Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR ungir piltar, Gunnar Jó- hannsson og Baldur Már Jónsson, tóku á dögunum þátt í heims- meistaramótinu í Catan-landnem- unum, en það spil nýtur mikilla vinsælda í Evrópu, en Ísland er fyrirmyndin að umgjörð spilsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Ís- lendingar taka þátt í heimsmeist- aramótinu og tókst Gunnari að komast í 16 manna úrslit en Bald- ur Már náði 31. sæti af 50 kepp- endum frá hinum ýmsu löndum, en mótið var haldið dagana 24.– 26. október. Í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar Jóhannsson að það hefði verið mjög gaman að taka þátt í mótinu. „Ég spilaði þarna á móti spilurum frá ýmsum þjóðum og komst í 16 manna úrslit, en endaði því miður í 15. sæti. Ég byrjaði að spila hérna heima um tveimur mánuðum áður en við fórum út, en þetta er frekar nýtt á Íslandi. Þetta er mjög skemmtilegt spil, alltaf gaman og maður fær aldrei leið á því. Ég tek örugglega þátt í næsta úrtökumóti hér heima, ég sé um þessi mót í MR og reyni auðvitað að komast áfram. Við verðum með mótið fljótlega eftir áramót til að hafa nógan tíma fyrir heimsmeistaramótið, því nú var svo stuttur fyrirvari. Við fengum að vita tveimur vikum fyrir mótið að við værum að fara á heimsmeistaramót,“ sagði Gunnar. Hálfdán Örlygsson, hjá Ísöld ehf. sem gefur spilið út hér á landi, segir að ferðin hafi verið mikið ævintýri fyrir strákana. Mótið var haldið í Essen í Þýska- landi en þar í landi er mikil og löng hefð fyrir spilamennsku af þessu tagi. „Þarna koma saman heilu fjölskyldurnar að spila í níu höllum sem voru fullar af fólki að spila ýmiss konar spil. Þarna komu um 160 til 180.000 manns á þremur dögum á þessa sýningu og strákarnir höfðu aldrei lent í öðru eins ævintýri og að fara þarna út,“ segir Hálfdan. Notaði Ísland sem fyrirmynd að spilinu Forsagan að ferð piltanna er sú að Ísöld gaf Catan-spilið út á síð- asta ári, en það er eitt vinsælasta spilið í Evrópu um þessar mundir og mest selda spilið í Þýskalandi. „Upphafið að spilinu er að hingað til Íslands kom á sínum tíma ung- ur þýskur maður, þá 16 ára gam- all, og heillaðist af landi og þjóð. Síðan útfærði hann þessa hug- mynd að spilinu með árunum en fyrirmyndin að því er Ísland. Þetta vissi ég reyndar ekki fyrr en við hittum þennan Claus Taub- er þarna úti, sem bjó til spilið,“ segir Hálfdan. Heimsmeistaramótið í Catan er haldið árlega og þangað komast keppendur sem unnið hafa úr- tökumót í sínum heimalöndum. Í spilinu Catan-landnemarnir reyna þátttakendur að ná yfirráðum á fjarlægri eyju með því að byggja bæi og borgir á auðnum hennar. Sérhver leikmaður reynir að koma liði sínu sem best fyrir með því að byggja upp og skipta við aðra leikmenn. Hvað hægt er að byggja fer eftir því hráefni sem leikmaðurinn aflar sér í spilinu, en það fer eftir staðsetningu bygginganna og teningakasti. Tveir íslenskir piltar kepptu á heimsmeistaramótinu í Catan í Þýskalandi Komst í 16 manna úr- slit á sínu fyrsta móti Gunnar, ljóshærður í dökkri peysu, situr íbygginn að spili í úrslitunum. SÍÐUSTU árin hefur verið boðið uppá skipulagt sérnám í heimilislækningum hérlendis og eru námsstöðurnar nú níu. Fyrstu árin voru þær aðeins tvær og segir Alma Eir Svavarsdóttir, kennslustjóri námsins og læknir á heilsugæslustöðinni í Efstaleiti í Reykjavík, að með bættri aðstöðu og betri kjörum hafi áhugi unglækna á heimilislækningum aukist til muna. Tíu bíða nú eftir að komast að í framhaldsnámi í greininni en fyrir nokkrum árum segir hún að fram hafi komið í könnun að engir læknanemar hafi sýnt áhuga á að fara í sérnám í þeirri grein. Unnt er að stunda hér- lendis framhaldsnám eða fyrri hluta þess í nokkrum greinum í læknisfræði og voru heimilislækningar fyrsta sér- greinin sem unnt var að ljúka hér. Tvær námsstöður í fyrstu Alma Eir segir að þegar fyrsti pró- fessorinn í heimilislækningum við læknadeild Háskóla Íslands var skip- aður árið 1991 hafi verið meðal verk- efna hans að hafa umsjón með skipu- lagningu sérnáms í greininni. Árið 1995 var fyrst veitt fé fyrir tvær náms- stöður, árið 2001 var hún ráðin sem kennslustjóri og í ár var fleiri náms- stöðum bætt við og eru þær nú níu. Kveðst Alma Eir vona að ein staða bætist við á næsta ári enda hafi heil- brigðisráðherra sýnt þessari grein áhuga og skilning. En hver er skýr- ingin á auknum áhuga unglækna á námi í heimilislækningum? „Þær eru nokkrar en að mínu viti hefur það farið saman að námið hefur á síðustu árum komist í fastar skorður, kjör sérfræðinga í heimilislækningum eru nú sambærileg við kjör annarra sérfræðinga á sjúkrahúsum og ekki síst það að árið 1999 var sett í reglu- gerð að nýútskrifaðir læknar skyldu verja þremur mánuðum af kandídats- ári sínu á heilsugæslustöð. Sú héraðs- skylda, sem kölluð var svo á árum áð- ur, hefur ekki verið við lýði í mörg ár en með því að fá hana inn aftur hafa unglæknar smám saman komist að því aftur hversu spennandi fag og fjöl- breytt heimilislækning- arnar eru. Það er auðsjá- anlega að vakna meiri áhugi á þessari grein aft- ur.“ Tekur nokkur ár að fylla í skörðin Alma Eir segir að þrátt fyrir þetta taki nokkur ár að útskrifa nógu marga sérfræðinga í heimilislækningum til að unnt sé að mæta þörf- inni en í dag er talið að nokkra tugi heimilis- lækna vanti á höfuðborg- arsvæðinu. „Þrátt fyrir að mikill áhugi sé hjá unglæknum og margir í námi um þessar mundir tekur nokkur ár að fylla í skörð þeirra sem hættu fyrir nokkrum árum vegna um- róts og neikvæðrar umræðu um grein- ina og hinna sem eru að komast á ald- ur. En ég tel að með þeirri markvissu uppbyggingu námsins sem verið hefur síðustu misserin og velvild heilbrigð- isyfirvalda til að fjölga námsstöðunum sé fagið á stöðugri uppleið,“ segir hún full bjartsýni. Framhaldsnámið í heimilislækning- um tekur fjögur og hálft til fimm ár. Skipulagið er í stórum dráttum þannig að tvö ár fara fram á viðurkenndri heilsugæslustöð, eitt á lyflækninga- deild sjúkrahúss og hálft annað ár á barnadeild, kvennadeild, geðdeild og slysadeild, minnst fjórir mánuðir á hverri deild. Hálft ár má síðan taka sem val. Námsstöðurnar eru til þriggja ára og segir Alma Eir mælt með því að námslæknarnir taki hluta námsins er- lendis og er reynt að hafa nokkra milligöngu um að útvega þeim stöð- ur. Námsstöðurnar eru ekki fastbundnar ákveðnum heilsugæslu- stöðvum en stöð sem vill taka námslækni verður að hafa kennslustjóra, tvo til þrjá sérfræðinga í heimilislækningum, stunda mæðra- og ung- barnavernd og þar verð- ur að vera samfelld heilsugæsluþjónusta. Segir Alma með öðrum orðum að ekki sé hægt að sækja um námsstöðu á hvaða stöð sem er, námslæknar verði að geta öðl- ast sem víðtækasta reynslu með fjöl- breyttu starfi sem tengist stöðinni. Val um stöð innan vissra marka Á þessu ári hafa námslæknar verið í námi við heilsugæslustöðina í Efsta- leiti, á Seltjarnarnesi, á Sólvangi í Hafnarfirði, í Kópavogi, Garðabæ og við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Umsækjendur geta því haft val innan vissra marka um það hvar þeir helst vilja stunda framhaldsnámið. Segja má að framhaldsnámið sé samtvinnað vinnu og lestri, þ.e. stór hluti námsins er sjúklingamóttaka, við- töl og úrlausn á vanda þeirra, en einnig er gert er ráð fyrir tíma í lestur, kennslu, fyrirlestrahald, pappírsvinnu og fundi. Gert er ráð fyrir talsverðu svigrúmi í náminu til að unnt sé að verða við óskum um áhugasvið hvers og eins. Námslæknarnir eru síðan metnir reglulega, t.d. eru viðtöl þeirra við sjúklinga tekin á myndband (með samþykki beggja aðila) og frammi- staða síðan metin. Þá er farið yfir nót- ur námslæknanna eða skýrslur um sjúklinga og viðtöl við þá og kannað hvort spurt hafi verið réttu spurning- anna miðað við vandamál sjúklingsins og hvort úrlausn hafi verið rétt. Náms- læknum er og gert að sinna ákveðinni kennslu og halda fyrirlestra, ákveðinn tími er ætlaður í lestur bóka og fræði- rita og þeim beinlínis kennt að lesa fræðigreinar til að geta metið hvort eitthvað sé á þeim að græða. Mikið lagt uppúr námsmati Alma Eir segir að mikið sé lagt upp- úr matinu, bæði með myndbandsupp- tökunum og umsögnum kennslustjór- anna og annarra lækna á stöðvunum svo og mati hjúkrunarfræðinga, m.a. hvað varðar viðmót, samstarf og hóp- vinnu. Slíkt mat segir hún mjög mik- ilvægt að gera reglulega til að taka strax á hugsanlegum vanda og beina mönnum í réttan farveg. Auk þessa fá námslæknarnir einnig tækifæri til að starfa með sérfræðingum á stofu, t.d. háls-, nef- og eyrnalæknum, við krabbameinsskoðun og fleira. „Í hnotskurn má segja að námið byggist á þrennu. Færni, kunnáttu og viðhorfi. Við þurfum að þjálfa margs konar handbragð og við þurfum að kunna og vita margt um þau læknis- fræðilegu vandamál sem við erum að fást við daglega. Námslæknir þarf líka að læra að vinna með óskilgreind vandamál sem við erum svo oft að fást við. En ekki síst er mikilvægt að náms- læknirinn tileinki sér það viðhorf heim- ilislækna að þeir eru sérfræðingar í einstaklingnum sjálfum en ekki ein- hverju líffæri eða aldursskeiði. Heimilislæknar nota tímann sem tæki til greiningar og sjá einstakling- inn sem hluta af fjölskyldu, félagsveru, samfélagi og umhverfi.“ Aukinn áhugi unglækna á námi í heimilislækningum Alma Eir Svavarsdóttir Tíu manns bíða nú eftir að komast að í framhaldsnámi í heimilislækningum. Til skamms tíma sýndu unglæknar því ekki áhuga. Jóhannes Tómasson hleraði af hverju mál hafa skipast þannig. joto@mbl.is SVEITARSTJÓRN Mýrdals- hrepps hefur óskað eftir því að framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði yfirfarin vegna yfirstand- andi árs og að borin verði sam- an framlög sjóðsins til Mýr- dalshrepps samkvæmt núgildandi reglugerðum og þeim sem í gildi voru árin 2001 og 2002. Í bréfi sveitarfélagsins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga af þessu tilefni kemur fram að út- lit sé fyrir að framlög til sveit- arfélagsins verði tæpum 14 milljónum kr. lægri en framlög fyrra árs og tæpum 8 milljón- um lægri en framlög ársins 2001. Um sé að ræða 10% rýrn- un á tekjum sveitarfélagsins sem komi verulega við afkomu sveitarsjóðs. „Svo virðist sem útsvarstekj- ur ársins ætli einnig að vera mun lægri en áætlað hefur ver- ið og þetta til samans gerir Mýrdalshreppi afar erfitt að halda uppi lögbundinni þjón- ustu við íbúana eða viðhald fasteigna hvað þá að halda áfram eðlilegri uppbyggingu,“ segir í bréfinu. Framlög úr Jöfn- unarsjóði verði yfirfarin FJÁRMÁLAEFTIRLITINU hafa borist fyrirspurnir og athugasemdir í haust varðandi fyrirtæki sem hafa verið að bjóða hér á landi fjármála- þjónustu samkvæmt lögum um fjár- málafyrirtæki án starfsleyfa. Þessi fyrirtæki hafa ekki starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki á Íslandi né held- ur heimild til stofnunar útibús fjár- málafyrirtækis eða til að veita þjón- ustu fjármálafyrirtækis án stofnunar útibús. Hinn 20. október gaf Fjármálaeft- irlitið út viðvörun vegna fyrirtækis- ins Cambridge Global Inc. og 16. september vegna fjögurra fyrir- tækja; De Verre Lloyd & Co. Ltd., Drexel Asset Management, Mutual Capital og Solomon Christie. Hinn 20. ágúst var síðan birt viðvörun vegna fyrirtækjanna Team Market- ing International annars vegar og World Wide Autobank hins vegar. Veita fjár- málaþjón- ustu án starfsleyfa ♦ ♦ ♦ MIÐLUNARTILLAGA sáttasemj- ara í deilu flugvirkja Tækniþjónust- unnar á Keflavíkurflugvelli og við- semjanda sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu felur í sér 3% launahækkanir frá upphafi samn- ingstímans, að sögn Kristjáns Krist- inssonar, forsvarsmanns flugvirkja. Samningurinn gildir aðeins til eins árs og segir Kristján að ekki sé um frekari kauphækkanir að ræða á samningsárinu. Samningurinn sé í reynd framlenging á fyrri samningi og með svipuðum kauphækkunum fram til næsta hausts. „Þá reikna ég með að stóru stéttarfélögin verði bú- in að semja og leggja landið fyrir okkur hina. Væntanlega verður þá samið til lengri tíma,“ segir hann. 3% kaup- hækkun á eins árs samningstíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.