex leikjunum. Finninn Jo- natan Johansson, sem hefur verið lánlaus við mark andstæðinganna í langan tíma, tryggði sigurinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Hermann lék allan tímann í vörn Charlton að vanda. „Ég læt ekki úrslit leikja hafa of mikil áhrif á mig, jafnvel ekki á af- mælinu mínu. Við munum ekki láta stöðuna í deildinni stíga okkur til höfuðs, það er ekki langt síðan við vorum í fjórða neðsta sæti og það er heilmikið eftir af tímabilinu. En þetta er afar ánægjulegt, ekki síst vegna þess að við höfum þurft að breyta liðinu mikið vegna meiðsla,“ sagði Curbishley, og hafði áhyggjur af því að tveir lykilmenn, Scott Park- er og Claus Jensen, meiddust. Leeds á botninn eftir stórt tap Nýliðar Portsmouth léku Leeds grátt og eftir 6:1 skell situr Leeds á botni deildarinnar með 20 mörk í mínus. Þetta er stærsta tap félagsins í úrvalsdeildinni en það var enginn uppgjafartónn í Peter Reid knatt- spyrnustjóra eftir leikinn. „Það vantaði alla löngun í mína menn, þeir reyndu ekki að spila eða fara í návígi. Seinni hálfleikurinn er versti hálf- leikurinn á mínum ferli. Þetta eru mér gífurleg vonbrigði en ég ætla mér ekki að gefast upp, en ef við spil- um aðrar 45 mínútur eins og þessar, verður mín staða slæm,“ sagði Reid. Eiður Smári lék sama leik og í Róm, kom inn á og skoraði „Eiður Smári verð- skuldar að spila meira“ EIÐUR Smári Guðjohnsen lék sama leik og í Rómaborg í síð- ustu viku þegar Chelsea tók á móti Newcastle í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Eiður Smári kom inn á sem varamaður á nákvæmlega sama tíma og gegn Lazio, á 67. mín- útu, og rétt eins og þá skoraði hann eitt mark í stórsigri Chelsea. Nú skoraði Lund- únaliðið einu marki meira, sigr- aði 5:0, og gefur ekkert eftir í baráttunni sem fram undan virðist vera við Arsenal og Man- chester United um enska meist- aratitilinn. Arsenal vann Totten- ham, 2:1, á laugardag og er með 30 stig, Chelsea kemur næst með 29 og Manchester United er með 28 stig eftir sigur á Liv- erpool, 2:1, í gær. Reuters Damien Duff og Eiður Smári Guðjohnsen fagna marki Eiðs gegn Newcastle í gær. Duff skoraði líka en þeir félagarnir voru einnig á markalistanum gegn Lazio í síðustu viku.  BRYNJAR Björn Gunnarsson fékk langþráð tækifæri í byrjunar- liði Nottingham Forest í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Hann lék allan leikinn þegar lið hans gerði jafntefli, 1:1, við Watford. Litlu munaði að Brynjar tryggði Forest sigurinn á lokamínútu leiksins en markvörður Watford, Lenny Pidg- eley, varði vel gott langskot hans.  ÍVAR Ingimarsson lék allan tím- ann með Reading sem lagði topplið 1. deildar, Wigan, að velli, 1:0. Read- ing lyfti sér upp í tíunda sætið.  WBA vann frækinn útisigur á West Ham, 4:3, og náði forystunni í 1. deild. West Ham komst í 3:0 á fyrstu 17 mínútum leiksins en lið Lárusar Orra Sigurðssonar svaraði heldur betur fyrir sig og Lee Hugh- es gerði sigurmarkið korteri fyrir leikslok. Lárus Orri er sem kunnugt er frá keppni fram í janúar vegna meiðsla.  JÓHANNES Karl Guðjónsson sat á varamannabekknum allan tímann þegar lið hans, Wolves, gerði jafn- tefli, 1:1, við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.  GUÐJÓN Þórðarson er kominn með lið sitt, Barnsley, í 2. umferð ensku bikarkeppninnar eftir sigur á York á útivelli í gær, 2:1. Barnsley fékk mjög erfitt verkefni þegar dregið var til 2. umferðar í gær en þá leikur liðið við Bristol City á úti- velli.  RÚNAR Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn með Lokeren sem tapaði, 3:2, fyrir La Louviere í belgísku 1. deildinni á laugardagskvöldið. Arnar Grétars- son fór af velli á 76. mínútu fyrir Marel Baldvinsson. Arnar Þór átti þátt í fyrra marki Lokeren og Arn- ar Grétarsson var óheppinn að koma liðinu ekki í 3:2 í síðari hálfleik en markvörður La Louviere varði þá skot hans frábærlega.  ANDERLECHT fékk óvæntan skell á heimavelli, 1:4 gegn Stand- ard Liege, þar sem gríski sóknar- maðurinn Alexandros Kaklamanos skoraði tvívegis. Standard komst í annað sætið, fjórum stigum á eftir Anderlecht, sem beið þarna sinn fyrsta ósigur á tímabilinu.  HELGI Kolviðsson og félagar í Kärnten unnu óvæntan sigur á toppliði Rapid Vín, 2:0, í austurrísku úrvalsdeildinni í gær. Kärnten er áfram í neðsta sæti en náði með sigrinum Salzburg að stigum. Helgi fór af velli á 58. mínútu.  MICHAEL Owen gat ekki leikið með Liverpool gegn Manchester United í gær vegna meiðsla. Ljóst er að hann verður ekki með enska landsliðinu sem mætir Danmörku í vináttulandsleik næsta sunnudag. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.