Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hugbúnaðarhús Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími 545 1000 • Fax 545 1001 voru annars vegar orkuskorturinn og hins vegar matarskorturinn.“ Eiður átti, auk þess að hitta full- trúa stjórnvalda í Norður-Kóreu, fundi með fulltrúum hjálparstofnana sem eru að vinna í landinu, s.s. Mat- vælastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. „Þeir sögðu frá því starfi sem þeirra stofnanir eru að vinna og gátu þess jafnframt að ástandið á landsbyggðinni væri miklu erfiðara en í höfuðborginni. Íbúar Norður-Kóreu eru um 22,4 milljónir og þar af búa tvær milljónir í höfuðborginni. Ég hafði sett fram ýmsar óskir, m.a. um að komast út fyrir borgina, en það var ekki hægt á þessum stutta tíma. Þeir skipulögðu dagskrá fyrir mig, sem ég raunar gerði at- hugasemdir við og fékk breytt. Þeir höfðu ekki gert ráð fyrir að ég hitti fulltrúa hjálparstofnana en ég breytti því og gat komið fundum á með aðstoð góðra manna. Gerði ég það í staðinn fyrir að heimsækja „njósnaskipið Pueblo“ sem þeir sýna gjarnan sendiherrum sem koma.“ Aðspurður hvernig Norður-Kórea kæmi honum fyrir sjónir sagði hann það áberandi hversu mikið væri af gangandi fólki alls staðar og eins og í öllum þróunarlöndum langar bið- raðir á strætisvagnabiðstöðvum. Farartæki væru einnig gömul miðað við það sem menn væru vanir á Vest- urlöndum og meirihluti strætisvagna 30–40 ára gamall. Þarna mætti þó einnig sjá nýrri vagna frá Kína og neðanjarðarlestakerfi sem ráðamenn væru mjög stoltir af. „Þetta er land sem á ekki einungis við pólitíska erfiðleika að stríða held- ur einnig gífurlega efnahagslega erf- iðleika. Hluti af því eru mikil flóð sem urðu fyrir átta árum og þeir hafa ekki jafnað sig á. Það sem háir fólki er skortur á prótíni. Aðaluppistaðan í matnum er grjón, núðlur, kartöflur og kál. Þegar ég var þarna var aðal- uppskerutími kínakálsins. Maður sá ótal vörubíla og önnur ökutæki hlað- in af þessu káli. Það er skammtað, um hundrað kíló á mann, sem á að duga árið. Kálið er súrsað og geymist fram undir sumar í þessari verkun þeirra.“ Spurður um hvernig fulltrúar Norður-Kóreu hefðu metið þær deil- ur sem þeir hefðu átt í við önnur ríki sagði Eiður að þeir legðu ríka áherslu á fjandsamlega stefnu Bandaríkjanna í sinn garð. „Þeir töldu sig vera að verja hendur sínar og ættu ekki annan kost vegna fjand- samlegrar stefnu Bandaríkjanna. Þeim lá mjög þungt orð til Banda- ríkjamanna.“ Afhenti norður-kóreskum stjórnvöldum trúnaðarbréf sem sendiherra Land sem á við mikla erfið- leika að stríða EIÐUR Guðnason, sendiherra Ís- lands í Kína, afhenti á fimmtudag í síðustu viku King Yong Nam, forseta forsætisnefndar norður-kóreska þjóðþingsins, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra með aðsetur í Peking. Eiður dvaldi fjóra daga í Pyongyang, höf- uðborg Norður- Kóreu, og átti þar viðræður við jafnt fulltrúa stjórnvalda sem hjálp- arstofnana. Eiður sagði að erfitt væri að leggja mat á ástandið í landinu eftir svona stutta dvöl. „Það leynir sér hins veg- ar ekki að þetta land á við mjög mikla erfiðleika að stríða. Þeir fóru heldur ekkert dult með það sjálfir og ræddu þau mál mjög opinskátt. Norður- Kórea býr við mikinn orkuskort sem leyndi sér ekki. Rafmagn fór öðru hverju af og maður sá að hlutar borg- arinnar voru myrkvaðir. Þessi orku- skortur leiðir líka til að þeir geta ekki framleitt tilbúinn áburð í þeim mæli sem þyrfti. Þau vandamál sem voru efst á baugi fyrir utan pólitísku málin Eiður Guðnason, sendiherra. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Reykjagarð hf. til að greiða Móum 16 milljónir króna með dráttarvöxtum frá í nóvem- ber í fyrra fyrir kjúklingaslátrun. Málavextir eru þeir að í ágúst 2001 tóku Móar að sér slátrun á kjúklingum fyrir Reykjagarð þar sem sláturhúsi síðarnefnda fyrir- tækisins á Hellu hafði verið lokað. Enginn samningur var gerður um slátrunina annar en munnlegt samkomulag um verð. Starfsfólk Reykjagarðs hafði aðstöðu til að vinna kjötið, vigta það og pakka og til vörutiltektar, og án afskipta starfsfólks Móa. Starfsfólk Reykjagarðs hafði ekki verið á launaskrá hjá Móum fyrr en í desember, að þetta starfsfólk var sett á launaskrá hjá Móum. Reykjagarður mótmælti ekki rúmlega 16 milljóna reikningi Móa fyrir afnot af sláturhúsinu en sendi hins vegar Móum síðar rúm- lega 15 milljóna kröfu vegna óeðli- legrar rýrnunar á kjúklingi. Þótti dóminum sem Reykjagarði hefði ekki tekist að sýna fram á rétt- mæti þeirrar kröfu og var hún því ekki tekin til greina. Logi Guðbrandsson héraðs- dómari dæmdi málið. Lögmaður Móa var Örn Höskuldsson hrl. og lögmaður Reykjagarðs Stefán Þór Ingimarsson hdl. Móum dæmdar 16 milljónir frá Reykjagarði Borvagnar og sprengiefni um göturnar Egilsstöðum. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þessi var á leið inn að Kárahnjúkavirkjun, með stuttu kaffistoppi á Egilsstöðum. ÞAÐ liggur við að venjulegar fjöl- skyldubifreiðar séu að verða í minnihluta á götum Egilsstaða. Um þær aka daga og nætur vörubílar og flutningabílar með endalausa tengivagna, stórvirkar vinnuvélar, tæki og tól og gáma í eftirdragi. Jeppar virkjunarmanna eru eins og gráir kettir kringum bygginga- vöruverslanir, verktakaskrifstofur og flugstöð og alls kyns sérstakir flutningar, svo sem á sprengiefni og borvögnum daglegt brauð. Hafa tvær vatnslagnir undir vegum mol- ast í sundur undanfarið vegna þungaflutninga, önnur í miðbæ Eg- ilsstaða og hin á Egilsstaðanesinu. Segja má að það sé því ekkert fréttnæmt við þennan þriggja arma borvagn sem staðnæmdist í miðbæ Egilsstaða á leið sinni í Kára- hnjúkavirkjun á dögunum. Hann er bara hluti af venjulegu götumynd- inni. SJÁLFSSTJÓRNARMÁL Færeyinga eru við það að verða pólitískt átakamál á Íslandi, segir í frétt á heimasíðu Útvarp Føroya. „Ungir menn í Sjálfstæðis- flokknum, flokki Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra, eru farnir að birta stuðningsyfirlýs- ingar við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga. Davíð Oddsson vildi ekki styðja umsókn Fær- eyinga að Norðurlandaráðinu á ársfundi ráðsins í Ósló. Ungir sjálfstæðismenn í Vestmanna- eyjum voru fyrstir til að lýsa stuðningi við færeyska frelsis- baráttu. Og nú taka ungir sjálf- stæðismenn á Akureyri undir með Vestmannaeyingunum.“ Þá segir í fréttinni að Vinstri- hreyfingin - grænt framboð hafi stutt dyggilegast við bakið á sjálfstæðisbaráttu Færey- inga en Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, segi aftur á móti að frelsisbar- átta Færeyinga sé ekki „sósíal- istísk eign“ stjórnarandstöð- unnar á Íslandi né vopn hennar gegn ríkisstjórninni. Sjálfsstjórnarmál Færeyinga Stuðningur ungra sjálf- stæðis- manna vek- ur athygli LÖGREGLAN í Reykjavík lauk tæplega vikulöngu umferðarátaki í Breiðholti á föstudag og var sérstak- lega á varðbergi gagnvart hraðakstri og kærði sex ökumenn vegna þess. Einnig sá lögregla ástæðu til að gera 10 athugasemdir þar sem bif- reiðum hafði verið lagt ólöglega auk þess sem númer voru klippt af 6 öku- tækjum vegna tryggingarmála. Veð- ur hamlaði lögreglunni nokkuð því búnaður lögreglu var talsvert upp- tekinn vegna 92 umferðaróhappa sem urðu á umræddu tímabili frá 3. til 7. nóvember. Í gær hófst síðan næsta umferð- arátak lögreglunnar og beinir hún sjónum sínum að Bústaðahverfi fram á föstudag. Fylgst verður með hrað- akstri, ljósanotkun og notkun á al- mennum öryggisbúnaði ökutækja. Umferðarátak í Breiðholti Sex kærðir fyrir hrað- akstur IÐGJÖLD til séreignalífeyris- sparnaðar launafólks námu 14,2 milljörðum króna á árinu 2002 og jukust um 46% frá árinu áður 2001 þegar þau numu 9,7 milljörðum króna. Af þessum rúmu 14 milljörðum kr. í iðgjöld fóru 6,2 milljarðar kr. til lífeyrissjóða sem starfað hafa sem séreignalífeyrissjóðir í gegnum tíðina, 2,3 milljarðar kr. fóru til sér- eignadeilda annarra lífeyrissjóða og 5,7 milljarðar króna til annarra vörsluaðila séreignalífeyrissparnað- ar eins og banka og sparisjóða. Heildarséreignasparnaður í land- inu í vörslu lífeyrisjóða og annarra aðila sem hafa leyfi til að taka á móti honum nam tæpum 59 millj- örðum kr. í árslok 2002. 14,2 millj- arðar kr. í séreignalíf- eyrissparnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.