Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hverjar eru helstu niðurstöður skýrslunnar? Það sem vekur mesta athygli er sú staðreynd að fiskneysla hefur rúmlega tvöfaldast í heiminum á undanförnum þrjátíu árum, er nú 91 milljón tonna en var 45 milljónir tonna. Því er spáð að árið 2020 neyti jarðarbúar 128 milljóna tonna af fiski og þar af mun neysla íbúa þró- unarlandanna nema 79%. [...] Neysla fólks í þróunarlöndunum hefur farið úr 45% á heimsvísu í 70%. Það er af sem áður var, nú er svo komið að þróunarlöndin á suð- urhveli jarðar flytja meira af fiski til ríkari landanna á norðurhveli jarð- ar. Útflutningur þróunarlandanna árið 1999 til þróuðu ríkjanna nam 16,5 milljörðum Bandaríkjadala nettó, fiskur er því stærsta einstaka útflutningsafurð þróunarríkjanna, meiri en sem nemur útflutningi á kaffi, te og kakó samanlagt. Þessar tölulegu staðreyndir um breytingarnar, sem eru að eiga sér stað, geta haft djúpstæð áhrif á bar- áttuna gegn fátækt í vanþróuðu ríkjunum og geta skipt máli fyrir okkur öll að því er varðar líkurnar á því að auðlindin sé sjálfbær. Fram kemur í máli þínu að neysla fisks hefur aukist verulega á undanförnum árum og mest í þróunar- ríkjunum. Eru íbúar ríkari þjóða hættir að borða fisk? Eins og alls staðar í heiminum hafa íbúar ríkari land- anna breytt neysluvenjum sínum um leið og þeir hafa efnast. Þetta fólk fær hins vegar nú þegar nægar kal- óríur og nægt magn próteins, breytingar á neysluvenj- um felast því einkum í því að kalóríumagnið sem það neytir hefur minnkað; það borðar sushi frekar en sard- ínur úr dós, rækjur frekar en hamborgara, unnar og beinlausar fiskafurðir í staðinn fyrir frosinn heilfisk og þar fram eftir götunum. Munurinn í fátækari ríkjunum er sá að þar borðar fólk nú bæði betri og meiri fisk. Þar að auki er ennþá mikil fólksfjölgun í vanþróuðu ríkjunum, sem veldur vaxandi fiskneyslu. Loks eru flest þróunarríkjanna enn landbúnaðarsamfélög en umbreytingin í borgarsam- félag í þessum löndum [sem nú er að eiga sér stað] felur í sér miklar breytingar á neysluvenjum, en þetta felur m.a. í sér betri aðgang að fiski. Er ekki gott að íbúar jarðar skuli borða meiri fisk þegar haft er í huga að fiskur er bæði heilsu- samlegur og næringarríkur? Þetta er sérstaklega jákvæð þró- un í fátækari ríkjum, þar sem býr láglaunafólk sem nú fær ekki nægi- lega mikið magn af ýmsum nauðsyn- legum næringarefnum; s.s. járni, zinki, E-vítamíni, beta carotene og svo framvegis. Þessi efni er að finna í fiski, að ekki sé talað um prótein. Hvernig er best að bregðast við ofveiðum? Hvaða álit hefur þú á aðferðum eins og þeim sem Ís- lendingar hafa beitt til að sporna við ofveiðum? Ofveiðar á sjávarfiski eru yfirvof- andi alheimsvandi [e. glooming local crisis], hugsanlega mest aðkallandi vandinn sem við blasir hvað varðar náttúruauðlindir okkar. Líklega eru aðeins um 15% úthafa veraldarinnar ónýtt [til veiða] í dag og öll eru þau á hitabeltissvæðunum. Þó hafa lönd eins og Ísland og Nýja Sjáland náð miklum árangri með því að takmarka aðgang að auð- lindinni og leyfa framsal á kvóta. Reynslan sem þarna hefur myndast er bráðnauðsynleg eigi önnur ríki að yf- irstíga vandann. Við verðum hins vegar að horfast í augu við þá stað- reynd að velgengni þessara fiskveiðistjórnarkerfa byggist á því að í löndum eins og Íslandi og Nýja Sjá- landi bera menn djúpa virðingu fyrir lögum og rétti og í þessum löndum er yfirvöldum kleift að framfylgja lög- unum. Í þeim ríkjum þar sem framkvæmdavaldið er veikt og erfitt að sjá til þess að lögum sé framfylgt er líklegt að leita þurfi annarra lausna, en þetta á við um mörg vanþróuð ríki. Þar sem best hefur gengið hafa menn yfirleitt komið á kerfi sem byggist á því að þeir sem búa við ströndina verða ásáttir um að stjórna veið- inni og deila áhættunni. Spurt og svarað | Christopher Delgado Ofveiðar eru yfir- vofandi alheimsvandi Dr. Christopher Delgado er aðalhöfundur skýrslu um framtíðarhorfur fisktegunda til ársins 2020 sem tvær rannsóknarstofnanir, International Food Policy Research Institute í Washington og WorldFish Center í Malasíu, hafa sent frá sér. Hér fer útdráttur úr svörum Delgados við nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. Dr. Christopher Delgado ’ Ofveiðar á sjáv-arfiski eru yfirvof- andi alheimsvandi, hugsanlega mest aðkallandi vandinn sem við blasir hvað varðar náttúru- auðlindir okkar. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is TALIÐ er að uppreisnarmenn í Úg- anda hafi myrt a.m.k. 60 manns í norðurhluta landsins síðustu daga en getgátur eru uppi um að þeir hafi verið að hefna fyrir drápið á einum leiðtoga sínum, Charles Tabuley, fyrir rúmri viku síðan. Á myndinni sést móðir sem leitað hef- ur skjóls ásamt ungu barni sínu í kirkju í borginni Lira en uppreisn- armennirnir gengu berserksgang í nokkrum minni bæjum nálægt Lira. Reuters Flýja uppreisnarmenn JUNICHIRO Koizumi, forsætisráð- herra Japans, hét því í gær að hann myndi halda áfram umbótastefnu sinni eftir að sam- steypustjórn hans hélt naumlega velli í kosningum er fram fóru um helgina. Sögðu fréttaskýrendur að úrslitin sýndu að kjósendur vildu koma á tveggja flokka kerfi til að veita Frjálslynda demókrataflokknum að- hald, en hann hefur setið linnulítið að völdum í Japan áratugum saman. Þriggja flokka samsteypustjórn Koizumis fékk 275 sæti af 480 í neðri deild þingsins, en í síðustu kosning- um fékk hún 287 sæti. Frjálslyndi flokkurinn fékk sjálfur 237 sæti, eða tíu færri en síðast. Eftir að úrslitin lágu fyrir gengu þrír óháðir þing- menn til liðs við flokkinn þannig að hann náði 240 sætum og vantaði ein- ungis eitt sæti til að hafa hreinan meirihluta. Í gær náðist svo samkomulag um að annar samstarfsflokkanna, Nýi íhaldsflokkurinn, sem fékk fjögur sæti, sameinaðist Frjálslynda demó- krataflokknum, sem er þá kominn með hreinan meirihluta, 244 sæti. Nýi íhaldsflokkurinn hafði reyndar orðið til við klofning í Frjálslynda flokknum. Aðild að samsteypustjórn- inni á auk þess Komeito-flokkurinn, sem er miðjuflokkur er nýtur stuðn- ings búddista. „Höldum áfram“ „Okkur tókst að tryggja okkur áreiðanlegan meirihluta,“ sagði Koiz- umi á fréttamannafundi. „Ég tel, að slíkur stuðningur frá svona mörgum kjósendum sé forsenda fyrir því að við höldum áfram umbótaáætlun okkar. Ég vil gera þennan umbóta- brumhnapp að stóru tré.“ Koizumi sagði að stjórnin yrði að mestu óbreytt. Í september, þegar Koizumi var endurkjörinn formaður flokksins til þriggja ára, gerði hann breytingar á stjórninni til að hún yrði ung- og umbótalegri að sjá. Talið er víst að Koizumi verði forsætisráð- herra áfram, en nýja þingið kemur saman 19. nóvember til aukafundar þar sem forsætisráðherra verður kosinn. Ný ríkisstjórn verður að lík- indum kynnt nokkru síðar. Eins og spáð hafði verið bætti stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Lýðræðisflokkur Japans, við sig sæt- um. Fékk hann 177 sæti, en hafði áð- ur 137. Eykur þetta líkur á að tveggja flokka kerfi komist á, en Frjálslyndi demókrataflokkurinn hefur setið nær óslitið að völdum í Japan í hálfa öld. „Landslagið í stjórnmálunum er um það bil að breytast skyndilega í tveggja flokka kerfi,“ sagði stærsta dagblaðið í Japan, Yomiuri Shimbun, en varaði við því að Lýðræðisflokk- urinn tæki við völdum áður en innan- búðardeilur í flokknum hefðu verið settar niður. Ætti flokkurinn „tals- vert ófarið“ áður en hann yrði fær um að taka við stjórnartaumunum. Af fyrirsögnum í öðrum blöðum mátti ráða að Koizumi gæti lent í ólgusjó með umbótastefnu sína eftir því sem áhrif persónutöfra hans fari minnkandi. „Koizumi siglir á móti vindi,“ sagði á einum stað. „Töfrar Koizumis að hverfa,“ sagði í annarri. Óljóst með umbæturnar Koizumi tók við völdum fyrir tveimur og hálfu ári þegar hann hvatti til róttækra efnahagsumbóta og sigraði auðveldlega í kosningum til efri deildarinnar 2001. Gamall og mjög íhaldssamur armur flokksins, sem er andvígur umbótastefnunni, hefur haldið honum við völd með því að afla honum nægra atkvæða í kosn- ingum, en um leið gert allar umbæt- ur að orðunum tómum. Fréttaskýrendur segja að þótt Koizumi hafi mistekist að tryggja flokknum hreinan meirihluta í kosn- ingunum muni það ekki þýða að dag- ar hans á forsætisráðherrastóli verði umsvifalaust taldir, en þeim bar ekki saman um hvort þetta yrði til að tor- velda honum að koma umbótastefn- unni í framkvæmd. „Koizumi talaði mikið um „kerfis- umbætur“ en kjósendur hafa ekki séð neinar umtalsverðar breyting- ar,“ sagði Takashi Inoguchi, stjórn- málafræðiprófessor við Tókýó-há- skóla. „Útlitið er dökkt fyrir flokkinn og Koizumi … Haldi fram sem horfir mun Lýðræðisflokkurinn bæta enn meiru við sig í kosningunum til efri deildarinnar á næsta ári, og þá fer að hrikta enn frekar í Frjálslynda demókrataflokknum.“ Aðrir töldu að aukið fylgi Lýðræð- isflokksins, sem er hlynntur kerfis- breytingum, myndi hraða því að um- bætur verði. „Jafnvel þótt ýmsir íhaldsmenn innan Frjálslynda flokksins séu andvígir umbótastefnu Koizumis getur hann nýtt sér aukin áhrif Lýðræðisflokksins til að koma sinni eigin stefnu í framkvæmd,“ sagði Akio Yoshino, yfirmaður rann- sóknardeildar SG Yamaichi Asset Management-sjóðsins. Stjórnmálaflokkur forsætisráðherra Japans hélt naumlega velli í þingkosningum um helgina Tókýó. AFP. Kjósendur sagðir vilja tveggja flokka kerfi Junichiro Koizumi HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna ákvað í gær að taka til meðferðar mál sem víkur að spurningunni um það hvort löglegt sé að halda útlend- ingum, sökuðum um að berjast fyrir al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin og talibanastjórnina í Afganinstan, í flotastöðinni í Guantanamo á Kúbu. Ákvörðun hæstaréttar telst til tíð- inda en mönnum frá Kúveit, Ástralíu og Bretlandi er m.a. haldið í Guant- anamo án þess að nokkur ákæruat- riði hafi verið borin fram gegn þeim. Lögfræðingar nokkurra þeirra sem haldið er í Guantanamo vísuðu málinu til hæstaréttar Bandaríkj- anna. Hefur hæstiréttur sagt að úr- skurður hans muni takmarkast við „hvort bandaríska dómstóla skorti lögsögu til þess að úrskurða um lög- mæti þess að halda fólki af erlendu þjóðerni, teknu til fanga erlendis í hernaðarátökum, í flotastöðinni í Guantanamo á Kúbu“. Fangamálin fyrir dóm Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.