Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 12
12 C MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rað- og parhús Arnartangi í Mosfellsbæ rað- hús m/bílskúr 122 fm Mikið endurnýjað hús á þessum vinsæla stað, 2-3 svefnherbergi, stórar stofur, glæsilegt bað, nýtt parket, nýtt járn. Hér þarf ekkert að gera.Verð 15,3 millj Hæðir Þingholtsstræti Ný 177,8 fm „pent- house“-íbúð með með frábæru útsýni yfir höfnina og miðbæinn. Húsið hefur verið endurbyggt utan sem innan. Enn er hægt að ráða innra skipulagi íbúðarinnar, stórar svalir þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Allt sérlega vandað. Eign í sérflokki 4-7 herb. Ástún - Kópavogi Mjög góð ca 100 fm vel skipulögð íbúð á 2. hæð. Rúm- góð stofa með hvítuðu parketi, útgangur út á stórar suðursvalir. Þrjú góð herbergi með skápum. Hús í góðu ástandi. Stutt í skóla, leikskóla og alla þjónustu. Áhv. húsbréf 6,0 millj. Verð 13,9 millj. Mosfellsbær - Miðholt 4ra herb. - nýleg Rúmgóð og vel farin 93 fm íbúð á 2. hæð í hjarta Mosfellsbæjar. Ör- stutt í alla þjónustu. Mjög snyrtileg og nota- leg blokk. Verð 12,4 millj 3ja herb. Flétturimi Vorum að fá góða 3ja her- bergja íbúð á 2. hæð með bílageymslu. Góð tvö herbergi með skápum. Rúmgóð stofa með útgangi út á svalir með fallegu útsýni. Þvottahús innan íbúðar. Húsið var nýlega viðgert og málað. Stutt í skóla, leikskóla og þjónustu. LAUS VIÐ KAUPSAMING. Vesturberg - 3ja LAUS STRAX. GOTT VERÐ Gott tæki- færi til að fá sér ódýra 3ja herbergja íbúð. Tvö góð herbergi. Rúmgóð stofa með út- gang út á svalir með miklu útsýni yfir borg- ina. Getur verið laus strax. Mjög góð áhvíl- andi húsbréf 7,5 millj. FÍN FYRSTU KAUP. Verð aðeins 9,8 millj. Flyðrugrandi Mjög góð 3ja herbergja íbúð með gott skipulag. Mjög stórt hjóna- herbergi með útgang út á svalir. Parket á stofu og herbergjum. Sérþvottahús á hæð- inni fyrir aðeins 5 eignir. Getur verið laus fljótlega. Mjög góð áhv. lán. 8,3 millj. Verð aðeins 10,9 millj. 2ja herb. Þingholtsstræti Aðeins ein 2ja her- bergja 70 fm íbúð eftir. Allt nýtt að innan sem utan. Fallegar innréttingar. Er tilbúin til afhendingar nú þegar. Frekari upplýsingar á skrifstofu. Atvinnuhúsnæði Erum með margar stærðir og gerðir af skrifstofuhúsnæði og góðum atvinnu- húsnæðum í Kópavogi - Hafnarfirði og Reykjavík. Sumt í leigu, sem hægt er að yfirtaka. Möguleiki að fá góð áhvílandi lán á eignirnar. Frekari upplýsingar eru á skrifstofu. Sumarbústaðir Erum með fjölda lóða rétt við Flúðir og á Grímsstöðum á Mýrum. Lóðirnar eru leigulóðir og eru á verðbilli frá 300 þ.- 2,5 millj. eftir stærð. Hægt að fá mjög stórar lóðir og allt niður í 0,5 ha. Kjarri vaxið land er á Grímsstöðum í faðmi fagurra fjalla. Við Flúðir er landið mis hæðótt og með miklu viðsýni, þar er heitt og kalt vatn. Vaxandi sumarhúsabyggð er á báð- um stöðum. Stutt er á gólfvelli og versl- anir. Frekari upplýsingar á skrifstofu. Erum með kaupendur að eftirtöldum eignum: • Einbýlishús 300 fm eða stærra 25-40 millj. Fjársterkur aðili leitar að veglegu einbýlishúsi á góðum stað í Grafarvogi, Árbæ, Seljahverfi, Kópavogi, Garðabæ eða Mosfellsbæ. • Einbýlis-, par- eða raðhús með 5-6 svefnh. fyrir stóra fjölskyldu sem vill minnka við sig. Ekki fleiri en 2 hæðir koma til greina. Verðbil 20-30 millj. • 3ja herb. íb. í miðbæ Rvk. austan Snorrabrautar verð allt að 12 millj. • Einbýli á einni hæð í Grafarvogi eru sjálf með gott raðhús í Grafarv. • 2-3ja herbergja íbúð miðsvæðis í Reykjavík með svölum helst í litlu fjölbýli eða þríbýlishúsi. Verðbil allt að 13 millj. • Sérhæð, rað-/parhúsi í Grafarvogi eða miðsvæðis í Rvk. upp að 23 millj. • Byggingalóðir fyrir fjölbýlishús eða par-/raðhús. • 2-3ja herbergja íbúð í vesturbæ, austurbæ eða Hraunbæ fyrir aðila sem búinn er að fara í greiðslumat, á verðbilinu 7-10 millj. • 2ja herb. íbúð á svæði 104-105 eða 108 má kosta allt að 11 millj. • Raðhús eða lítið sérb. í Garðabæ eða Hafnafirði fyrir allt að 20 millj. • 4ra herbergja íbúð í Grafarvogi helst með bílskýli fyrir kaupanda sem kominn er með greiðslumat. • Einbýli eða raðhús í Mosfellsbæ, fyrir fjársterkan aðila sem búinn er að selja. Þarf helst að vera laust fyrir 1. feb. ‘04 • 3ja herbergja íbúð í Breiðholti helst í Hólunum eða Bergum. • Sérhæð rað-/parhús miðsvæðis í Rvk. verður að hafa útsýni verðbil 17-25 millj. • 4-5 herbergja íbúð í rað- eða þríbýlishúsi. Allt skoðað, verðbil 14- 18 millj. • Góðri 3ja herbergja íbúð í Grafarvogi - Kópavogi eða Breiðholti. Upplýsingar gefa sölufulltrúar XHÚSA ÓSKALISTINN30 íbúðir- 2ja, 3ja og 4ra herbergja Jón Magnússon Hrl., löggiltur fasteigna og skipasali Bergur Þorkelsson Sölufulltrúi gsm: 860 9906 Valdimar R. Tryggvason Sölufulltrúi gsm: 897 9929 Valdimar Jóhannesson Sölufulltrúi gsm: 897 2514 Gunnur Inga Einarsdóttir Ritari Okkur hefur verið falið af opinberum aðila að útvega 30 íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herbergja í Reykjavík. Staðgreiðsla er í boði fyrir réttar eignir, og samkomulag með afhendingu. Frekari upplýsingar er hjá sölufulltrúum XHÚS. Hesthús Hesthúsalóð fyrir 20 hesta í Fjárborg Skipt hefur verið um jarðveg og hann þjappaður í 1000 fermetra lóð und- ir hús, bílastæði og gerði. Öll gjöld greidd og teikningar fylgja. Framtíðarsvæði Reyk- víkskra hestamanna. Upplýsingar gefnar á skrifstofu og hjá Valdimar í GSM 897-2514. www.xhus.is H ér og þar í íbúðarhverfum höfuðborgarinnar sést ljós gufa stíga eins og reykur upp fyrir háar girðingar líkt og hverasvæði leynist í görðum íbúanna. Það eru þó ekki opnir hverir sem mynda reykinn, eins og þegar fyrstu mennirnir numu hér land, heldur heitar setlaugar á einkalóðum. Segja má að Reykjavík sé að endurheimta sitt fyrra réttnefni sem víkin með reyknum. Að slaka á í heitum potti eftir erfiðan vinnudag, umluktur leyndardómsfullri gufu, er munaður sem margir vilja leyfa sér. Þarna líður þreytan úr líkamanum og þyngdarleysið í heita vatninu mýkir vöðvana og hressir upp á sálina. Til að þessi draumur geti orðið að veru- leika þarf þó talsverðan undirbúning. Velja þarf laugina, staðsetja hana, tryggja öryggi og sjá til þess að kröf- ur byggingarreglugerðar séu upp- fylltar. Þarf leyfi fyrir setlaug? Til þess að setlaug sé fullkomlega lögleg þarf að teikna hana inn á að- alteikningu hússins og fá hana sam- þykkta hjá byggingarfulltrúa sveit- arfélagsins. Arkitektar, bygginga- fræðingar og verkfræðingar með leyfi sem aðalhönnuðir geta útbúið slíka teikningu og skrifað upp á hana. Í byggingarreglugerð segir einnig að laugin verði að vera 0,4 m hærri en göngusvæðið í kring og að hún verði að vera útbúin læsanlegu loki. Þeir sem vilja geta gengið niður í laugina verða að skilgreina svæðið í kringum hana sem baðsvæði og loka því af með girðingu sem verður að vera að lágmarki 0,9 m há. Einnig má loka af öllum garðinum með girðingu, en á slíkri girðingu þarf að vera hlið sem smábörn geta ekki opnað. Þeir sem vilja fá nákvæmari upplýsingar geta fundið byggingarreglugerðina á vef Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is Hvar á heiti potturinn að vera? Í byggingarreglugerð er fjallað um setlaugar, en í daglegu tali er yfirleitt talað um heita potta. Pottur staðsett- ur langt frá húsi hefur þann kost að baðsvæðið er vel aðskilið frá öðrum dvalarsvæðum garðsins. Þannig er ólíklegt að vatnssull og háreysti frá baðsvæðinu trufli aðra í garðinum. Þá eru sturta, snagar fyrir föt, raflýs- ing og jafnvel búningsaðstaða atriði sem geta ráðið því hvernig potturinn nýtist, en óþægilegt getur verið að hlaupa langar leiðir hálfber. Algengt er að pottinum sé valinn staður við suðurvegg íbúðarhúss en þar er sólin sterkust. Þetta getur ver- ið góð staðsetning, sérstaklega með tilliti til vetrarsólar, en heitir pottar nýtast ekki síður á þeim árstíma. Staðsetningin má þó ekki vera á kostnað besta sólbaðssvæðisins að sumri og ef plássið er af skornum skammti má staðsetja hann þar sem kvöldsólar nýtur. Ef reiknað er með mikilli notkun þarf að skoða afstöðu sólbaðssvæðis, matarborðs og laug- arinnar, þannig til dæmis að háreysti í pottinum trufli ekki borðhald. Flestir vilja að laugarsvæðið sé vel lokað frá umhverfinu. Þetta á sér- staklega við ef ætlunin er að baða sig án sundfata. Ef baðsvæðinu er lokað með skjólveggjum þarf að gera ráð fyrir að slíkir veggir varpi skuggum og eru skuggarnir talsvert lengri að vetri en sumri. Á sumum svæðum er hins vegar möguleiki á fallegu útsýni úr lauginni og þá þarf að meta það hversu mikið má sjást inn og hversu mikið út. Fyrir þá sem eru með börn og unglinga á heimilinu getur það verið öryggisatriði að laugin sjáist vel innan úr húsi. Með DVD í heita pottinum Algengustu pottarnir eru skeljar úr trefjaplasti, útfærðar sem hluti af innréttingu garðsins. Þannig er hægt að hafa pall umhverfis pottinn þar sem leggja má handklæði, leikföng, glös og annað sem tilheyrir pottlífinu. Þessir pottar eru yfirleitt fylltir með hitaveituvatni og tæmdir eftir hverja notkun. Þess vegna skiptir stærðin máli, bæði hvað varðar greiðslu fyrir vatnið og tímann sem tekur að láta renna í pottinn. Talsverður munur getur verið á tímanum sem tekur að fylla 1200 lítra og 1800 lítra potta. Stundum er möguleiki á sverari leiðslu til þess að stytta þann tíma sem fyllingin tekur, en vandað blönd- unartæki hefur einnig mikið að segja. Þægilegast er að staðsetja blöndun- artækin inni og einnig dælur fyrir nudd og loftbólur en það minnkar há- vaðann í sjálfum pottinum. Þar sem ekki er hitaveita eru raf- kynntir pottar góð lausn. Sumir kjósa þá jafnvel þar sem hitaveita er. Helsti kosturinn er að vatninu er haldið síheitu og má því bregða sér í pottinn hvenær sem er. Skipt er um vatn í pottunum með ákveðnu milli- bili samkvæmt leiðbeiningum selj- anda, en hreinsibúnaður sér um að halda vatninu hreinu. Það er einnig kostur við þessa potta að auðvelt er að koma þeim fyrir þó garðurinn sé fullmótaður. Þeir eru settir á stétt eða pall líkt og húsgagn, fylltir með garðslöngu og stungið í samband. Í sumum tilfellum gæti þó þurft að styrkja eða bæta við undirstöðum í trépall því fullur af vatni getur slíkur pottur vegið allt frá einu og upp í þrjú tonn. Oftast eru þessir pottar með loftbólum, nuddi og jafnvel ljósum. Fínustu útgáfurnar eru einnig með sjónvarpi og DVD-spilara. Nokkrar einfaldar leiðir má fara til að gera umhverfi heita pottsins sem mest aðlaðandi. Þar sem vetrarnotk- un er mikil eru raflýsing og sígrænn gróður ómissandi hluti baðsvæðisins. Einir, litlar furur og geislasópur eru allt plöntur með fallegt vetrarútlit og það lífgar upp á svæðið að staðsetja þær við pottinn og gönguleiðirnar að honum. Raflýsing þarf að vera sterk en þó þannig að ljósin gefi ekki of- birtu í augu. Til þess að fullkomna ró- andi áhrif vatnsins og gufunnar úr pottinum má líka skreyta baðsvæðið með olíuluktum, kyndlum eða kert- um og ná þannig fram þægilegri og rómantískri stemningu. Heitar laugar í görðum Eftir Björn Jóhannsson landslagsarkitekt Færanlegir pottar eru eins og húsgögn sem auðvelt er að bæta inn í annars fullmótaðan garð. Lok á potti heldur vatninu heitu, kemur í veg fyrir óhreinindi, að regnvatn safnist í pottinn og minnkar líkur á slysum. Ef potturinn er vel staðsettur á hann stóran þátt í að skapa sam- ræmda heildarmynd í garðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.