Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 306. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hárlínur lagðar Einfaldar línur í bland við styttur og tjásur | Daglegt líf 22 Í nýrri sögu Lindu fer aðalpersónan yfir líf sitt | Bækur B4 Fagur fiskur úr sjó Fjarðabyggð tekur við meiri afla en nokkru sinni | 21 Dagsönn lygasaga OF feitum Dönum fjölgar stöðugt og áætlað er að kostnaður danska heilbrigðiskerfisins af of- fituvandamálinu nemi um tveimur milljörðum danskra króna á ári, um 23 milljörðum íslenskra. Sérfræðingar hafa hvatt stjórnvöld til að gera ráðstafanir til að stemma stigu við þessari þróun og m.a. lagt til að stofnað verði sérstakt sjúkra- hús fyrir of feitt fólk, með þeim rökum að venju- leg sjúkrahús séu ekki með tæki sem henta því. Danska dagblaðið Jyllands-Posten skýrði frá þessu í gær. Blaðið segir að um hálf milljón Dana sé nú of þung og um 100.000 Danir þjáist af sjúk- dómum sem raktir séu til offitu. Berit Heitmann, danskur prófessor sem hefur rannsakað þetta mál, spáir því að um fimmtungur Dana verði of þungur árið 2020 verði ekkert að gert. Sérstakt sjúkrahús fyrir of feita Dani? SAMTALS eru 366 nemendur í Háskóla Íslands sem ekki hafa lokið stúdentsprófi heldur hafa fengið starfsreynslu metna til að fá inngöngu í Háskólann. Alls eru nemendur í HÍ rétt rúmlega 9.000 og því um 4% af nemendum þar sem fengið hafa undanþágu frá stúdentsprófi. „Maður hefur það frekar á til- finningunni að ásóknin sé að aukast, við fáum eitthvað um 200 erindi á ári þar sem verið er að sækjast eftir inngöngu,“ segir Gísli Fannberg, verkefnisstjóri hjá HÍ. Skilyrði fyrir því að fá inn- göngu í HÍ þrátt fyrir að hafa ekki lokið stúdentsprófi eru að hafa lokið stórum hluta náms til stúdentsprófs, þremur af fjórum árum, og hafa auk þess nokkurra ára starfsreynslu á því sviði sem við á, segir Gísli. Hann segir enga deild skera sig úr hvað varðar fjölda nemenda heldur sé ásókn þeirra sem fá undanþágu frá stúdentsprófi nokkuð jöfn eftir deildum. 5–15% með undanþágu Í Kennaraháskóla Íslands er gerð krafa um stúdentspróf í flestu námi, þó ekki í t.d. kennsluréttindanámi í iðngrein- um, þar sem gerð er krafa um meistararéttindi í greininni. Í þeim greinum í KHÍ þar sem krafist er stúdentsptófs eru á bilinu 5% til 15% nemenda með undanþágu, mismunandi eftir deildum, segir Ingvar Sigur- geirsson, deildarforseti grunn- deildar. Nemendur í KHÍ í þeim deildum þar sem stúdentsprófs er krafist eru um 2.050. Ekki er mikið um að nemend- ur fái undanþágu frá stúdents- prófi í Háskólanum í Reykjavík, en þó hefur verið eitthvað um það, segir Steinn Jóhannsson, starfsmaður HR. Undantekningarnar eru lang- flestar í kvöldnámi, svokölluðu námi með vinnu. Í heildina eru þeir sem nú nema við skólann og hafa fengið undanþágu frá stúd- entsprófi um þrjátíu, þar af tveir í dagskóla. Bifröst er með sér- staka frumgreinadeild sem þeir sem ekki hafa lokið stúdentsprófi geta farið í gegnum á einu ári áð- ur en þeir hefja nám á háskóla- stigi við Bifröst. Gríðarleg aðsókn „Það er gríðarleg aðsókn að þessari deild og fer vaxandi, við tókum inn fjörutíu manns í ár,“ segir Magnús Á. Magnússon að- stoðarrektor. Undantekning frá kröfu um stúdentspróf er yfirleitt ekki gef- in við Bifröst, en þó segir Magn- ús að undantekningar hafi verið gerðar fyrir fólk með mjög mikla og góða starfsreynslu, 15–20 ár, og reynslu af stjórnunarstörfum. Þeir sem fá slíka undantekningu eru fáir, um einn á ári. Um 4% nemenda Háskóla Íslands án stúdentsprófs Evrópusambandið (ESB) kann að setja allt að 2,2 milljarða doll- ara refsitolla – andvirði um 168 milljarða króna – á útflutnings- vörur frá Bandaríkjunum grípi þarlend stjórnvöld ekki til ráð- stafana til að hlíta úrskurðinum strax á næstu vikum. Þessir refsitollar myndu bætast við aðra slíka refsitolla sem ESB hefur boðað vegna annarrar við- skiptadeilu við Bandaríkin, sem snýst um útflutningsbætur. „Einskis annars úrkosti“ Í sameiginlegri yfirlýsingu frá fulltrúum þeirra landa sem kærðu bandarísku verndartoll- ana til WTO eiga stjórnvöld í Washington nú „einskis annars úrkosti“ en að afnema þá hið snarasta. Talsmenn Bandaríkjastjórnar héldu því hins vegar eftir sem áður fram að tollarnir ættu rétt á sér. „Við erum ósammála skýrslu WTO (um þetta) og við ætlum okkur að skoða hana vel og meta hvaða afleiðingar hún kann að hafa og taka ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Scott McClell- an, talsmaður Hvíta hússins. Pascal Lamy, sem fer með viðskiptamál í framkvæmda- stjórn ESB, sagði að refsitollum yrði beint að vörum frá þeim hlut- um Bandaríkjanna sem mest njóta verndartollanna. Hafi bandarísk stjórnvöld ekki gripið til aðgerða í samræmi við úrskurð WTO innan við fimm dögum eftir að stofnunin samþykkir formlega skýrslu áfrýjunarnefndarinnar, sem verður að gerast á innan við 30 dögum, muni refsitollarnir taka gildi. Auk ESB stóðu Japan, Kína, S-Kórea, Noregur, Sviss, Nýja- Sjáland og Brasilía að því að kæra bandarísku verndartollana. WTO úrskurðar í kærumáli um bandaríska verndartolla á stál Skorað á Bandaríkin að hlíta reglum Bandaríkjastjórn ósammála TOLLAR sem bandarísk stjórnvöld settu í marz 2002 á inn- flutt stál til verndar bandarískum stáliðnaði eru brot á reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO. Að þessari niðurstöðu komst áfrýjunarnefnd stofnunarinnar, sem fjallaði um áfrýj- un Bandaríkjastjórnar á fyrri úrskurði þar sem komizt var að sömu niðurstöðu. Niðurstaðan er endanleg af hálfu WTO. Genf, Washington. AP, AFP. Pascal Lamy STUÐNINGSMAÐUR stjórn- arandstöðunnar í Georgíu veif- ar þjóðfánanum á mótmæla- fundi í miðborg höfuðborg- arinnar Tíflis. Eduard Shevardnadze, for- seta landsins, hefur ekki tekizt að kveða niður umfangsmikil mótmæli meðal almennings, sem staðið hafa frá því þing- kosningar fóru fram fyrir rúmri viku. Engin formleg úr- slit liggja enn fyrir úr kosn- ingunum, en stjórnarandstæð- ingar saka yfirvöld um kosn- ingasvik. Innanríkisráðherrann Koba Narchemashvili ýjaði að því í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að hann hefði heimildir fyrir því að einn helzti stjórnarand- stöðuflokkurinn væri að skipu- leggja vopnaða uppreisn. Mótmæli gegn hinu meinta kosningasvindli hafa til þessa farið friðsamlega fram. Reuters Ólga í Georgíu MENNINGARMÁLANEFND Reykjavík- urborgar hefur tekið frá fé til að stuðla að því að „listmunalán“ geti orðið að veruleika. Það þýðir að hún mun leita eftir samstarfi við samtök myndlist- armanna til að útlán á samtímamyndlistarverkum geti hafist í samvinnu við Borgarbókasafn með kauprétti, og lýsir sig reiðubúna að stuðla að því að hagstæð lánakjör fáist til almennings til kaupa á myndverkum samtímalistamanna. „Listmunalánshugmyndin er tvíhliða: Við höfum falið Borgarbókasafninu að kanna forsendur þess að tekin verði upp útleiga myndverka á safninu með kauprétti. Þetta verði gert í samvinnu við samtök myndlistarmanna. Þá viljum við kanna getu okkar til þess í samvinnu við fjármálastofn- anir og gallerí auk samtaka listamanna að gefa al- menningi kost á að kaupa verk eftir núlifandi myndlistarmenn með vaxtalausu langtímaláni. Hvort tveggja er til þess fallið að auka samgang myndlistarmanna og almennings og gefa veik- burða myndlistarmarkaði straum svo hann megi hugsanlega taka við sér,“ segir Stefán Jón Haf- stein, formaður menningarmálanefndar. Hagstæð lán til kaupa á sam- tímamyndlist  Vill stuðla/25 ÍRANAR eru sekir um nokkur brot á alþjóða- reglum um kjarnorkuöryggi en hafa sýnt vaxandi samstarfsvilja við eftirlitsmenn Sameinuðu þjóð- anna. Frá þessu er greint í greinargerð sem Al- þjóðakjarnorkumálastofnunin, IAEA, hefur sam- ið, eftir því sem haft var eftir erindrekum við stofnunina í gær. „Á grundvelli allra upplýsinga sem nú eru til- tækar stofnuninni er ljóst að Íranar hafa í nokkr- um fjölda tilvika og yfir alllangt tímabil ekki upp- fyllt skuldbindingar sínar [samkvæmt NPT-al- þjóðasamningnum gegn útbreiðslu kjarnavopna],“ segir í skýrslunni, sem Mohammed ElBaradei, yf- irmaður IAEA, skrifaði fyrir fund sem fram fer í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Vínarborg í næstu viku, þar sem ræða á hvort samþykkja beri vítur á Íransstjórn fyrir meintar tilraunir hennar til að koma sér upp kjarnorkuvopnum með leynd. Komist IAEA að þeirri niðurstöðu að Íranar brjóti með kjarnorkuáætlun sinni gegn „varnagla- ákvæðum“ NPT-sáttmálans kann það að leiða til refsiaðgerða gegn Íran af hálfu SÞ. Sekir um brot en sam- starfsþýðir Vínarborg. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.