Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2003, Blaðsíða 26
Í slendingar eiga fátt eitt varð- veitt af íslenskum arkitektúr frá fyrri öldum. Þess meira virði er sá menningararfur sem til er varðveittur og tengist híbýlum og heimilishaldi þeirra sem fyrrum byggðu þetta land. Ber þar hátt ís- lenskan útsaum. Öldum saman voru útsaumaðir gripir eitt allra mesta hí- býlaskraut sem Íslandingar áttu völ á í bland við útskurðinn og fáséða hluti sem keyptir voru erlendis frá. Útsaumur er fjarri því útdauð grein á Íslandi en hann hefur breyst mikið í aldanna rás. Í bókar Elsu E. Guðjónsson, „Ís- lenskur útsaumur“, er gerð grein fyrir gömlum útsaumsgerðum svo nú geta íslenskar konur aftur skreytt heimili sín með slíkum gripum, en bók Elsu er nú að koma út í annarri og endurskoðaðri útgáfu frá höfund- arins hendi. En hvers konar gripir voru það sem formæður okkar voru að sauma út og skreyta heimili sín með? „Tekið skal fram að það voru ekki aðeins híbýli sem konur skreyttu með útsaumi heldur líka kirkjur og það er ekki síst kirkjuútsaumurinn sem hefur varðveist, til dæmis hefur ekkert varðveist af útsaumi frá mið- öldum, þ.e. frá því fyrir 1550, sem hægt er að segja með vissu að sé úr híbýlum fólks. En til er talsvert af ís- lenskum útsaumuðum kirkjugripum frá þeim tíma, engir þó eldri en frá um 1400. Flestir eru frá fyrri hluta 16. aldar. Einkum eru þetta altaris- klæði, flest varðveitt í Þjóðminja- safni Íslands en nokkur hafa ratað í söfn erlendis,“ segir Elsa E. Guð- jónsson. „Heimildir frá miðöldum greina víða frá notkun refla bæði til að tjalda innan kirkjur, skála og stofur á betri bæjum hér á landi. Einna fræg- ast dæmi er að finna í Gísla sögu Súrssonar um refilinn sextuga sem Vésteinn mágur Gísla flutti með sér til Íslands úr utanför m.a. til Eng- lands. Refilssaumur er sami saumur og er á hinum 70 metra langa refli frá Bayeux í Frakklandi frá seinni hluta 11. aldar. Íslenska heitið á þessari út- saumsgerð er dregið af reflum, tjöld- um sem skreytt voru útsaumuðum myndum sem að líkindum voru nær eingöngu unnin með slíkum saumi. Hannyrðir stundaðar í nunnu- klaustrum og hjá heldra fólki Hvers konar útsaumur var það sem alþýða manna stundaði helst? „Á miðöldum voru stundaðar hannyrðir í nunnuklaustrunum, bæði á Reynistað og í Kirkjubæ og jafn- framt á biskupssetrum og heimilum heldra fólks. En ekki er vitað hvað al- múgafólk gat gert í þessum efnum. Þó veit ég dæmi um próventusamn- ing frá 1489–1490 sem hjón nokkur gerðu við ábóta Munkaþverár- sklausturs, þar sem áskilið var að konan saumaði eitt áklæði, líklega yf- ir rúm, á ári meðan ábótinn lifði.“ Var almennt að fólk hefði útsaum- aðar rúmábreiður? „Varla hjá almenningi. En fyrr- nefndur samningur sýnir að þetta var til. Í reikningum Hólastóls frá seinni hluta 16. aldar eru skráðar tvær sængur, þ.e. rúm, með fornum pellsaumsáklæðum. Frá 17. og 18. öld hafa varðveist útsaumaðar rúmábreiður með gamla krosssaumnum, augnsaumi og blómstursaumi.“ En hvað með rúmtjöld, voru þau algeng í híbýlum manna? „Þau hafa líklega helst verið til á betri bæjum. Þau sem varðveist hafa, en þau munu öll vera frá 17. og 18. öld, eru úr innfluttu hörlérefti sem var þorra manna munaðarvara. Út- saumurinn á þeim er glitsaumur og saumað í með lituðu ullarbandi. Úr fornsögum okkar eru ef til vill rekkjuklæði Þórgunnu hinnar suður- eysku í Eyrbyggju eftirminnilegust, ekki síst rekkjurefillinn sem þar er nefndur og ætla má að hafi verið skreyttur útsaumi, en hann einn ber refilsheiti tengt rekkjubúnaði í forn- um íslenskum heimildum.“ En hvað með það sem nú er al- gengt híbýlaskraut, þ.e. púðar? „Ég tala nú heldur um sessur í þessu sambandi. Púði finnst mér heldur leiðinlegt tökuorð úr dönsku. Til eru sessuborð frá 18. öld unnin með gamla krosssaumnum og augn- saumi og einnig eru heimildir um sessur í skiptabréfum og uppskrift- um dánarbúa. Sessur þessar voru hnakksessur, sessur í stóla og bekkj- arsessur eða lagnsessur, sem svo voru einnig nefndar. Einkum mun gamli krosssaumurinn hafa verið haldgóður, mun betri en sá kross- saumur sem nú er algengur en hann fór ekki að tíðkast fyrr en á seinni- hluta 19. aldar. Á 19. öld urðu vinsæl sessuborð með blómstursaumi og skatteringu og þóttu mjög glæsileg, jafnvel svo að þau voru stundum ekki höfð í sessur heldur látin í umgerðir undir gler og fest upp í stofum til prýðis – voru höfð til skrauts en ekki slits. Svo var þó ekki um sessu þá sem Guðrún Gísladóttir, dóttir Gísla Hjálmarssonar læknis, saumaði 1874, þá ung að árum og nú er í Þjóð- minjasafni Íslands. Sessu þessa gaf hún Jóni Sigurðssyni forseta og Ingi- björgu konu hans. Sigurður málari Guðmundsson gerði fyrir hana upp- drátt að munstrinu. Jón hafi þessa sessu alltaf í stólnum sínum þannig að hún er orðin nokkuð slitin. Þessi sessa var silkisaumuð í klæði og því af glæsilegra taginu.“ Hvenær komu dúkar til sögunnar? „Minnst er á borðdúka í fornritum okkar og í eignaskrám á miðöldum eru á nokkrum stöðum taldir upp borðdúkar og þeir jafnvel sagðir Arfur kynslóðanna – íslenskur útsaumur Í gömlum útsaumi eigum við Íslendingar merkan menningararf og ljósan vott þess hvernig íslensk- ar konur reyndu að búa heimili sín umhverfi með sem mestum glæsibrag. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Elsu E. Guð- jónsson sem ritaði bókina Íslenskur útsaumur og er að gefa hana út í endur- skoðaðri mynd. Þar gefur að líta bæði myndir og sjónablöð í bland við mik- inn fróðleik. Elsa E. Guðjónsson, höfundur bók- arinnar Íslenskur útsaumur, gefur nú bók sína út í endurskoðaðri útgáfu. Sessuborð af óþekktum uppruna. Frá 18. eða öndverðri 19. öld. Augnsaumur, ferhyrndur og tígullaga. Ullarband í togtvist. Hluti af font- klæði úr búi Magnúsar Ket- ilssonar sýslu- manns frá um 1700. Úrdreg- inn og varpaður grunnur með tvöföldu ístagi. Língarn notað í hörléreft. Rúmábreiða frá Hellisfirði, frá 1811, gamli krosssaumurinn og fáein spor af pellsaumi. Tveir hlutar af refilsaumuðu veggtjaldi, refli frá Hvammi í Dölum. Frá um 1450. Refilsaumur og lagðar útlínur. Ullarband í togtvist með jafavend. Varðveitt í Nationalmuseet í Kaupmannahöfn en lánað Þjóðminjasafni Íslands. 26 C MÁNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.