Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAXAFRUMVARP Í GEGN Alþingi samþykkti í gær frumvarp landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssonar, um að innflutnings- banni á eldisdýrum og lifandi lax- fiski og öðrum fiski er lifir í fersku vatni verði aflétt. Þar með hafa bráðabirgðalög sem sett voru í sum- ar um sama efni verið staðfest. Hlutast ekki til um úthlutun Sveitarstjórnir þrettán byggð- arlaga munu ekki hlutast til um út- hlutun byggðakvóta sjávarútvegs- ráðuneytisins. Kvótanum verður því úthlutað til allra skipa í viðkomandi byggðarlögum á grundvelli afla- hlutdeildar þeirra. Alls fær 41 sveit- arfélag úthlutað byggðakvóta. Sjáv- arútvegsráðuneytið hefur samkvæmt reglugerð heimild til út- hlutunar á 1.500 þorskígildistonna byggðakvóta til stuðnings byggð- arlögum sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Án stúdentsprófs í HÍ Samtals eru 366 nemendur í Há- skóla Íslands sem ekki hafa lokið stúdentsprófi heldur hafa fengið starfsreynslu metna til að fá inn- göngu í Háskólann. Alls eru nem- endur við HÍ rétt rúmlega 9.000 og því um 4% af nemendum þar sem fengið hafa undanþágu frá stúdents- prófi. Verndartollar ólöglegir TOLLAR sem bandarísk stjórn- völd settu í marz 2002 á innflutt stál til verndar bandarískum stáliðnaði eru brot á reglum Heimsviðskipta- stofnunarinnar, WTO. Að þessari niðurstöðu komst áfrýjunarnefnd stofnunarinnar og er úrskurður hennar endanlegur. Evrópusam- bandið og önnur lönd sem kærðu bandarísku verndartollana skora á Bandaríkjastjórn að hlíta úrskurð- inum hið snarasta. Hún segist hins vegar „ósammála“ úrskurðinum. Skuggaráðuneyti skipað Nýr leiðtogi brezka Íhaldsflokks- ins, Michael Howard, tilkynnti í gær hvernig skuggaráðuneyti hans í þinginu verður skipað en athygli vakti m.a. að hann hefur falið tveim- ur mönnum að sinna embætti flokks- formanns, þeim Liam Fox og aug- lýsingajöfrinum Maurice Saatchi. SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR þriðjudagur 11.nóvember 2003 BÆ UR Lygasaga um sannleikann Linda Vil- hjálmsdóttir segir frá nýrri skáldsögu sinni Lyga- sögu. Í DAG kemur út hjá JPV útgáfu ný skáld- saga eftir Vigdísi Grímsdóttir, Þegar stjarna hrapar. Bókin kemur út á 20 ára rit- höfundarafmæli Vigdís- ar en hún kvaddi sér hljóðs þennan dag með fyrstu bók sinni. „Ung- um manni skolaði á land um nótt í nóv- ember. Það bar enginn kennsl á beinin svona fyrst í stað og það sváfu allir fuglar.“ Með þessum upphafsorðum bókarinnar er dul- arfullri atburðarás hrint af stað, þar sem enginn veit hver kann að leynast í dulargervi og tefla lífi föru- nauta sinna í tvísýnu. Enn á ný er fólkið úr fyrri sögum Vig- dísar Grímsdóttur, Frá ljósi til ljóss og Hjarta, tungl og bláir fuglar, að glíma við tilveru sína, heitar tilfinningar, erf- iða fortíð og gráglettin örlög – og nú með óvæntari og afdrifaríkari hætti en nokkru sinni fyrr. Langt er seilst í leit- inni að sannleikanum og fyrr en varir er enginn óhultur í þeirri hringekju drauma og veruleika sem lætur ekki staðar num- ið fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Með þessari bók segir Vigdís Gríms- dóttir skilið við Rósu, Lenna, Lúnu og allt hitt fólkið sem hún með hugmynda- flugi, innsæi og einstakri frásagnarlist hefur kynnt til sögunnar og fylgt af trú- festu hvert sem leið þeirra hefur legið í lífsins ólgusjó. Vigdís hefur hlotið margvíslegar við- urkenningar fyrir ritstörf sín og bækur hennar hafa verið þýddar á önnur mál. Leikgerðir við tvær skáldsagna hennar hafa verið settar upp á Íslandi og í Sví- þjóð. Innan skamms verður frumsýnd kvikmynd gerð eftir sögu hennar Kalda- ljósi. Þegar stjarna hrapar er 218 bls., prentuð í Odda. Jón Ásgeir Hreinsson gerði kápu og María Guðmundsdóttir tók ljósmynd af höfundi. Verð: 4.280 kr. Þegar stjarna hrapar Vigdís Grímsdóttir Bókaforlagið Salka hefur náð fótfestu áhvikulum bókamarkaði eftir þriggjaára baráttu við að skapa sér sess ogmóta sérstöðu. „Sérstaða okkar frá upphafi hefur reyndar verið sú að við erum kvennaforlag sem legg- ur megináherslu á útgáfu bóka fyrir konur, eftir konur og um konur, þótt við hugum að þörfum allra,“ segir Hildur Hermóðsdóttir, útgáfustjóri og eigandi Sölku. Hún bætir því strax við að skilgreining þeirra á hugtakinu „kvennaforlag“ sé mjög opin. Konur lesa meira „Við erum auðvitað opnar fyrir bókum eft- ir karla og og auðvitað lesa þeir líka bæk- urnar sem við gefum út. En það er engu að síður staðreynd að konur kaupa meira af bókum en karlar og eru einnig duglegri les- endur. Það er því einfaldlega skynsamlegt að einbeita sér að þeim, auk þess sem það er afar gefandi, því konur eru þakklátur les- endahópur.“ Hún nefnir enn eina ástæðu sem er henni greinilega mjög hugleikin. „Það er mikilvægt að í íslenskri bókaút- gáfu séu líka forlög sem er stýrt af konum. Í nær öllum hinum forlögunum eru stærstu og endanlegustu ákvarðanirnar teknar af körl- um. Það hefur sín áhrif á útgáfuna. Við Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, sem stofn- uðum Sölku fyrir þremur árum, höfðum báð- ar unnið hjá Máli og menningu árum saman. Þar voru karlar í öllum æðstu stöðum. Okk- ur langaði til að hafa meiri áhrif og sáum að eina leiðin til þess var að stofna okkar eigið fyrirtæki.“ Þóra Sigríður hefur síðan dregið sig út úr Sölku og Hildur er því ein eigandi með einn starfsmann, Kristínu Birgisdóttur. Upp- haflega var Salka stofnuð í samvinnu við bókaútgáfuna Bjart og forlögin tvö voru rekin saman um nokkurt skeið. „Það kom svo í ljós að hugmyndir okkar um áherslur í útgáfu voru býsna ólíkar og báðum aðilum hentaði betur að slíta sam- starfinu. Þetta reyndist okkur Þóru hins vegar mikilvægur stökkpallur þar sem okk- ur óx í augum að hoppa beint út í djúpu laugina og stofna sjálfstætt forlag. Við eig- um reyndar ágætt samstarf við Bjart, JPV og Háskólaútgáfuna um dreifingu bók- anna.“ Bækur allt árið Þegar spurt er um áherslur í útgáfu þá nefnir Hildur fyrst handbækurnar sem eiga líka sinn farveg í bókaklúbbi Sölku, Hugur, líkami og sál, sem er sjálfsræktarklúbbur sem sendir út bækur sem lúta að andlegri og líkamlegri uppbyggingu. „Fólk er sífellt að leita að góðum vönd- uðum bókum um hvernig eigi að lifa lífinu sem best. Þetta á kannski fremur við um konur en karla og við höfum sniðið val okk- ar við það. Breiddin er töluverð, heilsubæk- ur, sjálfsrækt, feng shui og ekki má gleyma skemmtibókum eins og Kúnstinni að kyssa sem rann út hjá okkur í fyrra og verður fylgt eftir með Gildi nærklæðanna núna. Þetta er flokkur sem ber tegundarheitið Nærbækur, því hvað stendur manni nær en kossinn og sá klæðnaður sem næstur er kroppnum. Þá hefur uppeldishandbókin Töfrar 1-2-3 orðið mjög vinsæl, en við erum að fá hana úr 4. prentun rétt í þessu. Við erum núna að leggja lokahönd á mikla bók eftir Huldu Jensdóttur ljósmóður um með- göngu og fæðingu og kemur hún vænt- anlega út í lok nóvember.“ Fyrir nokkrum vikum kom út bók Hlín- ar Agnarsdóttur sem hefur vakið mikla „Mikilvægt að í bókaútgáfu séu líka forlög sem er stýrt af konum,“ segir Hildur Hermóðsdóttir. Fyrir konur, um konur, eftir konur Morgunblaðið/Ásdís  Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Viðskipti 13/14 Þjónustan 31 Erlent 15/17 Viðhorf 32 Heima 18 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 19 Minningar 32/37 Akureyri 20 Bréf 40 Landið 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Sport 44/47 Austurland 21 Fólk 48/53 Daglegt líf 22/23 Bíó 50/53 Listir 24/25 Ljósvakar 54 Umræðan 26/27 Veður 55 * * * FORELDRAR grunnskólabarna í Snæfellsbæ hafa mótmælt fyrirætl- unum um að sameina barnaskólana á Hellissandi og Ólafsvík og aka börn- um á milli byggðarlaganna. Voru bæj- aryfirvöldum afhentir undirskrifta- listar með nöfnum 232 Ólafsvíkinga á opnum borgarafundi á sunnudag. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ, segir að endanleg ákvörðun í þessum efnum liggi ekki fyrir. Málið sé til meðferðar í starfshópi á vegum bæjarstjórnar. Skólanefnd Snæfellsbæjar hefur gert það að tillögu sinni að frá og með næsta hausti verði grunnskólum bæj- arins aldursskipt þannig að 6–10 ára börnum verði ekið frá Ólafsvík til Hellissands þar sem grunnskóli fyrir þessa aldursflokka verði haldinn. Börnum 11–16 ára verði hins vegar ekið frá Hellissandi til Ólafsvíkur þar sem starfræktur verði skóli fyrir þessa aldurshópa. „Við erum auðvitað frekar ósátt við þetta fyrirkomulag og viljum bara hafa skólann okkar óbreyttan,“ sagði Sigtryggur Þráinsson, einn forsvars- manna undirskriftasöfnunarinnar. Hann sagði að það væri einkum aksturinn á börnunum sem fólk setti stórlega fyrir sig. Verið væri að aka börnunum tíu kílómetra leið um hættulegan veg, þ.e.a.s. fyrir Ólafs- víkurenni. Sigtryggur sagði að bæjaryfirvöld vísuðu til þess að þetta hefði verið gert í öðrum bæjarfélögum, svo sem á Höfn í Hornafirði eða í Árborg, þar sem skólarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri hefðu sameinast. Hins vegar hefði ekkert komið fram um það að geta nemenda hefði aukist og skólarnir orðið betri við samein- inguna. Þvert á móti hefði komið fram að árangurinn hefði versnað fyrst um sinn áður en ástandið leitaði jafnvæg- is á nýjan leik og þeim fyndist það engan veginn réttlætanlegt að aka börnunum þessa löngu leið á þessum forsendum en gera mætti ráð fyrir að 80–100 börnum yrði ekið daglega þegar mest væri. Segja yfirvöld fara offari „Okkur finnst bæjaryfirvöld fara offari í þessu máli. Það er heldur ekki búið að kynna neitt fyrir okkur hvern- ig hlutirnir eiga að vera. Það er ekki búið að segja okkur hvort það eigi að vera mötuneyti, hvort það eigi að vera gæslumenn í bílunum o.s.frv. Það er svo mörgum spurningum ósvarað og okkur er alveg sama um fjárhagshlið- ina, hvort það sé verið að spara með þessu. Það á ekki að spara til skóla- mála,“ sagði Sigtryggur ennfremur. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, segir að um sé að ræða tillögur skólanefndar sem nú séu til umfjöllunar í sérstökum starfshópi á vegum bæjarstjórnar, en gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili af sér til- lögum til bæjarstjórnar fyrir áramót í þessum efnum. Hann sagði að það yrði bara að skoða málið í ljósi þeirra mótmæla sem komið hefðu fram. Það lægi eng- in ákvörðun fyrir og nefndin yrði að vega og meta málið. Á borgarafund- inum hefði komið fram að fólk hefði áhyggjur af skólaakstrinum, en þar sem þeir hefðu kynnt sér þessi mál eins og á Egilsstöðum, Árborg, Eyr- arbakka og Stokkseyri hefði verið um áhyggjur foreldra að ræða, en allt saman gengið vel. Kristinn sagði að þeir hefðu hvatt til umræðu um þetta mál og birt jafn- óðum upplýsingar á Netinu um þessi efni. Framan af hefðu viðbrögð verið lítil og það væri ekki fyrr en nú í haust sem þeir hefðu fengið viðbrögð. „Við erum að reyna að gera þetta eins lýð- ræðislega og hægt er. Þetta á að vera opin umræða og öll sjónarmið að koma fram,“ sagði Kristinn. Mótmæla skólaakstri milli byggðarlaga Foreldrar grunn- skólabarna í Snæ- fellsbæ afhenda undirskriftir DANSKI skákmeistarinn Bent Larsen, sem er Íslendingum góð- kunnur fyrir mikið og gott sam- starf við íslenskt skáksamfélag, var sæmdur fálkaorðunni við há- tíðlega athöfn í gær. Forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, fagnaði Larsen innilega og rifjaði upp að einvígi Larsens og Friðriks Ólafssonar 1956 hefði verið afar eftirminnilegt og væri sennilega fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn sem hann myndi eftir. Við þetta tæki- færi drógu Bent Larsen og Friðrik Ólafsson um það hvor skyldi hefja leikinn í einvígi þeirra, sem hefst í dag. Hafði Larsen þar betur og sagði Ólafur Ragnar Grímsson það vera í samræmi við almennar sam- skiptareglur að hann nyti þessa heiðurs og vísaði þar til veitingar fálkaorðunnar. Morgunblaðið/Ómar Bent Larsen sæmdur fálkaorðu  Einvígi Friðriks og Larsens/28 STJÓRN Geðhjálpar lýsir því yfir í ályktun sem samþykkt hefur verið að afar brýn þörf sé á að koma þegar í stað í framkvæmd áætlun um hreyfanlegt teymi fagfólks og lokaða geðdeild fyrir veikustu einstak- lingana. „Heilbrigðisráðherra tjáði for- svarsmönnum Geðhjálpar fyrir meira en ári að búið væri að finna fé til verkefnisins, en ekki bólar á fram- kvæmdum,“ segir í ályktun stjórnar Geðhjálpar. „Dæmi eru um gamalt fólk sem er í gíslingu barna sinna, sjúklinga sem geta verið hættulegir sjálfum sér og öðrum og úrræði engin. Önnur dæmi eru um einstaklinga í sjálfstæðri bú- setu sem valda nágrönnum miklu ónæði og jafnvel ógn. Geðhjálp telur þessi mál dauðans alvöru, eins og dæmi hafa sýnt. Félagið skorar á stjórnvöld að koma ofangreindum úrræðum tafar- laust í framkvæmd í þágu hinna sjúku, aðstandenda þeirra og þjóð- félagsins alls,“ segir ennfremur í ályktun stjórnar Geðhjálpar. Ekki bólar á fram- kvæmdum þrátt fyrir brýna þörf Stjórn Geðhjálpar skorar á stjórnvöld DÓMUR um nýtingu lands sem ætl- að var til landbúnaðar og kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness 31. október sl. gæti haft fordæmis- gildi fyrir Lundarsvæðið og þýtt að eignarréttarhafar landsins myndu fá litlar bætur tæki Kópavogsbær land- ið eignarnámi, segir Stefán Gunn- laugsson, lögmaður og félagi í áhugahópi um betri Lund. Í dómnum var aðilum sem höfðu rétt á að nýta svæði til landbúnaðar neitað um hærri bætur þegar bæj- aryfirvöld í Hafnarfirði tóku landið eignarnámi undir íbúðarbyggð. Dómurinn féllst á þau rök Hafnar- fjarðarbæjar að jörðin hefði verið leigð sem bújörð til ræktunar, og í því fælist ekki réttur til að búta jörð- ina niður í lóðir undir íbúðarhús, en Lundarsvæðið var leigt út með svip- uðum formerkjum, að sögn Stefáns. Frá upphafi ætluð til ræktunar Dómsmálið snýst um 10 þúsund fermetra jörð við Lækjarbotna við Kaldárselsveg í Hafnarfirði sem var veitt manni til ræktunar árið 1932. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði tóku landið eignarnámi sumarið 1992 og greiddu erfingjum mannsins 2,7 milljónir króna í bætur. Á það féllust erfingjarnir ekki og létu meta verð- mæti landsins miðað við að landið yrði nýtt til m.a. íbúðarbyggðar. Kröfðust þeir í framhaldi bóta að andvirði 13,5 milljóna króna. Málið kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness, og var deilt um á hvaða hátt erfingjar mannsins höfðu rétt til að nýta landið. Bæjaryfirvöld sögðu heimildina ná til rekstrar bús og ræktunar lands, og mátu bætur út frá því. Dómurinn féllst á þau rök Hafn- arfjarðarbæjar að „vegna þess að jörðin hafi frá upphafi verið leigð á erfðafestu sem ræktunarlóð felist sú takmörkun á rétti stefnenda, að þeim hafi einungis verið heimilt að reisa þau mannvirki á landinu sem tengist ræktun á því, eins og íbúðar- hús og gripahús og sambærileg mannvirki. Ekki er fallist á að í erfðafestusamningnum felist nein heimild til þess að búta landið niður í lóðir undir íbúðarhús eða önnur mannvirki“. Dóminn kváðu upp Sveinn Sigur- karlsson héraðsdómari og meðdóm- endurnir Magnús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður og Gunnar Torfason verkfræðingur. Gæti haft fordæmi fyrir Lund- arsvæðið Dómur um eignarnám á ræktarlandi  Á sjötta þúsund mótmælti/19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.