Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þú þarft ekki að kíkja, góði, ég er ekta Skoti. Félagsráðgjafadagurinn Erum meðvituð um málefnin Félagsráðgjafadagur-inn er í dag og í til-efni af því gengst Stéttarfélag íslenskra fé- lagsráðgjafa fyrir morgun- verðarmálstofu um fötlun, mannréttindi og félagsráð- gjöf, sem fram fer á Grand Hótel milli klukkan 8.20 og 11 í dag. Formaður Stétt- arfélags íslenskra fé- lagsráðgjafa er Ella Krist- ín Karlsdóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins í tilefni dagsins. – Segðu okkur fyrst eitt- hvað frá degi félagsráð- gjafa … „Þetta er evrópskur dagur sem félagsráðgjafar um gervalla Evrópu halda hátíðlegan með ýmiss kon- ar hætti. Málefni er valið af evr- ópskri nefnd félagsráðgjafa og síðan er sinn siðurinn í hverju landi að vekja athygli á viðkom- andi málefni. Sums staðar skrifa félagsráðgjafar blaðagreinar, annar staðar eru þingmenn heim- sóttir. Hér á Íslandi höfum við haft þann háttinn á að standa fyrir málstofum. Evrópski félagsráð- gjafadagurinn hefur verið við lýði frá 1996, en þetta er í fimmta skipti sem Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa heldur upp á dag- inn. Þessi dagur er alltaf annan þriðjudaginn í nóvember.“ – Og þið ætlið að ræða um mál- efni fatlaðra … „Í ár er dagurinn tileinkaður fötlun, mannréttindum – fé- lagsráðgjöf. Málefnið er valið með tilliti til þess að nú stendur yfir ár fatlaðra og við viljum koma þeim skilaboðum út í þjóðfélagið að fé- lagsráðgjafar vinna að málefnum fatlaðra á breiðum grundvelli.“ – Geturðu sagt okkur frá áherslum og markmiðum málstof- unnar? „Eins og kannski má segja um málstofur almennt er ávinningur- inn að vekja umræður um málefni í þjóðfélaginu. Ég myndi segja að lagt yrði upp með að koma nokkr- um áherslum á framfæri. Við vilj- um í fyrsta lagi auka skilning á réttindum fatlaðra til að koma í veg fyrir mismunun. Í öðru lagi viljum við auka meðvitund í þjóð- félaginu á mismunandi fötlun, þ.e.a.s. hversu fjölbreyttur hópur hér er á ferðinni. Í þriðja lagi vilj- um við auka meðvitund í þjóð- félaginu á ýmsum fordómum sem fatlaðir þurfa að glíma við. Meðal annars er það afar algengt að fólk álíti sem svo að fatlaður einstak- ingur geti ekki gert þetta eða hitt vegna fötlunar sinnar, þegar hið sanna er að hann ekki bara getur, heldur vill líka. Og í fjórða lagi viljum við hvetja til umræðu um stöðu fatlaðra í þjóðfélaginu og benda á þau skref sem þarf að stíga til að bæta hana. Það má segja að þessar áherslur sýni fram á starf fé- lagsráðgjafa með fötluðum. Það er að styðja þá og veita ráðgjöf. Það er getur verið fullt af alls konar réttindum sem fatlaðir hafa, en það er enginn sem hjálpar þeim eða leiðir áfram í þá veru. Fatl- aðir þurfa að geta full- nýtt sér sín réttindi til að þeir njóti alls til jafns við aðra. Menn mega heldur ekki gleyma því að margt af því sem gert er fyrir fatl- aða, til dæmis bætt aðgengi að byggingum og stofnunum, nýtist öllum, fötluðum og ófötluðum.“ – Hver er ávinningur af svona málstofu? „Eins og ég gat um áðan er hlutverk málstofu meðal annars að hvetja til umræðu og halda um- ræðu á lofti. Á svona málstofu upplýsum við hvert annað, erum meðvituð um málefnið og förum síðan á vinnustað okkar og reyn- um að skila inn í starfið því nýj- asta og besta af því sem við höfum heyrt og lært.“ – Segðu okkur frá dag- skránni … „Við opnum salinn klukkan 8.20 og klukkan níu set ég málstofuna. Fyrst á mælendaskrá er María Jónsdóttir félagsráðgjafi. Hún flytur erindi sem hún hefur nefnt, „Er fólk með þroskahömlun eilíf börn?“ Þetta er afar athyglisvert erindi, því sumir virðast halda að fólk með þessa fötlun sé eilíf börn og koma fram við það eins og börn alla ævi. Þetta er hins vegar alger misskilningur, því auðvitað verður fólk með þroskahamlanir fullorðið eins og aðrir. Á eftir Maríu tekur til máls El- ísabet Guttormsdóttir félagsráð- gjafi sem fjallar um hindranir fatl- aðra á vinnumarkaðinum og er í tengslum við mikla umræðu í seinni tíð um jöfn réttindi fatlaðra til vinnu. Margrét Jónsdóttir félagsráð- gjafi er næst á mælendaskrá og nefnir erindi sitt: „Hindranir kerf- isins – hindranir neytandans.“ Ætlar hún að benda á þessar hindranir og skilgreina þær. Á eftir Margréti verður kaffihlé, en síðan flytur Þorgerður Valdimarsdóttir félagsráðgjafi er- indi sem hún nefnir: „Eigin reynsla: hindr- un eða tækifæri?“ Þetta erindi er einstak- lega athyglisvert fyrir þær sakir að Þorgerður býr sjálf við fötlun og getur tekið á þessu máli frá fyrstu hendi. Hún veltir því meðal ann- ars upp hvort fötlunin sé hindrun í starfi.“ – Er málstofan öllum opin? „Þetta er opinn fundur og það mega allir koma sem hafa áhuga á málefninu, en það eru aðallega fé- lagsráðgjafar sem mæta á mál- stofurnar okkar.“ Ella Kristín Karlsdóttir  Ella Kristín Karlsdóttir fædd- ist í Reykjavík 13. febrúar 1952. Lauk kennaraprófi frá KHÍ 1973 og BA í félagsráðgjöf frá Há- skóla Íslands 1993. Lauk síðan starfsréttindanámi í félagsráð- gjöf 1994. Hefur starfað síðan hjá Reykjavíkurborg, fyrst sem félagsráðgjafi, síðan sem for- stöðumaður Vesturgarðs, fjöl- skyldu- og skólaþjónustu. Er og formaður Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa. Maki er Ingimar Ingimarsson og eiga þau fjögur börn, Birgi, Ingimar, Önnu Sig- rúnu og Sólveigu. Á svona mál- stofu upp- lýsum við hvert annað VERÐMÆTI eftirlauna Guð- mundar Malmquist, fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar, sem lét af störfum 2001, námu í heild 92.365.773 kr. samkvæmt útreikn- ingum sem Talnakönnun var feng- in til að gera og miðast við 31. des- ember 2001. 40% af þeirri fjárhæð eða rúmlega 36,9 milljónir kr. voru greidd í viðurkennda séreignarlíf- eyrissjóði að vali forstjórans fyrr- verandi. Þetta kemur fram í svari iðn- aðarráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um starfslokasamninga hjá Byggða- stofnun. Sömu reglur og giltu um líf- eyrisréttindi Landsbankstjóra Fram kemur í svarinu að við ráðningu forstjórans fyrrverandi 1985 var gert sérstakt samkomu- lag um lífeyrisréttindi. Skv. því skyldu gilda sömu reglur um líf- eyrisréttindi hans og um lífeyr- isréttindi bankastjóra Landsbank- ans. „Þar sem forstjórinn fyrrverandi hafði verið í starfi í fimmtán ár er starfslokasamning- urinn var gerður átti hann rétt á 90% launum eftir 65 ára aldur, samkvæmt fyrrgreindu samkomu- lagi. Samkvæmt starfslokasamn- ingnum voru 40% af þeim rétt- indum, miðað við 31. desember 2001, greidd í viðurkennda sér- eignalífeyrissjóði að vali forstjór- ans fyrrverandi gegn 40% lækkun lífeyrisréttinda hans. Talnakönnun hf. var fengin til þess að reikna út verðmæti lífeyrisréttindanna. Starfslokasamningurinn mælir því fyrir um að hluti af lífeyr- isgreiðslum Byggðastofnunar til forstjórans fyrrverandi yrði greiddur í séreignarsjóði. Einung- is var því um að ræða að stofnunin innti greiðsluskyldu sína af hendi fyrr en ráð var fyrir gert í ráðn- ingasamningi. Þegar forstjórinn fyrrverandi hefur töku lífeyris standa því einungis eftir 60% af þeim lífeyrisréttindum sem mælt var fyrir um í ráðningarsamningi hans,“ segir m.a. í svarinu. Greiðslur til síðari forstjóra námu 19,6 milljónum króna Einnig var m.a. spurt hver heildarkostnaður ríkissjóðs væri af starfslokasamningum sem gerðir hafa verið við forstjóra Byggðastofnunar. Theodór Bjarnason var skipaður forstjóri Byggðastofnunar í janúar 2001 og gerði ráðherra starfslokasamning við hann í júní 2002. Í svarinu kemur fram að heildargreiðslur til Theodórs hafi numið 19,6 millj- ónum kr. Starfslokasamningar hjá Byggðastofnun Heildareftirlaun metin til 92,3 milljóna króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.