Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 B 5 CHAD Campbell sigraði á PGA-meistaramótinu sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina, lék síð- asta daginn á 68 höggum, þremur undir og lauk leik á 16 höggum undir pari. Mestu munaði frábær þriðji hringur hjá pilti en þá notaði hann aðeins 61 högg, kom sem sagt inn á tíu höggum undir pari vallarins. Hann lét spádóma um að honum tækist ekki að leika vel næsta dag á eftir svo frábærum hring sem vind um eyru þjóta og kom inn á 68 höggum í gær og vann þar með sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Annar varð Charles Howell þremur höggum á eftir, Retief Goosen varð þriðji á 12 undir pari og Chris Riley fjórði höggi þar á eft- ir. Vijay Singh lenti í fimmta til sjötta sæti ásamt Davis Love en þeir léku á 8 höggum undir pari. Singh endar því ofar á peningalistanum en Tiger Woods því sá síðastnefndi lék illa í gær, kom þá inn á 74 höggum og endaði í 26. sæti. Chad Campbell bestur á PGA FÓLK  RAGNAR Óskarsson skoraði 4 mörk, öll í fyrri hálfleik, þegar Dunkerque frá Frakklandi vann auðveldan sigur á Dudelange frá Lúxemborg, 28:16, í Áskorenda- bikarnum í handknattleik í gær.  SNORRI Steinn Guðjónsson skoraði 4 mörk og fiskaði tvö víta- köst fyrir Grosswallstadt þegar lið hans gerði jafntefli, 28:28, við Eisenach á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laug- ardaginn.  GYLFI Gylfason, hornamaður- inn úr landsliðinu, skoraði 5 mörk fyrir Wilhelmshavener sem kom sér af botni 1. deildarinnar með stórsigri á Minden, 31:22. Göpp- ingen, lið Jaliesky Garcia, situr þar með eftir í botnsætinu en á einn til tvo leiki til góða á liðin sem eru fyrir ofan í töflunni.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og félagar í Kronau/Östringen töp- uðu, 19:18, í fallslag gegn Stral- sunder í þýsku 1. deildinni. Þeir voru yfir allan leikinn en Stral- sunder skoraði sigurmarkið úr vítakasti eftir að leiktímanum lauk. Guðmundur kom inn á til að freista þess að verja tvö vítaköst í leiknum, en tókst í hvorugt skiptið að koma í veg fyrir mark.  GUNNAR Berg Viktorsson komst ekki á blað hjá Wetzlar sem steinlá gegn Hamburg, 30:14, í þýsku 1. deildinni í gær. Róbert Sighvatsson var fjarri góðu gamni hjá Wetzlar vegna meiðsla.  ALEXANDERS Petersons fékk að sitja á bekknum allan tímann og jafna sig betur af meiðslum þegar lið hans, Düsseldorf, vann auðveldan sigur á Leutershausen, 32:18, í þýsku 2. deildinni í hand- knattleik á laugardaginn. Düssel- dorf er með 18 stig eftir 10 leiki og trónir á toppi suðurriðils deild- arinnar.  DAVÍÐ Ólafsson náði aðeins að láta ljós sitt skína í tæpar sjö mín- útur á laugardaginn þegar hann tók á móti Fram með félögum sín- um í Víkingi. Þá nefbrotnaði hann svo að hann rölti allt annað en sáttur í sturtu.  TVEIR af sterkustu leikmönnum Fram gátu ekki verið með gegn Víkingi á laugardaginn. Björgvin Þór Björgvinsson er meiddur og Hjálmar Vilhjálmsson var veikur.  HENNING Fritz, markvörður Kiel, varði 23 skot þegar lið hans sigraði Merano á Ítalíu, 36:25, í EHF-bikarnum í handknattleik í gær. Christian Zeitz var marka- hæstur hjá Kiel með 7 mörk.  SYLVIA Strass og Birgit Engl, leikmenn kvennaliðs ÍBV í hand- knattleik, léku í gær með landsliði Austurríki sem gerði jafntefli, 31:31, í vináttulandsleik gegn Slóv- eníu. Strass skoraði 3 mörk í leiknum og Engl eitt. VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Hauka, var afar ósáttur í leikslok við framlag dómaranna frá Slóvakíu en hann hafði einnig ýmislegt út á lið sitt að setja. „Dómgæslan var hreint út sagt algjör katastrófa og það er óþolandi að horfa upp á svona hluti. Við fengum á okkur fjölda sóknarbrota sem voru alveg út í hött og svo héngu þeir á bolt- anum í margar mínútur án þess að ógna okkar marki en aldrei kom höndin upp hjá dómurunum,“ sagði Viggó við Morgunblaðið eftir leik- inn. Viggó sagði að varnarleikur sinna manna hefði verið mjög slak- ur. „Strákarnir klikkuðu hræðilega oft í vörninni og við fengum á okk- ur einföld mörk hvað eftir annað, bæði af línunni og úr hornunum. Einföld varnarmistök kostuðu ein- faldlega að við unnum ekki stærri sigur. Þá var það dýrt að Halldór og Robertas náðu sér ekki á strik. Þeir klikkuðu algjörlega og það munar um minna. Ég var hins veg- ar ánægður með markvörslu Birk- is. Þorkell var frábær og Ásgeir átti fína kafla en hann verður eins og fleiri að laga varnarleikinn. Við erum ekkert búnir að gefast upp á því markmiði okkar að ná þriðja sætinu. Við eig- um fullt inni og við för- um til Makedóníu til þess að sigra.“ Verður erfitt hjá Haukum „Það má búast við því að það verði erfitt hjá Haukum að komast áfram í keppninni eftir þennan nauma sigur. Heimavöllur Vardar er gríðarlega erfiður heim að sækja og mér er enn í fersku minni þegar við spiluðum í Makedóníu fyrir tæp- um tveimur árum. Það var mjög erfitt, svo Haukanna bíður stremb- ið verkefni,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari sem fylgdist með leiknum á Ásvöllum. „Ég beið eftir því í fyrri hálfleik að Haukarnir skildu lið Vardar eft- ir. Þeir fengu tækifærið til þess upp í hendurnar hvað eftir annað en klúðruðu því. Það vantaði yfirveg- un í sóknarleikinn og varnarleik- urinn hjá þeim gekk ekki upp. Það munaði miklu fyrir Hauka að Hall- dór og Robertas náðu sér ekki á strik en þeir sem héldu liðinu á floti voru Þorkell og Ásgeir og þá átti Birkir góðan leik í markinu. En Haukarnir spiluðu almennt ekki nógu vel til að ná hagstæðari úrslit- um.“ Haukar geta sjálfum sér um kenntað hafa ekki landað stærri sigri. Þeir fengu mörg tækifæri í leiknum til að slíta Makedónana af sér en óyfirvegaður sóknarleikur ásamt afar slökum varnar- leik Haukanna varð þess valdandi að Vardar náði ávallt að koma til baka og hanga í Íslandsmeisturunum allt til leiksloka. Haukar fengu reyndar gullið tækifæri til að vinna með tveggja marka mun. Makedóníu- mennirnir freistuðu þess að jafna metin undir lokin. Markvörður þeirra var kominn í sóknina en þegar Haukarnir unnu knöttinn þremur sekúndum fyrir leikslok áttaði Andri Stefan sig ekki á því að mark Vard- ar-liðsins var tómt og í stað þess að kasta boltanum í netið hélt Andri boltanum í heljargreipum sínum og lét leiktímann fjara út. Kannski kem- ur þetta atvik til að ráða úrslitum þegar upp er staðið en vonandi ekki því þrátt fyrir að Haukar eigi í vænd- um gríðarlega erfiðan útileik í Make- dóníu er of snemmt að afskrifa þá. Eftir að Vardar skoraði fyrsta mark leiksins tóku Haukarnir völdin í leiknum. Þeir beittu skæðum hraðaupphlaupum og af fyrstu fimm mörkunum komu fjögur á þann hátt að Þorkell Magnússon lét vel að sér kveða. Haukar náðu fljótlega fjög- urra marka mun, 9:5. En í stað þess að láta kné fylgja kviði hleyptu Haukarnir Vardar mönnum ávallt inn í leikinn að nýju. Bæði með því að spila ekki agaðari sóknarleik en fyrst og fremst fyrir að leika illa í vörninni. Kiril Atanasovski var Haukunum erfiður í fyrri hálfleik en hann var maðurinn á bakvið flest mörk sinna manna í hálfleiknum.Vardar átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og tókst að jafna en Þorkell átti síðasta orðið í síðari hálfleik og forysta Hauka,17:16. Síðari hálfleikur var í járnum til að byrja með en eftir tíu mínútna leik brá Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka til þess ráðs að klippa skyttuna At- anasovski út úr leiknum og við það náðu Haukarnir að nýju frumkvæði í leiknum. Þeir komust þremur mörk- um yfir en líkt og í fyrri hálfleiknum hélst þeim illa á forystunni og þegar maður hélt að Vardarmenn væru að brotna skoruðu þeir ódýr mörk með því að brjóta sér leið framhjá götóttri vörn Haukanna og ekki bætti úr skák fyrir Hauka að slóveska dóm- araparið var á bandi granna sinna frá Makedóníu. Lokakafli leiksins þróaðist með þeim hætti að Haukar höfðu 1–2 marka forskot og þegar upp var staðið máttu þeir kannski þakka Birki Ívari Guðmundssyni markverði að sigur vannst en Birkir varði mjög vel, eða 18 skot, mörg úr dauðafærum og þar af þrjú vítaköst. Líkt og í undanförnum leikjum er varnarleikurinn höfðurverkur Hauk- anna og hvað eftir annað opnaðist vörnin illa, bæði fyrir miðju og eins í hornunum. Leikmenn Hauka gerðu sig seka um byrjendamistök í vörn- inni. Þeir „seldu sig“ á vondum stöð- um og höfðu engin ráð til að stöðva línumenn Vardar-liðsins. Eins og áð- ur segir átti Birkir góðan dag í mark- inu, hans langbesti leikur í langan tíma. Þorkell Magnússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku best af úti- leikmönnum. Þorkell ákaflega öruggur í sínum aðgerðum og góður hraðaupphlaupsmaður og Ásgeir var ógnandi, einkum þó framan af og hefði að ósekju mátt skjóta meira. Dalius Racikevicius átti lipra spretti í sókninni en lykilmenn á borð við Halldór Ingólfsson og Robertas Pauzuolis brugðust algjörlega og munaði sannarlega um minna. Lið Vardar er ekkert stórlið en leikmenn liðins eru líkamlega sterkir og góðir í stöðunni maður á mann. Kiril Atanasovski var þeirra lang- besti maður og Stevce Alusevski sýndi seiglu. Morgunblaðið/ÞÖK ar Skopje og skorar eitt marka Hafnarfjarðarliðsins í gærkvöld. „Einföld varn- armistök“ ldrei f því okk- gur í góðri nu og ndra góð- tlega okin. var uðum segja mín- fyrir ega í varla smál- öfum gvins með eikja hvíla ekki síðan Valdi- Arnar rsson a að ti á ð ÞAÐ verður á brattann að sækja fyrir Íslandsmeistara Hauka að halda þriðja sætinu í B-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik eftir aðeins eins marks sigur, 34:33, á liði Vardar Skopje frá Make- dóníu á Ásvöllum í gærkvöld. Haukar eiga eftir að sækja Vardar heim í þeirra ljónagryfju en sá leikur sker úr um hvort félagið hrepp- ir þriðja sætið sem jafnframt gefur sæti í Evrópukeppni bikarhafa. Guðmundur Hilmarsson skrifar Vörnin bilaði hjá Haukum BJARKI Sigurðsson, handknatt- leiksmaður úr Val, lék með fé- lögum sínum í stuttan tíma gegn Aftureldingu að Varmá í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan í apríl sem Bjarki leikur með Valsliðinu en þá sleit hann krossband í hné og hefur verið frá keppni síðan. „Ég ætlaði ekki að tefla Bjarka fram fyrr en síð- ar í mánuðinum, en þar sem hann hefur verið frískur á æfingum upp á síðkastið og langaði til að spreyta sig, ákvað ég að leyfa hon- um aðeins að vera með. Bjarki verður hins vegar ekki kominn á fulla ferð fyrr en í febrúar, reikna ég með,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið eftir leikinn. Bjarki með Valsmönn- um að nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.