Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLUGLEIÐIR munu í næstu viku flytja söluskrifstofu sína úr Kringl- unni í aðalskrifstofur sínar við Reykjavíkurflugvöll. Þetta er gert í hagræðingarskyni samkvæmt Guð- jóni Arngrímssyni upplýsingafull- trúa félagsins. Engin fækkun starfsfólks verður þessu samfara. Í pláss Flugleiða í Kringlunni kemur verslun BT sem nú er á næstu hæð fyrir ofan. BT mun opna nýja verslun sína fyrir lok þessa mánaðar, samkvæmt Erni Kjart- anssyni framkvæmdastjóra Kringl- unnar. Í pláss BT mun síðan að sögn Arnar koma ný verslun fyrir ungt fólk. „Þessi flutningur er liður í þeirri hagræðingu sem stöðugt er í gangi til þess að mæta kröfum markaðar- ins um lág fargjöld. Við hann spar- ast umtalsverður húsnæðiskostn- aður auk þess sem það hlýst margskonar hagræði af því að hafa söluskrifstofuna í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Stöðugt stærri hluti sölunnar er á netinu og í gegnum síma, auk þess sem margskonar tækniframfarir í frágangi og bók- haldi gera það kleift að lækka kostnað á móti lækkandi fargjöld- um,“ sagði Guðjón Arngrímsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að allir 15 starfsmenn skrifstofunnar flyttu á nýja staðinn og boðið yrði upp á alla sömu þjón- ustu og hingað til. „Staðsetningin á aðalskrifstofunni við Loftleiðahót- elið er góð, allir rata þangað, hún er miðsvæðis í borginni og næg bílastæði,“ sagði Guðjón. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugleiðir eru á leið úr Kringlunni. BT kemur í þeirra stað. Flugleiðir flytja EINS OG fram hefur komið í Morg- unblaðinu samþykkti hluthafafundur í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., HÞ, kaup á fjölveiðiskipinu Þorsteini EA af Samherja hf. hinn 24. september sl. Í síðustu viku var sagt frá því að þrjátíu og fjórir smærri hluthafar í HÞ, sem samanlagt eiga 14,8% hlutafjár, hefðu höfðað mál gegn HÞ og Samherja hf. vegna kaupanna á Þorsteini EA þar sem þeir krefjast þess að kaupin verði látin ganga til baka. Telja hluthafarnir að Sam- herji, sem á tæp 50% hlutafjár í Hraðfrystistöð Þórshafnar, hafi nýtt sér sterka stöðu sína í félaginu til þess að selja því fiskiskipið Þorstein EA ásamt aflaheimildum á yfirverði. Með því hafi Samherji hagnast á ólögmætan hátt á kostnað annarra hluthafa í félaginu. Finnbogi Jónsson, stjórnarfor- maður bæði Samherja og HÞ, segir að verðið á bæði Þorsteini EA og aflaheimildunum sem keyptar hafi verið hafi í báðum tilfellum verið eðlilegt. „Það eru fjögur meginatriði sem liggja til grundvallar því að stjórn HÞ ákveður að leggja til við hluthafafund að kaupa Þorstein EA. Í fyrsta lagi hefur HÞ verulegar heimildir í bolfiski sem við höfum leigt frá okkur á undanförnum árum. Það er stefna Samherja að nýta þær aflaheimildir sem félagið eða félög sem Samherji á í fá úthlutað. Með kaupum á Þorsteini getum við nýtt þessar heimildir og veitt bæði bolfisk og uppsjávarfisk. Í öðru lagi þá á HÞ verulegar heimildir í norsk-íslenska síldar- stofninum og með kaupum á Þor- steini getum við veitt þessa síld og unnið hana í frystingu úti á sjó og gert miklu meiri verðmæti úr henni en ella. Í þriðja lagi hefur Þorsteinn möguleika til að veiða upp sjávarfisk í flottroll, sem skip HÞ geta ekki í dag. Í fjórða lagi aukum við með kaupum á Þorsteini EA verulega við uppsjávarveiðiheimildir HÞ, eða um hvorki meira né minna en 40%. Það styrkir auðvitað verulega rekstrar- grunn HÞ,“ sagði Finnbogi um ástæður þess að ákveðið var að kaupa Þorstein EA til Þórshafnar. Finnbogi segir að niðurstaða hlut- hafafundar hafi síðan verið mjög skýr og af þeim sem afstöðu tóku hafi um 86% verið samþykk kaup- unum á Þorsteini, þar á meðal Þórs- hafnarhreppur, Svalbarðshreppur og Sparisjóðurinn á staðnum, sem allir eru veigamiklir hluthafar í HÞ. Um verðið á skipi og heimildum sem stefnendur segja að sé yfirverð, þ.e. að greitt hafi verið 300 milljón- um of mikið fyrir skipið og einnig hafi of mikið verið greitt fyrir afla- heimildirnar, segir Finnbogi að varðandi kvótann liggi fyrir á síðustu mánuðum sölutölur á sama verði og miðað er við í þessari sölu. „Varðandi skipið sjálft verð ég að segja að verð- matið sem stefnendur ganga út frá er algjörlega út í bláinn og er þá vægt til orða tekið. Þorsteinn er nýlega búinn að ganga í gegnum mjög miklar breyt- ingar, stækkun og endurbætur og búið er að byggja verksmiðju um borð til vinnslu á uppsjávarfiski. Kostnaður við þessar breytingar nam rúmum 400 milljónum króna. Sækjendur meta virði skipsins á lægra verð en breytingarkostnaður- inn einn. Til fróðleiks má nefna að systurskip Þorsteins, sem ekki hefur verið lengt og ekki hefur verksmiðju um borð, var keypt til landsins í vor á um 400 milljónir króna. Við kaupin á Þorsteini lá fyrir verðmat frá einum reyndasta skipa- miðlara hér á landi sem mat skipið 650–690 milljónir króna,“ segir Finn- bogi. Að frádregnu verðmæti aflaheim- ilda og veiðarfæra er kaupverð Þor- steins EA um 670 milljónir króna. Um aðkomu hans sjálfs að und- irbúningi kaupanna og þær ásakanir að hann hafi setið beggja vegna borðsins og misnotað aðstöðu sína segir Finnbogi að það sé hluthafa- fundur sem hafi tekið ákvörðunina um kaupin á endanum, honum sjálf- um sé hins vegar rétt og skylt að hafa skoðun á málinu. Samherji og HÞ mátu Þor- stein á 650–690 milljónir HAGNAÐUR Austurbakka nam 59 milljónum króna á fyrstu níu mán- uðum ársins, samanborið við 89 milljónir króna á sama tímabili 2002. Rekstrartekjur voru á tíma- bilinu 1,669 milljónir króna, en voru 1,783 milljónir á sama tímabili í fyrra. Fjármagnsgjöld voru samtals 15,6 milljónir samanborið við fjár- magnstekjur að upphæð 52,9 millj- ónir eftir níu mánuði árið 2002. Eiginfjárhlutfall er 24,55%, hækk- ar úr 17,74% frá 30. september 2002. Austurbakki hagnast SÍMINN fór í síðasta mánuði fram á fjárnám í eignum Tetra Ísland hjá sýslumanninum í Kópavogi til fulln- ustu á skuld fyrirtækisins. Páll Ás- grímsson, yfirlögfræðingur Símans, staðfesti þetta í samtali við Morg- unblaðið. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta mál. Tetra Ísland rekur Tetra-fjar- skiptakerfið, sem er talstöðvarkerfi með símaviðmóti og þjónar lögreglu, slökkviliði, flutnings- og ferðaþjón- ustuaðilum, orkufyrirtækjum, verk- tökum og öðrum sem þurfa á hóp- fjarskiptum og annarri fjar- skiptaþjónustu að halda. Kerfið nær til nokkurra helstu þéttbýlisstaða landsins og þjóðvega. Orkuveita Reykjavíkur á 46% hlut í Tetra Ísland, Landsvirkjun á 29%, bandaríska fjarskiptafyrirtækið Motorola á tæp 20% og Tölvumyndir eiga tæp 5%. Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Tetra Ísland, segir að fyrirtækið sé talsvert skuldsett. Verið sé að vinna að endurskipulagningu á rekstri og samningum um skuldir. „Við höfum verið að semja um skuldir fyrirtæk- isins en ein þeirra fór í aðför áður en samningar hófust,“ segir Jón. Áframhaldandi uppbygging Að sögn Jóns er sá markaður sem Tetra Ísland starfar á ekki stór. Hann segir að fyrirtækið hafi verið í viðræðum við stjórnvöld og stærri aðila um áframhaldandi uppbygg- ingu fjarskiptakerfisins og rekstur þess. Þær viðræður lofi góðu. Fjar- skiptakerfið hafi sannað gildi sitt sem neyðarfjarskiptakerfi og því sé vilji til að halda uppbyggingu þess og rekstri áfram ef mögulegt sé. Jón segist ekki vilja tjá sig um skuldir Tetra Ísland á þessu stigi né um skuldir fyrirtækisins við Símann. Heildarskuldirnar séu þó augljós- lega of miklar, sem stafi að hluta til af því að fjárfestingin hafi verið tvö- föld í upphafi, en Tetra Ísland varð til við samruna fjarskiptafyrirtækj- anna Tetralína og Stiklu. Síminn gerir fjárnám hjá Tetra RÍKISSAKSÓKNARI hefur eftir kæru Apple Computer Inc. lagt fyr- ir ríkislögreglustjóra að hefja rann- sókn á meintum höfundarréttar- brotum Aco-Tæknivals hf., ATV. Samkvæmt Hróbjarti Jónatans- syni hrl. lögmannni Apple Comput- er Inc. á Íslandi hefur ATV staðið fyrir dreifingu á ólögmætri útgáfu af svokölluðum staðfærsluhugbún- aði við Mackintosh-tölvur, en um er að ræða hugbúnað sem íslenskar notendaumhverfi í Apple-tölvum. Apple Computer Inc. á höfundar- réttinn að þessum hugbúnaði að sögn Hróbjartar. „Það eru grun- semdir um að Aco-Tæknival hafi dreift með ólögmætum hætti ólög- legri útgáfu af þessum hugbúnaði og það mál var kært til lögreglu og er í rannsókn,“ sagði Hróbjartur í samtali við Morgunblaðið. Apple.is bannað Þá hefur Samkeppnisráð að sögn Hróbjartar, með vísun til 2. mgr. 30 gr. samkeppnislaga, bannað Aco- Tæknivali alla notkun lénsins Apple.is og leggur fyrir félagið að afskrá lénið innan tveggja vikna. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að Aco-Tæknival hf. hafi með notkun lénsins Apple.is brotið gegn ákvæð- um 20. og 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993. Bannið kemur í kjölfar kvörtunar Hróbjartar fyrir hönd Apple Computer Inc. 25. júlí sl. Áður hafði nefnd sú, sem er stjórn Internet á Íslandi hf. til ráðuneytis um skráningar á lénum .is, hafnað beiðni Apple Computer Inc. um að umskrá lénið „apple.is“ af nafni AcoTæknivals á þeim grunni að slíkt væti utan valdsviðs nefndarinnar. Annað mál þingfest í dag „Verði ekki farið að banninu má gera ráð fyrir að viðurlögum sam- keppnislaga verði beitt,“ segir Hró- bjartur. „Það er alltaf slæmt þegar vörumerki eru hagnýtt með ólög- mætum hætti. Það skaðar vöru- merkjaeigandann og því er fagn- aðarefni þegar ólögmætum aðgerðum linnir.“ Hróbjartur segir að Apple Computer Inc. reki einnig dómsmál á hendur Aco-Tæknivali hf. vegna ólöglegs innflutnings á Apple- vörum frá Bandaríkjunum annars vegar, sem þingfest verður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, og hins vegar skaðabótamál vegna ofangreinds höfundarréttarbrots. Rannsókn á meint- um höfundarrétt- arbrotum ATV HAGNAÐUR Marels og dóttur- félaga eftir skatta var 2,5 milljónir evra, eða 210 milljónir íslenskra króna á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við tap á sama tíma á síðasta ári upp á 1,1 milljón evra. Arðsemi eigin fjár á fyrstu níu mánuðum þessa árs var 14,4% og EBIT sem hlutfall af tekjum 6,3%. Á þriðja fjórðungi þessa árs nam hagnaðurinn 5 milljónum króna. Rekstrartekjur Marels fyrstu níu mánuði ársins 2003 voru 77 milljónir evra, sem eru um 6,6 milljarðar króna miðað við meðalgengi tímabilsins. Það er um 2% aukning í evrum talið frá fyrra ári. „Þær hagræðingarað- gerðir sem ráðist var í lok síðasta árs hafa skilað góðum árangri þrátt fyrir óhagstæð ytri skilyrði einkum vegna styrkingar íslensku krónunnar. Allir helstu kostnaðarliðir fyrirtækisins lækka sem hlutfall af veltu,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Veltufé frá rekstri nam 4,6 millj- ónum evra á fyrstu níu mánuðum árs- ins og handbært fé nam 6,3 milljón- um evra í lok september. Heildareignir félagsins nema 86,0 milljónum evra og heildarskuldir 61,1 milljón evra. Eigið fé nam 24,9 millj- ónum evra og eiginfjárhlutfall félags- ins var 28,9% og hefur aukist úr 27,5% í byrjun ársins. Um horfur í rekstri félagsins segir í tilkynningunni að fjórði ársfjórð- ungur sé hefðbundið einn besti árs- fjórðungur fyrirtækisins. „Meiri óvissa er þó í ár um afkomu á tíma- bilinu en oft áður. Verkefnastaða móðurfélagsins er með minnsta móti um þessar mundir, einkum vegna þess að dregist hefur að loka samn- ingum um ýmis stór verkefni sem unnið hefur verið að á síðustu mán- uðum. Verkefnastaða annarra fyrir- tækja samstæðunnar er hins vegar vel viðunandi.“ Marel hagnast um 210 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.