Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 8
MAGDEBURG tók forystuna í B- riðli Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik á laugardaginn með því að sigra spænska stórveldið Barcelona, 28:26, í hörkuleik í Bördelandhöll- inni í Magdeburg. Staðan í hálfleik var 14:12, Magdeburg í hag. Stefan Kretzschmar var í aðal- hlutverki í sókn Magdeburg og skor- aði 11 mörk en Joel Abati kom næst- ur með 6. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark í leiknum. Markvörðurinn Bitter átti frábæran leik og varði 25 skot. Enriq Masip skoraði 6 mörk fyrir Barcelona og þeir Laszlo Nagy og Jeróme Fernandez gerðu 5 hvor. Þessi lið eru í riðli með Haukum og Vardar Skopje og Magdeburg er nú með fullt hús stiga, sex, eftir fyrri umferðina en Barcelona er með fjögur stig. „Þetta var hörkuleikur, vel leik- inn og spennandi,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, eft- ir leikinn. „Við vorum yfir allan tím- ann og áttum að vinna stærri sigur því við vorum sex mörkum yfir þeg- ar tíu mínútur voru eftir þannig að sigurinn var fyllilega sanngjarn,“ sagði Alfreð. Hann sagði að Sigfús væri kominn á fulla ferð eftir meiðslin og hefði átt mjög góðan leik í vörninni. „Þetta er allt á áætlun hjá okkur. Stefnan var að vinna Barcelona hér heima og setja þannig aðeins pressu á Spán- verjana. Við eigum erfiðan leik á miðvikudaginn þegar Wallau kemur í heimsókn til okkar og síðan kom- um við til Íslands og leikum við Haukana um næstu helgi,“ sagði Al- freð. AP Sigfús Sigurðsson átti mjög góðan leik í vörninni hjá Magdeburg. Hér sést hann stöðva Iker Romero, leikmann Barcelona. Magdeburg lagði Barcelona FÓLK  DAGUR Sigurðsson, landsliðsfyr- irliði og þjálfari Bregenz í Austur- ríki, skoraði 4 mörk fyrir sitt lið þeg- ar það tapaði á heimavelli, 22:24, fyrir Créteil frá Frakklandi í Evrópu- keppni bikarhafa í handknattleik á laugardagskvöldið. Bregenz var yfir í hálfleik, 14:12, en á nú erfitt verkefni framundan þegar liðin mætast í Frakklandi um næstu helgi.  MAGNÚS F. Magnússon úr Vík- ingi sigraði Kristján Jónasson úr Víkingi, 3:2, í úrslitaleik í meistara- flokki karla á þriðja stigamóti tíma- bilsins í borðtennis sem fram fór í TBR-húsinu um helgina.  HALLDÓRA Ólafs, Víkingi, sigr- aði í meistaraflokki kvenna en hún vann Sunnu Jónsdóttur úr Ösp í úr- slitaleiknum. Sunna sigraði í 1. flokki kvenna, Sölvi Pétursson, Víkingi, í 1. flokki karla, Davíð Teitsson, Víkingi, í 2. flokki karla og Pétur Ó. Steph- ensen, Víkingi, í eldri flokki karla.  MARCO Di Vaio skoraði tvö mörk fyrir Juventus þegar lið hans skoraði fjórum sinnum á síðustu 12 mínútun- um og vann Udinese, 4:1, í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Juvent- us náði tveggja stiga forystu þar sem AC Milan varð að láta sér nægja markalaust jafntefli við Parma á úti- velli.  ROMA komst í annað sætið í gær- kvöld á betri markatölu en AC Milan með því að sigra nágranna sína í Laz- io, 2:0, frammi fyrir 80 þúsund áhorf- endum á Ólympíuleikvanginum í Róm. Brasilíumennirnir í liði Roma gerðu útslagið því þeir Mancini og Emerson skoruðu mörkin á síðustu níu mínútum leiksins.  JOHN Hartson skoraði tvívegis fyrir Celtic sem vann Dunfermline, 5:0, í skosku úrvalsdeildinni á laug- ardaginn. Celtic er áfram með fimm stiga forskot á Rangers sem vann Kilmarnock naumlega í gær, 3:2. Nuno Capucho skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.  SANTANDER vann óvæntan 2:1 sigur á Valencia í spænsku deildinni. Rodolfo Bodipo skoraði bæði mörk Santander. Þetta var fyrsta tap Val- encia á heimavelli á þessari leiktíð.  MALLORCA hafði betur í botns- lagnum við Murcia, 4:1, og skoraði Fernando Correa tvívegis fyrir heimamenn.  KRÓATINN óþekkti, Dado Prso, sem skoraði fernu fyrir Mónakó gegn Deportivo La Coruna í Meistara- deild Evrópu í síðustu viku, var aftur á ferðinni á laugardagskvöldið. Þá tryggði hann Mónakó sigur, 1:0, gegn Korsíkuliðinu Ajaccio í frönsku 1. deildinni, átta mínútum fyrir leikslok. Svíarnir byrjuðu af miklum kraftiog komust í 5:1 eftir sjö mínútna leik. Þeir keyrðu upp mikinn hraða og HK-ingum var um- svifalaust refsað fyrir mistök í sóknarleikn- um. Tobias Küller, örvhenti hornamað- urinn þeirra, átti glimrandi upphafs- mínútur, og af átta fyrstu mörkunum skoraði hann fjögur. HK- strákarnir voru ekkert á þeim buxunum að gefast upp og með skyn- sömum sóknarleik tókst þeim að minnka muninn niður í tvö mörk, 11:9. Þá kom Henrik Larsson, markvörður Drott, til skjalanna, varði meðal ann- ars vítakast frá Andrius Rackauskas og Drott komst í 16:11. Rackauskas átti lokaorðið í hálfleiknum, 16:12, úr aukakasti eftir að leiktíminn var lið- inn. Magnus Andersson, þjálfari Drott-liðsins, mótmælti mjög kröft- uglega og taldi markið ólöglegt. Það var sama uppi á teningunum í seinni hálfleik. Drott byrjaði af mikl- um krafti og komst í 21:13. Larsson fór hreinlega á kostum og lokaði markinu fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiksins og það var einungis Elías Már Halldórsson sem náði að skora fyrir HK á þeim tíma. Það stefndi allt í stórsigur Drott-liðsins en í stöðunni 28:18 og tólf mínútur eftir breytt Árni Stefánsson, þjálfari HK, um varnar- leik, setti Má Þórarinsson inn á og lét hann taka miðjumann Drott úr um- ferð og við það gjörbreyttist leikur- inn. Eins kom Arnar Freyr mark- vörður sterkur inn á mikilvægum augnablikum á lokamínútum leiksins og varði vel en þá gerðu HK-menn sjö mörk á móti þremur. Ekki mörg sænsk lið sem spila svona gróft „Við spiluðum vel, betur en við höfðum gert undanfarið, og þá sér- staklega í sókninni. Leikmenn HK voru mjög harðir og grófir í vörninni. Það eru ekki mörg lið í Svíþjóð sem spila svona gróft. Leikurinn á Íslandi verður erfiður, við höfum séð leiki þeirra þar af myndböndum og vitum hvað þeir geta og þeir hafa greinilega mikinn stuðning af áhorfendum á sín- um heimavelli. Það er því ómögulegt að spá fyrir um úrslit,“ sagði horna- maðurinn Tobias Küller, besti leik- maður Drott, við Morgunblaðið. Magnus Andersson, þjálfari Drott, var ekki eins ánægður með leik sinna manna. „Við getum spilað betur og létum þá slá okkur út af laginu á síð- ustu mínútunum. Dómararnir voru þeim mjög í hag, þeir spiluðu gróft og þeim var leyft það. Við eigum erfiða leiki framundan og vitum að það er ekkert öruggt í handboltanum. Sex marka forysta er góð, þó ekki eins góð og tíu marka, en betri en eins marks,“ sagði Andersson við Morgunblaðið. Þurfum toppleik í Digranesi Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyr- irliði HK, var ekki sáttur að leik lokn- um. „Í heildina spiluðum við ekki vel og vorum klaufar að missa menn útaf. Við þurfum að bæta sóknarleikinn til þess að fá ekki þessi hraðaupphlaup á okkur. Þeir jarða okkur á því.“ Spurð- ur um möguleikann á að komast áfram sagði Vilhelm Gauti: „Þetta er hörkulið, það verður ekki af þeim tek- ið. Við þurfum toppleik og rúmlega það í troðfullu Digranesi.“ Árni Jakob Stefánsson, þjálfari HK, sagði að um hörkuleik hefði verið að ræða. „Við gátum stoppað þá ef við komumst til baka til að stilla upp í vörn. Þegar við breyttum leikskipu- laginu, truflaðist sóknarleikurinn hjá þeim. Strákarnir sýndu mikinn styrk á lokakaflanum með því að minnka muninn úr tíu mörkum í fimm, þó að Svíarnir hefðu náð að lauma einu inn í lokin. Stuðningur áhorfenda var frá- bær, það er óborganlegt að eiga svona stuðningsmenn með „Binnamenn“ fremsta í flokki,“ sagði Árni en um 60 áhorfendur fylgdu HK-liðinu til Halmstad og þar bættust um 30 Ís- lendingar í hóp áhorfenda. Góður endasprettur HK-inga í Halmstad SÆNSKA liðið Drott sigraði HK, 31:25, í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð Evrópukeppni bikarhafa sem fór fram í Halmstad í Svíþjóð á laugardaginn. Staða Svíanna er því nokkuð góð fyrir síðari leikinn í Digranesi. Það er samt ekkert útilokað fyrir HK á sínum heimavelli, ekki síst vegna þess að Kópavogsliðið átti góðan endasprett á laug- ardaginn eftir að hafa lent tíu mörkum undir í síðari hálfleiknum. Ómar Stefánsson skrifar frá Svíþjóð KRISTJÁN Elí Örnólfsson, miðjumaður úr Þór, gekk um helgina til liðs við úr- valsdeildarlið KA í knatt- spyrnu og samdi við það til tveggja ára. Kristján er 27 ára og hefur leikið með Þórsurum allan sinn feril en hann lék 17 af 18 leikjum þeirra í úrvalsdeildinni á síðasta ári. Í sumar spilaði hann 12 leiki með liðinu í 1. deildinni en missti nokkuð úr vegna meiðsla. Kristján er annar Þórs- arinn sem flytur sig yfir til KA á síðustu dögum en markakóngur 1. deildar í ár, Jóhann Þórhallsson, fór sömu leið fyrir skömmu. Þá hafa Þórsarar séð á bak Orra Frey Hjaltalín til Grindvíkinga. Kristján til KA-manna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.